Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.08.1989, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1989 37 Kartöflugratin fer vel hversdagsmatnum. Þýskt kartöflugratin 1,5 kg kartöflur smjör eða smjörlíki 2 bollar brytjaður laukur 2 tsk. salt smávegis pipar 4 egg, þeytt sýrður ijómi Kartöflurnar eru afhýddar hrá- ar og rifnar á grófu járni, magn ætti að verða um það bil 6 bollar. 2 msk. smjör sétt á pönnu, lauksneiðunum brugðið í og látnar mýkjast. Þá eru kartöflurnar sett- ar út á, salti og pipar stráð yfir og að lokum er þeyttum eggjunum ■ blandað saman við. Dál. brætt smjör sett í botninn á ofrtfastri skál og kartöflublandan sett jafnt yfir. Bakað (án loks) í ca. 1 klst. og hægt að fá góða skorpu með því að setja þetta efst í ofninum síðustu mín. Borið fram heitt, sýrður ijómi á hvem skammt. Ætlað fýrir 6-8. Kartöflubakstur með beikoni 200 g beikon 1 kg kartöflur 1 laukur salt og pipar 2 dl ijómi Beikonið skorið smátt, steikt á pönnu og síðan sett í botninn á ofnföstu fati. Kartöflumar af- hýddar hráar, skomar í þunnar sneiðar, raðað í lög ásamt þunnum lauksneiðum, salti og pipar stráð yfir hvert lag. Rjómanum hellt yfir allt saman og rétturinn bak- aður í miðjum ofni við 180°C í ca. 1 klst. I þessari uppskrift er hægt að hafa sveppi í staðinn fyrir beikon, og er þá brugðið í smjör á pönnu áður. Góðar kartöflur Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Góðar kartöflur hafa verið fáan- legar um tíma eftir undanfarandi hallæri og skort. Innfluttu kartöfl- urnar eru ánnarrar gerðar en þær sem við emm vön að hafa á borð- um, þær em talsvert mjölmeiri. Það em ár og dagar síðan að svo góðar.bökunarkartöflur hafa verið fáanlegar og em án efa mikið keyptar. En þessar mjölm- iklu kartöflur em hreint afbragð í allskonar kartöflurétti, svo sem eins og gratin o.fl. Kartöflubakst- ur fer vel með mörgum matarteg- undum sem daglega em á borðum og þarf ekki að bíða eftir sunnu- daga eða hátíðainat til að bera slíkt á borð fyrir fjölskylduna. Hér fylgja með uppskriftir úr sitt hvorri áttinni en eiga það sameiginlegt að hráar kartöflum- ar eru bakaðar í ofni en með mis- munandi meðlæti. Bakaðir kart- öfluréttir geta verið einir sér og ekki aðeins meðlæti með öðm. Grænmetissalat með er þá nauð- synlegt. Franskt kartöflugratin 50 g rifinn ostur 3-4 dl kaffiijómi eða ijómabland 1 hvítlauksrif (má sleppa) salt og pipar. Kartöflumar afhýddar hráar, skomar í þunnar sneiðar sem sett- ar em í smurt ofnfast fat í lögum, og salti og pipar stráð yfír hvert þeirra. Hvítlauksrifið er kreist út í ijómann og honum síðan hellt yfír kartöflurnar. Að síðustu er rifnum osti stráð yfír og bakað í 200°C heitum ofni í allt að 1 klst. Ætlað fyrir 4-5. 1,2 kg kartöflur Kartöflubakstur með beikoni. Morgunblaðid/Amór Þórður Björnsson (í miðju) er efstur í stigakeppni sumarspilamenns- kunnar. Með honum á myndinni eru Lárus Hermannsson og Óskar Karlsson, en þeir eru i þriðja til Qórða sæti. _________Brids___________ Arnór Ragnarsson Sumarbrids Frekar rólegt var í Sumarbrids sl. þriðjudag. 