Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÖ LAUGARDAGUR 9; DESEMBER 1&89
Sigurður Magnússon,
Hellissandi - Minning
Fæddur 17. ágúst 1903
Dáinn 26. nóvember 1989
Hann afi, Sigurður Magnússon
frá Hellissandi, er dáinn. Hann lést
26. nóvember sl. eftir erfiða sjúk-
dómslegu. Það er ávallt sárt að sjá
á eftir sínum nánustu og skilur eft-
ir í sálinni tóm sem erfitt er að
yfirstíga.
Hann hét fullu nafni Sigurður
Magnússon, var fæddur í Stóru-
tungu í Dalasýslu 17. ágúst 1903
og var þvi 86 ára er hann lést.
Foreldrar hans voru hjónin Karólína
Friðrika Kristjánsdóttir og Magnús
Magnússon. Þau fluttust til Stykk-
ishólms með hann kornungan.
Þegar hann var sex ára dó móð-
ir hans. Var hann síðan með föður
sínum til fermingaraldurs en þá
fluttist hann til föðurbróður síns,
Jóhannesar Sandhólms á Hellis-
sandi, en Jóhannes_ starfrækti þar
verslun um árabil. Aður hafði hann
tekið í fóstur systur hans, Ingileif,
sem nú er 85 ára og er ein á lífi
af systkinunum.
Á Hellissandi kynntist hann eig-
inkonu sinni, Guðrúnu Jónasdóttur
frá Hallsbæ, og er hún amma mín.
Þau giftu sig 26. maí 1927 og voru
því búin að vera gift í rösk 62 ár
þegar hann lést. Þau eignuðust
fjögur börn. Þau eru: Jónas, Arnar,
Inga Þórey, sem er móðir mín, og
Fædd 26. nóvember 1913
Dáin 29. nóvember 1989
Allt líf stefnir eina braut, að
kveðjustund við banabeð. Sú stund
kemur oft fyrr en varir og ekkj
okkar mannanna að velja hana. í
dag er til moldar borin frænka okk-
ar, Anna Sigríður Steinsdóttir til
heimilis að Kothúsum, Garði, en
hún lést að morgni 29. nóvember á
Borgarspítalanum.
Anna Sigríður var fædd að Stór-
holti í Fljótum 26. nóvember 1913.
Hun var dóttir hjónanna Steins
Stefánssonar kennara og bónda að
Neðra-Ási í Hjaltadal og Soffíu
Jónsdóttur. Tveggja ára að aldri
fluttist Anna með foreldrum sínum
að Neðra-Ási og ólst upp í stórum
systkinahópi, hún var næstelst 7
barna ásamt tvíburasystur sinni,
Soffíu. Anna var móðursystir okk-
ar, sem þessar línur ritum, og lang-
ar okkur að minnast hennar með
örfáum orðum. Það eru sannarlega
mikil forréttindi að hafa átt þessa
góðu frænku að vini og velgjörðar-
manni.
Magnús.
Ekki var aðra vinnu að hafa á
Hellissandi, fremur en í öðrum sjáv-
arplássum, en sjómennsku. Afi
stundaði sjóróðra um árabil á eigin
báti sem hann átti í félagi með
æskuvinum sínum, Magnúsi Jóns-
syni og Sigurði Sveini Siguijónssyni
sem einnig voru frá Sandi. Ráku
þeirþessa útgerð um 15 ára skeið.
Eftir það vann afi í nokkur ár
við múrverk en réðst síðan til starfa
hjá Hraðfrystihúsi Hellissands sem
verkstjóri. Því starfi gegndi hann í
um það bil aldarijórðung.
Frá því ég man fyrst eftir mér
var það árlegur viðburður að fara
vestur á Sand til afa og ömmu um
jól og páska. Ég minnist þess að
einu sinni á jólum, þegar ég var
smástelpa, sat ég úti á tröppum við
Hallsbæ eftir að dimmt var orðið
og taldi stjörnurnar. Þá óskaði ég
þess að tíminn stæði í stað og amma
og afi byggju að eilífu á Hellissandi.
Árin liðu. Þegar ég hafði aldur
til fór ég ásamt bræðrum mínum,
Sigurði og Herði, á hveiju ári vest-
ur á Sand til sumardvalar. Heimili
ömmu og afa var eins og annað
heimili okkar. Æskuminningar
mínar frá Hellissandi eru mér
ógleymanlegar.
