Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 10
10 MQRGUNBLAÐLÐ FÍMMTUDAGUR 3. ÁGUST 1989 Tímarit Sögufélags Bókmenntir ErlendurJónsson NÝ SAGA. Tímarit Sögufé- lags. 99 bls. Ritstj. Már Jónsson og Ragnheiður Mósesdóttir. 3. árg. 1989. Áhugi á sögu má teljast almenn- ur á landi hér. Því getur Sögufé- lagið haldið úti tveim ársritum. Forráðamenn félagsins tóku þann pól í hæðina þegar þeir hófu útg- áfu Nýrrar sögu að hún skyldi bera alþýðlegri svip en gamla Saga. Þetta er myndskreytt rit og val efnis að nokkru leyti öðru vísi. Meðal annars eru birtir rabbþættir eftir menn sem ekki eru sagnfræð- ingar en hafa áhuga á sögu og jafnframt nokkuð til málanna að leggja. Meðal efnis í þessu hefti er Franska byltingin í ágripi Magnús- ar Stephensens eftir Loft Gutt- ormsson. I anda upplýsingarinnar vildi Magnús fræða landsmenn um samtímaviðburði. Og vitanlega bar þá engan atburð hærra en bylting- una. Annars sýnast skoðanir Magnúsar hafa verið nokkuð mót- sagnakenndar eins og Loftur bendir á. Sjálfur var Magnús kon- ungholiur í besta lagi. Eigi að síður taldi hann orsök byltingarinnar vera »kónganna óhófs- og eyðslu- semi.« Það var algeng samtíma- skýring; og reyndar gengur hún enn. Skrif sagnfræðinga um bylt- inguna hafa lengi legið í því far- inu. Menn hafa líka trúað því að byltingin hafi markað upphaf nýrra og umfram allt betri tíma. Merkiiegt er til að vita nú, tvö hundruð árum síðar, að í bylting- unni skyldu í raun koma fram og takast á sömu öflin sem enn eru að deila og drottna í lýðræðisríkj- um vesturlanda. Að því leyti hófst auðvitað nýtt skeið með bylting- inni. Hetjuljómi sá, sem leikur um nafn Napóleons, er hins vegar íhugunarverður, svo marga til- gangslausa fórnina sem Frakkar urðu þó að færa hans vegna. Stjórnarbyltingin mikla er enn- fremur merkiieg vegna þess að hún varð fyrst slíkra og þannig forskrift þeirra byltinga sem síðar hafa orðið, nú síðast í Iran: Mú- gæsing grípur um sig, máttlausum stjórnvöldum er steypt, hugsjónum einatt haldið á loft, fólk lætur stjórnast af tilfinningum, aftökur verða tíðar; en að lokum falla völd- in í hendur nýs harðstjóra sem drottnar með sýnu meiri hörku en fyrri valdhafar en nýtur samt óskoraðs trausts vegna þess að hann stjórnar — í nafni byltingar- innar! Magnús Stephensen hafði þá reynslu fram yfir flesta íslend- inga að hann þekkti til í borg en borgarlíf var vitanlega skilyrði umbrota af því tagi sem urðu í París. Um hitt má deila hvort hann hefur áttað sig á hinni raunveru- legu orsök atburðanna. Kónganna óhófs- og eyðslusemi hófst ekki með Loðvík sextánda, síður en svo. Annars virðist hugur sagnfræð- inganna lítt bundinn við byltingar þessa stundina, miklu fremur við skírlífi íslendinga á fyrri öldum, svo ólíku sem þar er þó saman að jafna: Klerkar í klípu (Guðmundur J. Guðmundsson), Barnsfeðranir og