Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B 282. tbl. 77. árg. LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1989 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Tékkóslóvakía: Yilja Vaclav Hav- el í forsetastól Prag. Reuter. MARIAN Calfa, sem þykir líklegasti arfitaki Ladislavs Adamecs í emb- ætti forsætisráðherra Tékkóslóvakíu, reynir nú allt hvað af tekur að mynda nýja stjórn, sem Borgaravettvangur, samtök stjómarandstæð- inga, getur sætt sig við. Borgaravettvangur gerir kröfú um að Gustav Husak, forseti landsins, víki og leikskáldið Vaclav Havel taki við. Havel, sem setið hefur í fangelsi samanlagt í fimm ár vegna andstöðu sirinar við kommúnistastjórnina, sagði þegar þessi möguleiki var bor- inn undir hann að yrði þróun mála á þann veg að hann þjónaði landi sínu best með því að taka við forseta- embættinu þá yrði svo að vera. Kommúnistaflokkurinn í Tékkó- Skattur á vak- ir í Danmörku Kaupmannahöfn. Reuter. DANSKA fjármálaráðuneytið, sem undirbýr nú fjárlagafrum- varpið fyrir næsta ár, hefur fundið upp nýja tekjuiind - skatt á veiðimenn sem skera vakir á isi lagðar ár og tjarnir. Ráðuneytið vill að lagður verði skattur sem nemur 500 dönsk- um krónum, 4.500 ísl., á hveija vök frá og með 1. janúar. Vand- inn er aðeins sá að undanfarin ár hafa aldrei verið svo miklir vetrarkuldar í Danmörku að veiðimenn gætu skorið slíkar vakir. slóvakiu ákvað að Calfa væri forsæt- isráðherraefni flokksins eftir að Adamec sagði af sér á fimmtudag. Adamec gaf þá skýringu að hann gæti ekki sætt sig við þrýsting stjórnarandstöðunnar sem vill að a.m.k. helmingur ráðherra í nýrri ríkisstjórn sé ekki úr röðum komrn- únista. Calfa segist hins vegar.geta fallist á þá kröfu. Evzen Vacek, aðstoðarutanríkis- ráðherra Tékkóslóvakíku, boðaði staðgengil sovéska sendiherrans í landinu á sinn fund í gær og fór fram á viðræður milli landanna um brottflutning sovésks herliðs. Sov- éski herinn hefur verið í Tékkóslóv- akiu síðan vorið í Prag var kæft í fæðingu árið 1968. Reuter Nú er verið að rífa niður landamæragirðinguna milli Tékkóslóvakíu og Austurríkis. Sést hér hvar tékkneskur ýtustjóri ryður burt öilum tálmum á landamærum ríkjanna. Austur-Þýskaland: Hreinsanir Sjálfstæði ríkisins sagt í húfi á þingi kommúnista í Búlgaríu Sofíu. Reuter. MIÐSTJÓRN kommúnistaflokks- ins í Búlgaríu ákvað í gær að reka sex menn úr stjórnmálaráði flokksins og 27 úr miðstjórninni, þar á meðal Todor Zhivkov, fyrr- um flokksleiðtoga. Er þetta í annað sinn á fjórum vikum sem gerðar eru viðamiklar breytingar á forystu landsins. Flest- ir þeirra sem voru reknir eru taldir harðlínumenn og stuðningsmenn Zhivkovs. Fyrirhuguð eru fjöldamót- mæli í Sofíu um helgina og telja vestrænir stjórnarerindrekar að Pet- ar Mladenov flokksleiðtoga sé í mun að sýna að hann sé reiðubúinn að hlýða á kröfur um umbætur. Opinber rannsókn á spillingarmálum Honeekérs og átta samstarfsmanna hans Austur-Berlín. Reuter. SÖGULEGT flokksþing kommúnista 1 Austur-Þýskalandi hófst í gærkvöldi. 