Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1989 Fyrsti hrossakjöts- farmurinn tU Japans HROSSABÆNDUR og búvöru- deild Sambands íslenskra sam- vinnufélaga hafa samið við jap- Nafirivextir : Lækkun samstiga minnkandi verðbólgu NAFNVEXTIR banka og spari- sjóða lækkuðu í vikunni. Sam- kvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er þessi lækkun í sam- ræmi við minnkandi verðbólgu og mun því ekki vera um raun- vaxtalækkun að ræða. Vextir reikninga sem ekki eru bundnir vísitölu breytast þannig lítið sem ekkert. Á almennum tékkareikningum lækkuðu vextir að meðaltali um rúmt 1%, mest hjá Iðnaðarbanka þar sem þeir fóru úr 8% í 4%. Þá lækkuðu vextir almennra spari- sjóðsbóka að meðaltali um rúm 2%. Forvextir á víxlum lækkuðu að meðaltali um 2,2%, fóru úr 30,7% í 28,5%. Þeir lækkuðu mest um 4,5% hjá Útvegsbanka. Vextir al- mennra skuldabréfa lækkuðu um tæp 3% að meðaltali. anska aðila um sölu á fitu- sprengdu hrossakjöti og fór fyrsta sendingin til Japans í fyrri- nótt með flugi Flying Tigers. Halldór Gunnarsson, formaður markaðsnefndar Félags hrossa- bænda, segir að unnið sé að því að fá það gott verð fyrir kjötið, að ekki verði þörf á útflutuings- bótum. í sendingunni, sem fór í fyrri- nótt, voru tæplega 3 tonn-af hráu kjöti af 30 hrossum. 258 krónur fást fyrir hvert kíló þannig að and- virði sendingarinnar er milli sjö og áttahundruð þúsund krónur. Halldór segir að japönsku kaup- endurnir borgi mun hærra verð fyr- ir vöruna en fáist hér á landi. Þeir greiði fullt verð til bændanna og sláturleyfishafanna og að auki helming kostnaðarins við flutning- ana til Japans. Hægt verði að greiða hinn helminginn með útflutnings- bótum. í gildandi búvörusamningi sé ákveðið hámark á útflutnings- bótum á hrossakjöti og sé það um fjórar og hálf milljón króna. Halldór Gunnarsson segir, að ekki sé gert ráð fyrir að útflutnings- bæturnar verði að fullu nýttar í þessum útflutningi til Japans. Sam- ið hafi verið við Japanina um sölu á svokölluðum „pístólum", sem eru afturhluti skrokks með hryggvöðva, en fulltrúar kaupenda komi hingað til lands 16. ágúst og þá verði reynt að selja þeim annað kjöt af hrossun- um, til dæmis framparta. Ef það takist, séu allar líkur á þvi að ekki verði þörf fyrir útflutningsbæturnar í framtíðinni. Könnun Verðlagsstofiiunar: Mikill verðmunur á kjöti í verslunum MIKILL verðmunur er á ein- stökum kjöttegundum á milli verslana á höfuðborgarsvæðinu. Mestur hlutfallslegur munur er á verði marineraðra lambarifja, 384%. Þetta kemur fram í niður- stöðum verðkönnunar sem Verðlagsstofhun gerði á verði grillkjöts og annars kjöts sem hentugt er að grilla. Samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar var lægsta verð oftast að finna í Júllabúð í Álfheimum 4 og hjá Kjótvali í Iðufelli 14 í Reykjavík. Hæsta verð var oftast að finna í Kjötmiðstöðinni Garða- torgi 1 í Garðabæ en þar var verð hæst á 5 tegundum grillkjöts. Sjá nánar á bls. 32. Potturinn og pannan gjaldþrota VEITINGAHÚSIÐ Potturinn og Pannan við Nóatún í Reykjavík, sem samnefht hlutafélag rak, hefur verið tekið til gjaldþrota- skipta og hafa eignir þess verið auglýstar til sðlu. Rekstur veitingahússins hefur stöðvast. Að sögn Magnúsar Hauks Magnússonar hdl, bústjóra þrota- búsins, hefur fyrirtækið verið rekið með miklu tapi undanf arna mánuði og að sögn forráðamanna eru erfíð- leikar í rekstrinum raktir til tilkomu matarskattar og mikils hráefnis- og launakostnaðar. Sextán manns störfðuðu hjá veitingahúsinu. End- anlegar skuldir liggja ekki fyrir. Eignir félagsins eru metnar á allt að sjö milljónum króna. Meðal stærstu kröfuhafa eru fyrri eigend- ur veitingahússins. Frá Tjörninni Morgunblaðið/Einar Falur Fundur ráðherra með Patreksfírðingum: Ríkisstjórnin sýnir vanda okkar skilning - segir Sigurður Viggósson oddviti SENDINEFND frá Patreksfirði átti í gærdag fund með nokkrum ráðherrum ríHsstjórnarinnar um horfur í atvinnumálefhum á staðnum. Fundurinn var aðallega umræðufiindur, og sögðust Pat- reksfirðingar eftir fundinn hafa gert grein fyrir stöðu mála eftir að Hraðfrystíhús Patreksfjarðar var lýst gjaldþrota í vikunni. Engardaðgerðir voru ákveðnar í málinu á fundinum, en Patreks- firðingarnir kváðust hafa orðið varir við vijja stíómvalda til að leysa þau vandamál sem steðja að byggðarlaginu, og ríkisstjórnin hefði sýnt málinu skilning. Patreksfirðingar óttast að missa úr byggðarlaginu tvö skip Hrað- frystihússins í kjölfar gjaldþrots- ins, auk togarans Patreks sem seldur var á uppboði nýlega. Þeir eru nú að vinna að stofnun hlutafé- lags með þátttöku útgerðáraðila á staðnum, sem ætlað væri að ann- ast rekstur atvinnutækja Hrað- frystihússins, og hafa meðal ann- ars sótt um stuðning hlutafjársjóðs Byggðastofnunar í þeim tilgangi. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa gert Patreks- firðingum grein fyrir vilja ríkis- stjórnarinnar til að gera allt sem hægt væri svo halda mætti skipun- um í byggðarlaginu. „Annars gerðu þeir okkur grein fyrir stöð- unni á Patreksfírði frá sínum sjón- arhóli, og í raun var fundurinn hreinn upplýsingafundur," sagði Steingrímur. Hann kvað frekari fundahöld ríkisstjórnarinnar með Patreksfirðingum ekki vera á dag- skrá á næstunni. Sigurður Viggósson oddviti Pat- rekshrepps sagði í samtali við, Morgunblaðið eftir fundinn að sendinefndin hefði gert ríkisstjórn- inni grein fyrir þeim aðgerðum sem fyrirhugaðar væru til að fyrir- byggJa brottflutning skipanna. „Við lögðum á fundinum áherslu á þá nauðsyn sem okkur er á að fá þá fyrirgreiðslu hjá opinberum sjóðum sem aðrir aðilar hafa hlot- ið upp á síðkastið, og ríkisstjórnin sýndi skilning sinn á því og þeim vandamálum sem við byggðarlag- inu blasa," sagði Sigurður Viggós- son oddviti Patrekshrepps. Patreksfirðingarnir munu í dag og næstu daga eiga viðræður við þingmenn, Byggðastofnun og fleiri opinbera aðila, áður en þeir halda vestur á ný. Stjórn Byggða- stofnunar ræddi í gær vanda Pat- reksfírðinga en málið var ekki af- greitt á fundinum. Erlend samskipti íslandsbanka: Naminu verður ekki snúið á önnur mál Forsetinn í Kanada: Heimaslóðir Klettafjalla- skáldsins sóttar heim Frá Kai-li Blöndal í Kanada. Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, fór í gær í hús Stephans G. Stephanssonar í Penhold í Alberta-fylki. Þar tók á mótí henni Evelyn Johansson, forseti Stephan G. Stephansson íslendingafé- lagsins í Markerville. Þaðan var haldið í Christiansson-kirkjugarð- inn þar sem forsetinn hitti Fretha Stephansson sem er afkom- andi skáldsins. Vigdís lagði blómsveig á leiði Stephans G. og skoðaði grafreiti íslenskra frumbyggja. Forsetinn snæddi hádegisverð urljósadeildar íslendingafélagins í með íslendingum búsettum í Al- berta í Markerville. Þar'voru áður- nefnd Evelyn Johansson, Freda Abrahamson, forseti íslendinga- félags Leifs Eiríkssonar í Calgary og Sam Thorkelsson, forseti Norð- Edmonton. Eftir málsverðinn var flogið til Edmonton og um kvöldið sat forsetinn boð íslendingafélags borgarinnar. í fyrri hluta tíu daga Kanada- heimsóknar forsetans, var áhersla lögð á viðskiptamál og var Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra þá með í för. Jón Bald- vin er nú farinn heim og Svavar Gestsson, menntamálaráðherra, kominn í hans stað. Dagskrá for- seta í seinnihluta ferðarinnar verður aðallega menningarlegs eðlis. Vigdís heldur á morgun til Regina í Saskatchewan og kemur um kvöldið til Winnipeg í Man- itopa. Á föstudag tekur hún við heiðursgráðu frá háskóla Winnipeg. ÓLÍKT flestum öðrum bönkum hérlendis hyggjast forráðamenn hins nýja Islandsbanka ekki snúa nafiii bankans á erlend tungumál íerlendum viðskiptum bankans. „íslandsbanki" verður notað óbreytt. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur gætt óánægju hjá Seðlabanka og Landsbanka með nafngift hins nýja banka. Þ'ar á bæjum hafa menn óttazt að til dæmis ensk þýðing nafnsins; „Bank of Iceland" gæti valdið þeim mis- skilningi að um ríkisbanka væri að ræða, jafnvel sjálfan Seðlabanka. Valur Valsson, bankastjóri Iðn- aðarbankans, segir að þessar Banaslys á Egilsstöðum HÖRMULEGT slys varð á Egils- stöðum laust eftir hádegi á þriðjudag er ekið var yfir 15 mánaða gamla telpu. Slysið varð þegar bifreið var bakkað út úr innkeyrslu við hús og mun ökumaður ekki hafa séð barn- -ið: ...........----------------*-------- áhyggjur séu ástæðulausar, þar sem ekki standi til að snúa nafn- inu. Jafnvel þótt það hefði staðið til, ætti ekki að hafa verið meiri hætta á misskilningi 'en til dæmis gagnvart Þýzkalandsbanka, Deutsche Bank, sem ekki væri seðlabanki, og Den danske bank, sem ekki væri það heldur. IHftftgiisfiMftMfe Auglýsend- ur athugið Athygli auglýsenda er vakin á því að síðasta blað fyrir verzl- unarmannahelgi kemur. út laugardaginn 5. ágúst. Auglýs- ingar, sem birtast eiga í blað- inu, þurfa að berast auglýs- ingadeild Morgunblaðsins fyrir kl. 16 fimmtudaginn 3. ágúst. Fyrsta blað eftir verzlunar- mannahelgi kemur út miðviku- daginn 9. ágúst og þurfa aug- lýsingar í það blað að berast fyrir kl. 17 föstudaginn 4. ágúst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.