Morgunblaðið - 03.08.1989, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 03.08.1989, Qupperneq 29
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1989 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 1989 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Morfín atvinnulífsins Gjaldþrot Hraðfrystihúss Patreksíjarðar hf. er ekki aðeins slæm tiðindi fyrir lítið byggðarlag, heldur endur- speglar það mikla erfiðleika i sjávarútvegi og um leið hug- myndaþrot ráðamanna og þeirra sem hlut eiga að máli. Víst er að hraðfrystihúsið og fiskiskip þess eru mikilvæg fyrir atvinnulíf og byggð alla á Patreksfirði líkt og í öðrum sjávarplássum um allt land. Stærsti hluthafinn í Hrað- frystihúsi PatreksQ'arðar hf. er Samband íslenskra sam- vinnufélaga, sem á um 75%. Um síðustu áramót námu skuldir fyrirtækisins um 660 milljónum króna, en vanskila- vextir hafa hlaðist upp frá þeim tíma. Rúmlega 50% af aflakvóta staðarins tilheyra skipum Hraðfrystihússins, sem hefur átt við mikil vanda- mál að stríða undanfarin ár. Fyrirtækið er einn af mátt- arstólpum atvinnulífsins á Patreksfirði, eins og Sigurður Viggósson, stjórnarformaður þess segir í samtali við Morg- unblaðið síðastliðinn laugar- dag: „Þetta er undirstöðufyr- irtæki hér á staðnum og mikl- ir hagsmunir í húfi fyrir fólk- ið sem hér býr og sveitarfélag- ið.“ Eftir að Hlutafjársjóður hafnaði beiðni Hraðfrysti- hússins um fjárhagslega að- stoð, ákváðu forráðamenn þess að óska eftir gjaldþrota- skiptum, en fyrirtækið fékk greiðslustöðvun í maí síðast- liðnum en þá hafði vinnsla í frystihúsinu legið niðri í sex mánuði. Patreksfirðingar eru vonsviknir yfir ákvörðun Hlutafjársjóðs, eins og greini- lega kemur fram í fyrrnefndu samtali Morgunblaðsins við Sigurð Viggósson, en þar seg- ir hann meðal annars: „Okkur finnast þetta heldur kaldar kveðjur frá þessum opinberam sjóðum og ég er hættur að skilja hvað þessum sjóðum ber að gera.“ Það er athyglisvert að stjórnarformaður fyrirtækis \ sem fékk eitt hæsta lán sem Byggðastofnun veitti á síðasta ári skuli kvarta yfir „kaldri kveðju“. A liðnu ári fékk Hraðfrystihús Patreks- fjarðar 35,6 milljónir króna að láni frá stofnuninni til fjár- hagslegrar endurskipulagn- ingar. Sú aðstoð virðist ekki hafa komið að gagni og ættu einhveijir að draga lærdóm af því. Styrkir og lán opinberra sjóða og stofnana til illa staddra fyrirtækja erui eins og morfín sem læknir gefur sjúklingi í stað þess að skera hann upp eins og nauðsynlegt væri; sjúklingurinn losnar við kvalirnar í skamman tíma, en hann þarf meira og meira til að lina þjáningarnar. Opinber aðstoð af þessu tagi leysir engan vanda, held- ur frestar honum. Hitt er jafn- vel enn verra, að í hvert skipti sem eitthvað bjátar á í at- vinnumálum er leitað til ríkis- ins. Áræðnin og hugmynda- auðgin er ekki meiri. Ríkisvaldið hefur skyldum að gegna við Patreksfirðinga, eins og aðra landsmenn. En dettur engum í hug að ein- staklingar og samtök þeirra utan Patreksfjarðar hafi áhuga á því að leggja íbúum staðarins lið í því að stofna nýtt og öflugt útgerðarfyrir- tæki, sem gæti keypt togara Hraðfrystihússins og gert þá út frá Patreksfirði? Um allt land eru dugmikir einstakling- ar, sem hafa byggt