2.800 fúlltrúar komu þá saman til að ræða framtíð flokks- ins og voru þeir varaðir við því að sjálfstæði landsins væri í húfi. Nokkrum klukkustundum áður var tilkynnt að rannsókn væri haf- in á spillingarmálum níu fyrrverandi forystumanna flokksins. Hart- nær helmingur þeirra, sem sæti áttu í stjórnmálaráði flokksins, þar á meðal Erich Honecker, fyrrum flokksleiðtogi, eru sakaðir um auðgunarbrot og að hafa valdið Austur-Þjóðveijum efiiahagslegu tjóni með sérgæðingshætti sínum. Um 2.800 fulltrúar voru á flokksþinginu, sem haldið var í íþróttahöll í einu af úthverfum Austur-Berlínar. „Við erum ekki hér til að ræða aðeins framtíð kommúnistaflokksins, heldur einn- ig ríkisins. Ef við upprætum flokk- inn, upprætum við einnig ríkið,“ sagði Herbert Kroker, formaður 25 manna nefndar sem stjórnað hefur starfsemi flokksins frá því öll foiystusveit hans sagði af sér á sunnudag. Hans Modrow forsæt- isráðherra fór hörðum orðum um Reuter Suður-N oregur: Loftmengun stórminnkar BRENNISTEINSINNIHALD í lofti yfir Suður-Noregi minnkaði um 40% á árabilinu 1980-87 og í úrkomu um 25%. Stafar þessi gleði- lega þróun af auknum mengunarvörnum í Vestur-Evrópu og er árangurinn meiri en nokkurn óraði fyrir. Sagði frá þessu í norska dagblaðinu Aftenposten síðastliðinn fimmtudag. í skýrslu um mengun af völdum súrs lofts og regns í Suður-Noregi segir, að á fyrrnefndum tíma hafi brennsteinsmengun í Vestur-Evr- ópu minnkað um 37% en ekki nema um 10% í Austur-Evrópu. Loft- mengun í Noregi kemur yfirleitt frá nágrannalöndunum, Dan- mörku, Svíþjóð og Bretlandi, og auknar mengunarvarnir þar segja því strax til sín í heilnæmara lofti. Skýjaflotarnir eiga hins vegar lengri leið að baki og því hefur ekki dregið jafn mikið úr súra regninu. Kristin Hille Valla, umhverfis- málaráðherra Noregs, segir þessar niðurstöður mikið fagnaðarefni enda sýni þær svart á hvítu, að alþjóðlegt samstarf í þessum efn- um sé miklu árangursríkara en nokkur hafi búist við. Þótt brennisteinsmengun hafi minnkað er köfnunarefnismengun- in enn of mikil og það er aðallega henni að kenna, að í Noregi eru nú 2.000 vötn „steindauð". Norð- menn leggja hins vegar áherslu á, að þarna sé um að ræða „norska“ mengun, ekki útlenda, og stafi einkum frá bílum, verk- smiðium og landbúnaði. Austur-þýskir lögreglumenn fjarlægja vopn liðsveitar kommúnista, sem hefur verið leyst upp, í orkuveri í gær. Erich Honecker, fyrrum flokksleið- toga, og samstarfsmenn hans og sagði að þeir hefðu vanmetið fjöldamótmælin í landinu í októb- er. Á meðan þessu fór fram skýrði austur-þýska fréttastofan ADN frá því að lögreglan hefði lagt undir sig höfuðstöðvar öryggislögregl- unnar illræmdu. Smáflokkar, sem verið höfðu á bandi kommúnista- flokksins, og stjómarandstæðingar höfðu krafist þess að öryggislög- reglan yrði leyst upp og að rann- sókn yrði hafin á spillingu innan hennar. Sex af forystumönnunum fyrr- verandi, sem hafa verið ákærðir, eni í fangelsi, þar á meðal Willi Stoph fyrrum forsætisráðherra, Erich Mielke fyrrum öryggismála- ráðherra og Werner Krolikowski fyrrum landbúnaðarráðherra. Honecker, sem er við slæma heilsu, og Joachim Hermann, fyrrum áróðursmálaráðherra, eru í stofu- fangelsi. Hermann Axen, sem fór með alþjóðatengsl í stjórninni, var í Moskvu til að gangast undir skurðaðgerð í auga er handtaka hans var fyrirskipuð. Allir nema Axen hafa verið reknir úr flokkn- um. Verið er að rannsaka spilling- armál rúmlega 110 embættis- manna kommúnistaflokksins, en hluti þeirra hefur látið af embætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.