Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR B.( ÁGÖST 1989 2SI: Pekingsljórnin ræðst á útlæga lýðræðisleiðtoga: Loddarar sem vilja bylta stjóm landsins Peking. Reuter. KÍNVERSKA stjórnin réðst harkalega á útlæga leiðtoga lýð- ræðishreyfingarinnar í Kína er stofnuðu formleg samtök um baráttumál sín í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Málgagn kommúnistaflokksins, Dagblað alþýðunnar, sagði í gær að hreyfingin væri dæmd til að mistakast. „Það skiptir engu hve mjög þessir svikarar sem eru á flótta treysta á stuðning andstæðinga Kínveija á Taiwan og í Hong Kong, hve dólgslega þeir láta, hvers kyns hópum þeir koma á fót til að valda vandræðum. Þeir eru einfald- lega viðurstyggilegir loddarar," sagði blaðið. Um 500 kínverskir stjórnarand- stæðingar í útlegð, aðallega stúd- entar, komu saman í Chicago og stofnuðu þar Lýðræðishreyfingu Kína. Þeir skýrðu frá áformum um að stofna útvarpsstöð og blað sem dreift yrði með leynd í Kína til að halda á lofti lýðræðishug- sjónum. í hópi stofnendanna eru Wuer Kaixi og Li Lu, sem báðir eru á lista yfir 21 stúdent sem stjórnvöld í Peking hafa reynt að klófesta síðan mótmæli lýðræðis- sinna voru kæfð i blóði á Torgi hins himneska friðar í júnibyijun. Vitað er að sjö þeirra hafa náðst. Dagblað alþýðunnar réðst á TJALDATILBOÐ 10% staðgreiðsluafsláttur 4 m kúlutjald kr. 6.990 stgr. Allar stærðir og gerðir af tjöldum, nýjum og notuðum. Svefnpokar, frostþolnir, kr. 4.800. Bakpokar kr. 3.990 og fl. og fl. Hagstætt verð. Tjaldaviðgerðir. SPORTLEIGAN v/Umferðarmiðstöðina. Sími 19800. Keuter Kínverskir stjórnarandstæðingar á stofiifimdi hreyfingar til baráttu fyrir lýðræði í Kina. A myndinni sést Wuer Kaixi mynda sigurták- nið með fíngrunum. Fundurinn fór fram í Chicago í Bandaríkjunum. bandarísku útvarpsstöðina Voice of America, sem er ríkisstyrkt, fyrir að segja vandlega frá öllum aðgerðum Wuers og fleiri leiðtoga í útlegðinni. „Það er gróf íhlutun Noregur: Ætlar að segja af sér embætti þingforseta Ósló. Reutcr. REItJLF Steen, fyrrum þing- flokksformaður Verkamanna- flokksins, sagði á þriðjudag, að hann ætlaði að segja af sér embætti deildarforseta í Stór- þinginu. Almennar þingkosn- ingar verða í Noregi eftir fáein- ar vikur. Reiulf Steen, sem verið hefur gagnrýninn í garð Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra, hef- ur verið nefndur í fjölmiðlum í tengslum við það er reynt var að neyða Oddvar Nordli til að segja af sér forsætisráðherraembættinu árið 1980. „Afsögn mín stendur á engan ' hátt í sambandi við það mál-,“ sagði Steen í útvarpsviðtali. Hann hefur. staðfastlega neitað að hafa vitandi vits tekið nokkurn þátt í að bola Nordli frá embætti. í útvarpsvið- talinu sagðist hann hafa ákveðið það í maímánuði síðastliðnum að segja af sér þingforsetaembætt- inu. Hann ætlar að sitja áfram sem þingmaður Verkamannaflokksins. Þó að minnihlutastjórn Brundt- land hafi tapað nokkru fylgi í skoð- anakönnunum að urylanförnu, telja fréttaskýrendur, að hún muni sitja áfram við völd eftir kosning- arnar 11. september, vegna þess hve stjórnarandstaða mið- og hægriflokkanna er sundurþykk. í innanríkismál Kína þegar þessir svikarar eru notaðir til að reka tilefnislausan áróður fyrir því að Kínverska alþýðulýðveldið verði lagt í rúst,“ sagði í blaðinu. „Þetta stórskaðar góð samskipti Kína og Bandaríkjanna." Blaðið hafði eftir fjölíftiðlum í Hong Kong og á Taiwan að stúd- entarnir fengju fé frá þarlendum aðilum, m.a. stjórnarflokki Þjóð- ernissinna í síðarnefnda landinu. Vestrænn stjórnarerindreki sagði að heiftin á árásunum á lýðræðis- sinnana sýndi hræðslu stjórnvalda við þau áhrif. sem nýja hreyfingin gæti haft í röðum kínverskra stúd- enta í lýðræðislöndum og í al- þýðulýðveldinu sjálfu. STÓR i UTSALA HEFSTÍDAG Dömudeild: Herradeild: Kjólaefni Skyrtur Metravara Undirföt Sængurfatnaður Sokkar Handklæði Blússur Diskaþurrkur Peysur ALLT SELST Á ÓTRÚLEGA LÁGU VERÐI Egill Jacobsen Austurstræti 9 ERLENT ♦ ♦ ♦ 1111111 HAGKAUP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.