Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 43
 M0HGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR,3.i AGUST .1989 43 í samtali við sig: „Eg yildi heldur taka hættuna af að hafa ísland óvar- ið eyland en samþykkja hersetu á íslandi á friðartímum til jafnlengdar gildistíma aðildarsamningsins að Atl- antshafsbandalaginu." Bandaríkjamenn stefndu sem fyrr að varanlegri hersetu en íslendingar vildu aðeins gera skammtímasamn- ing. Samkomulag náðist að lokum um öll samningsatriðin og 5. maí 1951 var gerður varnarsamningur milli íslands og Bandaríkjanna. Enda þótt varnarsamningurinn frá 1951 sé í eðli sínu skammtímasamn- ingur vegna þess, að hvor aðili fyrir sig getur með uppsögn losað sig frá honum að undangengnum samninga- viðræðum og tilkynningum á 18 mánaða tímabili (6 mánaða viðræð- um, eins árs uppsagnarfresti), virðist það hafa verið markmið Bandaríkja- manna að varnarsamningurinn verði í framkvæmd langtímasamningur. Hefur þeim í reynd tekist að ná þessu markmiði. Bandaríska varnarliðið er enn í Keflavík árið 1989, 36 árum eftir að Kóreustyrjöldinni lauk. Varnir til hvers? Vissulega var útþensluógnun Sov- étríkjanna og kommúnismans í Evr- ópu um og eftir síðari heimsstyrjöld- ina gild ástæða fyrir stofnun NATO árið 1949. Óvinarímyndin frá stríðsárunum hafði breyst. Fyrri óvinirnir gerðust bandamenn, fyrri bandamenn skiptust í tvo óvinahópa. íslandi, fullveldi þess og sjálfstæði hefur þó ekki yerið ógnað á Iýðveld- istímabilinu. Ógnunin, ef henni er fyrir að fara, hefur aðeins verið óbein og almenn vegna útþenslustefnu Sovétríkja Stalíns og upþbyggingu rauða heraflans, einkum á Kola- skaga. Allt frá stofnun lýðveldis á íslandi höfum vTð í raun ekki átt neina óvini í samfélagi ríkja. Við höfum rekið vinsamlega stefnu gegn öllum ríkjum, þótt við höfum átt nánust samskipti við Norðurlönd og NATO-ríkin. Óryggi okkar, sjálf- stæði og fullveldi, stafar ekki bein; hætta frá neinu ríki í heiminum, hvorki lýðræðisríki né sósíölsku, ná- grannaríki né fjarlægara. Þörf okkar fyrir varnir í landinu miðað við það friðsamlega ástand sem ríkir í okkar heimshluta í dag er því takmörkuð. Við höfum leyst okkar má eftir frið- samlegum leiðum diplómatísins. Hitt er þó ljóst, að meðan enn hefur ekki tekist að stofna til vinsam- legri samskipta stórveldanna og á meðan hin kommúníska hugsjóna- fræði útþenslunnar hefur ekki verið lögð á hilluna virðist full þörf fyrir varnarbandalag vestrænna ríkja, m.a. til þess að hafa forystu um samningaviðræður um afvopnun og til öryggisgæslu. Það er því enginn vafi á því, að sá meginþáttur öryggis- stefnu okkar að eiga aðild að NATO er byggður á traustum grunni langtímasamnings, sem nýtur fylgist yfirgnæfandi meirihluta eða um 80% Islendinga, e.t.v. meira. En viðbótin við þessa grundvallar- stefnu í varnar- og öryggismálum frá 1951 um veru varnarliðsins í Keflavík síðan 1951 er vafasamari og umdeildari. Hafa reyndar allir íslenskir stjórnmálaflokkar lýst yfir því, að æskilegt væri að geta haft herlaust land, ef aðstæður leyfðu. í þessu sambandi má ekki gleyma því, að það sem talið verður „full- nægjandi varnir" er háð mati eða skilgreiningu viðkomandi fullvalda ríkis á þeim ógnum sem að því steðja. Smáríki, sem á sér engan óvin og er af engum ógnað, kemst af með næsta litlar varnir. Aðild að NATO, fáni þess að hún í varnarstöðvunum hvern dag, varnarstöðvarnar í við- bragðsstöðu, og rekstur íslendinga á eftirlits- og viðvörunarkerfi því, sem bandaríska varnarliðið annast í dag, með tækjum þess og á þeirra kostn- að, gerir að mínu áliti meiraen að fulinægja brýnustu þörfum íslend- inga