eiðatökur á 17. öld (Már Jóns- son) og Skikkja skírlífisins (Matt- hew James Driscoll). í fyrstu rit- gerðinni er þess getið til að háyfir- völd katólskra hefðu vel mátt fall- ast á að taka Jón biskup Arason í helgra manna tölu ef svo hefði ekki viljað til að hann var ætt- faðir flestra íslendinga! Ritgerð Más er mjög ýtarleg og lýsir inn í formyrkvaðan hugarheim vald- hafa óg almennings á þeim dimmu öldum þegar niðurlæging þessarar þjóðar varð hvað mest. Síðast nefnda ritgerðin fjallar svo um Skikkjurímur og má raunar teljast til bókmenntafræði; mjög greina- góð samantekt. Guðmundur Hálfdanarson ritar hugleiðing sem hann nefnir Frelsi er ekki sama og frjálshyggja. Við- fangsefnið er frjálshyggja 19. ald- ar. En í upphafi læðist að manni sá grunur að höfundur sé jafn- Hundadagar ______Tónlist______ Jón Ásgeirsson Það verða að teljast nokkur tíðindi, að Leifi Þórarinssyni skuli hafa tekist að koma á fót eins viðamikilli listahátíð og líkur eru á að Hundadagar '89 verði, en þegar þetta er ritað, hefur verið opnuð sérstæð málverka- sýning og frumsýnt eitt af stærri leikverkum Shakespéares. Á tón- listarsviðinu hófst hátíðin með tónleikum David Tutts, sl. þriðju- dag, í Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar, en safnið, ásamt Alþýðu- leikhúsinu og Tónlistarfélagi Kristskirkju, stendur að þessum listaviðburði. Á sviði tónlistar er rétt að nefna eihleikstónleika Martins Berkofskys, orgeltónleika Björns Steinars Sólbergssonar, þrenna kammertónleika og frumflutning hérlendis á óperunni Mann hef ég séð eftir Karólínu Eiríksdótt- ur. Miðað við aðsóknina á tónleika Tutts í Listasafni Sigurjóns Ól- afssonar munu aðdáendur tón- listar ekki Iáta sig vanta og er það vel. David Tutt hefur áður komið fram á kammertónleikum en þetta er í fyrsta sinn sem undirritaður heyrir hann leika einieik. Á efnisskránni voru verk eftir Schubert, Debussy og' Liszt. Són- ata eftir Schubert (op. Posth. 960) er ein af vinsælustu sónöt- um snillingsins og feikna fallegt verk. Flutningur Tutts var einkar skýr og vandaður en hvað blæ- brigði snertir nokkúð eintóna og í hraðavali og túlkun undir þeim mörkum, sem líklegt er að ýti við tilfinningum áheyrenda. Það sama má segja um L'Isle joyeuse eftir Debussy. Þó gaf þar að heyra falleg blæbrigði, einkum í upphafi verksins. Síðustu tvö verkin voru hug- leiðing Liszts um 123. sonnett- una eftír Petrarca og Mefistov- alsinn. í Petrarca-hugleiðingun- um (úr ítölsku bókinni frá 1837-49) má heyra hljómskipti svipuð og Wagner notar t.d. í söngnum til Morgunstjörnunnar (1845) en vitað er að ýmsar hljómnýjungar, sem Liszt fitjaði upp á fyrstur manna, voru tekn- ar upp af samtíðarmönnum hans, t.d. upphafshljómurinn í Tristan og Isolde eftir Wagner. Margt var fajlega gert í Petr- arca-hugleiðingunni en meðal annars sem þessi rómantíska tónlist leyfir, er