upp mynd- arleg sjávarútvegsfyrirtæki við erfiðar aðstæður. Þeim hefur gengið betur en sam- bandsfyrirtækjunum. Og er ekki gæfulegra fyrir ríkis- stjórnina að huga að því með hvaða hætti hægt sé að hvetja og auðvelda einstaklingum að leggja fé í lífsnauðsynleg og arðbær atvinnufyrirtæki á landsbyggðinni? Það er m.a. hægt í gegnum skattakerfið. Sjóðasullið og opinberir styrk- ir kunna að lengja líf ein- hverra fyrirtækja, en vandinn stendur óleystur eftir. Og harðari dóm geta engin stjórn- völd fengið en þann að nauð- synlegt sé að styrkja undir- stöðuatvinnugreinar með op- inberum styrkjum. í stað þess að hendast á milli Byggða- stofnunar og Landsbankans, til að greiða fyrir Patreks- firðingum ætti forsætisráð- herra að veija meiri tíma í að finna raunverulegar lausnir á vanda sjávarútvegsins. Húsnæðisstoftiun ríkisins: Ekkí gert ráð fyrir neinum biðtíma í húsbréfakerfinu MIKILL áhugi er á húsbréfakerfínu svokallaða ef marka má við- brögð almennings við hinu nýja kerfí, sem tekur gildi þann 15. nóvem- ber nk. Fjölmargar fyrirspurnir hafa borist Húsnæðisstofnun ríkis- ins, en ekki verður tekið við neinum beinum umsóknum i það fyrr en það tekur endanlega gildi, um miðjan nóvember. Félagsmálaráðherra hefur skipað nefnd, sem vinnur nú að skipulagn- ingu húsbréfakerfisins, en í því er gert ráð fyrir að biðtími verði nán- ast enginn. „Við köllum tvær til þijár vikur ekki biðtíma miðað við þriggja ára bið eftir lánum nú í almenna kerfinu," sagði Grétar J. Guðmundsson hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, í samtaíi við Morgunblaðið. Þeir einir, sem eiga lánshæfar umsóknir hjá Húsnæðisstofnun og sóttu um lán fyrir 15. mars 1989 komast inn í húsbréfakerfið fyrstu sex mánuðina að því tilskyldu að húsnæðiskaupin fari ekki fram fyrr en eftir að kerfið hefur tekið giídi. Að fyrstu sex mánuðunum liðnum, eða þann 15. maí 1990, verður húsbréfakerfið opnað fyrir alla aðra væntanlega húsnæðiskaupendur. Þetta gefur þeim, sem beðið hafa hvað lengst, ákveðinn forgang, að sögn Grétars. Þeir, sem festa kaup á íbúðum fram að 15. nóvember, eiga ekki rétt á að ganga inn í húsbréfakerf- ið, en eftir þann tíma geta hús- næðiskaupendur valið um húsbréfin eða almenna kerfið, sem gilt hefur síðan 1. september 1986. í því al- menna húsnæðiskerfi, sem nú ríkir, eru kaupendur að fá peninga til að greiða seljanda. í húsbréfakerfinu, aftur á móti, gefa kaupendur út skuldabréf, sem seljendur geta fepgið skipt fyrir svokölluð hús- bréf, útgefnum af húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar og ríkisábyrgð -upp að ákveðinni fjárhæð, þó aldrei meira en sem nemur 65% af mark- aðsverði eignarinnar. Seljendur geta siðan ýmist framvísað bréfun- um við önnur íbúðakaup, selt þau á markaði eða átt þau eins og hver önnur verðbréf. Gengi bréfanna verður skráð daglega og munu eig- endur þeirra þannig geta fylgst með verðgiídi þeirra. Með þessu kerfi er m.a. verið að reyna að fá seljend- ur til að lána kaupendum meira en nú tíðkast, að sögn Grétars. Hann sagði að gert væri ráð fyr- ir að Seðlabanki íslands og Hús- næðisstofnun myndu vaká yfir verðgildi húsbréfanna. Svo gæti farið að Húsnæðisstofnun þyrfti sjálf að kaupa húsbréf ef offramboð