Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 14
esex jiaaMagga .e huoao3aoua.i aiGAiaviuoaoM MÖRGUNBtÁÐlÐ' TAUG'ARUÆGUR ‘ff.'DESEMBER' 1989'' ‘ “ Þjónusta bóka- safiia við aldraða eftirEddu Ogmundsdóttur og Helgu Ólafsdóttur Hér á landi má segja að fyrir hendi sé tvenns konar sérþjónusta bókasafna við aldraða. Er hér átt við heimsendingarþjónustu prent- aðra bóka til þeirra sem geta ennþá lesið hefðbundið letur, en komast ekki á bókasöfn og hins vegar hljóð- bókaþjónustu Blindrabókasafns Is- lands. Hljóðbækur eru ritverk hljóð- rituð á hljómbönd. Allmörg almenningsbókasöfn um land allt inna af hendi heimsending- arþjónustu prentbóka, en Borgar- bókasafn Reykjavíkur er eina bóka- safnið sem hefur komið upp sér- deild með prentbókaþjónustu við aldraða og fatlaða. Deildin heitir Bókin heim og var sett á stofn árið 1974 að tilhlutan Eiríks Hreins Finnbogasonar þáverandi borgar- bókavarðar. Deildin hefur haft samastað í Sólheimaútibúi Borgar- bókaútibúsins alla tíð. Bókin heim er rekin innan fjárhagsramma Sól- heimaútibúsins en hefur sína eigin fjárveitingu til bókakaupa. Bókin heim Sem fyrr segir þjónar Bókin heim hreyfihömluðum sem komast ekki á bókasafnið og eru aldraðir eðli- lega stór hluti þess hóps. Þjónusta deildarinnar felst aðallega í síma- þjónustu við hvern og einn. En þeg- ar nýir lánþegar hafa verið teknir inn eru þeir heimsóttir af bóka- verði, sem kynnir sér bókmennta- áhuga lánþegans. Bækumar 12-14 talsins fær svo hver lánþegi sendar heim í þar til gerðum kössum einu sinni í mánuði. Þannig fær hann mánaðarlega sent heim lítið bóka- safn, sem hann svo skilar aftur þegar nýr kassi berst. Lánþeginn þarf ekki að hringja eftir bókum hveiju sinni, heldur er það ákveðið við upphaf þjónustunnar á hvaða dögum hann fær bækur. Símatími Bókarinnar heim er á venjulegum afgreiðslutíma Sólheimasafns. Blindrabókasafii Hljóðbókaþjónustan hófst hér á landi með starfsemi deildarinnar Bókinni heim og var fyrstu árin rekin innan ramma deildarinnar. Á þeim tima stóð Blindrafélagið að hljóðbókaþjónustunni ásamt Borg- arbókasafni. Þetta samstarf leiddi til stofnunar Blindrabókasafns Is- lands 1983. Blindrabókasafn er ríkisstofnun sem heyrir undir menntamálaráðuneytið. Allir sem eiga erfitt með að notfæra sér hefð- bundið prentað letur eiga rétt á hljóðbókum frá Blindrabókasafni. Eins og hjá Bókinni heim eru aldr- aðir mjög stór hluti lánþegahópsins, meðalaldur lánþega í safninu er um 80 ár. Meginhluti aldraðra lánþega safnsins er sjónskertur en stór hluti þeirra öldruðu býr þó ekki við neina sérstaka fötlun heldur á einungis í erfiðleikum með að halda á og lesa bók. Á sama hátt og hjá~Bókinni heim fer þjónustan að mestu fram í gegnum síma. Lánþegar og að- standendur þeirra eru þó velkomnir að heimsækja safnið og velja sér bækur. Reykjavík er skipt niður á vikudagana þannig að lánþegar í hveijum borgarhluta hafa sinn sendingardag. Þeir þurfa að hringja og láta vita þegar þeir vilja fá nýj- ar bækur. Hver lánþegi fær u.þ.b. fimm bækur í einu, en þar sem Blindrabókasafn þjónar allri lands- byggðinni er sendingum háttað með mismunandi hætti. Reykvíkingar fá sínar sendingar með bíl um leið og lesnar bækur er teknar til baka. Hins vegar eru bækur sendar með pósti til fólks úti á landi, og er sú þjónusta hæggengari en heimsend- ingarþjónustan í Reykjavík. Hér sem víðar búa því landsbyggðar- menn við lakari kost en Reykvíking- ar. Safnið er opið alla virka daga frá 10-16. í Bókinni heim og í hljóðbóka- þjónustu Blindrabókasafns felst mikil ábyrgð bókavarða í því að velja bækurnar fyrir lánþegana. Bókaverðir verða því að hafa ríka tilfinningu fyrir bókasmekk hvers lánþega og hafa staðgóða þekkingu á efnisinnihaldi bókakostsins. Færri fá en vilja Reynslan hefur sýnt að þörfin fyrir sérþjónustu bókasafna við aldraða er mjög brýn og meiri en unnt er að sinna í dag. Sannleikur- inn er sá að yfirvöld hafa ekki sýnt þessari mikilvægu þjónustu þann skilning sem búast hefði mátt við. Bókin heim sendir u.