fyrir varnir í landinu miðað við núverandi ástand öryggismála í okk- ar heimshluta. Breyting varnar- og öryggismála okkar í þessa átt virðist því í senn fullnægja okkar eigin varn- ar- og öryggisþörfum og tekur sann- gjarnt tillit til Bandaríkjamanna og annarra bandamanna okkar í NATO. Birti ég ítarlega grein um þessa hlið málsins í vorhefti Skírnis 1988 og í Mbl. 18. maí 1988. Hernám hugarfarsins Umræða um herstöðvarmálið hef- ur að mestu verið á svörtum nótum og hvítum vegna hinnar einstrengis- legu stefnu Alþýðubandalagsins: „Ur NATO, herinn burt." Aðeins lítið brot þjóðarinnar tekur mark á þess- ari stefnu, sem spyrðir saman tvö sjálfstæð og aðskilin mál. Afstaða aðalgagnrýnanda varnar- og örygg- isstefnunnar hefur verið svo óraun- hæf, að hún er almennt talin ómark- tæk og ekki svaraverð. Hún hefur því ekki kallað á faglega alvöruum-' ræðu um málið. Aukaverkun af henni er sinnuleysi almennings um málið og forystumenn annarra flokka hafa ekki fundið hjá sér þörf á að leita nýrra leiða í varnarmálum. Vegna áhugaleysisins, sem af þessu hefur leitt, virðast íslendingar vera farnir að horfa fram hjá hernum, loka aug- unum fyrir hérveru hans, láta jafn- vel sem hann sé ekki hér, telja það margir eðlilegt ástánd að hér sé er- lendur her og herstöðvar, enda hefur enginn íslendingur 38 ára eða yngri upplifað ísland sem herlaust land. Þetta er það sem varað var við þeg- ar talað var um hættuna af hernámi hugarfarsins. Ymsum hefur fundist það tvöfeldni hjá Framsóknarflokknum að hafa yfirlýsta stefnu um að hér skuli ekki vera her á friðartímum en greiða óskiptur atkvæði með varnarsamn- ingnum við Bandaríkin 1951, þótt friður værí þá í okkar landfræðilega nágrenni. Skortur á samkvæmni flokksins við sjálfan sig í þessu og öðrum meiriháttar utanríkis- og ör- yggismáium veldur því, að erfitt er að gera sér grein fyrir, hversu alvar- lega ber að taka yfirlýsingar hans í utanríkis- og öryggismálum. T.d. greiddi nokkurn veginn helmingur þingflokksins atkvæði með en helm- ingur á móti Keflavíkursamningnum 1946 (7 gegn 6) og flokkurinn var líka tvöfaldur í roðinu við atkvæða- greiðslu um aðildina að NATO (flokksformaðurínn og annar þing- maður sátu hjá, einn var á móti, aðrir með). Hliðstæða sögu er að segja um önnur örlagarík utanríkis- mál eins og t.d. EFTA-aðild. Það er því erfitt að segja hversu alvarlega ber að taka hina upphaflegu yfirlýs- ingu Framsóknarfiokksins um að hér skuli ekki vera her á friðartímum. Síðustu árin hefur hann ekki sýnt neina tilburði i þá átt að framkvæma þá stefnu, þótt hann hafi verið við völd. ' Núverandi formaður Framsóknar- flokksins, Steingrímur Hermanns- son, hefur verið ráðherra síðan 1978. Síðan hann var kjörinn formaður flokksins 1979 hefur hann ekki haft uppi neina forystu fyrir brottför hers- ins né heldur beítt sér fyrir breyting- um eða umbótum á varnarstarfinu við Bandaríkin. Það er því eðlilegt, að menn velti fyrir sér hvort upphaf- leg stefna flokksins um herlaust land á friðartímum sé fyrnd? Áhugi flokksins á málinu er a.m.k. ekki áberandi í seinni tíð. Einu sinni varaði maður í stöðu Steingríms við 'hernámi hugarfars- ins. Efnahagsleg áhrif varnarliðsins hafa verið mikil, bæði beint og óbeint. Hafa þar nokkur stórfyrir- tæki notið góðs af, þ. á m. SÍS og dótturfyrirtæki þess, Reginn, en SÍS hefur löngum verið sterkur pólitískur þrýstihópur í Framsóknarflokknum. Hitt er svo rétt, að í fortíð sinni á Framsóknarflokkurinn ýmsa til- burði til þess að sýna í verki, að hann vildi herlaust land á friðartím- um. Hann myndaði t.d. samsteypu- stjórnir árin 1956 og 1971, sem báð- ar