Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 41
pý*!«yx MORGUNBLAÐIÐ FIMMTU.DAGUR 3. ÁGÚST 1989 41 Jónína J. Jóns- dóttír - Minning Jónína Jensína Jónsdóttir var jarðsungin frá Fossvogskapellu 2. ágúst sl. og fór sú athöfn fram í kyrrþey, en hún lést í Borgarspítal- anum 25. júlí á 86. aldursári. Hún fæddist í Smiðjuvík í Norður-ísa- fjarðarsýslu 13. nóvember 1903. Foreldrar hennar voru Jens Jóns- son bóndi og smiður og Jónína Hagalínsdóttir og dó hún skömmu eftir að Jónína fæddist. Jónína fór sem kornabarn til móðurbróður síns Jakobs Hag- alínssonar í Grunnavík og Sveinsínu konu hans. Þar ólst hún upp í stórum barnahópi. Faðir Jónínu var góður smiður og út- skurður fór honum vel úr hendi. Alsystkini Jónínu voru þrjú. Bróðir hennar Guðmundur drukknaði ungur, en systir hennar Guðrún er vistmaður á Sjúkrahúsi Bolung- arvíkur. Einnig átti hún nokkur hálfsystkini. Jónína átti tvær dæt- ur og dó sú eldri skömmu eftir fæðingu. Einnig missti Jónína unn- usta sinn á sjó um líkt leyti. Olst yngri dóttirin upp hjá Jónínu. Um tvítugt flyst Jónína til Reykjavíkur og bjó upphaflega í Unuhúsi við Garðastræti og var alla tíð-síðan búsett í Reykjavík. Fyrst vann hún í mötuneyti Hjálp- ræðishersins, en var síðan aðallega í fiskvinnu enda hafði hún vanist slíkum. störfum í uppvextinum. Var hún hjá Hraðfrystistöðinni í Reykjavík 30 síðustu starfsárin. Eftir því var tekið í Hraðfrystistöð- inni hve snemma hún var á ferð- inni á morgnana, en það voru áhrif hins harða skóla sem hún varð að ganga í gegnum. Við fiskvinnuna í upphafi kynntist hún þyí að mætti fólk of seint til vinnu var það umsvifalaust látið fara og vinnuharkan var samkvæmt því. Hún varð snemma félagi í Verka- kvennafélaginu Framsókn. Vinna var stopul og verkakonulaunin lág, því var lífsbaráttan hörð fyrir ein- stæða móður, einkum á kreppuár- unum. Hún þurfti því að hafa aug- un opin fyrir tekjumöguleikum ef vinnu var að fá. Tók hún að sér þvotta fyrir fólk og sá um matar- gerð. Veruleg veraldleg gæði voru aldrei hlutskipti Jónínu, en þau virtust heldur ekki skipta hana verulegu máli. Hún átti ávallt góða vini þ. á m. vinkonur hennar í Hraðfrystistöðinni, en flest af því fólki er nú fallið frá. Jónína var bæði orðvör og hógvær og gerði ekki að vana sínum að hallmæla sínum samferðamönnum. Hún var fulltrúi hófsamra lífsskoðana og trúarvitundin var ávallt rík hjá henni. Var það trúlega höfuðá- stæða þeirrar festu og rósemi sem eiiikenndu hana. Jónína var ern og hélt sér vel síðustu árin þar til sá sjúkdómur heltók hana sem olli því að hún er ekki lengur á meðal okkar. Ég og konan mín, sem er dóttur- dóttir Jónínu, og sonur okkar von- um að nýtt líf taki við af þessu lífi, sem Jónína amma og lan- gamma virtist aldrei efast um. Okkur þykir vera svo stutt síðan hún sat á meðal okkar framan við .sjónvarpsskjáinn og þótti syni okk- ar gaman að hve vel hún kannað- ist við sig þegar sýndar voru mynd- ir liðins tíma úr Reykjavík eða myndir um gamla atvinnuhætti. Svo miklar breytingar áttu sér stað á ævi Jónínu. Við þökkum henni þá hlýju og fórnfýsi sem hún sýndi okkur. Gætu þessi vísuorð úr ljóði Guð- mundar Friðjónssonar um ekkjuna við ána átt vel við hana. „Um það sem gaf hin hægri, hin vinstri vissi ei hót; þeim vegmóðu og snauðu í dyrum tók hún mót. Með gestrisninnar einlægni saðning gaf hún svöngum og svalaði hinum þyrstu af næsta litlum föngum." Örn Gíslason 113.D1L3.L HEIMIUSVERSLUN - LAUGAVEGI13 - SÍMI625870 INNGAN6URIHÚSGAGNADBLD SMIÐJUSTlGSMEGIN POTT- ÞETTAR PERUR AGOÐU Allar RING bíiaperur bera merkið (D sem þýðir að þœr uppfylla ýtrustu gæðakröfur E.B.E. Munið að ökuljósin eru öryggsstækí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.