Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ LAl,'G/VRI)AGUR 9. DESEMBER 1989 56 HÚSGAGNASÝNIN6 sunnudag frá kl. 14-16 Nýjar sendingar af borðstofu og vegghús- gögnum Mikið úrval af borðstofuhúsgögnum í hvítu, svörtu og litaðri eik. Vegghúsgögn íhvítu, svörtu, beyki og mahony. Einnig mikið úrval af söfaborðum og sjón- varpsskápum. □BHEnaiá HÚSGAGNAVERSLUN Reykjavíkurveg 66, Hafnarfirði, sími 54106. Metsölublaóá hverjum degi! Aðventukvöld í Fn- kirkjunni í Hafiiarfirði Nk. sunnudagskvöld verður að- ventusamkoma í Fríkirkjunni í Hafnarfirði og hefst hún kl. 20.30. Að venju verður flutt vönduð dagskrá í tali og tónum og munu góðir gestir koma í heimsókn og aðstoða við að gera kvöldstundina að ánægjulegum þætti í undirbún- ingi jólanna. Kirkjukórinn mun flytja verkið In dulci jubilo eftir Dietrich Buxtehude undir stjórn organistans Kristjönu Ásgeirsdóttur en auk hennar munu þrír tónlistar- menn taka þátt í flutningi verksins, þau: Katrín Ámadóttir og Marteinn Frewer sem leika á fiðlu og Oliver Kentish á selló. Þá munu koma fram á samkom- unni nemendur úr strengjadeild Tónlistars^gja Hafnaríjarðar og kór Tónlistarskólans syngur undir stjórn þeirra Guðnínar Ásbjörnsdóttur og Kristjönu Ásgeirsdóttur organista kirkjunnar. Þær Hildur Hinriksdóttir og Sigríður Vaídimarsdóttir annast upplestur og kór kirkjunnar mun leiða almennan safnaðarsöng. Eru allir boðnir hjartanlega velkomnir til þessarar samverustundar. AÐVENTUHÁTÍÐ KÁRSNESSÓKNAR Nk. sunnudag 10. desember held- ur Kársnessöfnuður í Kópavogi sína árlegu aðventuhátíð í Kópavogs- kirkju. í íjölskylduguðsþjónustu kl. 11 árdegis munu yngstu börnin úr Kársnesskólanum syngja undir stjóm Þórunnar Bjömsdóttur. Um kvöldið verður hátíðarsam- koma í Kópavogskirkju. Þar flytur frú Signý Pálsdóttir hugvekju og frú Ragnhildur Ófeigsdóttir skáld les trúarljóð úr nýútkominni ljóða- bók sinni, „Stjömumar í hendi Maríu“. Af tónlistinni heymm við söng kirkjukórsins undir stjórn Guð- mundar Gilssonar með undirleik strengjasveitar. Bjöllukór Bústaða- kirkju mun leika nokkur jólalög og Brynhildur Ingvarsdóttir og Mar- grét Geirsdóttir nemendur úr Tón- listarskóla Kópavogs leika saman á þverflautur. Á aðventunni hefur sú venja skapast að opna listsýningu í safn- aðarheimilinu Borgum. Að þessu sinni sýnir þar Kópavogsbúinn Grímur Marinó Steindórsson klippi- myndir og stálstyttur og verður sýningin opnuð laugardaginn 9. desémber kl. 15. Áætlað er að sýn- ingin standi til 29. desember og verði opin á virkum dögum kl. 17 Kirkjudagur Seljakirkju Eins og undanfarin ár verður kirkjudagur Seljakirkju annan sunnudag í aðventu, sem nú í ár er 10. desember. Kirkjudágurinn er hátíð, þar sem fólk kemur saman til þess að þakka fyrir kirkjuna sína og til þess að safnast saman á sér- stakan hátt í tilbeiðslu. í kirkjunni okkar höfum við alltaf tengt kirkju- daginn aðventunni og þeim sérstaka blæ, sem þá er. Aðventan er tími, sem nota skal til þess að undirbúa hátíðina miklu. í kristnum söfnuði er lög áhersla á þá staðreynd, að réttur undirbúningur hinnar helgu hátíðar verður aðeins unninn með því að eiga sér hljóðar stundir með Guði sínum. Sá einn lifir rétta að- ventu, sem gefur sér tíma til þess að stilla hugann og biðja til