Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 24
'fip.Gr íTHfiwrprasm o jmoAfTfrAonA.i orKTA.TfmnoHOM
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1989
C§
24
Mér dettur ekki í hug
að segjast vera hlutlaus
LÚÐVÍK Jósepsson, fyrr-
verandi sjávarútvegsráð-
herra og alþingismaður, hef-
ur sent frá sér bók um land-
helgismálið og það, sem
gerðist bak við tjöldin. í
bókinni rekur hann gang
mála við útfærslumar í Qór-
ar mílur, 12 mílur, 50 og
200. Hann segir frá fram-
gangi forsætisráðherranna
við hveija útfærslu fyrir sig
og ber þeim misvel söguna.
Hermann Jónasson og Ólaf-
ur Thors fá góða dóma, en
Lúðvík ber Ölafi Jóhannes-
syni illa söguna og segir
hann hafa bmgðizt og látið
undan erlendum þrýstingi
við útfærsluna í 50 mílur.
Lúðvík kemur víða við, enda
var hann í eldlínunni ámm
saman. Hann íjallar einnig
mikið um þrýsting NATO og
EB á gang mála og um veiði-
heimildir innan lögsögu
okkar, sem hann segir að
farið hafi verið fram á fyrir
gagnkvæm tollfríðindi.
Morgunblaðið ræddi við
Lúðvík um bókina og gang
mála um þessar mundir:
- segir Lúðvík Jósepsson um bók
Landhelgismálið - það sem gerðist bak við
Ber Ólafi Thors vel söguna
„Bókina hef ég skrifað í fjórum
meginhlutum. Fyrsti hlutinn Qallar
um útfærsluna í 4 mílur 1952 og
þær deilur, sem þá urðu við Breta,
þegar þeir settu löndunarbannið á.
Ólafur Thors var á þeim árum sjáv-
arútvegsráðherra og málið mæddi
langmest á honum. Ég rek við-
skipti hans, en mér fannst þau bera
allmikil einkenni þess, sem síðar
átti eftir að koma fram í deilum
okkar við Breta. Ég ber honum vel
söguna, mér fannst hann standa
sig mjög vel, enda voru engar póli-
tískar deilur innan lands um þessa
útfærslu eins og síðar varð.
Frægt skeyti frá
Paul Henry Spaak
Annar hlutinn er svo um út-
færsluna í 12 mílur 1. september
1958. Hún skar sig úr í þeim efn-
um, að allmiklar stjórnmáladeilur
urðu um hana. Segja má að þessar
deilur hafi byijað er vinstri stjórn
Hermanns Jónassonar var mynduð
sumarið 1956. Deilt var um þáð,
hvenær ætti að færa út og með
hvaða hætti. Mestar deilur urðu
vegna þess að leiðtogar NATO skár-
ust í leikinn og óskuðu mjög ein-
dregið eftir því, að íslendingar
hyrfu frá útfærslu, frestuðu henni
eða semdu við bandalagið um sér-
stök veiðiréttindi fyrir aðildarþjóðir
NATO. í þessum efnum varð mjög
frægt skeyti frá Paul Henry Spaak,
framkvæmdastjóra NATO, sem
hann sendi forsætisráðherra, Her-
manni Jónassyni, þar sem hann
gerði í raun hvort tveggja að hóta
og skora á hann að sýna nú tryggð
sína við vestræna samvinnu með
því að hverfa frá útfærslu að sinni.
Þarna greindi á milli, Sjálfstæðis-
flokkurinn, sem var í stjómarand-
stöðu, vildi fresta útfærslu og taka
upp samninga við NATO um málið.
Um þetta var deilt mjög hart ann-
ars vegar milli mín og Hermanns
Jónassonar .og hins vegar Guð-
mundar í. Guðmundssonar, sem var
utanríkisráðherra. Þessi útfærsla
varð einnig söguleg síðar vegna
þess hve átökin við Breta á miðun-
um stóðu lengi og sömuleiðis deilur
stjórnmálamanna. 1960 kom við-
reisnarstjómin til valda og tók hún
þátt í hafréttarráðstefnunni í Genf
í marz 1960. Þar bundu menn mikl-
ar vonir við að samkomulag gæti
tekizt um málið á þeim gmndvelli,
sem viðunandi teldist fyrir okkur.