Afi var, eins og fyrr segir, í ára-
tugi verkstjóri í frystihúsinu á
staðnum og við barnabörnin vorum
Anna giftist Sveinbirni Árnasyni
skólastjóra og útgerðarmanni að
Kothúsum í Garði árið 1944. Anna
og Sveinbjörn eignuðust tvær dæt-
ur, Eddu og Guðrúnu, maki Eddu
er Sigurður Rúnar Elíasson og eiga
þau þijú börn. Maki Guðrúnar er
Karvel Hreiðarsson og eiga þau eitt
barn saman en Guðrún á þijú börn
frá fyrra hjónabandi. Sveinbjörn var
ekkjumaður og átti þijá syni af
fyrra hjónabandi, þeir eru Ágúst
og Þorvaldur búsettir í Banda-
ríkjunum og Gunnar búsettur í
Garðabæ. Gott samband var alltaf
á milli þeirra og Önnu. Sveinbjörn
lést árið 1977.
Anna var einstakur snillingur í
matargerð og öllu húshaldi. Það
kom sér líka vel, því óvenju mikill
gestagangur var alla tíð hjá þeim
hjónum Onnu og Sveinbirni, enda
voru þau mjög gestrisin og miklir
höfðingjar heim að sækja.
Anna var mikil hannyrðakona,
barn fæddist ekki í íjölskyldunni,
án þess að hún heklaði, pijónaði
eða bróderaði litla flík og sendi við-
komandi.
nánast heimagangar í verkstjóra-
kompunni. Lífið snerist um fisk og
veiðiskap. Veðrið skipti sköpum um
hvernig veiddist, Afi hélt dagbók
frá unga aldri til æviloka. Veður-
fregnum í útvarpi sleppti hann aldr-
ei.
Það var fastur liður um helgar
að aka með okkur börnin undir
Jökul. Afi var mikill náttúruunn-
andi. í þessum ökuferðum kom það
fyrir að hann gleymdi sér við nátt-
úruskoðun þegar hann sá eitthvað
fallegt í íjarska. Vegurinn vildi þá
verða aukaatriði.
Á haustin þegar beijatínslan
hófst fór hann með okkur krakkana
út í hraun á morgnana með viðkomu
í Kaupféiaginu þar sem kex og gos
var keypt í nesti. Síðan fór hann
aftur í vinnuna og skildi okkur eftir
í beijamónum.
Afi sýndi okkur þá staði sem
hann mat mest á Nesinu. Hann
kenndi mér að meta að verðleikum
náttúrutöfra Snæfellsness.
Amma og afi fluttu til Reykjavík-
ur fyrir rúmum áratug. Nokkru
áður hafði hann girt reit í hrauninu
undir Jöklinum og gróðursett þar
tré og blóm. Á hveiju sumri var svo
farið vestur, gert við girðinguna og
ný tré og blóm gróðursett. Þessi
staður var honum mikils virði. Hon-
um var ómetanlegt að vita að eitt-
hvað sem hann átti óx og dafnaði
á Nesinu þótt hann sjálfur væri
ekki nærri.
Afi og amma áttu alla tíð fallegt
heimili. Þau voru -bæði miklar
snyrtimanneskjur og á heimili
þeirra var alltaf mikill gestagangur.
Afi sætti sig aldrei almenni'ega
við að flytjast til Reykjavíkur því
Móðir okkar og Anna voru
tvíburasystur og var afar kært með
þeim. Það var mikill samgangur á
milli heimilanna er við vorum að
alast upp. Það var ekki ósjaldan
að Anna bauð okkur systrum að
dvelja um helgar eða í jóla- og
páskafríum og þótti það ætíð mikil
skemmtun að dvelja hjá Önnu syst-
ur eins og við systur kölluðum hana.
Við systur og dætur Önnu áttum
margar góðar stundir saman í Garð-
inum. Á unglingsárunum þegar
þörfin fyrir vasapening óx voru það
ekki ófá skiptin sem Anna hringdi
og lét okku'r vita að næga vinnu
væri að fá í fiskinum og var það
alltaf vel þegið.
Sem börnum þótti okkur mjög
spennandi að vera boðnar með þeim
hjónum norður í land í fínum bíl, í
stað þess að hristast með rútunni.
Ekki spillti fyrir að Anna bakaði
heimsins bestu flatkökur og alltaf
voru nægar birgðir með til að gæða
sér á þegar áð var. Anna kunni
ógrynni af ljóðum og vitnaði oft í
þau. Einnig fylgdu með nokkur
gullkorn því Anna hafði mikla
kímnigáfu til að bera.