Guðs. Aðrir kæfa undirbúninginn í þeim erli og amstri, sem aðeins skilur eftir þreytu og ekki þá hátíð, sem jólin eiga að vera. I Seljakirkju hefst kirkjudagur- inn með barnaguðsþjónustu kl. 11 um morguninn. í okkar barnmarga hverfí er líf og fjör við bamaguðs- þjónustumar og margir, sem taka þátt í þeim, bæði foreldrar og böm. Guðsþjónusta dagsins verður svo kl. 14. Þá verður hátíðarbragur, kirkjukórinn syngur og Eiríkur Pálsson mun leika einleik á tromp- ett. Um kvöldið verður aðventukvöld í kirkjunni og hefst það 20.30. Ræðumaður kvöldsins verður Ás- laug Friðriksdóttir, fyrrnm skóla- stjóri Ölduselsskólans, en hún er __ Gæði og þjónusia PFAFF PFAFF CREATIVE 1473 CD Oíi „HÖNNUDUIil.ViN" ..CREATIVF. l)ESI(i.\F.K“ DROTTNING saumavélanna Þú teiknar þitt eigið mynstur, setur það í hönnunaráhaldið og getur síðan saumað það eins oft og þú vilt því það er geymt í „tölvuminni“ vélarinnar. 178 innbyggðir saumar og mynstur auk bókstafa og tölvu- stafa. Ótrúleg framtíðarvél, sem kostar 99.900 kr. Sjö aðrar gerðir á mun lægra verði PFAFF 380 kr. 28.700 PFAFF919 kr. 43.900 PFAFF 1047 kr. 46.400 PFAFF 1051 kr. 55.900 PFAFF1171 kr. 69.900 PFAFF1467 kr. 78.600 5% staðgreiðsluafsláttur cihi* Borgartúni 20 og Kringlunni Og svo er það hin vinsæla Overlock vél á kr. 55.900 Auk aðventukvöldsins viljum við svo minna á bamasamkomumar í kirkjunni alla sunnudagsmorgna kl. 11 en samverustundin þann 17. desember verður sérstaklega helguð undirbúningi jólanna og verður þá íjölbreytt dagskrá. (Fréttatilky nning) til 19 og kl. 15 til 19 um helgar. Að lokinni aðventusamkomunni er fólki boðið til myndlistarsýningar í safnaðarheimilinu þar sem þjón- ustudeildin hefur til sölu heitt súkk- ulaði og meðlæti. Aðventuhátíð er haldin til þess að fólk samgleðjist og fagni heilög- um boðskap jólaföstunnar er lýsir upp hugina í skammdeginu. Því skulum við fjölmenna á aðventuhá- tíðina nk. sunnudagskvöld. Ami Pálsson sóknarprestur. íbúum hverfisins að góðu kunn og margir þeir sem fagna því að fá að hitta hana þannig í kirkjunni okkar. Þá mun básúnukvartett leika aðventulög, kirkjukórinn syngur einnig aðventulög og félagar úr æskulýðsfélagi kirkjunnar sýna helgileik. Loks mun formaður sókn- amefndar, Þröstur Einarsson, flytja hugvekju. Að sjálfsögðu munu kirkjugestir fá að syngja aðventu- sálmana sjálfír og undirbúa sig á þann veg, sem bestur verður á að- ventunni. Að lokinni aðventusamkomunni munu konur úr Kvenfélagi Selja- sóknar hafa kaffísölu í safnaðar- heimilinu, og gefst okkur þá enn kostur á því að vera saman og njóta þess góða, sem aðventan er, með fólki í hverfinu okkac. Hittumst þar og lifum aðventuna á réttan hátt. Valgeir Ástráðsson NIÐURHENGD LOFT galvaniseruöum rrutlmí og ektþoliö. I | , —^ CMC kerfi er auðvelt i uppsetningu I I i og m|Og iterkt. /W/»' CMC ker11 •' •«** með stillanlegum { „li-fTSfr,. upphengjum sem þola ailt að 50 kg þuriga 1 [\l 1 (MC ker1' ,æa* ' mOrgum gerðum bæði I 1 synilegt og lalið og verðið er IJ útrulega ligt. I (MC kerti er serstaklegð hannad Hnngiö ettir tyrír lóltplotur Irá Armstrong trek> upplysingum 85 í»7þorgrímsson & co ___________Ármúla 29 - Reykavík - sfmi 38640 Metsölubladá hverjum degi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.