Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 10
íf 10 aa .<i íiudaohaouaj aiaAiamoaoif. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1989 Ferðamálaár Evrópu 1990: Ferðaþjónusta á bás með útflutn- ingsgreinunum Ferðamálaár Evrópu, sem Evr- ópubandalagið (EB) og Fríversl- unarsamtök Evrópu (EFTA) standa fyrir, verður sett 11. des- ember næstkomandi í Strassborg í Frakklandi að viðstöddum Steingrími J. Sigfussyni sam- göngumálaráðherra, sem flytur ávarp fyrir hönd EFTA, ferða- málaráðherra Frakklands, Olivier Stirn, sem flytur ávarp fyrir hönd EB, auk ferðamálaráðherra aðild- ViTASTlGB 56050-26065 Grettisgata. 2ja herb. fb. ájarðh. ca 50 fm. Verð 2,5 millj. Laugavegur. 2ja herb. íb. á 2. hæð 40 fm. Mikið endurn. Verð 2,8 millj. Laus. Jöklafold. 2ja herb. ib. ca 60 fm á 2. hæð. Stórar svalir. Góð lán. Frakkasti'gur. 2ja herb. ib. 55 fm. Sérinng. Verð 2,8 millj. Háaleitisbraut. 3jaherb. endaib, ca 70 fm auk bilsk. Laugavegur. 4ra herb. íb. ca 100 'fm i bakh. í tvfb. Mikið endurn. Nýjar 'innr. Verð 5,6 millj. Jöklafold. 4ra herb. íb. 117 fro. Pa/ket. Sérgarður. Laus. Kóngsbakki. 4ra herb. fb. 90 fm á 3. haeð. Stórar svalir. G6ð samelgn. Verö 5,7 millj. Hrafnhólar. 4ra herb. ib. 110 fm í lyftubl. Frábært útsýnl. Verð 6,5 mtllj. Melgerði - Kóp. 4ra herb. góð sérhæí 109 f m. Suður- garður. Sflskréttur. Leifsgata. 4ra herb. íb. á 1. hæð 90 fm. Vesturgata. 4ra herb. Ib. á 2. hasfi 115 fm. Tilb. u. trév. Verð 6,5 millj. Hraunbær. 4ra herb. góð íb. é f. hæð. 110 fm. Verð 6,5 millj. (Njálsgata. 4ra herb. íb. 100 fm á jarðhæð. Sérinng. Verð 5,5 millj. Hraunbær. 5 herb. íb. á 3. hæð 125 fm. Suðursvalir. Verð 7,1 mfll). Makask. mögul, á góðu einbhúsi. Grettisgata. 5 herb. fb. ca 160 fm á 3. hæð. Glæsíl. innr. Verð 8,9 millj. Breiðás — Gbœ. Efri sérhæð ca 130 fm auk bilsk. Suðursvalir. Maka- skipti á minni eign. Kleifarsel. Endaraðh. 180 fm. Innb, bilsk. Fallegar innr. Suðurgarður. Verð 11,5 mittj. Hálsasel. Raðh. á tveimur hæðum 220 fm. gðður bifskúr. Suður garður. Verð 11 millj. Salthamrar. Glæsil. einbhús á einni hæð 185 fm m/innb. bílsk. Húsið skilast fullb. að utan, fokh. að innan. Teikn. á skrifst. Skólavðrðustígur. Tll sölu ca 50 fm verslhúsn. við hlfð- ina á nýja bílastaaöahúslnu. Verð 3,5 millj. Lyngás — Gbee. Til sölu iðnað- ar- og verslhúsn. sem er 100 fm að stærð í nýbyggingu. 2 stórar innkeyrslu- dyr. Teikn á skrifst. Vesturhús. Bygglðð 725 fm að stærð. ^ Bergur Oliversson hdl.,11 Gunnar Gunnarsson, s. 77410. arríkjanna og aunarra frammá- manna i evrópskum ferðamálum. Samgöngumáiaráðherra skipaði landsnefnd sem vinna á að skipu- lagningu ferðmálaársins fyrir hönd Islands 22. júní síðastliðinn. í nefnd- inni eiga sæti Árni Þór Sigurðsson, Birgir Þorgilsson og Haukur Ólafs- son. í skipunarbréfi nefndarinnar segir: „Hlutverk nefndarinnar er meðal annars að sjá um undirbúning 'og framkvæmd ferðamálaársins hér á landi, kynna þetta átak meðal að- ila