Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 18
18
eí
6861' HSffflííBaíF.I? HUöAflHKDUAl (HG/JÐGPtfVOflOM
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR- 9: DESEMBER 1389
... það heppnast
xneð Kenwood
Viðgerða- og varahlutaþjónusta
HEIMILIS- OG RAFTÆKJADEILD
Handþeytari
Verð kr. 3.490.-
Laugavegi 170 -174 Simi 695500
Matvinnsluvél
Verð kr. 9.360,-
KENWOOD CHEF
VERÐ KR. 19.460.- stgr.
Sýslunemdarsaga
Skagfirðinga
SÍÐARA bindi Sýslune&idarsögu
Skagfirðinga eftir Kristmund
Bjamason er komið út. Útgefandi
er Sýslunefiid SkagaQarðarsýslu.
Á bókarkápu segir m.a.: „Efni þessa
seinna bindis er afar fjölbreytilegt
og girnilegt til fróðleiks, enda var
sýslunefnd Skagfirðinga kunn að
því að láta sér fátt mannlegt óvið-
komandi. Hér má nefna sem nokkur
dæmi eftirtalda efnisþætti: Fundar-
sköp og verkahringur sýslunefndar,
sauðfjárveikivarnir, loðdýrarækt,
skógrækt, heilbrigðismál, sam-
göngur, sími, skemmtanir og
hátíðahöld („Sýslunefndarvikan“
var undanfari Sæluvikunnar góð-
frægu), rafmagnsmál, húsmæðra-
skóli, söfn, tónlist, Drangeyjarmál
oghúsakostur.
I bókarauka er fullkomið sýslu-
nefndarmanna- og sýslumannatal,
og þá fylgja margs konar skrár til
mikils fróðleiks- og hægðarauka.
Kristmundur Bjarnason
Skemmtileg og fróðleg bók sem á
erindi til miklu fleiri en Skagfirð-
inga.“
Tvær bækur eftir
Isak Harðarson
KOMNAR eru út hjá Iðunni tvær
nýjar bækur eftir ísak Harðar-
son. Síðustu hugmyndir fiska um
líf á þurru er ljóðabók og Snæfell-
sjökull í Garðinum - smásögnr.
í kynningu Iðunnar segir m.a.:
„ísak hefur þegar getið sér orð sem
eitt athyglisverðasta ljóðskáld okk-
ar af yngri kynslóðinni. Hér er á
ferðinni ný ljóðabók eftir hann sem
nefnist Síðustu hugmyndir fiska um
líf á þurru, sem vafalaust er eitt
listrænasta verk höfundar til þess’a.
Myndmál bókarinnar er heilsteypt,
þar er leikið með hin margræðu
tákn hafs og sjávarlífs og víða
dregnar snjallar líkingar til
mannlífsins. Skáldskapurinn er eins
og veiðarfæri, ef vel tekst til dregur
skáldið spriklandi fiska upp að
borðstokknum. Hér er hvarvetna
skírskotað til þekktra fyrirbæra
nútímans, þau gædd persónulegri
tilfinningu, en túlkunin fjölbreytt
innan ramma bókarinnar. Snæfells-
jökull í garðinum. Átta heilagra
nútímamanna sögur er hins vegar
fyrsta skáldverk Isaks Harðarsonar
í óbundnu máli. Hér eru á ferðinni
átta smásögur þar sem höfundurinn
leiðir lesandann um heima hugar-
flugs og ævintýra þar sem allt get-
ur gerst. En enginn skáldskapur
tekur fram lífinu í sínum ótrúleg-
Skáldsaga eftir Guð-
mund Björgvinsson
Mini hrærivél
Verð kr. 4.470.-
ísak Harðarson
ustu myndum og bak við leiftrandi
kímni og myndrænar lýsingar
stöndum við gagnvart hárfínni og
nærgöngulli skilgreiningu á þeim
heimi sem við höfum skapað okk-
ur.“
Bókaútgáfan Lífsmark hefúr
sent frá sér skáldsöguna „Burt,
burt!“ eftir Guðmund Björgvins-
son.
Á bókarkápu er sagan kynnt
þannig: „Hvert getur fólk farið sem
hefur misst allt sem það átti? Auð-
vitað til Spánar.“ — Pierre Hayem.
Halldór Guðbrandsson flýr til
Spánar. Hvað er hann að flýja?
Hönd réttvísinnar? Ábyrgð? Sjálfan
sig? Leiðindi? Lélesr lífskiör? Þetta
allt og eitthvað fleira til viðbótar?
Og hvað tekur við á Spáni? Er svar-
ið í þessari bók?“
Áður hafa komið út þijár skáld-
sögur eftir áðurnefndan höfund:
„Allt meinhægt", „Næturflug í sjö-
unda himni, þúsund og einn dagur
í lífi Halldórs Guðbrandssonar" og
„Ástin sigrar — þessi gamli djöf-
ull“. Einnig hefur hann látið frá sér
matreiðslubókina „Matreiðslubók
fyrir makalausa kjallaraboruhokr-
ara með eina hellu“ og smáskáld-
söguna „Að vera eða hafa verið,
þúsundasti og annar dagurinn í lífi
Halídórs Guðbrandssonar". Guðmundur Björgvinsson
mm gwwy i- —-—• w
____I—- 9.950,-V
rUMGUN6AS
al™ hæiastUUngu hakr.
SPORTLEIGA
VIÐ UMFERÐARMHDSTÖÐINA S. 1 98 00
LEIGA - SALA - VIÐGERÐAÞJÓNUSTA
TÖKUM NOTAÐ UPP í NÝTT
w—
V/SA c
E3BBBBBB9&
Þýðingar frá miðöldum
HIÐ íslenska bókmenntafélag hefúr gefið út bókina Þrjár
þýðingar lærðar frá miðöldum. Dr. Gunnar Harðarson bjó
bókina til prentunar.
í kynningu útgefanda segir
m.a.: „í þessari bók eru prentuð
þijú rit sem þýdd voru á norrænu
á 12. og 13. öld. Elucidarius eft-
ir Honorius Augustodunensis er
samtal meistara og lærisveins
og greinir frá heimsmynd krist-
inna manna á miðöldum. Um
kostu og löstu eftir Alkvin frá
Jórvík, ráðunaut og kennara
Karlamagnúsar, gefur innsýn í
siðfræði miðalda. Um festarfé
sálarinnar, öðru nafni „Viðræða
líkams og sálar", eftir Hugo frá
Viktorsklaustri er dulspekirit og
fjallar um leit sálarinnar að ham-
ingjunni og þrá hennar eftir
æðstu gæðum.
Ritin eru öll prentuð með
nútímastafsetningu. Þeim fylgja
ýtarlegar skýringar og er fylgt
úr hlaði með inngangi þar sem
fjallað er um skóla, klaustur og
menntastarf á miðöldum, gerð
grein fyrir hverju ritanna um sig
og rætt um gildi þeirra nú á
dögum. Bókin er gefin út í sam-
vinnu við Heimspekistofnun Há-
skóla íslands.
Sumar þýðingarnar í bókinni
eru eldri en elstu varðveittar ís-
lendingasögur.
í sama bókaflokki hafa áður
komið út: Siðferði_ og mannlegt
eðli eftir Pál S. Árdal og Ein-
lyndi og marglyndi eftir Sigurð
Nordal. Ritstjóri bókaflokksins
„íslensk heimspeki" er Þorsteinn
Gylfason.
KENWOOD