Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1989 Kveðjuorð: Sveinfríður Alda Þorgilsdóttir Fædd24. októberl929 Dáin26. júlí 1989 Hú'n Alda frænka er farin. Við systkinin vissum fyrir nokkru að flest benti til að Alda yrði ekki mikið eldri, samt bregður manni þegar tíðindin berast. Sennilega er maður aldrei undir það búinn að kallið komi, þrátt fyrir undangengin veikindi og aðvaranir annarra. Það er vont að sætta sig við að Alda hafi verið hrifin á burt langt fyrir aidur fram. I bkkar hugum var Alda einn af föstu punktunum í tilverunni og hefði átt að vera miklu lengur. Það er t.d. varla hægt að hugsa sér veislu innan fjölskyldunnar án Öldu. Frá því við munum fyrst eftir hafa alla veislur í fjölskyldunni að veru- legu leyti snúist um Öldu. Hún talaði hæst og mest og hún gat fengið alla til að hlæja með frásögnum sínum. Við munum vel að mamma reyndi stundum að sussa á hana þegar hæst lét en Alda bara brosti og hélt sínu striki og þá brostu aðrir líka, því að svona var Alda bara og svona átti hún að vera. Við munum líka vel eftir hvað hún gat verið hvöss og ströng þeg- ar við vorum krakkar og áttum að gegna, en það gerði ekkert þó hún byrsti sig af því að það var ekkert nema hávaðitin, hún var aldrei vond. Stundum kom Alda líka í stað mömmu ef á þurfti að halda og frænka sem getur tekið systrabörn- um sínum sem væru hennar eigin, getur ekki verið nema góð frænka. Alda og Villi hafa alla okkar tíð verið ákveðinn hluti af okkar til- veru. Þau tóku Ester systir í fóstur vegna veikinda mömmu fyrir mörg- um árum og ólu hana upp sem sína eigin dóttur. Tengsl okkar systkin- anna rofnuðu þó ekki við það eins og því miður vill oft verða við slíkar aðstæður, heldur mætti segja að tengsl þessara tveggja fjölskyldna hafi orðið órjúfanleg. Við systkinin gætum eflaust fyllt heila bók með endurminningum um Öldu frænku, en hvorki það né nokkuð annað, getur fært okkur hana aftur. A slíkum kveðjustundum er oft spurt „hvers vegna", en við trúum því að almættið hafi ákveðið að svona skyldi fara og við verðum að læra að sætta okkur við Hans dóm. Það er bara svo sárt Á stundum sem þessari er gott að minna sig á upphaf bænar sem hefst svona: t Móðir mín, JÓNÍNAJENSÍNAJENSDÓTTIR, lést í Borgarspítalanum 25. júlí.. Jarðarförin hefur farið fram i kyrrþey. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Sveinsína Jóhanna Jónsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkarog bróðir, GUÐMUNDUR SIGURGEIR ILLUGASON, Háahvammi 15, Hafnarfirði, andaðist sunnudaginn 30. júli. Jarðarförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 4. ágúst kl. 13.30. Sigurbjörg Kristinsdóttir, börn, tengdasynir og systkini. t KRISTJANA THEÓDÓRSDÓTTIR frá Bægisá andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 29. júlí 1989. Kveðjuathöfh verður haldin f kapellunni f Fossvogi föstudaginn 4. ágúst kl. 15. Jarðsungið verður frá Bægisárkirkju þriðjudaginn 8. ágúst og hefst athöfnin þar kl. 14.30. Fyrir umönnun síðustu árin eru bornar fram sérstakar þakkir til Ernu Aradóttur hjúkrunarfræðings og starfsfólks Sunnuhlíðar. F.h. vandamanna, Stefán M. Gunnarsson. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, AÐALHEIÐUR M. JÓHANNSDÓTTIR, Stóragerði 38, sem lést 26. júlí sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, 3. ágúst, kl. 15.00. >. