Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. AGUST 1989
IRwgtniÞIftfrtfe
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
BjörnJóhannsson,
ÁrniJörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
BaldvinJónsson.
Ritstjóm og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Morfín
atvinnulífsins
Gjaldþrot Hraðfrystihúss
Patreksfjarðar hf. er ekki
aðeins slæm tíðindi fyrir lítið
byggðarlag, heldur endur-
speglar það mikla erfiðleika í
sjávarútvegi og um leið hug-
myndaþrot ráðamanna og
þeirra sem hlut eiga að máli.
Víst er að hraðfrystihúsið og
fiskiskip þess eru mikilvæg
fyrir atvinnulíf og byggð alla
á Patreksfirði líkt og í öðrum
sjávarplássum um allt land.
Stærsti hluthafinn í Hrað-
frystihúsi Patreksfjarðar hf.
er Samband íslenskra sam-
vinnufélaga, sem á um 75%.
Um síðustu áramót námu
skuldir fyrirtækisins um 660
milljónum króna, en vanskila-
vextir hafa hlaðist upp frá
þeim tima. Rúmlega 50% af
aflakvóta staðarins tilheyra
skipum Hraðfrystihússins,
sem hefur átt við mikil vanda-
mál að stríða undanfarin ár.
Fyrirtækið er einn af mátt-
arstólpum atvinnulífsins á
Patreksfirði, eins og Sigurður
Viggósson, stjórnarformaður
þess segir í samtali við Morg-
unblaðið síðastliðinn laugar-
dag: „Þetta er undirstöðufyr-
irtæki hér á staðnum og mikl-
ir hagsmunir í húfi fyrir fólk-
ið sem hér býr og sveitarfélag-
ið."
Eftir að Hlutafjársjóður
hafnaði beiðni Hraðfrysti-
hússins um fjárhagslega að-
stoð, ákváðu forráðamenn
þess að óska eftir gjaldþrota-
skiptum, en fyrirtækið fékk
greiðslustöðvun í maí síðast-
liðnum en þá hafði vinnsla í
frystihúsinu legið niðri í sex
mánuði. Patreksfirðingar eru
vonsviknir yfir ákvörðun
Hlutafjársjóðs, eins og greini-
lega kemur fram í fyrrnefndu
samtali Morgunblaðsins við
Sigurð Viggósson, en þar seg-
ir hann meðal annars: „Okkur
finnast þetta heldur kaldar
kveðjur frá þessum opinberam
sjóðum og ég er hættur að
skilja hvað þessum sjóðum ber
að gera."
Það er athyglisvert að
stjórnarformaður fyrirtækis \
sem fékk eitt hæsta lán sem
Byggðastofnun veitti á
síðasta ári skuli kvarta yfir
„kaldri kveðju". Á liðnu ári
fékk Hraðfrystihús Patreks-
fjarðar 35,6 milljónir króna
að láni frá stofnuninni til fjár-
hagslegrar endurskipulagn-
ingar. Sú aðstoð virðist ekki
hafa komið að gagni og ættu
einhverjir að draga lærdóm
af því.
Styrkir og lán opinberra
sjóða og stofnana til illa
staddra fyrirtækja erui eins
og morfín sem læknir gefur
sjúklingi í stað þess að skera
hann upp eins og nauðsynlegt
væri; sjúklingurinn losnar við
kvalirnar í skamman tíma, en
hann þarf meira og meira til
að lina þjáningarnar.
Opinber aðstoð af þessu
tagi leysir engan vanda, held-
ur frestar honum. Hitt er jafn-
vel enn verra, að í hvert skipti
sem eitthvað bjátar á í at-
vinnumálum er leitað til ríkis-
ins. Áræðnin og hugmynda-
auðgin er ekki meiri.
Ríkisvaldið hefur skyldum
að gegna við Patreksfirðinga,
eins og aðra landsmenn. En
dettur engum í hug að ein-
staklingar og samtök þeirra
utan Patreksfjarðar hafi
áhuga á því að leggja íbúum
staðarins lið í því að stofna
nýtt og öflugt útgerðarfyrir-
tæki, sem gæti keypt togara
Hraðfrystihússins og gert þá
út frá Patreksfirði? Um allt
land eru dugmikir einstakling-
ar, sem hafa byggt upp mynd-
arleg sjávarútvegsfyrirtæki
við erfiðar aðstæður. Þeim
hefur gengið betur en sam-
bandsfyrirtækjunum. Og er
ekki gæfulegra fyrir ríkis-
stjórnina að huga að því með
hvaða hætti hægt sé að hvetja
og auðvelda einstaklingum að
leggja fé í lífsnauðsynleg og
arðbær atvinnufyrirtæki á
landsbyggðinni? Það er m.a.
hægt í gegnum skattakerfið.