leikurinn með hljóðfallið í formi „rubato", þar sem hraðinn verður háskalegur en viðdvölin og söngurinn tíma- laus í hægum þáttum. Áferðin í flutningi Tutts var ekki gædd þessari sveiflu á milli slökunar og spennu er einkennir verk Liszts og t.d. í síðari hluta. vals- ins vantaði herslumuninn. framt að storka þeim sem nú kenna sig við frjálshyggju: «... gott ef heitið hefur ekki öðl- ast sess sem hið versta skammar- yrði í íslenskri stjórnmálaum- ræðu.« Hvað sem því líður veit Guðmundur að svo var ekki á 19. öld; menn tóku sér þá ekki í munn orðið frelsi nema með upphafning og hughrifum og glýju í augum. Margt er vel athugað í þættinum en mér sýnist höfundur fara óþarf- lega mörgum orðum um sérstöðu íslenska bændasamfélagsins gamla andspænis erlendum kenni- setningum. íslenskir bændur spurðu ekki um hagfræðikenning- ar, aðeins um pr/sa/ja.'Einfalt mál! Fleiri stuttar ritgerðir eru í hefti þessu, þeirra á meðal Embættis- mannaaðallinn í Reykjavík eftir Guðjón Friðriksson, en hann hefur sérstaklega hugað að sögu höfuð- staðarins. J Sagan og sögukennsla í skólum hefur á undanförnum árum bland- ast saman við pólitísk deilumál. Það er skiljanlegt. Margur dæmir hið liðna samkvæmt skoðun sinni á samtíðinni. Söguritari getur því haft áhrif þó hann hafi engin form- leg völd. Almennt hygg ég að íslenskir sagnfræðingar geri sér ljóst yfir hvaða áhrifamætti þeir búa að því leytinu. Söguritunin breytist því einatt með breyttum tímum, bæði að túlkun og vali við- fangsefna. Þessa stundina má segja að söguritunin sé tiltölulega hlutlaus þótt út af því bregði allt- af hvað einstök dæmi varðar. Fag- Iegt endurmat af öllu tagi er þó sífellt í gangi en slíkt er að sjálf- sögðu nauðsyn hverri fræðigrein. r, HUSVAMiIJtt VV BORGART0NI29.2.HÆÐ. H 62-17-17 Stærri eiqnir Einbýli - Garðabær Ca 200 fm steinh. v/Lóngufit. Stór bílsk. Góður garður. Verð 9,8 millj. Vantar eignir með nýjum húsnlánum Höfum fjölda kaupenda að 2ja, "j;i og 4ra herb. íb. með nýjum húsnæðislánum og öðrum lán- um. Mikil eftirspum. n 4ra-5 herb. Parh. - Vogatungu Eigum aðeins eftir eitt 75 fm parh. í síðari áfanga eldri borgara við Vogatungu i Kóp. Skilast fullb. utan og innan. Hæðargarður Falleg efri hæð og ris m. sér- inng. 3-4 svefnh., stofa o.fl. Sér- hiti. Sérgarður. Verð 6,0 millj. Lóð - Seltjarnarnesi Ca 905 fm einbhúsalóð við Bollagarða. Samþykktar útlitsteikn. af tvílyftu húsi geta fylgt. Einb. - Víðihvammi Kóp. Ca 225 fm fallegt hús, tvær hæðir og kj. Arinn í stofu. Mögul. á séríb. í kj. Ákv. sala. Laus strax. Hagst. lán áhv. Verð 10,9 milli. Flúðasel m. bílag. 