Niðurstaðan varð hins vegar sú, að
ráðstefnan fór út um þúfur. Við
töldum mikið fylgi þar við 12 mílna
regluna almennt og að sjónarmið
Breta og stuðningsmanna þeirra
hefðu orðið undir. Hins vegar var
ekki hægt að koma í gegn viðun-
andi samþykkt og Bjami Benedikts-
son og Guðmundur I. Guðmundsson
greiddu atkvæði gegn samkomu-
lagstillögu Bandaríkjanna. Þá var
málið komið það langt, að Bjami
Benediktsson fór beint heim og gaf
upp sakir á einu bretti 273 brezkum
landhelgisbrjótum. Úr því fór n"kis-
stjórnin að reyna að ná samkomu-
lagi um einhveija lausn, þó hún
væri ekki ánægð með það, sem til
boða stóð á hafréttarráðstefnunni.
Þetta endaði svo með því að í marz-
mánuði 1961 gerði ríkisstjómin
samning við Breta um að þeim
væri heimilt að veiða innan land-
helginnar næstu þijú ár.
Ólafiir Jóhannesson
snéri við blaðinu
Þriðji hlutinn fjallar svo um út-
færsluna í 50 mflur 1972, en þá sat
að völdum ríkisstjóm Ólafs Jóhann-
essonar. Um þá útfærslu urðu líka
harðar deilur innan lands, út af
vinnubrögðum, og við útlendinga,
einkum Breta. Miklir árekstrar urðu
á miðunum og á þingi. Það söguleg-
asta varð þegar Ólafur Jóhannes-
son, í hita leiksins, snéri við blaðinu
í október 1973 og þáði heimboð til
forsætisráðherra Bretlands, Ed-
wards Heath, og samdi þá um veiði-
heimildir til handa Bretum til
tveggja ára. Sjálfstæðisflokkurinn
snérist með Ólafi í þessu máli, en
við, sem vorum í stjóm með honum,
snérumst gegn honum og töldum
þennan samning vondan. Þá varð
hlé á deilunum við Breta, en 50
mflumar féllu síðan saman við út-
færsluna í 200 mílur, því samningur
Ólafs átti að renna út 13. nóvem-
ber 1975. Þá höfðum við lýst yfir
200 mflna landhelgi einum mánuði
áður, en Bretar héldu áfram veiðum
eins og ekkert hefði gerzt. Geir
Hallgrímsson var þá forsætisráð-
herra og Matthías Bjamason sjáv-
arútvegsráðherra. Geir var boðið til
London, en hann náði ekki þeim
samningum, sem Ólafur Jóhannes-
son vildi fallast á því þá var Ólafur
þver og neitaði. Hann var eitthvað
sár eftir fyrri leikinn. Þetta fór svo
þannig, að þegar upp úr var að sjóða
með hörðum deilum á fiskimiðun-
um, þá skarst utanríkisráðherra
Noregs, Frydenlund, í leikinn og
fyrir milligöngu hans náðist sam-
komulag 1. júní í Osló 1976 um að
Bretar fengju að hafa tiltekinn
Qölda skipa innan landhelginnar í
6 mánuði, enda höfðu þeir sjálfir
og allt Efnahagsbandalagið lýst
yfir 200 mílna landhelgi, sem átti
að taka gildi 1. janúar 1977.
NATO reyndi að sveigja
okkurafleið
Atlantshafsbandalagið reyndi
mikið á þessuum tíma til að sveigja
okkur frá síefnu okkar. Ég dreg
það nokkuð glögglega upp hveijir
ýmist guggnuðu eða töldu það óhjá-
kvæmilegt að semja við bandamenn
eða vini og hveijir það vom, sem
börðust harkalegast á móti. Það,
sem þó réð úrslitum, var það, að
mjög margir eindregnir stuðnings-
menn aðildar íslands að NATO urðu
æstastir allra og fóru að hóta varn-
arliðinu. Þeir töldu varnarliðið
hvorki heyra né sjá hvað fram fór
á fiskimiðunum. Þeir bentu á að
herskip Breta væru jafnframt her-
skip NATO, og að tvísýnt gæti orð-
ið um veru vamarliðsins. Dæmi um
slíkar hótanir komu fram þegar
Suðumesjamenn lokuðu með gijót-
burði leiðum að bækistöðvum vam-
ariiðsins á Suðumesjum 'og við
Stokksnes. Hótanir komu einnig
fram í blöðum. Miðstjórn Fram-
sóknarflokksins samþykkti ályktun
í þessa átt og loks kom að því að
Jósep Luns kom hingað til að reyna
samninga.