í ferðaþjónustu og koma á fram- færi hugmyndum um nýjungar". Nokkur kostnaður mun verða af þátttöku íslands í ferðmálaárinu og reiknað er með 4 milljóna króna framlagi'til þessa verkefnis á fjáriög- um ársins 1990. íslenska nefndin hefur ákveðið að gefa út kynningar- rit í 60 þúsund eintökum um ferða- þjónustu á íslandi og þýðingu at- vinnugreinarinnar fyrir efnahags- og atvinnulíf þjóðarinnar og verður rit- inu dreift inn á öll heimili í landinu. Dagana 9.-10. apríl verður haldin ráðstefna í Mónakó en að henni standa meðal annars EB og EFTA, Alþjóðasamtök flugfélaga (IATA.), Evrópsku flugfélagasamtökin (AEA), Alþjóðasamtök hótela, Járn- brautasamband Evrópu og Alþjóða- ferðamálasamtökin. Að sögn Árna Þórs Sigurðssonar, sem sæti á í landsnefndinni, er dag- skrá ferðamálaársins enn í mótun en þó er gert ráð fyrir ýmsum uppá- komum og samkeppni í tilefni árs- ins, til að mynda hjólreiðakeppni og ritgerðasamkeppni. Árni sagði að markmiðið væri að kynna ferðaþjón- ustu sem atvinnugrein sem skiptir efnahag þjóðanna miklu máli. Gert er ráð fyrir að sérstaklega verði tek- in til umfjöllunar ferðalög æskufólks og fjallað verður um möguleika elli- lífeyrisþega og fatlaðra tii ferðalaga. Arni Þór sagðist vona að ferða- málaárið opni augu manna fyrir möguleikum í ferðaþjónustu. Hann sagði að margir væru þeirrar skoðun- ar að ferðaþjónusta skipi sama sess og útflutningsatvinnugreinarnar sem gjaldeyrisskapandi atvinnustarfsemi og kvaðst hann vonast til að menn átti sig á þeim vaxtarbroddi er leyn- ist í þessari atvinnugrein. IktessMmM Umsjónarmaður Gísli Jónsson Við skulum byrja á því sem betur fer: 1) Unun var að fylgjast með sjónvarpsþættinum um Vatns- veitu Reykjavíkur. Hann var allt í senn vel saminn, vel orðaður og vel fluttur. Það er ekki oft að umsjónarmaður þrumir af sér tíu-fréttir í útvarpinu með sjón- varpsglápi. En það gerðist nú, og hafi þeir, sem þáttinn gerðu, þökk; ekki síst fyrir afbragð- skemmtilegt málfar. 2) Á forsíðu Dags er í öllu farið rétt með beygingu fiskeld- isfyrirtækisins Öluns á Dalvík. Nafnið beygist öldungis eins og jötunn: öhinn (=fiskur), um ölun, frá ölni til öluns. Enn er verið að spyrja mig um beygingu orðsins höldur sem hefur verið gert áð heiti fyrirtækis á Akureyri. Sú beyg- ing er ákaflega einföld (eins og hestur): höldur, um höld, frá höldi, til hölds. Þessi beyging er margstaðfest í fornum bók- um. Menn vinna því hjá Ölni og Höldi, eru starfsmenn Öluns eða Hölds eftir atvikum. 3. Sverrir Pálsson á Akureyri sagði mér að hann hefði glaðst við að heyra bæjarstjórann í Hafnarfirði segja í viðtali: „Það er sýnt" í staðinn fyrir eilífðar- hortittinn: „það er ljóst". Um- sjónarmaður gleðst sömuleiðis vegna þessarar tilbreytingar. • Og svo fór í verra: 1) Um daginn heyrði ég aug- lýsta kókómjólk í sjónvarpinu. Mér er að vísu tamara að segja kakó en kókó, en það er önnur saga. Mér ofbauð hins vegar á þessum málræktartímum að auglýsandi