þ.b. 90 manns bækur og aldraðir lánþegar Blindrabókasafns eru u.þ.b. 1.000. Hjá Bókinni heim er t.d. ekki tekið við nýjum lánþega fyrr en annar fellur frá. Deildinni er heimilað eitt stöðugildi, en stöðugildið er ekki hægt að nýta að fullu vegna hús- næðisskorts í Sólheimaútibúinu þar sem starfsemi Bókarinnar heim fer fram. Deildina vantar húsnæði í safninu til að reka nauðsynlega síma- og afgreiðsluþjónustu. Blindrabókasafn hefur frá upp- hafi búið við bókakost og geta lán- þegar þurft að bíða svo árum skipt- ir eftir bók sem þeir hafa pantað sér. Aðalástæðan fyrir bókaskorti í safninu hefur verið sú að safnið hefur einungis fengið leyfi til að hljóðrita þijú eintök af hveijum titli sem á hvílir höfundarréttur. Nú hefur þó tekist samkomulag með Rithöfundasambandinu og mennta- málaráðuneytinu um heimild safns- ins til að framleiða allt að tíu eintök af titlum gegn greiðslum til höfunda og er það von allra að safnið fái nauðsynlegt fjármagn til að vinna eftir þessum samningi. „Nú er að koma fram vaxandi þörf á sérstakri þjónustu bókasafna við 67 ára fólk og eldra og bókasöfnum ber að svara þessari þörf eftir mætti.“ Yngri aldraðir Sú öldrunarþjónusta bókasafna sem hefur verið lýst hér ofan bein- ist eingöngu að ellilífeyrisþegum, sem hafa að einhveiju leyti misst heilsu sína. Hins vegar er sívaxandi þörf á sérþjónustu við annan hóp aldraðra, þ.e. þann hóp sem eryngri og heilsufarslega betur á sig kom- inn. Sífellt fleiri komast hlutfalls- lega á eftirlaunaaldur (67 ára) og stærri hluti þeirra býr við góða heilsu. Fljótt á litið mætti halda að aldraðir sem enn eru sprækir hefðu ekki þörf fyrir neina sérþjónustu bókasafna en annað kemur í ljós þegar nánar er að gætt. Hagir fólks sem er komið á eftirlaunaaldur taka miklum breytingum við starfslok. Allt í einu hefur það stóraukinn frítíma. Upp kemur þörf fyrir að lifa lífi sem veitir andlega uppörvun jafnvel að gera ýmislegt sem ekki var tími til að sinna áður eins og að lesa bækur. Bókasöfn eiga hér miklu hlutverki að gegna. Þau þurfa að standa þessum yngri hópi aldr- aðra opin hvað snertir umhverfi, bókakost og dagskrár bókasafna. Nefna má nokkur hagnýt atriði sem talin eru skipta máli í þessu sam- bandi. Umhverfið á safninu þarf að vera þannig að öldruðum þyki þægilegt að koma þangað t.d. góð lýsing, skýrar merkingar og nóg af sætum. Eftir því sem fólk eldist ber meira á áhuga þess fyrir endur- minningum, þjóðlegum fróðleik og léttum skáldsögum og ber að hafa það vel í huga við bókakaup al- menningsbókasafna. Öldruðum hentar einna best að sækja bók- menntadagskrár og aðrar uppá- komur eftir hádegi á virkum dög- um. Kvöldin henta þeim verr vegna myrkurs og helgarnar eru sá tími sem fjölskyldan kemur helst saman. Nú er að koma fram vaxandi þörf á sérstakri þjónustu bókasafna við 67 ára fólk og eldra og bóka- söfnum ber. að svara þessari þörf eftir mætti. Með því að laða yngri eftirlaunaþega inn á söfnin og veita hinum eldri góða heimsendingar- þjónustu má fjölga útlánum al- menningsbókasafna og gæða þau meira lífi. Edda Ögmundsdóttir er bóka vörður í deildinni Bókin heim lijá Borgarbókasafni. Helga ðlafsdóttir er forstöðumaður BHndrabókasafns íslands. Böm og bókasöfii eftirHelgu K. Einarsdóttur Sögustund í Bókasafni Kópavogs. Guðrún Helgadóttir rithöfundur í heimsókn 1981. Blindur er bóklaus maður, segir í íslenskum málshætti. Þótt ekki beri að taka þennan málshátt bók- staflega frekar en aðra felur hann þó í sér nokkum sannleik. Ég ætla hér á eftir að ræða ofurlítið um einstaka þætti í starfsemi almenn- ingsbókasafna og færa fáein rök fyrir gagnsemi þeirra fýrir börn og aðra. Lesendur athugi að ég á allt- af við almenningsbókasöfn þegar ég tala um bókasöfn hér á eftir. Bækur eru mjög tengdar ís- lenskri menningu. Sérstök íslensk menning grundvallast á varðveislu íslenskrar tungu, talmáls og rit- máls, og