myndaðist á markaðnum til að koma í veg fyrir verðfall. Grétar vildi engu spá um hvaða breytingum fasteignaverð gæti tek- ið með tilkomu húsbréfakerfis. Hinsvegar sagði hann að það hefði sýnt sig í gegnum tíðina að fast- eignaverð hefði hækkað með breyt- ingum á lánareglum. Húsnæðisstoftiun ríkisins: 400 íbúðareigendur vantar 200 milljóna greiðsluerfiðleikalán Niðurstöðu um Qármög'nun með aðstoð banka og sparisjóða að vænta á næstunni UMSÓKNIR frá um 400 íbúðareigendum um svokölluð greiðsluerfið- leikalán liggja nú óafgreidd hjá Húsnæðisstofiiun ríkisins. Stofiiunin hefur áætlað að um 200 milljónir króna þurfi til að geta sinnt þess- um umsóknum svo viðunandi sé. Búist er við að síðar í mánuðinum skýrist, hvernig fjármögnun þessara lána verður háttað. Grétar J. Guðmundsson, for- stöðumaður ráðgjafarþjónustu Hús- næðisstofnunarinnar, sagði að þess- ar tölur segðu ekki alla söguna. „Við höfum aðeins á skrá hjá okkur þá, sem til okkar leita, en vitum að sjálfsögðu ekki um alla hina, sem eiga við greiðsluvanda að etja, en erfiðleikamir eru víða miklir.“ Grétar sagði að þeir, sem sæktu um lán vegna greiðsluerfiðleika, þyrftu að skila inn ýmsum gögnum til staðfestingar vandanum. Ef sýnt væri fram á að greiðsluerfiðleikana mætti rekja til íbúðarkaupa eða húsbygginga af hóflegri stærðargr- áðu miðað við íjölskylduaðstæður yrði fjárhagsleg aðstoð veitt. Tekin er afstaða tii þess hvort ástæða er til að aðstoða með opinberu fjár- magni og hvort aðstoðin gæti orðið til þess að leysa vandann. „Fólk getur ekki reiknað með að fá fjár- magn upp í hendurnar með því einu að sækja um. í ofanálag sér Hús- næðisstofnun alfarið um að greiða þær skuldir, sem umsækjandi á í erfiðleikum með, svo að viðkomandi lántakendur sjá aldrei krónu sjálfir. Regluj' um lánveitingar eru mjög strangar, auk þess sem tekjur við- komandi mega ekki vera yfir ákveðnu marki,“ sagði Grétar. Fyrstu greiðsluerfiðleikalánin voru veitt á vormánuðum 1985. Á síðasta ári voru greiddar út 375 milljónir kr., en það sem af er þessu ári hafa verið greiddar út 75 millj- ónir króna. „Þetta má ekki verða varanlegur lánaflokkur. Við viljum að aðrar lánastofnanir taki sem mestan þátt í slíkri lánastarfsemi enda bendum við því fólki, sem á í vanda, en er með lítið af áhvílandi skammtímaskuldum, á banka og sparisjóði. Við reynum allt áður en við veitum greiðsluerfiðleikalán frá stofnuninni," sagði Grétar. Hann segir að meirihluti þess fólks, sem fengið hefur greiðsluerf- iðleikalán, sé lágtekjufólk og fólk, sem af einhveijum ástæðum hefur orðið fyrir óvæntum launamissi, ýmist vegna veikinda eða annarra orsaka. „Þeir, sem keyptu íbúðir eftir 1. september árið 1986, eiga ekki rétt á greiðsluerfiðleikalánum enda fékk þá enginn húsnæðislán nema geta sýnt fram á greiðslugetu og áætlun. Aðeins þeir, sem keyptu eða byggðu íbúðir á tímabilinu frá janúar 1980 til ágústloka 1986, eiga rétt á greiðsluerfiðleikalánum, en upphafið að vanda þeirra aðila má rekja til misgengisins á árunum 1983 og 1984,“ sagði Grétar. Síðastliðið haust ákvað ríkis- stjórnin að veita 150 milljóna kr. aukafjárveitingu vegna greiðsluerf- iðleika húsnæðiskaupenda. Búið var að veita öllu því fé í aprílmánuði sl. og síðan hefur