höfðu þá yfirlýstu stefnu, að er- lendi varnarherinn skyldi hverfa _af landi brott á kjörtímabilinu, en ís- lendingar sjá um gæslu- og þjónustu- störf í varnarstöðvunum, þó ekki hernaðarstörf, og flugvélar NATO í eftirlitsflugi á Norðurhöfum hafa lendingarleyfi en ekki fasta bæki- stöð. Báðar ríkisstjórnirnar gáfust upp á að framkvæma þá stefnu. Lokaorð Vera bandaríska varnarliðsins í landinu byggist á skammtímasamn- ingi og forsendur hans, Kóreustyij- öldin, eru brostnar fyrir 36 árum. Bandaríkjamenn hafa allt frá árinu 1943 haft áhuga á jangtímasamningi um herstöðvar á íslandi. Þeir hafa þó bæði í orði og verki staðfest, að á friðartímum sé fullnægjandi fyrir öryggishagsmuni okkar, þeirra og bandamanna okkar í NATO, að hér sé herstöðvarkjarni flugrekstrar- sveita án hersetu. Þetta gætu íslend- ingar annast. Varnarsvæðunum yrði haldið í viðbragðsstöðu af Islending- um. Þeir önnuðust rekstur allrar eft- irlits-, viðvörunar- og fjarskiptaþjón- ustu með tækjum og á kostnað bandamanna okkar og í þeirra þágu. Ef til ófriðarbliku drægi ætti hún sér nokkurn aðdraganda í þróun erfiðrar sambúðar. Þann tíma mætti nota til að mæta hugsanlegu hættuástandi með því að manna aftur varnarstöðv- arnar með varaliði ef nauðsyn krefði til þess að fyrirbyggja, að óvinveittir herir eða hugsanlegir árásaraðilar gætu notfært sé aðstöðuna á ís- landi. Þannig væri öryggishagsmun- um okkar, Bandaríkjanna og annarra bandamanna okkar í NATO, fullnægt án erlendrar hersetu hér á friðartím- um. Áhyggjum vegna óhamingju og ' óánægju erlenda liðsins hér á landi væri létt af Keflavíkur-aðmírálnum og löndum hans og dregið úr útgjöld- um Bandaríkjamanna vegna hersetu á íslandi. Miðað við þróun heimsmála í dag virðist fremur ólíklegt að ófriðar- ástand skapist í náinni framtíð í nágrenni okkar. Bendir margt til þess, ekki bara Perestrojka Gorb- atsjovs, heldur líka þróunin í Pól- landi, Ungverjalandi, Júgóslavíu, Kína og víðar, auk framvindu fjölda samningaviðræðna um afvopnun og öryggismál, þ. á m. nýjustu afvopn- unartillögur Bandaríkjaforseta. Ræður aðmírálsins í Keflavík gefa tilefni til frekari rökræðu um varnT ar- og öryggismál okkar í ljósi hinna tveggja upprunalegu sjónarmiða ís- lendinga og Bandaríkjamanna. Þykir mér líklegt, að þá kæmi í ljós að öryggisstefna sú, sem Ólafur Thors mótaði og framkvæmd var á árunum 1946—1951 um varnarstöðvar með borgaralegum flugvallarrekstri en án hersetu verði hafin til vegs og virð- ingar hér á landi. Því má" ekki gleyma, að alþjóðasamskipti ríkja og öryggismál eru háð stöðugum breyt- ingum. Það liggur því í hlutarins eðli, að öryggisstefna ríkja, þ. á m. íslands, þarf að vera í stöðugri þróun og endurskoðun með tilliti til breyttra aðstæðna. Höfundur ér sendiherra. SIEMENS -gœöi GÓÐUR ÖRBYLGJUOFN FRÁ SIEMENS! • Fjórar stillingar fyrir örbylgjustyrk: 90, 180, 360 og 600 W • Tímarofi með hámarkstíma = 30 mín. • Snúningsdiskur • Tekur 21 lítra • Góður leiðarvísir og íslensk matreiðslubók. Verð: 23.480,- SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 ELKm%Sm€ KmIKmSIImUs ^" engin umhverfísmengun Nýju Wonder rafhlöðurnar, Green Power, eru algerlega kvikasilfurslausar. Þær eru því hlaðnar „hreinni" orku og valda engri umhverfismengun. Þess vegna má að skaðlausu henda þeim að notkun lokinni. Lífrænt efni hefur nú komið í stað kvikasilfurs. Green Power rafhlöðurnar eru lekafríar og endast lengur en venjulegar rafhlöður. Stuðlum að hreinu umhverfi - notum Green Power rafhlöður. Heildsala og smásala: Olíuf élagið hf SUÐURLANDSBRAUT 18 SIMI 681100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.