44 pör mættu til leiks og náðist ekki þátttaka í fjórða riðil- inn. Úrslit urðu (efstu pör): A-riðill Alda Hansen — Nanna Ágústdóttir 242 Karen Vilhjálmsdóttir — Þorvaldur Óskarsson 231 Vilhjálmur Sigurðsson — Þráinn Sigurðsson 226 Ingunn Bernburg — Gunnþómnn Erlingsdóttir 223 Guðjón Jónsson — Guðlaugur Sveinsson 221 Gunnar Bragi Kjartansson — Sveinn Sigurgeirsson 217 B-riðill Gunnar Pétursson — Sigurður Gíslason 194 Anton R. Gunnarsson — Friðjón Þórhallsson 184 Dröfn Guðmundsdóttir — Ásgeir P.Ásbjörnsson 183 Magnús Siguijónsson — Sigurður Helgason 181 Þórður Björnsson — Þröstur Ingimarsson 175 Lárus Hermannsson — Óskar Karlsson 174 C-riðill Hrólfur Hjaltason — Sverrir Ármannsson 203 Matthías Þorv'aldsson — Ragnar Hermannsson 184 Gylfi Baldursson — Sigurður B. Þorsteinsson 182 Guðmundur Páll Arnarsson — Páll Valdimarsson 165 Björgvin Víglundsson — Þorfínnur Karlsson 165 Bragi Björnsson — Þorsteinn Erlingsson 164 Tafl- og brids- klúbburinn (TBK) Aðalfundur TBK verður haldinn miðvikudaginn 9. ágúst nk. kl. 20 í húsi Meistarasambands bygging- armanna Skipholti 70. Venjuleg aðalfundastörf. Stjórnin Meirn en þú geturímyndað þér! K X WLennsla Vélritunarkennsla Ný námskeið eru að hefjast. Vélritunarskólinn, _______________s. 28040. Wélagsúf Hjálpræðisherinn Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Inmhjólp Dagskrá Samhjálpar um verslunarmannahelgina fyrir þá, sem ekki fara í ferðalag. Fimmtudagur 3. ágúst: Aimenn samkoma I Þribúðum kl. 20.30. Fjölbreytt dagskrá með miklum söng. Samhjálparvinir vitna um reynslu sina af trú og kór þeirra syngur. Laugardagur 5. ágúst: Opið hús i Þríbúðum kl. 14.00-17.00. Heitt kaffi á könnunni. Norma Samúelsdóttir les úr bók sinni. Einsöng syngur Gunnbjörg Óla- dóttlr. Kl. 15.30 tökum við lagiö og syngjum saman kóra. Lítið inn og takiö með ykkur gesti. Allir velkomnir. Sunnudagur 4. ágúst: Almenn samkoma i Þribúðum kl. 16.00. Fjölbreyttur almennur söngur. Barnagæsla. Gunnbjörg Óla- dóttir syngur einsöng. Ræðu- maður verður Óli Ágústsson. Allir eru velkomnir í Þríbúðir, Hverfisgötu 42. Samjálp. Munið Seltjarnarneskirkju kl. 20.30 i kvöld og næstu kvöld. Allir velkomnir. Skipholti 50b 2. hæð Samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. [Bíj Útivist Ferðir um versiunar- mannahelgina 4.-7. ágúst: 1. Þórsmörk. Heim á sunnu- degi eða mánudegi. Gist i Úti- vistarskálunum Básum. Göngu- ferðir. 2. Langisjór - Sveinstindur - Lakagígar - Fjallabaksleið syðri. Gist í svefnpokaplássi í hinu vinalega félagsheimili Skaftártungumanna, Tunguseli. Dagsferöir þaðan. Fararstj. Ingi- björg S. Ásgeirsdóttir. 3. Núpsstaðarskógar. Tjöld. Kynnist þessu margrómaða svæði. Gönguferðir m.a. að Tvilitahyl. Fararstj. Hákon J. Há- konarson. 4. Hólaskógur - Landmanna- laugar - Gljúfurleit. Ný ferö. Gist i húsum. M.a. skoðaöir til- komumiklir fossar í Þjórsá: Gljúf- urleitarfoss og Dynkur. Enn- fremur dagsferöir í Þórsmörk á sunnudag og mánudag. Munið fjölskylduheigina f Þórs- mörk 11.-13. ágúst. Uppl. og farm. á skrifst. Grófinni 1, símar 14606 og 23732. Ath: Nauösynlegt er að panta tjaldgistingu i Básum fyrir versl- unarmannahelgina. Sjáumst! Útivist, ferðafélag. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 Ofl 19533. Ferðir Ferðafélagsins um verslunarmannahelgina 4.