stofnunin ekki getað veitt nein slík ián. Nú er unnið að athugunum á því hvort möguleiki sé á að ijármagna greiðsluerfiðleikalán með aðstoð banka og sparisjóða. „Við lítum svo á að þessir greiðsluerfiðleikar hús- byggjenda sé ekki síður vandi pen- ingastofnananna því um helmingur þess fjármagns, sem við greiðum út, fer til banka og sparisjóða,“ sagði Grétar. „Félagsmálaráðherra er um þessar mundir að láta kanna þennan möguleika. Búist er við að síðar í ágústmánuði liggi fyrir nið- urstöður um hvernig jjármögnun greiðsluerfiðleikalána verður háttað á næstunni. Vonast er til að bein framlög frá ríki þurfi sem minnst að koma til,“ sagði Grétar. Morgunblaðið/Svenir Gamla Sambandshúsið við Sölvhólsgötu, sem ríkið hefur nú eignast. • • Oll starfsemi mennta- málaráðuneytis í gamla Sambandshúsið Ráðgjafafyrirtæki endurskoðar skipulag ráðuneytisins ÁKVEÐIÐ hefur verið að menntamálaráðuneytið flytji alla starfsemi sína, sem nú er á fimm stöðum í bænum, í Sambandshúsið gamla við Sölvhólsgötu. Þar fær ráðuneytið tæplega þrjár og hálfa hæð til umráða en deilir efstu hæð hússins með annarri stoftiun, hugsanlega landbúnaðarráðuneyti. Fyrirhugað er að ýmis ráðuneyti samnýti kjall- ara hússins. Húsameistari ríkisins hefiir umsjón með breytingum sem gera þarf á liúsnæðinu en gert er ráð fyrir að það verði tilbúið upp úr áramótum. í tengslum við flutninginn hefur ráðgjafafyrirtæki ver- ið fengið til að gera úttekt á skipulagi menntamálaráðuneytisins. Ríkisstjórnin samþykkti fyrir nokkru að menntamálaráðuneytið fengi þijár hæðir í gamla Sam- bandshúsinu undir starfsemi sína og nú hefur verið ákveðið að ráðu- neytið fái til bráðabirgða einnig tæpan helming af efstu hæðinni. Þetta eru ríflega 2.000 fermetrar. Vilji mun fyrir því í forsætisráðu- neytinu, sem úthlutar húsnæði til ríkisstofnana, að landbúnaðarráðu- nejitið flytji í hinn hluta fjórðu Jón B. Sigurðsson dósent við háskólann í Singapore: Rannsakar lifr- arbólguvír- us í lindýrum JÓN B. Sigurðsson, sjávarlíflræðingur starfar sem dósent við Natio- nal University of Singpore, háskólann í Singapore, auk þess sem hann er kjörræðismaður íslands í Singapore. Jón hefur kennt við háskólann frá því hann kom til landsins fyrir sjö árum og segist ekki vera á heimleið til íslands á næstunni þar sem hann sé nýbúinn að framlengja samning sinn við háskólann um þrjú ár. Kennsla í sjávarlíffræði og dýra- fræði er aðalstarf Jóns B. Sigurðs- sonar við Singapore háskóla, en hann starfar einnig við rannsóknir á sjávarlindýrum, að því er hann sagði í símtali sem Morgunblaðið átti við hann í vikunni. „Það er verið að athuga lifrarbólguvírus í lindýrum, sem veldur sýkingum í fólki þegar það borðar hráa skel- fiska, sagði Jón þegar hann var spurður nánar um rannsóknina. Þegar vírusinn kemst í. fólk getur hann vaidið ýmsum skemmdum á lifrinni, s.s. skorpulifur og krabba- meini. Rannsóknirnar fara þannig fram að það eru frumræktaðar lifrar- frumur úr mönnum og þær síðan sýktar með lifrarbólguvírusnum hepatitus A. Síðan eru dýrin sýkt til að reyna að finna hvar vírusinn sest á þau. Ætlunin er að reyna að komast að því hvort hægt er að losa dýrin við vírusinn með hreins- un. Ekki búist við að niðurstöður fáist fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö ár.