að samhengi haldist í rit- uðu máli. Lestur góðra bóka eykur orðaforða og málskilning, örvar hugmyndaflug og fræðir um ýmsa hluti, en er þó ekki síst mikils virði vegna þess yndis og ánægju sem hann veitir. Lesgleði verður seint frá þér tekin, hafirðu einu sinni öðlast hana. Bókasöfn voru á sínum tíma stofnuð til að auka möguleika manna á að ná til góðra bóka og auðga anda sinn, sem sagt til að stuðla að jafnrétti manna til lesturs og bóka. Þetta er í fullu gildi enn, og á þó sérstaklega við um börn. Böm eru þeir þegnar þjóðfélagsins sem engin eigin fjárráð hafa (þau verða fjárráða 16 ára). Börn sem lesa eitthvað að ráði, hefðu ekki möguleika á að afla sér nema brots „Ég tel að sögustundir fyrir 3ja til 6 ára börn hafi verulegt gildi. Nú orðið er fremur lítið lesið fyrir börn.“ af þeim bókum sem þau lesa, án bókasafna. Bókasöfn eru þannig mjög til aðstöðujöfnunar fyrir fólk, til sparnaðar fyrir einstaklinga og þjóðfélagið í heild. Auk þess em þau ömggir kaupendur bóka frá bókaforlögum og bókaverslunum. Okkur fullorðna fólkinu þykir kannski ekki allt góðar bækur sem börnin lesa, en ekki er víst að við séum alltaf dómbær á hvað hentar þeim á hveijum tíma. Og að mínum dómi skiptir miklu meira máli að þau lesi bækur, en hvaða bækur það em. Oftast breytist og batnar smekkurinn með aldrinum. Muna ekki ýmsir eftir því hvað það var gaman að lesa Tarsan eða Rósu Bennett, héma í eina tíð? Á fléstum almenningsbókasöfn- um eru barnadeildir, eða að minnsta kosti barnahom, þar sem barnabækur em saman komnar. Þar er reynt að hafa húsgögn við hæfi barna, bamablöð, spil, töfl, púlsuspil o.s.frv. Þar eru og sögu- stundir oft haldnar. Reynsla okkar bókavarða sýnir að barnadeildir em mjög mikið not- Brúðan Bergþóra bókaormur heimsækir bókasafnið. aðar. Útlán barnabóka em víða ’/.! til '/z allra bókaútlána safnanna þó að böm undir 16 ára aldri sdéu oftast talsvert undir helmingi lán- þega. Einnig er mikið um að börn, einkum úr nágrenninu, komi og dundi sér langtímum saman í barnadeildinni. Sögustundir era haldnar á flest- um almenningsbókasöfnum á stærstu þéttbýlisstöðum landsins. Til að halda sögustund þarf bóka- vörð sem vill lesa fyrir börn, dálítið af góðum myndabókum og þjóðsög- um og ævintýmm, og hom með dýnum eða stólum, þar sem hægt er að vera í friði. Ég tel að sögustundir fyrir 3ja til 6 ára börn hafi verulegt gildi. Nú orðið er fremur lítið lesið fyrir börn. Foreldrar hafa ekki tíma, afi og amma ekki heidur. Það er auð- veldara að horfa á sjónvarp eða myndband, og sjónvarpstæki eru nær allstaðar til á heimilum og myndbandstæki mjög víða. Sögu- stundin verður friðarstund þar sem börn sitja og hlusta á sögur. Þau komast að því að bækur eru skemmtilegar, þau kynnast bóka- safninu og leggja gmndvöll að því að verða góðir lesendur, sem seinna meir sækja sér ómælda ánægju og fræðslu í bækur og bókasöfn. Bókasöfn og dagvistarstofnanir hafa víða með sér ágæta samvinnu. í Kópavogi hefur hún verið með dálítið sérstökum hætti. Dagvistar- stofnanir afsala sér helmingi bóka- kaupafjár sín í sameiginlegan sjóð. Barnabókavörður sér um bókakaup fyrir þetta fé, samkvæmt óskum starfsfólks dagvistarstofnana, og að eigin vali. Bækurnar eru sér- skráðar og frágengnar á bókasafn- inu og geymdar þar. Þannig mynd- ast sérstakur bókakostur einungis til afnota fyrir dagvistarstofnanir, miklu stærri en þær annars hefðu aðgang að, og nýting á takmörkuðu bókakaupafé stofnananna verður ólíkt betri. Þessari stuttu samantekt um börn og bókasöfn er fyrst og fremst ætlað það hlutverk að veita foreldr- um og öðrum fullorðnum örlitla inn- sýn í starfsemi og gagnsemi bóka- safna fyrir börn. Vona ég að ein- hveijir sem lesa þetta komi með börnin sín á næsta bókasafn og kynni sér, og börnunum, starfsemi þess, öllum til gagns og gleði. Höfundur er bókasafhsfræðingur ogstarfará Bókasafni Kópavogs sem barnabókavörður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.