Sjóðasullið og opinberir styrk-
ir kunna að lengja líf ein-
hverra fyrirtækja, en vandinn
stendur óleystur eftir. Og
harðari dóm geta engin stjórn-
völd fengið en þann að nauð-
synlegt sé að styrkja undir-
stöðuatvinnugreinar með op-
inberum styrkjum. í stað þess
að hendast á milli Byggða-
stofnunar og Landsbankans,
til að greiða fyrir Patreks-
firðingum ætti forsætisráð-
herra að verja meiri tíma í að
finna raunverulegar lausnir á
vanda sjávarútvegsins.
Húsnæðisstofhun ríkisins:
Ekkí gert ráð fyrir ne:
biðtíma í húsbréfakei
MIKILL áhugi er á húsbréfakerfinu svokallaða ef marka má við-
brögð almennings við hinu nýjakerfi, sem tekur gildi þann 15. nóvem-
ber nk. Fjölmargar fyrirspurnir hafa borist Húsnæðisstofiiun ríkis-
ins, en ekki verður tekið við neinum beinum umsóknum í það fyrr
en það tekur endanlega gildi, um miðjan hóvember.
Félagsmálaráðherra hefur skipað
nefnd, sem vinnur nú að skipulagn-
ingu húsbréfakerfisins, en í því er
gert ráð fyrir að biðtími verði nán-
ast enginn. „Við köllum tvær til
þrjár vikur ekki biðtíma miðað við
þriggja ára bið eftir lánum nú í
almenna kerfinu," sagði Grétar J.
Guðmundsson hjá Húsnæðisstofnun
ríkisins, í samtali við Morgunblaðið.
Þeir einir, sem eiga lánshæfar
umsóknir hjá Húsnæðisstofnun og
sóttu um lán fyrir 15. mars 1989
komast inn í húsbréfakerfið fyrstu
sex mánuðina að því tilskyldu að ið,
húsnæðiskaupin fari ekki fram fyrr næ
en eftir að kerfið hefur tekið gildi. eða
Að fyrstu sex mánuðunum liðnum, síð;
eða þann 15. maí 1990, verður me
húsbréfakerfið opnað fyrir alla aðra eru
væntanlega húsnæðiskaupendur. gre
Þetta gefur þeim, sem beðið hafa ' aft
hvað lengst, ákveðinn forgang, að ski
sögn Grétars. fen
Þeir, sem festa kaup á íbúðum bré
fram að 15. nóvember, eiga ekki Hú
rétt á að ganga inn í húsbréfakerf- upt
Húsnæðisstoftiun ríkisins:
400 íbúðareigendur vant
milljóna greiðsluerfiðlei
Niðurstöðu um fjármögnun með aðstoð banka og sparisjóða að vi
UMSÓKNIR frá um 400 íbúðareigendum um svokölluð greiðsluerfið-
leikalán liggja nú óafgreidd hjá Húsnæðisstofnun ríkisins. Stofnunin
hefiir áætlað að um 200 milljónir króna þurfi til að geta sinnt þess-
um umsóknum svo viðunandi sé. Búist er við að síðar í mánuðinum
skýrist, hvernig fjármögnun þessara lána verður háttað.
Grétar J. Guðmundsson, for-
stöðumaður ráðgjafarþjónustu Hús-
næðisstofnunarinnar, sagði að þess-
ar tölur segðu ekki alla söguna.
„Við höfum aðeins á skrá hjá okkur
þá, sem til okkar leita, en vitum
að sjálfsögðu ekki um alla hina, sem
eiga við greiðsluvanda að etja, en
erfiðleikarnir eru víða miklir."