Um leið og við kveðjum ástkæra
frænku með söknuði og trega send-
um við okkar einlægustu samúðar-
kveðjur til Eddu, Guðrúnar, stjúp-
sona, tengdasona og barnabarna.
Megi góður guð veita þeim styrk
og trú á þessari sorgarstundu.
Blessuð sé minning Önnu
frænku.
Hrafnhildur Björk, Guðleif
og Soffia Steinunn.
að hugur hans var allur fyrir vest-
an. Hann var tengdur Hellissandi
og náttúrunni undir Jökli óijúfan-
legum böndum.
Amma mín. Ég dáist að dugnaði
þínum við erfiðar aðstæður. Það er
þó huggun harmi gegn að þið hafið
átt hvort annað lengi. Og ég veit
að góður Guð styrkir þig og styður
á þessum erfiðu stundum.
Að lokum þakka ég allt það sem
þið hafið verið mér og mínum og
mun fylgja mér allt til æviloka.
Guðrún Harðardóttir
í æsku minni á Snæfellsnesi
kynntist ég þessum heiðursmanni,
sem kvaddur er í dag.
Ég átti því láni að fagna að fá
■ ÍSLENSKA nmnnfræðtfélagið
heldur aðalfund sinn í Veitinga-
stofu Tæknigarði, Dunhaga 5,
miðvikudaginn 13. desember kl.
17.30. Að loknum aðalfundarstörf-
um ræðir dr. Jens O.P. Pálsson,
forstöðumaður _ Mannfræðistofii-
unar Háskóla Islands um starf-
semi stofnunarinnar og félagsins.
Skýrt verður meðal annars frá fyrir-
lestrum á vegum Mannfræðistofii-
unar og félagsins á næsta ári.
■ HÖRÐUR Bjarnason heldur
myndlistarsýningu í nýju íþrótta-
húsi fatlaðra í Hátúni 14 um þessa
helgi og þá næstu. Um er að ræða
sýningu á tölvugrafík en Hörður
hannar myndirnar á tölvu. Sýningin
er öpin frá 14-19 og kaffisala er á
staðnum.
■ ELLEN Kristjánsdóítir og
Flokkur mannsins hennar halda
tónleika í Heita-pottinum í Duus-
húsi á morgun, sunnudag, klukkan
22. Flutt verða djass- og blúslög
úr ýmsum áttum.
■ MIÐSTJÓRN Sambands
ungra íramsóknarmanna gerði
svohljóðandi ályktun á fundi srnum
24. nóvember síðastliðinn: „Hin öra
þróun síðustu vikna í Austur-
Evrópu frá þrengingum forræðis-
ins til svigrúms lýðræðisins ber
þess vitni að beint samband er milli
lýðræðis og mannréttinda. Mann-
réttindi verða aldrei fótum troðin
nema um stundarsakir. Hinn frels-
isleitandi lýður mun ávallt að lokum
standa upp og svipta af sér fjötrum
ófrelsisins. Miðstjórn Sambands
ungra framsóknarmanna stendur
heilshugar með umbótaöflunum
sem þar standa í lýðræðisbaráttu
og sendir þeim baráttukveðjur og
vonar að sigurinn verði þeirra að
lokum.“
■ ÞINGEYRI. Grunnskólanum á
Þingeyri hafa borist góðar gjafir
að undanförnu. Sparisjóðurinn og
Kaupfélag Dýrfirðinga gáfu skól-
anum fjórar tölvur með öllu til-
heyrandi. Kvenfélagið Von færði
skólanum fjögur skrifborð, eitt í
kennslustofu og hin fyrir kennara
til að bæta vinnuaðstöðu þeirra.
Nemendur efndu til maraþon-dans
í fyrravetur og öfluðu áheita. Hagn-
aði af dansinum var varið til kaupa
á hljómburðartækjum og hátölurum
þar sem gömlu græjurnar voru
orðnar úr sér gengnar. Þær nýju
kostuðu á annað hundrað þúsund.
Fólk á Þingeyri er ánægt með
þetta framtak æskulýðsins.
- Hulda
Til greinahöfiinda
Aldrei hefúr meira aðsent efni borizt Morgunblaðinu en nú
og því eru það eindregin tilmæli ritstjóra blaðsins til þeirra, sem
óska birtingar á greinum, að þeir stytti mál sitt mjög. Æskilegt
er, að greinar verði að jafhaði ekki Iengri en 2-3 blöð að stærð A4
í aðra hverja línu.