Þjóðin stóð að baki
útfærslunni
Ég tek það fram að þetta er mín
frásögn af þessum sögulegu at-
burðum og mér dettur ekki til hug-
ar að halda því fram að ég sé hlut-
laus. Ég var aðili að málinu frá
upphafi til enda. Ég var á Alþingi
og hafði mest allan timann mikil
áhrif og var meðal annars sjávarút-
vegsráðherra um tíma. Ég var
umdeildur og efast ekkert um að
aðrir myndu segja þessa sögu á
annan veg.“
Var útfærslan okkur öllum ekki
hjartans mál. Hvers vegna þurfti
að deila um hana?
„Sannleikurinn var sá, að þjóðin
var næstum öll sammála um út-
færsluna og vildi að farið yrði að
minnsta kosti svo hratt, sem farið
var. Þar greindi menn ekki á eftir
stjórnmálaflokkum, og víðast um
landið samþykktu sveitarstjómir
ályktanir þess eðlis að engar undan-
þágur yrðu gefnar. Það má til dæm-
is nefna menn eins og Pétur Otte-
sen, sem eggjaði mig til að standa
fastur á mínu og láta ekki undan,
halda fast við útfærsluna í 12 mflur.
Ég nefni marga aðra úr forystuliði
Sjálfstæðisflokksins, sem voru mjög
harðir útfærslumenn. Hins vegar
urðu á þingi pólitísk átök fjokks-
foringja og frammámanna og þar
hafði auðvitað áhrif hveijir voru í
stjóm og hveijir í stjómarandstöðu
og fundu að öllum vinnubrögðum.
Þeir, sem mest höfðu barizt fyrir
aðildinni að NATO, áttu auðvitað
erfitt með að neita kröfum banda-
lagsins um undanþágur og frestan-
ir. Því var haldið fram af mörgum
að áhugi minn og okkar kom-
manna, eins og við Magnús Kjart-
ansson vomm kallaðir, á útfærsl-
unni stafaði af því að með því gæt-
um við barið á NATO og varnarlið-
inu. Þarna lá hinn pólitíski ágrein-
ingur. Það hefur borið ótrúlega
mikið á því hjá okkur, að stjórnar-
andstaðan bregzt öndverð við mál-
um, sem hún hefur kannski stutt
áður. Þar einkennast öll viðbrögð
af almennri andstöðu, ekki efnis-
legri, og það er auðvitað af hinu illa.
Kveð þungan dóm yfír Ólafí
Ég tel Ólaf Thors hafa staðið sig
með ágætum í baráttunni 1952 til
1956 þó hann hafi orðið fyrir mikl-
um vonbrigðum með gang mála.
Ég tel að Hermann Jónasson for-
sætisráðherra, með töluvert af hik-
andi framsóknarmönnum, sem
töluðu ekki einum rómi frekar en
venjulega, hafi verið harður og
staðið sig vel. Ég get hins vegar
ekki neitað því, að ég kveð upp
allþungan dóm yfir Ólafi Jóhannes-
syni. Hann var mikilhæfur stjórn-
málamaður og oft gott að vinna .
með honum, en í þessu máli brást
hann. Hann varð sannur að ósann-
indum og óheilindum, og hann
bognaði fyrir miklum erlendum
þiýstingi. Geir Hallgrímsson tók svo
við sem forsætisráðherra 1974 er
deilan stóð um 50 mflurnar. Ríkis-
stjóm hans lýsti yfir 200 mflna lög-
sögu frá 15. október 1975, en þá
var sú stefna að verða algeng. Geir
var auðvitað gagnrýndur eins og
fleiri. Hann var í samstarfi við
Framsókn, en þar skarst oft í odda,
en Geir stóð að samkomulaginu í
Osló ásamt Einari Ágústssyni og
Matthíasi Bjamasyni og lauk þann-
ig málinu. Við töldum það vondan
samning, þar sem við töldum okkur
vera búna að sigra í stríðinu. Svo
var reyndar deilt um framhaldið,
bæði við Breta og Efnahagsbanda-
lagið, en allur undansláttur var
kveðinn niður af almenningsálitinu.