Grétar sagði að þeir, sem sæktu
um lán vegna greiðsluerfiðleika,
þyrftu að skila inn ýmsum gögnum
til staðfestingar vandanum. Ef sýnt
væri fram á að greiðsluerfiðleikana
mætti rekja til íbúðarkaupa eða
húsbygginga af hóflegri stærðargr-
áðu miðað við fjölskylduaðstæður
yrði fjárhagsleg aðstoð veitt. Tekin
er afstaða til þess hvort ástæða er
til að aðstoða með opinberu fjár-
magni og hvort aðstoðin gæti orðið
til þess að leysa vandann. „Fólk
getur ekki reiknað með að fá fjár-
magn upp í hendurnar með því einu
að sækja um. í ofanálag sér Hús- me
næðisstofnun alfarið um að greiða en<
þær skuldir, sem umsækjandi á í ív;
erfiðleikum með, svo að viðkomandi sk:
lántakendur sjá aldrei krónu sjálfir. spí
Reglur um lánveitingar eru mjög við
strangar, auk þess sem tekjur við- sto
komandi mega ekki vera yfir
ákveðnu marki," sagði Grétar. f^j
Fyrstu greiðsluerfiðleikalánin iðli
voru veitt á vormánuðum 1985. Á sei
síðasta ári voru greiddar út 375 orc
milljónir kr., en það sem af er þessu ýrr
ári hafa verið greiddar út 75 millj- on
ónir króna. „Þetta má ekki verða eft
varanlegur lánaflokkur. Við viljum ekl
að aðrar lánastofnanir taki sem em
Jón B. Sigurðsson dósent
við háskólann í Singapore:
Rannsakar lifr-
arbólguvír-
usílindýrum
JON B. Sigurðsson, sjávarlíffræðingur starfar sem dósent við Natio-
nal University of Singpore, háskólann í Singapore, auk þess sem
hann er kjörræðismaður íslands í Singapore. Jón hefur kennt við
háskólann frá því hann kom til landsins fyrir sjö árum og segist
ekki vera á heimleið til íslands á næstunni þar sem hann sé nýbúinn
að framlengja samning sinn við háskólann um þrjú ár.
Kennsla í sjávarlíffræði og dýra-
fræði er aðalstarf Jóns B. Sigurðs-
sonar við Singapore háskóla, en
hann starfar einnig við rannsóknir
á sjávarlindýrum, að því er hann
sagði í símtali sem Morgunblaðið
átti við hann í vikunni. „Það er
verið að athuga lifrarbólguvírus í
lindýrum, sem veldur sýkingum í
fólki þegar það borðar hráa skel-
fiska, sagði Jón þegar hann var
spurður nánar um rannsóknina.
Þegar vírusinn kemst í. fólk getur
hann valdið ýmsum skemmdum á
lifrinni, s.s. skorpulifur og krabba-
meini.
Rannsóknirnar fara þannig fram
að það eru frumræktaðar lifrar-
frumur úr mönnum og þær síðan
sýktar með lifrarbólguvírusnum
hepatitus A. Síðan eru dýrin sýkt
til að reyna að finna hvar vírusinn
sest á þau. Ætlunin er að reyna
að komast að því hvort hægt er að
losa dýrin við vírusinn með hreins-
un. Ekki búist við að niðurstöður
fáist fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö
ár." Rannóknin er unnin í samvinnu
nokkurra sérfræðinga og nemenda
við háskólajm, én hlutverk Jóns og
nemenda hans er að sjá um það sem
lýtur að skelfisknum sjálfum.
Jón var nýverið staddur á íslandi
þar sem hann var að aðstoða við
að ná í sjófugla til að fara með í
dýragarð í Singapore, þar sem ein-
göngu eru geymdir fuglar. „Þeir
eru að setja þarna upp sérstakt hús
fyrir mörgæsir og kaldsjávarfugla.
Til íslands eru sóttir algengir sjó-
fuglar eins og lundi", sagði Jon.
Jón B. Sigurðsson er eini íslend-
ingurinn búsettur í Singapore, en í
gegnum ræðismannsstafið segist
Jón B. Sigurðsson ásamt Sunnefu bi
hann alltaf hitta íslendinga öðru
hvoru. „Það er gott að vera í Sin-
gapore þar sem efnahagslíf landsins
stendur með blóma. Háskólinn hef-
Varmahlíð:
Hjólið br<
Sauðárkróki.
ÞAÐ óhapp varð við háspennu- u
virki RARIK við Varmahlíð um s
kvöldmatarleytið á þriðjudag
að vinstra afturhjól brotnaði a
undan Trabant-bifreið er þar r
var á ferð. \
Bifreiðin sem var á norðurleið s
valt út af veginum og er gjöró- t
nýt. Ökumaðurinn sem var einn r
á ferð skarst í andliti og kvartaði