Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 46
¦ 46 0801 T8U0A .8 HUOACrJTMMH GIGAJ8KUD5IOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1989- i fclk í fréttum BREYTTIR TIMAR Sovéskur rokkari reynir fyrir sér á Vesturlöndum Einn virtasti rokktónlistarmaður Sovétríkjanna, Boris Grebensj- íkov, hyggst innan skamms leggja upp í hljómleikaferð um Bandaríkin og væntanleg er á markaðinn fyrsta hljómplata hans sem gefin er út á Vesturlöndum. Grebensjíkov kveður umbóta- og frjálslyndisstefnu Míkhaíls S. Gorbatsjovs Sovétleið- toga hafa haft jákvæð áhrif á menn- ingarlíf allt í Sovétríkjunum og seg- ir það ekki síst gilda um rokktón- list þar eystra. Boris Grebensjíkov býr þessa dagana í rúmgóðri íbúð í Greenwich Village í New York ásamt heitkonu sinni, írenu Pítrovu og dóttur þeirra Vasja. Umskiptin eru mikil því áður bjuggu þau ásamt sex öðrum í þriggja herbergja íbúð í Leníngrad. Ólíklegt má telja að á árum áður hefði Grebensjíkov fengið leyfi til að gefa út hljómplötu á Vesturlönd- um hvað þá að flytjast úr landi um tíma. Allt fram til ársins 1985 er Gorbatsjov hófst til valda, töldu yfirvöld í Sovétríkjunum rokktónlist endurspegla úrkynjun og andleysi Vesturlanda og oftar en ekki fylgd- ist sovéska öryggislögreglan, KGB, með tónlistarmönnum sem taldir voru hatursmenn kerfisins og „and-sovéskir" þjóðfélagsþegnar. Ekki bætti úr skák að hljóðfæri og tækjabúnaður allur voru 20 árum á eftir tímanum borið saman við Vesturlönd og erlend rokktónlist var eingöngu fáanleg á svarta markaðinum. Nú gefur ríkisfyrir- tækið Melodíja út hljómplötur með Sovéski rokktónlistarmaðurinn Boris Grebensjíkov leikur á banda- rískan Gibson-gítar í íbúð sinni í New York. sovéskum og erlendum rokktónlist- armönnum og ríkisfyrirtækið Gos- konsert skipuleggur tónleika er- lendra og þarlendra hljómlistar- manna. Grebensjíkov er 35 ára gamall og nánast óþekktur á Vesturlönd- um. Hins vegar hefur hann um ára- bil verið í hópi framsæknustu hljóm- listarmanna Sovétríkjanna og hljómsveit hans, Aquaríum, hefur notið mikilla vinsælda í Sovétríkjun- um allt frá því hún var stofnuð árið 1972. Grebensjíkov hefur verið líkt við Bob Dylan en helstu áhrifa- valdar hans í textagerð eru sagðir þeir George Harrisson, Lou Reed og Jim Morrisson. Áður fyrr var upptökum hljómsyeitarinnar dreift með óleyfilegum hætti en árið 1987 gaf Melodíja-útgáfan út fyrstu plötu hljómsveitarinnar. Rúmlega þrjár milljónir eintaka hafa nú selst en allur ágóði af sölunni hefurrunn- ið í ríkiskassann. Hljómplata Grebensjíkovs nefnist „Radio Silence" og eru öll lögin sungin á ensku. Margir þekktir tón- listarmenn aðstoðuðu hann við gerð plötunnar og má þar nefna þau Dave Stewart og Annie Lennox úr hljómsveitinni „Eurythmics" og Chrissie Hynde, söngkonu „Pret- enders". Grebensjíkov segir marga sov- éska tónlistarmenn hafa áhyggjur af frámtíð sovéskrar rokktónlistar. Menn óttist að markaðshyggja sú sem einkenni tónlistarsköpun á Vesturlöndum haldi innreið sína í Sovétríkjunum og að frumleiki og boðskapur í textagerð verði látinn lönd og leið. LEIKLIST Isabellu boðið að leika móður sína r Isabellu Rosselini hefur verið boðið að leika móður sína í sjónvarps- mynd. ísabella sem er 37 ára er dóttir Ingrid Bergman og Robertos Rosselinis en ástarsamband þeirra vakti mikla athygli á sínum tíma. Það er Skotinn Iain Smith sem hyggst framleiða myndina en hann hefur staðið að myndunum „The Killing Field" og „Local Hero". COSpír IIIB9 -Þegar Björn er með endar það alltaf á því að við fáum sérklefa Núferhvetaö veröa síóastur Opið virka daga frá kl. 10-18, föstudaga frá kl. 10-19 laugardaga frá kl. 10-14. Columbia hýsin eru öll með 20.000 Btu miðstöð Greiðslukiör 18 mánuöir .•t..., :„:: :...'...„, ....... \ Vorleikur 89 ÁRMÚLA 16-SÍMI: 686337
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.