lét sér sæma að nota enska orðið slim eins og ekkert hefði í skorist. Hann virðist ann- aðhvort ekki þekkja lýsingarorð- ið ny'ór eða nafnorðin mjóni og mjóna, nema hanrr-vilji heldur tala ensku en íslensku. Þetta ofbauð mér enn meira vegna þess að drykkurinn, sem aug- lýstur var, er held ég einkum ætlaður börnum. Og ég skil ekki að ríkissjónvarpið skyldi birta þessa auglýsingu, sbr. málstefnu þess sem oftar en einu sinni hefur komið fram hér í þættin- um. Mér er sagt að útvarpsmaður einn hafi hringt til auglýsanda og fundið að þessu og stungið upp á hinu ágæta orði mjóna um grennstu fernun'a. Viðmæl- andinn á þá að hafa talað um að verið væri að hanna „um- búð". Hann hefur líklega ekki athugað það að umbúðir er fleirtöluorð í þessu sambandi. Því ætti betur við að tala um ílát. ílátið heitir mjóna, af því að það er mjóst (eða grennst) umbúðanna, mjósta fernan, grennsta ílátið. • Umbúð er tilhögun eða með- ferð. Umsjónarmaður væhtir þess, að ný og betri auglýsing sé kom- in fram, þegar þessi þáttur kem- ur nú á prent. 2) Þá er veitingahús í Reykjavík sem heitir því óbjörgulega nafni Pizza hut. Eftir okkar lagi ætti að sjálf- sögðu að bera þetta fram á þann veg, að það rímaði við „missa hlut". En nei og fornei. Þegar auglýsing frá þessum veitinga- stað birtist í sjónvarpinu, er það alls ekki svo. Þá er sagt „pitsa hött" sem auðvitað þverbrýtur lögmál tungu okkar og á ekki að leyfa í ríkissjónvarpinu, sbr. fyrrnefnda málstefnu. íslenskur framburður á við á íslandi, ekki enskur, og vilji menn láta veit- ingastaðinn halda þessu afkára- lega nafni, verðúr að bera heiti hans fram „pissa hut". Þjóðhildur þaðan kvað: Það var framdrifin kona hún Frissa Rut og fráleitt hún þyldi að missa hlut sinn í Sigmundi og síst við það undi, að hann paufaðist einn inn á Pizza hut. 3) Utan á bæklingi, sem kenndur er við múrbrot (BRYT), stendur: „Þetta er gefandi og skemmtilegt starf." Mikil van- þörf er á því að taka upp dönsku- skotið mál með lýsingarhætti 516. þáttur nútíðar af gefa í staðinn fyrir hið ágæta lýsingarorð gjöfull. Starfið er væntanlega gjöfult. • Úr bréfi Rasks til Gríms Jóns- sonar amtmanns 14. október 1817: „Eg meina þið hefðuð átt að koma ykkr saman um einhvörja vissa reglu áðr þið létuð prenta kortið [af Danmörku], og þá að skrifa upp fyrir piltinum ðll nöfnin eptir þeirri reglu, og hefði þá verið tíusinnum hægra að lagfæra; en sú regla hefði að minni meiníngu átt að vera þessi: 1. Öll nöfn sem eru smíðuð af íslenzkum orðum, skrifast eptir íslenzkum rithætti. 