“ Rannóknin er unnin í samvinnu nokkurra sérfræðinga og nemenda við háskólann, én hlutverk Jóns og nemenda hans er að sjá um það sem lýtur að skelfisknum sjálfum. Jón var nýverið staddur á íslandi þar sem hann var að aðstoða við að ná í sjófugla til að fara með í dýragarð í Singapore, þar sem ein- göngu eru geymdir fuglar. „Þeir eru að setja þarna upp sérstakt hús fyrir mörgæsir og kaldsjávarfugla. Til íslands eru sóttir algengir sjó- fuglar eins og lundi“, sagði Jon. Jón B. Sigurðsson er eini íslend- ingurinn búsettur í Singapore, en i gegnum ræðismannsstafið segist Hvammstangi: Aukin umsvif Meleyrar Hvammstanga. AUKIN umsvif hafa orðið hjá Meleyri hf. síðan Vestfirðingar komu til liðs við heimamenn. Fimm til sex stórir rækjubátar veiða nú fyrir vinnsluna, auk smærri báta. Meleyri hefur keypt rækju er- lendis til vinnslu og unnið er með þremur pillunarvélum. Vonir standa til að hægt verði að hefja hörpuskel- vinnslu með haustinu. Veiði stærri bátanna hefur geng- ið heldur treglega, einkum vegna hafíss á góðum veiðisvæðum en betur hefur gengið hjá þeim smærri. Hjá öðrum íyrirtækjum er vinna með hefðbundnum hætti og er at- vinna nú í allgóðu lagi á Hvamms- tanga. Þó voru 12 manns á atvinnu- leysisskrá um mánaðamótin júní- júlí. í sumar hafa komur ferðamanna til Hvammstanga aukist mikið. Trú- lega vegur þar mest aðdráttarafl góðrar sundlaugar og tjaldsvæðis, sem sveitarfélagið rekur. Veður hefur líka verið mjög gott síðustu vikur. Mánudaginn 24. júlí varð 22 gráðu hiti. Þá urðu sundlaugargest- ir flestir frá því laugin var opnuð, enda m.a. sex hópferðabílar á tjald- stæðinu. Trúlega hafa ferðamenn leitað nýrra leiða þar sem fjallvegir hafa margir verið lokaðir fram eft- - Karl ír sumri. Jón B. Sigurðsson ásamt Sunnefu barnabarni sínu. hann alltaf hitta íslendinga öðru hvoru. „Það er gott að vera í Sin- gapore þar sem efnahagslíf landsins stendur með blóma. Háskólinn hef- ur yfir nógum fjármunum að ráða og þar eru góð tæki og aðstaða til rannsókna. En mig langar alltaf heim,“ segir hann. Varmahlíð: Hjólið brotnaði af Sauðárkróki. ÞAÐ óhapp varð við háspennu- virki RARIK við Varmahlíð um kvöldmatarleytið á þriðjudag að vinstra afturhjól brotnaði undan Trabant-bifreið er þar var á ferð. Bifreiðin sem var á norðurleið valt út af veginum og er gjöró- nýt. Ökumaðurinn sem var einn á ferð skarst í andliti og kvartaði um eymsli í baki og var fluttur í sjúkrahúsið á Sauðárkróki. Að sögn lögreglunnar á Sauð- árkróki er umferð um Skagafjörð mikil og hafa margir ökumenn verið stöðvaðir fyrir of hraðan akstur. Þá er einnig mikill mis- brestur á notkun bílbelta og alltof margir nota ekki ökuljós. - BB. Evrópukeppni skákfélaga: TR mætir Bay- ern Munchen Taflfélag Reykjavíkur keppir við Bayern Miinchen í 2. umferð Evrópukeppni skákfélaga i Reykjavík um verslunarmannahelgina. Fyrir TR teflir Jóhann Hjartarson á 1. borði, Jón L. Árnason á 2. borði, Margeir Pétursson á 3. borði og Helgi Ólafsson á 4. borði, Hann- es Hlífar Stefánsson á 5. borði og Karl Þorsteins á 6. borði. Þröstur Þórhallsson er varamaður sveitar- innar. Fyrir Bayern Múnchen teflir Ungvetjinn Zoltan Ribli á 1. borði. Kindermann