-7.ágúst. 1. Kirkjubæjarklaustur Lakagígar - Fjaðrárgljúfur. Gist i svefnpokaplássi á Kirkju- bæjarklaustri. Dagsferðir frá Klaustri að Lakagígum og Fjaðr- árgljúfri. 2. Þórsmörk - Fimmvörðu- háls. Gist i Skagfjörðsskála i Langadal. Dagsferð 'yfir Fimm- vörðuháls (um 8 klst.) að Skóg- um, þar sem rúta biður og flytur hópinn til Þórsmerkur. Göngu- ferðir um Mörkina eins og timi gefst til. 3. Landmannalaugar - Há- barmur - Eldgjá. Gist í sæluhúsi Ferðafélagsins i Laugum. Gengið á Hábarm og ekið i Eldgjá ef færð leyfir. 4. Sprengisandur - Skaga- fjarðardalir (inndalir). Gist i sæluhúsi Ferðafélagsins i Nýjadal (1 nótt) og Steinsstaða- skóla (2 nætur). Pantið timan- lega i ferðirnar. Farmiðasala á skrifstofu félagsins, Öldugötu 3. Ferðafélag islands. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR117980919533 Dags- og kvöldferðir Ferðafélagsins: Sunnudagur 6. ágúst kl. 13.00: Sandfell/Hagavík. Ekið i Ölfusvatnsvik, gengið upp með Ölfusvatnsá að Löngugróf og þaðan á Sandfell (404 m). Komið niöur í Hagavik. Verð kr. 1000,-. Mánudagur 7. ágúst kl. 13.00: Reykjadalir - Klambragil - Hveragerði. Gengið af Kambabrún að Klambragili og þaðan um Reykjadali i átt að Hveragerði. Verð kr. 1000,-. Kl. 8.00 - Þórsmörk/dagsferð. Dvalið rúmlega 3 klst. i Þórs- mörk. Farnar gönguferðir. Verð kr. 2000,-. Miðvikudagur 9. ágúst: Kl. 8.00 - Þórsmörk/dagsferð. Sumarleyfistilboö fyrir dvalar- gesti gildir út ágúst. Kl. 20.00 - Bláfjallahellar. Verð kr. 600,-. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Fritt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Ferðafélag íslands. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR117980819533. Sumarleyfisferðir Ferðafélagsins: 9.-13. ágúst: Eldgjá - Strúts- laug - Álftavatn. Gönguferð með viðleguútbúnað. Ekiö í Eldgjá og gengið þaðan um Álftavatnskrók, Strútslaug að Álftavatni. Fararstjóri: Páll Ólafsson. 9.-13. ágúst: Landmannalaug- ar - Þórsmörk. Gengiö á fjórum dögum frá Landmannalaugum til Þórs- merkur. Gist i sæluhúsum FÍ. Fararstjóri: Árni Geir. 11.-17. ágúst: Kirkjubæjar- klaustur - Fljótsdalshérað - Borgarfjörður eystri - Vopna- fjörður - Laugar í Reykjadal - Sprengisandur. Gist i svefnpokaplási. Dagsferöir frá áningarstöðum. Fararstjóri: Baldur Sveinsson. 11.-16. ágúst: Landmanna- laugar - Þórsmörk. Fararstjóri: Árni Sigurðsson. 16. -20. ágúst: Þórsmörk - Landmannalaugar. Gönguferðin hefst i Þórsmörk á miövikudegi og lýkur í Land- mannalaugum á laugardegi. Far- arstjóri: Leifur Þorsteinsson. 17. -20. ágúst: Núpsstaðar- skógur. Gist i tjöldum. Gönguferðir um stórbrotið landslag. Fararstjóri: Hilmar Þór Sigurðs- son. 18. -23. ágúst: Landmanna- laugar - Þórsmörk. Gist í sælu- húsum FÍ. Bakpokaferð. Farar stjóri: Þráinn Þórisson. 23.-27. ágúst: Landmanna- laugar - Þórsmörk. Bakpokaferð - gist i sæluhúsum Fl á leiðinni. Fararstjóri: Dagbjört Óskars- dóttir. 25.-30. ágúst: Landmanna- laugar - Þórsmörk. Bakpokaferð - gist í sæluhúsum FÍ. Fararstjóri: Jóhannes I. Jónsson. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu Ferðafélagsins, öldu- götu 3. Ferðafélag íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.