Þeir, sem óska birtingar á lengri greinum, verða beðnir um
að stytta þær. Ef greinahöfundar telja það ekki hægt, geta þeir
búizt við verulegum töfum á birtingu.
Minning-ar- og
afinælisgreinar
Af sömu ástæðum eru það
eindregin tilmæli ritstjóra Morg-
unblaðsins til þeirra, sem rita
minningar- og afmælisgreinar í
blaðið, að reynt verði að forðast
endurtekningar eins og kostur
er, þegar tvær eða fleiri greinar
eru skrifaðar um sama einstakl-
ing. Þá verða aðeins leyfðar
stuttar tilvitnanir í áður birt ljóð
inni í textanum. Almennt verður
ekki birtur lengri texti en sem
svarar einni blaðsíðu eða fimm
dálkum í blaðinu ásamt mynd
um hvern einstakling. Ef meira
mál berst verður það látið bíða
næsta eða næstu daga.
Ræður
Töluvert er um það, að Morg-
unblaðjð sé beðið um að birta
ræður, sem haldnar eru á fund-
um, ráðstefnum eða öðrum
mannamótum. Morgunblaðið
mun ekki geta orðið við slíkum
óskum nema í undantekningart-
ilvikum. Ritstj.
Anna S. Steins-
dóttir - Minning
úli
að umgangast hann og fjölskyldu
hans á heimili hennar, og einn sona
hans, Jónas, varð æskuvinur minn
og er enn. Öll börnin urðu kunningj-
ar og vinir.
Ég á góðar og ljúfar minningar
um Sigurð Magnússon, sem var
ágætlega gefinn og viðræðugóður.
Hann var dugnaðarmaður og sá
stórri fjölskyldu vel farboða. Fram-
sýnn var hann og mér er minnis-
stætt, að þegar samgöngur á landi
við Hellissand voru erfiðar, byijaði
hann með handafli að ryðja veg
fyrir Jökul. Löngu síðar kom þar
vegur.
Margar ferðirnar fékk ég að fara
með Sigurði um þennan veg, enda
hann mikill náttúruunnandi og feg-
urð og tign Jökulsins og umhverfið
heilluðu hann.
Eftir að hann flutti frá Sandi, fór .
hann árlega vestur og gróðursetti
tijáplöntur í lundi, er var honum
kær.
Ekki kann ég að rekja ættir Sig-
urðar. Það gera vonandi aðrir, er
þekkja betur til. Eitt er víst, að
hann hlýtur að vera kominn af
sómafólki.
Ég hefi reiknað mér það til tekna
að hafa kynnst og fengið að um-
gangast Sigurð Magnússon og fjöl-
skyldu hans. Minningin er greypt í
sál mína.
Hans elskulegu eiginkonu, Guð-
rúnu Jónasdóttur, og börnunum
sendi ég mínar hugheilu samúðar-
kveðjur við fráfall góðs eiginmanns
og föður, og bið þeim Guðs blessun-
ar.
Herluf Clausen
Hljómplatan Vestan-vindar með
ellefii vestfirskum flytjendum.
■ VESTAN- VINDAR, hljóm-
plata með ellefu lögum með vest-
firskum tónlistarmönnum er komin
út. Um er að ræða hljómplötu með
öllum helstu tónlistarmönnum
Vestfjarða. Lög á hljómplötunni
eiga hljómsveitin Æðruleysi frá
Patreksfirði, Dolby frá ísafirði,
Siggi Björns, trúbador frá Flat-
eyri, Rúnar Þór frá ísafirði,
Septa frá Bolungarvík, Edda
Borg frá Bolungarvík, Reynir
Guðmundsson frá ísafirði, Kan
frá Bolungarvík, Rokkbændur frá
Ingjaldssandi _ og Sigurgeir
Sverrison frá Isafirði. Platan er
tekin upp í hljóðverinu Bjartsýni.
Jóhanna Hilmarsdóttir og Bryn-
hildur Bjarnadóttir eigendur
Stúdíóblóma í nýju versluninni.
■ STÚDÍÓBLÓM, ný blómabúð,
hefur veríð opnuð í Mjóddinni í
Reykjavík. Eigendur eru Jólianna
Hilmarsdóttir skreytingardama og
Brynhildur Bjarnadóttir, en hún
rekur Gróðrarstöðina Snæfell í
Hveragerði. Stúdíóblóm býður
upp á blómaskreytingar við öll tæki-
færi, einnig gjafavörur og úrval
pottablóma.