Vildu veiðiheimildir út á
gagnkvæm tollfríðindi
Ég rek einnig málin hvað varðar
bókun 6. við Efnahagsbandalagið
um gagnkvæm tollfríðindi banda-
lagsins og okkar. Efnahagsbanda-
lagið fékk tollfríðindi vegna inn-
flutnings iðnaðarvara og við vegna
útflutnings fiskafurða að mestu
leyti. Þegar átti að skrifa undir
þetta 1972, neituðu fulltrúar banda-
lagsins að staðfesta samkomulagið
fyrr en tekizt hefði viðunandi sam-
komulag við Breta í landhelgisdeil-
unni. Þarna var um að ræða sam-
komulag um jöfnuð og því taldi ég
að á meðan þeir stæðu ekki við sinn
hlut, ættu þeir ekki að fá tollalæk-
anir, en ég fékk ekki stuðning til
þess á Alþingi. Við höfðum sem
sagt lækkað tollana út á ekkert og
bandalagið ætlaði sér alltaf að fá
fiskveiðiréttindi út á gagnkvæm
tollfríðindi."
Nú sækir EB enn í fiskimiðin
okkar. Hvemig lízt þér á gang við-
ræðna okkar við bandalagið um
tollfríðindi?
„Mér lízt illa á allar heimildir
útlendinga til veiða í íslenzkri land-
helgi. Mér finnst að menn tali mjög
ógætilega um samninga við erlend
bandalög. Það er barnalegt frá
mínu sjónarmiði að tala í sífellu um
viðskiptahlutfall okkar við erlenda
aðila. Þeim rökum er jafnvel beitt
að vegna þess að Efnahagsbanda-
lagsþjóðir kaupi 50—60% af vörum
okkar, þá verðum við að gerast
aðilar að bandalaginu. Á tímabili
höfðum við hátt viðskiptahlutfall
við Bandaríkin, en varla hefðum við
átt að ganga í Bandaríkin af þeim
ástæðum. Við áttum líka á tímabili
mikil viðskipti við Sovétríkin. Þær
þjóðir sem kaupa vörur okkar þurfa
á þeim að halda og kaupa þær
sjálfra sín vegna. Við þurftim að
hafa vinsamleg viðskipti við þær,
en það á ekki að kosta okkur sjálfs-
ákvörðunarrétt okkar.
Sérfræðin ræður of miklu
Menn verða að hafa einhvern
málstað að trúa á og til að sameina
sig í baráttunni. í seinni tíð finnst
mér sérfræðin vera orðin anzi ráð-
andi. Það er kannski ekkert ein-
kennilegt með vaxandi menntun.
Við eigum sérfræðinga á hinum
ótrúlegust sviðum og þá ótrúlega
marga, bara með próf og gráður.
Hinir heita svo ekki sérfræðingar,
sem eru það í raun og veru vegna
reynslu og áunninnar þekkingar.
Við sitjum því uppi með afar mikið
sérfræðingakerfi og pólitíkin hefur
svo farið að snúast um það, að
menn trúa á þessa sérfræðinga. I -
dag er trúað nær blint á þessa sér-
fræðinga. Menn spyija hvort maður
leyfi sér virkilega að rengja fiski-
fræðingana. Þeir segja ýmist að til—
sé nóg af loðnu eða ekkert. Efna-
hagssérfræðingarnir voru að ná
anzi'miklum tökum líka. Pólitíkus-
amir stefna auðvitað að ákveðnu
marki og vilja ná árangri. í því
skyni vilja þeir gjarnan hlusta á
sérfróða menn- og ráðleggingar
þeirra. Eft’ir stendur, að það þarf
að taka pólitíska ákvörðun. Hún er
auðvitáð býggð á ýmsum þáttum,