100 fm glæsil. íb. í blokk. Ný Ijós innr. Þvottaherb. innan íb. Verð 6,3 millj. Seljabraut - ákv. sala 100 fm nettó björt og falleg íb. á 3. hæð. Þvottahús innaf eldhúsi. Laus 1. sept. Hátt brunabótamat. Verð 6 milli. Kelduland/ákv. sala Ca 80 fm nettó falleg íb. á 2. hæð. Suðursv. Verð 6,2-6,4 m. Einb. - Hraunbergi Ca 297 fm einb. á góðum stað. Stór bílsk. og vinnupláss fylgja. Framnesvegur - 4ra-5 Ca 107 fm nettó glæsil. íb. á Bráðræðis- holti. Nýtt bað. 3-4 svefnherb. o.fl. Parket. Sérhiti. Þvottaherb. innan ib. Verð 6,9 millj. Einb. - Álfhólsvegi Kóp. Ca 201 fm fallegt einb. á góðum útsýn- isst. Góð lóð. Verð 9,5 millj. Parh. - Mosfellsbæ Ca 160 fm fallegt parhús við Lindárbyggð. Skemmtilega hönnuð eign. Hátt til lofts og vítt til veggja. Áhv. ca 4,6 millj. nýtt húsnæðislán o.fl. Seltjnes - 4 svefnh. Ca 120 fm íb. á 2. hæð í vönduðu sambýli við Tjarnarból. Búr innaf eldhúsi. Suðursv. Verð 6,9 m. Raðhús - Engjaseli ' Ca 200 fm gott raðh. við Engjasel meó bilageymslu. Vönduð eign. Verð 9,2 m. Grafarvogur - nýtt Vorum aö fá í sölu 4ra herb. rúmg. t'búð- ir í tveimur stigahúsum á góðum stað við Rauðhamra. Allar ibúðirnar með sérþvherb. Mögul. á að kaupa bilskúr. íb. afh. tilb. undir tréverk í mars 1990. Parh. Suðurhl. - Kóp. 166 fm parh. á tveimur hæðum. Mögul. á bílsk. Húsið skilast fokh. að ínnan, fullb. að utan u. máln. Afh. 4 mán. frá samn," Eyjabakki - endaíb. .110 fm brúttó gullfalleg ib. á 3. hæð. Parket. Ljósar innr. 20 fm rými í kj. Verð 5,8-5,9 millj. Hagst. lán áhv. Sigtún Ca 76 fm nettó 4ra-5 herb. gullfalleg jarðh./kj. Sérhiti. Fallegur garður. Hagst. lán áhv. Verð 5,5 millj. Furugrund Kóp. Falleg íb. á 1. hæð í lyftubl. Suðursv. Bílgeymsla. Parket. Ákv. sala. 3ja herb. Vesturborgin - nýtt Fjórar 3ja herb. íb. ó 2. og 3. hæð. Selst tilb. u. trév. að innan, fullb. að utan. Frág. lóð. Afh. i mars '90. Kríuhólar - lyftuh. 80 fm falleg íb.á 4. hæð. Suðvestursv. Verð 4,7 millj. Álfatún - Kóp. . 97 fm falleg jarðh. t' þríb. Sérþvotta- herb. innan íb. Glæsil. innr. Verð 6,4 m. Hraunbær Ca 81 fm.falleg ib. á 3. hæð. Suðvest- ursv. Hagst. lán áhv. Hátt brunabmat. Grensásvegur Ca 80 fm mjög góð íb. Ný eldhúsinnr. Gott útsýni. Vestursvalir. Verð 4,7 millj. Einbýli - Grafarvogi 2ja herb. Óðinsgata - nýuppg. Ca 148 fm fallegt steinh. við Miðhús. Góð nýuppg. kjib. Verð 3,1 millj. 34 fm bílsk. fylgir. Selst fullb. að utan en fokh. að ínnan. Verð 6,8 millj. Sérh. - Langholtsv. Ca 155 fm vönduð hæð og ris auk hluta í kj. Mikið endurn. eign. Suðursv. Verð 8,3 millj. Sérh. - Ásbúð Gb. 205 fm falleg efri sérh. í parh. Tvöf. bilsk. Blómaskáli og verönd í suður frá stofu. Skipti mögul. á minni sérh. í Rvík. Verð 9,7 millj. íbhæð - Miðtúni Ca 155 fm bjórt og falleg miðh. i þrib. Parket. Búr innaf eldh. Suðursv. Bílsk. Skíptí mögul. á minni eígn. Dalsel Ca 73 fm gullfalleg íb. á 3. hæð. Ca 40 fm óinnr. rls fylgir. Bilsgeymsla. Suðursv. Verð 5,2 m. Snorrabraut - ákv. sala 50 fm góð íb. á 1. hæð. Áhv. veðdeild 650 þús. Verð 3,1 millj. Efstaland - jarðh. Sérl. falleg íb. á jarðh. Suðurverönd frá stofu. Sérgarður isuður. Verð 