Morgunblaðið - 03.08.1989, Page 46

Morgunblaðið - 03.08.1989, Page 46
Tfc ____ ' ' esei T3U0Á .8 HUOAU'JTMMIT UIQAJaKUOHOM 46 ' ' MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. ÁUÚST 1989-------------- fclk í fréttum BREYTTIR TÍMAR Sovéskur rokkari reynir fyrir sér á Vesturlöndum sovéskum og erlendum rokktónlist- armönnum og ríkisfyrirtækið Gos- konsert skipuleggur tónieika er- lendra og þarlendra hljómlistar- manna. Grebensjíkov er 35 ára gamall og nánast óþekktur á Vesturlönd- um. Hins vegar hefur hann um ára- bil verið í hópi framsæknustu hljóm- listarmanna Sovétríkjanna og hljómsveit hans, Aquaríum, hefur notið mikilla vinsælda í Sovétríkjun- um allt frá því hún var stofnuð árið 1972. Grebensjíkov hefur verið líkt við Bob Dylan en helstu áhrifa- valdar hans í textagerð eru sagðir þeir George Harrissqn, Lou Reed og Jim Morrisson. Áður fyrr var upptökum hljómsveitarinnar dreift með óleyfilegum hætti en árið 1987 gaf Melodíja-útgáfan út fyrstu plötu hljómsveitarinnar. Rúmlega þijár milljónir eintaka hafa nú selst en allur ágóði af sölunni hefur runn- ið í ríkiskassann. Hljómplata Grebensjíkovs nefnist „Radio Silence" og eru öll lögin sungin á ensku. Margir þekktir tón- listarmenn aðstoðuðu hann við gerð piötunnar og má þar nefna þau Dave Stewart og Annie Lennox úr hljómsveitinni „Eurythmics" og Chrissie Hynde, söngkonu „Pret- enders". Grebensjíkov segir marga sov- éska tónlistarmenn hafa áhyggjur af framtíð sovéskrar rokktónlistar. Menn óttist að markaðshyggja sú sem einkenni tónlistarsköpun á Vesturlöndum haldi innreið sína í Sovétríkjunum og að frumleiki og boðskapur í textagerð verði látinn lönd og leið. Einn virtasti rokktónlistarmaður Sovétrílq'anna, Boris Grebensj- íkov, hyggst innan skamms leggja upp í hljómleikaferð um Bandaríkin og væntanleg er á markaðinn fyrsta hljómplata hans sem gefin er út á Vesturlöndum. Grebensjíkov kveður umbóta- og fijálslyndisstefnu Míkhaíls S. Gorbatsjovs Sovétleið- toga hafa haft jákvæð áhrif á menn- ingarlíf allt í Sovétríkjunum og seg- ir það ekki síst gilda um rokktón- list þar eystra. Boris Grebensjíkov býr þessa dagana í rúmgóðri íbúð í Greenwich Village í New York ásamt heitkonu sinni, írenu Pítrovu og dóttur þeirra Vasja. Umskiptin eru mikil því áður bjuggu þau ásamt sex öðrum í þriggja herbergja íbúð í Leníngrad. Ólíklegt má telja að á árum áður hefði Grebensjíkov fengið leyfi til að gefa út hljómplötu á Vesturlönd- um hvað þá að flytjast úr landi um tíma. Allt fram til ársins 1985 er Gorbatsjov hófst til valda, töldu yfirvöld í Sovétríkjunum rokktónlist endurspegla úrkynjun og andleysi Vesturlanda og oftar en ekki fylgd- ist sovéska öryggislögreglan, KGB, með tónlistarmönnum sem taldir voru hatursmenn kerfisins og „and-sovéskir“ þjóðfélagsþegnar. Ekki bætti úr skák að hljóðfæri og tækjabúnaður allur voru 20 árum á eftir tímanum borið saman við Vesturlönd og erlend rokktónlist var eingöngu fáanleg á svarta markaðinum. Nú gefur ríkisfyrir- tækið Melodíja út hljómplötur með Sovéski rokktónlistarmaðurinn Boris Grebensjíkov leikur á banda- rískan Gibson-gitar í íbúð sinni í New York. LEIKLIST ísabellu boðið að leika móður sína Isabellu Rosselini hefur verið boðið að leika móður sína í sjónvarps- mynd. ísabella sem er 37 ára er dóttir Ingrid Bergman og Robertos Rosselinis en ástarsamband þeirra vakti mikla athygli á sínum tíma. Það er Skotinn Iain Smith sem hyggst framleiða myndina en hann hefur staðið að myndunum „The Killing Field" og „Loeal Hero“. -Þegar Björn er með endar það alltaf á því að við fáum sérklefa ÁRMÚLA 16 - SÍMI: 686337 Opið virka dagafrá kl. 10-18, föstudaga frá kl. 10-19 laugardaga frá kl. 10-14. Columbia hýsin eru öll með 20.000 Btu miðstöð Greióslukjör 18 mánuóir VISA BBaBH

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.