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast henn- ar er bent á Hjartavernd eða aðrar líknarstofnanir. Guðmundur Hallgrímsson, Jóhanna H. Gunnarsd. Hinz, Hans Gunnar Hinz, Ingibjörg Sigurðardóttir, Sverrir S. Gunnarsson, Sigríður H. Gunnarsdóttir, Hörður S. Gunnarsson, Ása Sólveig, Aðalheiður Birna Gunnarsdóttir, barnaböm og barnabarnabörn. Jóhann Guðmundsson, Hólmavík - Kveðjuorð Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,... Elsku Villi og börn, öll okkar samúð er með ykkur á þessari erf- iðu stundu. Við vitum að sársaukinn er mikill og að í lífí ykkar myndast mikið tóm, en Guð gefur ykkur styrk. Einnig vitum við að vel verð- ur tekið á móti Öldu frænku á nýj- um stað, mun hún líka taka á móti ykkur í fyllingu tímans. Við þökkum fyrir þann tíma sem við fengum að njóta samvista við Öldu, megi hún hvíla í friði. Katý, Gestur og Gísli Fyrir fáum dögum var ég að blaða í gamalli ljómsmyndamöppu og rakst þá meðal annars á mynd frá skólaárinu 1931-32. Þessi mynd er af fyrsta nemendahópnum sem naut leiðsagnar minnar. Af ein- hverjum ástæðum tók ég myndina frá og lagði hana á borðið hjá mér enjét hinar aftur á sinn stað. I hádegisútvarpinu daginn eftir kom tilkyrining um það að Jóhann Guðmundsson skipstjóri á Hólmavík væri látinn en hann er einn af hópn- um á fyrrnefndri mynd, þá tíu ára gamall. Oft er það svo að gömul ljósmynd, stutt sága eða fáar ljóðlínur verða til þess að vekja í vitundinni minningar frá löngu liðn- um dögum, sem önn hversdagsins hefur dregið dul yfir en verða þá í ljósi augnabliksins skýrar og lifandi líkt og þegasr um er að ræða ný- gengin spor. Jóhann Guðmundsson var fædd- ur í Bæ í Steingrímsfirði 13. júní 1921, yngstur af 13 börnum hjón- anna Ragnheiðar Hálldórsdóttur og Guðmundar Guðmundssonar sem þar bjuggu rausnarbúi, auk þess sem Guðmundur var farsæll og þekktur sjósóknari við Húnaflóa og Isafjarðardjúp. Þar sem ekki var nema fremur stutt bæjarleið milli æskuheimilis míns og Bæjarsystkinanna urðu milli okkar talsverð kynni og ég eignaðist í þeim hópi góðvini sem mér urðu hugþekkari flestum minna t Elsku drengurinn okkar og bróðir, RAGNAR ÁGÚST SIGURÐSSON, verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 4. ágúst kl. 10.30. Kolbrún Ágústsdóttir, Sigurður Ragnarsson, Inga Stefánsdóttir, Kristrún, Funi, Dagur. * t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug. við andlát og útför HELGU MAGNÚSDÓTTUR kennara. Kristín Magnúsdóttir Möller, EinarTh.Magnússon, Retrína H. Steinadóttir, Guðmundur Óli Ólafsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför JÓNS DANÍELSSONAR OG JÓHÖNNU FRIÐRIKSDÓTTUR frá Hvallátrum á Breiðafirði, guð blessi ykkur öll. Björg Savage, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Ólína Jónsdóttir, Daníel Jónsson, Marfa Jónsdóttir, Valdimar Jónsson, Aðalsteinn Valdimarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Jack Savage, Anna Pálsdóttir, Hafsteinn Guðmundsson, Steinunn Bjarnadóttir, Einar Siggeirsson, Aðalheiður Halldórsdóttir, Auður Kristjánsdóttir, t Þökkum af alhug auðsýnda vináttu og ómælda hjálp við andlát og útför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður, sonar og afa, BJÖRGVINS SVEINSSONAR, Hlíðargötu 30. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Jónsdóttir, Guðbjörg Marta Björgvinsdóttir, Jón Sveinn Björgvinsson, Kristín Björgvinsdóttir, Þorsteinn Benediktsson, Örn Benedikt Sverrisson, Ingibjörg Marisdóttir, Sveinn Sigurjónssoh og barnabörn. samferðarmanna utan eigin fjöl- skyldu. Við Gunnar, bróðir Jó- hanns, vorum jafnaldrar og áttum saman rnargar glaðar stundir, en hann féll í valinn langt um aldur fram en átti þá að baki giftudrjúg- an starfsferil. Jóhann var ákaflega hugþekkur nemandi og þar sem þetta var mitt fyrsta ár á vettvangi fræðslumála °g ég sjálfsagt ekki fullkomlega í stakk búinn til að takast á við þau verkefni, hlaut það að vera nokkuð komið undir viðhorfi nemendanna hvernig samskiptin lánuðust og hvað Jóhann snerti voru þau ánægjuleg. Hann var kjarkmikill, glaðlyndur og sönghneigður. Þessar eigindir gerðu honum auðvelt að ná góðu sambandi við þá sem hann starfaði með. Að þessum eðliseig- indum bjó hann allt til leiðarloka. Jóhann fór að stunda sjó strax og hann hafði burði til og reyndist þar fljótt í fremstu röð. Ungur eign- aðist hann trillubát og reri honum frá Hólmavík. Var til þess vitnað hve ódeigur hann var að sækja langt norður í Húnaflóa einkúm á vorin þegar fiskurinn var ennþá ekki genginn á grunnmið. Hann var aflasæll og varð gott til manna. Hann fékk fljótlega stærri bát og jók þá sókn sína að sama skapi meðan hann gat því viðkomið. Mér er Jóhann minnisstæður, kannski þó helst fyrir það hvað vel hann varðveitti eðlisþætti hins lífsglaða áhyggjulausa unglings í hugarheimi hins fullorðna manns, þrátt fyrir að hann eins og fleiri sem vinna við útgerð og sjósókn átti oft undir högg að sækja vegna ýmiss konar misgengis í þjóðfélag- inu. Til viðbótar sinni aðalatvinnu tók hann þátt í félagsmálum byggð- ar sinnar og þótti þar standa vel fyrir sínum hlut. Jóhann stóð sjálfur við stjórn- völinn á skipi sínu meðan honum entist heilsa til en eftir það hugsaði hann um útgerðina og það sem henni tilheyrði í landi. Eftir að ég flutti af Ströndum strjáluðust okkar fundir. Þó hitti ég hann sem næst árlega þegar leið mín lá til Hólmavíkur eða í Bjarnarfjörð. Og alltaf var það sami glaði góði drengurinn sem ég þekkti fyrst tíu ára gamlan í skólanum heima. Jóhann kvæntist eftirlifandi konu sinni Sigurbjörgu Jónsdóttur frá Hólmavík. Þeirra samlíf mun hafa verið svo gott sem best verður á kosið. Þau áttu saman fímm börn, þrjá syni og tvær dætur. Börnin eru öll uppkomin, vel menntað sæmdar- fólk. Út af þeim Bæjarhjónum, GuðJ mundi Guðmundssyni og Ragnheiði Halldórsdóttur er kominn sterkur ættarmeiður og ná greinar hans víða og hvarvetna hefur það fólk til nokkurs dugað. Jóhann lét ekki freistast af græna grasinu hinum megin við girðinguna. Hann yfirgaf aldrei sitt heimahérað en helgaði því allt ævistarf sitt. Mundi hann þó ekki síður en margir aðrir hafa átt auðvelt með að hasla sér völl á víðari vettvangi. Það er gott hverri byggð sem tekst að ala upp rótfastan og þróttmikinn hlyn. Svo best mun þjóðin eiga farsæla framtíð í landinu að vel byggð sjávarþorp og blómleg bændabýli standi föstum fótum vítt um landið og þar búi fólk sem hefur kjark og geðró til •> að brosa og geta hrist af sér hregg- ið þótt eitthvað blási í móti. Jóhann skipstjóri skilur eftir sig giftudrjúg spor sem margir sam- ferðamenn munu lengi minnast. Nú er skarð fyrir skildi. Fjölskyldu Jóhanns, frændgarði 0 og heimabyggð votta ég samúð mína. Þðkk fyrir liðinn dag, glaði, góði drengur. Þorsteinn frá Kaldrananesi Mig langar að kveðja Jóhann Guðmundsson með fáeinum orðum til að þakka honum samveruna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.