4,0 millj. Hrísateigur Ca 40 fm gullfalleg endurn. jarðh. Allt nýtt. Allt sér. Verð 2,9 millj. ELHUSVIFTUR FALLEGAR - VANDAÐAR • meö eða án kolsíu • 3ja hraöa mótor • tvö innbyggö Ijós • útdraganlegur skermur AÐEINS KR. 7.250,- Fleiri geroir fáanlegar, einnig til innbyggingar. iFOnix HÁTÚNI 6A SÍMI (91)24420 28611 LINDARGATA: Einb./tvib., kj., hæð og ris. Allt i góðu ásigkomulagi. Stór eignarlóð. Ákv. sala. AUSTURSTRÖIMD: Tilb. u. trév. 4ra herb. 125 fm mjög sérstök ib. á 2. hæð. Sérinng. Fráb. útsýni. TÝSGATA: Sérl. hlýl. 3ja herb. íb. á 1. hæð í steinh. Mikið endurn. Hálfur geymsluskúr fylgir. Verð 4,0 millj. BRAGAGATA: Skemmtil. 66 fm íb. á 1 hæð. Sérinng. Nýl. innr. Kj. und- ir. Verð 3,2 millj. BLÖNDUHLÍÐ: 2ja herb. rúmg. kjíb. Áhvíl. veðdeild. ÞORLÁKSHÖFN: Einb./tvib. á . tveimur hæðum. Hús í mjög góðu lagi. ÞORLÁKSHÖFN: Efri hæð í tvibh. Mikið endurn. Verð 1,5 millj. VANTAR EIGNIR Á SKRÁ HúsogEignir íf Grenimel 20 Hhwtlml U. »41. Lóovffc Gizuraraon hrt. I^W FiimrwgiKriitjánsson.GuoniundurKiörnSteinþórsson^KristmPétursd., ÆM Æ^^ Guðmundur Tómasson, Vioar Böðvarsson, viðskiptafr. - fasteignasali. ^V" 62-42-50 Blönduhlíð - 2ja Góð íb. í kj. 60 fm nettó. Mikið end- urn. Allt sér. Kárastígur - risfb. Mikið endur'n. 2ja-3ja herb. efri hæð ásamt nýinnrétt. risi. Laus. Njálsgata — 2ja Ca 60 fm jarðhæð mikið endurn. og öll sameign ný stahdsett. Verð 3,5 millj. ' Hringbraut — 2ja 60 fm fullb. vönduð ib. i nýl. húsi ásamt stæði í bílgeymslu. Suðursv. Parket. Laus. Reykás — 3ja—4ra Falleg björt mjög vónduð ib. á 2. hæð. Tvennar svaiir. Fallegt útsýni. Kieppsvegur — 4ra Mjög góð íb. ca 100 fm á 2. hæð. Allt í mjög góðu ástandi. Suðursv. Flókagata - 4ra Góð íb. nálægt Háskólanum með miklum mögul. Verð 6,3 millj. Hlíðar - 6 herb. Stórfalleg 6 herb. sérh. Stórar stofur. Nýtt endurn. bað. Stórt eldh. Mjög stór og góð svefnh. Verð 9,3 millj. Barmahlíð — sérh. Mjög góð efri hæð í tvibhúsi ásamt 30 fm bílsk. Sér inng. íb. er mjög mikið endurn. Ásgarður - raðh. Gott endaraðh. á tveimur hæðum. Húsið er i góðu standi. Nýtt gler. Góður garður. Mikið útsýni. Verð 6,7 millj'. Helgubraut — raðh. Glæsil. fullbúið raðh. á 3 hæðum. Innb. bílsk. Rúmg. sér íb. í kj. Allt fullfrá- gengið úti sem inni. Mjög vandað. Skeiðarvogur - raðh. Gott 164 fm raðh. á þremur hæðum. Séríb. i kj. Fallegur suðurgarður. I smiðum Frostafold Stórglæsilegar 3ja og 4ra herb. íbúð- ir í 4ra ib. húsi við Frostafold. Skilast tilb. u. trév. Lóð með grasi, gangstíg- ar steyptir og malbikuð bílastæði. Frábært útsýni. Suðursv. Byggmeist- ari Arnljótur Guðmundsson. Parhús Grunnur og plata af parhúsum við Þverás í Árbæjarhverfi. Til afh. strax. Hagst. greiðslukjör. Ú FJARFESTING FASTEIGNASALA? Borgartúnt 31,105 Rvk., s. 624250. Löjjlr.: Pðtur l>ór SlBurflsson hdl.,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.