2. Öll þau sem eru nú fram- andi, fráleitum túngumálum, lagast eptir íslenzkum fram- burði, svo þau yerði nokkurn- vegin læsilig. Svo gjörðu Grikkir og Rómverjar, svo gjörðu einnig okkar forfeðr undantektalaust,- og munu þeirra rit snotr þykja og merkilig uns rjúfast regin. Þannig haga allar þjóðir í raun réttri nöfnum eftir sinni túngu; ekki segja (skrifa) Franskir Kjöbenhavn, Hamburg etc, hví eigum við þá aldrei í smekk og viti að jafnast öðrum þjóðum? Því eigum við sjálfir að skemma okkar túngumál og gjöra háð að sjálfum oss?" Pétur Þorsteinsson í Reykjavík hafði samband við mig út af „brunch", sjá þátt 513. Orð hans voru á þessa leið: „Þar sem þetta er „árbítur", „breakfast" sem dregist hefur fram eftir morgni, þá er best að kalla þennan morgunverð/há- degisverð dragbít." Þórður Örn Sigurðsson í Reykjavík segir að í sinni fjölskyldu hafi verið upp tekið fyrir löngu orðið hábítur um þetta fyrirbæri, sbr. hádegis- verður og árbítur. Þessar orð- smíðar eru nú kannski gerðar bæði í gamni og alvöru. En haf- ið þið enn fleira fram að færa? ÞU ATT MOGULEIKA A AÐ EIGNAST ÞETTA EINBÝLISHÚS FYRIR100 KR. Þú gætir átt það eftir að hreiðra um þig í þessu stórglæsilega einbýlishúsi. - Sjoppuferð eftir sprengimiðanum og framtíð þín getur breyst á einu augnabliki. Bílarnir, utanlandsferðirnar, vélsleðarnir og allt hitt er líka alveg örugglega sjoppuferðarinnar virði. Freistaöu gæfunnar og fáðu þér miða! Húsið er til sýnis um helgina milli kl. 10 og 18. Lukkutríó björgunarsveitanna í Grafarvogi eru góðar 118 fm íbúðir til sölu. Fallegt útsýni, rólegt umhverfi. Stórar suðursyalir. Þvottahús og geymsla á hæðinni. Bílskúr fylgir. íbúðirnar henta vel fyrir eldrá fólk. Húsið verður tilbúið með vorinu. Frekari upplýsingar í síma 31104. Örn Isebarn, byggingameistari. 21150-21370 LARUS Þ, VALDIWIARSSON framkvæmdastiori KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. LOGG. FASTEIGNAS; Til sýnis og sölu auk annarra eigna: Tvíbýlishús - allt sér - bílskúr Efri hæð 5 herb. 136 fm við Laufás í Garðabæ. Útsýnisstaður. Sólsval- ir. Innrétting að mestu ný. Stór og góður bílskúr 36 fm. Ræktuð lóð. Eignaskipti möguleg. Teikning á skrifstofunni. Með sérþvottahúsi og miktu útsýni 4ra herb. íb. 109,5 fm á 3. hæð við Dalsel. Stór og góð. Sameign nýstandsett. Stæði í bílageymslu. Sólsvalir. Ódýr íbúð í Hlíðunum 3ja herb. rishæð. Sérhiti. Fjórbýli. Teikning fylgir fyrir stækkun. Glæsilegar íbúðir í byggingu Við Sporhamra 3ja og 4ra herb. Sérþvottahús og bílsk. Afh. á næstu vikum fullb. u. tréverk. Frág. sameign. Byggjandi Húni sf. Vinsæll stað- ur. Frábær greiðslukjör. 3ja herb. jarðhæð við Rauðagerði 96,5 fm nettó. Sérhiti. Þríbýli. Góð sameign. Nýtt þak. Ákveðin sala. Góðar eignir í Mosfellsbæ Nýtt parhús með 40 ára húsnláni kr. 4,1 millj. Bílageymsla. Ennfremur nýtt endaraðhús við Dalatanga með 2ja-3ja herb. íb. Ftækt- uð lóð. Viltu flytja út á land? Getum boðið m.a. í góðu atvinnuplássi 15 ára steinhús á einni hæð 122,4 fm auk bílsk. 40,1 fm á Rifi á Snæfellsnesi. Laust strax. Eigna- skipti möguleg fyrir eign á höfuðborgarsvæðinu. 4ra herb. íbúð óskast til kaups íborginni eða Kópavogi. Skipti möguleg á 2ja herb. úrvalsíb. í Fossvogi. Opiðídagkl. 10-16. Pylsuvagn til sölu á góðum stað ímiðborginni. ALMENNA fasteigwasaTmí LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.