Morgunblaðið - 03.08.1989, Page 2

Morgunblaðið - 03.08.1989, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1989 Fyrsti hrossakjöts- farmurinn til Japans HROSSABÆNDUR og búvöru- deild Sambands íslenskra sam- vinnufélaga hafa samið við jap- Nafiivextir : Lækkun samstiga minnkandi verðbólgn NAFNVEXTIR banka og spari- sjóða lækkuðu í vikunni. Sam- kvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er þessi lækkun í sam- ræmi við minnkandi verðbólgu og mun því ekki vera um raun- vaxtalækkun að ræða. Vextir reikninga sem ekki eru bundnir vísitölu breytast þannig Iítið sem ekkert. Á almennum tékkareikningum lækkuðu vextir að meðaltali um rúmt 1%, mest .hjá Iðnaðarbanka þar sem þeir fóru úr 8% í 4%. Þá lækkuðu vextir almennra spari- sjóðsbóka að meðaltali um rúm 2%. Forvextir á víxlum lækkuðu að meðaltali um 2,2%, fóru úr 30,7% í 28,5%. Þeir lækkuðu mest um 4,5% hjá Útvegsbanka. Vextir al- mennra skuldabréfa lækkuðu um tæp 3% að meðaltali. anska aðila um sölu á fitu- sprengdu hrossakjöti og fór fyrsta sendingin til Japans í fyrri- nótt með flugi Flying Tigers. Halldór Gunnarsson, formaður markaðsnefiidar Félags hrossa- bænda, segir að unnið sé að því að fá það gott verð fyrir kjötið, að ekki verði þörf á útfiutnings- bótum. í sendingunni, sem fór í fyrri- nótt, voru tæplega 3 tonn af hráu kjöti af 30 hrossum. 258 krónur fást fyrir hvert kíló þannig að and- virði sendingarinnar er milli sjö og áttahundruð þúsund krónur. Halldór segir að japönsku kaup- endurnir borgi mun hærra verð fyr- ir vöruna en fáist hér á landi. Þeir greiði fullt verð til bændanna og sláturleyfishafanna og að auki helming kostnaðarins við flutning- ana til Japans. Hægt verði að greiða hinn helminginn með útflutnings- bótum. í gildandi búvörusamningi sé ákveðið hámark á útflutnings- bótum á hrossakjöti og sé það um íjórar og hálf milljón króna. Halldór Gunnarsson segir, að ekki sé gert ráð fyrir að útflutnings- bætumar verði að fullu nýttar í þessum útflutningi til Japans. Sam- ið hafi verið við Japanina um sölu á svokölluðum „pístólum", sem eru afturhluti skrokks með hryggvöðva, en fulltrúar kaupenda komi hingað til lands 16. ágúst og þá verði reynt að selja þeim annað kjöt af hrossun- um, til dæmis framparta. Ef það takist, séu allar líkur á því að ekki verði þörf fyrir útflutningsbætumar í framtíðinni. Könnun Verðlagsstofiiunar: Mikill verðmunur á kjöti í verslunum MIKILL verðmunur er á ein- stökum kjöttegundum á milli verslana á höfiiðborgarsvæðinu. Mestur hlutfallslegur munur er á verði marineraðra lanibarifja, 384%. Þetta kemur fram í niður- stöðum verðkönnunar sem Verðlagsstofhun gerði á verði grillkjöts og annars kjöts sem hentugt er að grilla. VEITINGAHÚSIÐ Potturinn og Pannan við Nóatún í Reykjavík, sem samnefnt hlutafélag rak, hefúr verið tekið til gjaldþrota- skipta og hafa eignir þess verið auglýstar til sölu. Rekstur veitingahússins hefur stöðvast. Að sögn Magnúsar Hauks Magnússonar hdl, bústjóra þrota- búsins, hefur fyrirtækið verið rekið með miklu tapi undanfama mánuði og að sögn forráðamanna em erfið- leikar í rekstrinum raktir til tilkomu matarskattar og mikils hráefnis- og launakostnaðar. Sextán manns störfðuðu hjá veitingahúsinu. End- anlegar skuldir liggja ekki fyrir. Eignir félagsins em metnar á allt að sjö milljónum króna. Meðal stærstu kröfuhafa em fyrri eigend- ur veitingahússins. Frá Tjörninni Morgunblaðið/Einar Falur Fundur ráðherra með Patreksfírðingum: Ríkisstjóniin sýnir vanda okkar skilning - segir Sigurður Viggósson oddviti SENDINEFND frá Patreksfirði átti í gærdag fund með nokkrum ráðherrum ríkisstjórnarinnar um horfur í atvinnumálefhum á staðnum. Fundurinn var aðallega umræðufúndur, og sögðust Pat- reksfirðingar eftir fundinn hafa gert grein fyrir stöðu mála eftir að Hraðfi*ystihús Patreksfjarðar var lýst gjaldþrota í vikunni. Engaroaðgerðir voru ákveðnar í málinu á fúndinum, en Patreks- firðingamir kváðust hafa orðið varir við vilja stjómvalda til að leysa þau vandamál sem steðja að byggðarlaginu, og ríkisstjórnin hefði sýnt málinu skilning. Samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar var lægsta verð oftast að finna í Júllabúð í Álfheimum 4 og hjá Kjötvali í Iðufelli 14 í Reykjavík. Hæsta verð var oftast að finna í Kjötmiðstöðinni Garða- torgi 1 í Garðabæ en þar var verð hæst á 5 tegundum grillkjöts. Sjá nánar á bls. 32. Potturinn og pannan gjaldþrota Patreksfirðingar óttast að missa úr byggðarlaginu tvö skip Hrað- frystihússins í kjölfar gjaldþrots- ins, auk togarans Patreks sem seldur var á uppboði nýlega. Þeir em nú að vinna að stofnun hlutafé- lags með þátttöku útgerðáraðila á staðnum, sem ætlað væri að ann- ast rekfetur atvinnutækja Hrað- frystihússins, og hafa meðal ann- ars sótt um stuðning hlutafjársjóðs Byggðastofnunar í þeim tilgangi. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa gert Patreks- firðingum grein fyrir vilja ríkis- stjómarinnar til að gera allt sem hægt væri svo halda mætti skipun- um í byggðarlaginu. „Annars gerðu þeir okkur grein fyrir stöð- unni á Patreksfírði frá sínum sjón- arhóli, og í raun var fundurinn hreinn upplýsingafundur,“ sagði Steingrímur. Hann kvað frekari fundahöld ríkisstjórnarinnar með Patreksfirðingum ekki vera á dag- skrá á næstunni. Sigurður Viggósson oddviti Pat- rekshrepps sagði í samtali við Morgunblaðið eftir fundinn að sendinefndin hefði gert ríkisstjóm- inni grein fyrir þeim aðgerðum sem fyrirhugaðar væru til að fyrir- byggja brottflutning skipanna. „Við lögðum á fundinum áherslu á þá nauðsyn sem okkur er á að fá þá fyrirgreiðslu hjá opinberum sjóðum sem aðrir aðilar hafa hlot- ið upp á síðkastið, og ríkisstjórnin sýndi skilning sinn á því og þeim vandamálum sem við byggðarlag- inu blasa,“ sagði Sigurður Viggós- son oddviti Patrekshrepps. Patreksfirðingamir munu í dag og næstu daga eiga viðræður við þingmenn, Byggðastofnun og fleiri opinbera aðila, áður en þeir halda vestur á ný. Stjóm Byggða- stofnunar ræddi í gær vanda Pat- reksfirðinga en málið var ekki af- greitt á fundinum. Erlend samskipti íslandsbanka: Nafiiinu verður ekki snúið á önnur mál Forsetinn í Kanada: Heimaslóðir Klettafjalla- skáldsins sóttar heim Frá Karli Blöndal í Kanada. Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, fór í gær I hús Stephans G. Stephanssonar í Penhold í Alberta-fylki. Þar tók á móti henni Evelyn Johansson, forseti Stephan G. Stephansson íslendingafé- lagsins í Markerville. Þaðan var haldið í Christiansson-kirkjugarð- inn þar sem forsetinn hitti Fretha Stephansson sem er afkom- andi skáldsins. Vigdís lagði blómsveig á leiði Stephans G. og skoðaði grafreiti íslenskra frumbyggja. Forsetinn snæddi hádegisverð urljósadeildar íslendingafélagins í með íslendingum búsettum í Al- berta í Markerville. Þar voru áður- nefnd Evelyn Johansson, Freda Abrahamson, forseti íslendinga- félags Leifs Eiríkssonar í Calgary og Sam Thorkelsson, forseti Norð- Edmonton. Eftir málsverðinn var flogið til Edmonton og um kvöldið sat forsetinn boð íslendingafélags borgarinnar. I fyrri hluta tíu daga Kanada- heimsóknar forsetans, var áhersla lögð á viðskiptamál og var Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra þá með í för. Jón Bald- vin er nú farinn heim og Svavar Gestsson, menntamálaráðherra, kominn í hans stað. Dagskrá for- seta í seinnihluta ferðarinnar verður aðallega menningarlegs eðlis. Vigdís heldur á morgun til Regina í Saskatchewan og kemur um kvöldið til Winnipeg í Man- itopa. Á föstudag tekur hún við heiðursgráðu frá háskóla Winnipeg. ÓLÍKT fiestum öðrum bönkum hérlendis hyggjast forráðamenn hins nýja íslandsbanka ekki snúa nafhi bankans á erlend tungumál í erlendum viðskiptum bankans. „Islandsbanki“ verður notað óbreytt. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur gætt óánægju hjá Seðlabanka og Landsbanka með nafngift hins nýja banka. Þar á bæjum hafa menn óttazt að til dæmis ensk þýðing nafnsins; „Bank of Iceland" gæti valdið þeim mis- skilningi að um ríkisbanka væri að ræða, jafnvel sjálfan Seðlabanka. Valur Valsson, bankastjóri Iðn- aðarbankans, segir að þessar Banaslys á Egilsstöðum HÖRMULEGT slys varð á Egils- stöðum laust eftir hádegi á þriðjudag er ekið var yfir 15 mánaða gamla telpu. Slysið varð þegar bifreið var bakkað út úr innkeyrslu við hús og mun ökumaður ekki hafa séð barn- -Íð;-J--i------.... áhyggjur séu ástæðulausar, þar sem ekki standi til að snúa nafn- inu. Jafnvel þótt það hefði staðið til, ætti ekki að hafa verið meiri hætta á misskilningi en til dæmis gagnvart Þýzkalandsbanka, Deutsche Bank, sem ekki væri seðlabanki,- og Den danske bank, sem ekki væri það heldur. Auglýsend- ur athugið Athygli auglýsenda er vakin á því að síðasta blað fyrir verzl- unarmannahelgi kemur. út laugardaginn 5. ágúst. Auglýs- ingar, sem birtast eiga í blað- inu, þurfa að berast auglýs- ingadeild Morgunblaðsins fyrir kl. 16 fimmtudaginn 3. ágúst. Fyrsta blað eftir verzlunar- mannahelgi kemur út miðviku- daginn 9. ágúst og þurfa aug- lýsingar í það blað að berast fyrir kl. 17 föstudaginn 4. ágúst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.