teflir á 2. borði, Bisc- hoff á 3. borði, Hickl á 4. borði, Hecht á 5. borði og Hertnich á 6. borði. Varamaður sveitarinnar er Schlosser. Sveitirnar tefla tvær umferðir á Hótel Loftleiðum. Sú fyrri verður laugardaginn 5. ágúst og sú seinni sunnudaginn 6. ágúst og hefjast þær báðar klukkan 14. Ekið á þrjár skiltabrýr BÍLL með háfermi heftir ekið upp undir þrjár skiltabrýr í Reykjavík um helgina og skemmt þær. Bíllinn er ófúndinn og biður gatna- málastjóri Reykjavíkur sjón- arvotta að hafa samband við embættið eða lögreglu. Bíllinn virðist hafa komið eftir Elliðavogi og ekið fyrst á skilti við Miklubrautarbrú. Þar næst hafi hann ekið á skilta- brúna á Reykjanesbraut við Smiðjuveg og loks á skiltabrú á Breiðholtsbraut. Ingi Ú. Magnússon gatna- málastjóri sagði við Morgun- blaðið, að leyfileg hæð bíla með háfermi' væri 4,20 metrar. Skiltabrýrnar væru hins vegar í yfir 5 metra hæð. Ingi sagði tjónið á brúnum næmi nokkur hundruð þúsund krónum. hæðarinnar. í því ráðuneyti mætir þetta nokkurri andstöðu þar sem menn eru ánægðir i núverandi hús- næði við Rauðarárstíg. Garðar Halldórsson húsameistari ríkisins segir að í ágústmánuði hefj- ist undii'búningur að hönnun hús- næðisins. Ákveða þurfi hve mikil gæði þess eigi að vera og taka verði mið af skipulagsbreytingum í ráðu- neytinu. Settar hafi verið fram frumhugmyndir um fyrirkomulag sem miðist við núverandi skipan ráðuneytisins. Þar sé gert ráð fyrir að fjármálaskrifstofa sé á fyrstu hæð hússins, skólamálaskrifstofa á annarri hæð, yfirstjórn ráðuneytis- ins og málefni háskólans auk síma- skiptiborðs stjórnarráðsins á þriðju hæð en menningarmál á fjórðu hæð. Á efstu hæð sé einnig rúm fyrir matstofu sem nýst gæti fyrir stærri fundi. Kostnaður við breytingar á hús- ^ næðinu við Sölvhólsgötu gæti að sögn Garðars Halldórssonar verið á , bilinu 50 til 150 milljónir króna. „Þó er erfitt að spá fyrir um þetta, kostnaðurinn fer eftir gæðum hús- næðisins.“ Ekki er gert ráð fyrir að framkvæmdum ijúki fyrr en upp úr áramótum, svo að væntanlega flytur ráðuneytið ekki fyrr en á næsta ári. Knútur Hallsson ráðu- neytisstjóri segir þó hugsanlegt að flutt verði í áföngum. Menntamálaráðherra hefur feng- ið Tryggva Sigurbjarnarson verk- fræðing hjá ráðgjafaþjónustunni Skipulag og stjórnun til að gera úttekt á skipulagi ráðuneytisins. Tryggvi segir að í tengslum við . flutninginn meðal annars sé eðlilegt að líta um öxl og athuga skipulag stofnunarinnar. Að ósk embættis- manna ráðuneytisins hafi verið fengnir ráðgjafar til að gera úttekt á því og tillögur um nýskipan. Tii að byija með verði tillögur ráðgjafa frá 1984 lagðar til grundvallar. Tryggvi kveðst nýbyijaður að at- huga þessi mál og segir að tillagna sé ekki að vænta fyrr en í septem- ber eða október. Að sögn húsameistara er á; otlað að í kjallara gamla Sambandshúss- ins verði sameiginleg aðstaða ráðu- neyta; skjalageymsla stjórnarráðs- ins og bókasafn. Þá verður hugsan- lega komið á fót póstafgreiðslu stjórnarráðsins ' og fjölritunarað- stöðu auk tölvuvérs. „Þessu mætti koma fyrir í kjallara hússins, hug- myndin er sú að færa sem mest af starfsemi stjórnarráðsins í nágrenni Arnarhvols.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.