Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 38
MOfiGyNBLAÐIg LA.UQAftDAGUR 9. DESEMBER 1989
Morgunblaðið/Þorkell
Verslanirnar Bogart og Garbo eru í þessu húsi við Lækjartorgið.
Húsið er eitt það elsta í bænum, byggt 1803, og hefur gengið undir
nafninu Greifahúsið. Þar bjó eitt sinn Jörundur hundadagakonung-
ur, en nú eru þar seld föt, hljómplötur og farseðlar til útlanda.
Bjóða fatakaup
með raðgreiðslum
VERSL ANIRN AR Bogart og
Garbo í Austurstræti 22 í
Reykjavík hafa undanfarið aug-
lýst að þær bjóði sameiginlega að
viðskiptavinir þeirra geti valið um
að greiða innkaup sin með Euro-
card eða VISA raðgreiðslum, eða
að fá staðgreiðsluafslátt. Guð-
laugur Bergmann, einn eigenda
verslananna, segir þetta vera nýj-
ung hér á landi, að slík kjör séu
í boði í fataverslunum.
GENGISSKRÁNING
Nr. 236 8. desember 1989
Kr. Kr. Toll-
Ein. Kl. 09.15 Kaup Saia Gengi
Dollari 62,61000 62,77000 62,82000
vSterlp. 98,66400 98,91600 98,12800
Kan. dollari 53,87000 54,00700 53,84200
Dönsk kr. 9,08380 9,10700 9,00970
Norskkr. 9,21280 9,23630 9,17080
Sænskkr. 9.84590 9,87100 9,80180
Fi. mark 14,96060 14,99880 14,86860
Fr. franki 10,32060 10,34700 10,24630
Belg. franki 1,67790 1,68220 1,66590
Sv. franki 39,27480 39,37520 39,05380
Holl. gyllini 31,24170 31,32160 31,00610
V-þ. mark 35,25240 35,34250 34,97190
ít. líra 0,04779 0,04791 0,04740
Austurr. sch. 5,00480 5,01760 4,96700
Port. escudo 0.40370 0,40470 0,40110
Sp. peseti 0.54630 0,54770 0,54450
Jap. yen 0.43404 0,43515 0,43696
írskt pund 93,23000 93,26100 92,29200
SDR (Sérst.) 80,71240 80,91870 80,63320
ECU, evr.m. 71,76670 71,95010 71,16560
Tollgengi fyrir desember er sölugengi 28. nóvember.
Sjálfvirkur símsvari gengisskráningar er 62 32 70.
„Þar sem greiðslukort eru svo
útbreidd sem raun ber vitni, fannst
okkur rétt að gefa fólki kost á þessu.
Við erum þama að koma til móts
við viðskiptavini og auðvitað um leið
að fá aukin viðskipti," segir Guð-
laugur.
Verslanimar Bogart og Garbo eru
á sama stað, Bogart selur karl-
mannaklæðnað og Garbo selur kven-
fatnað. Guðlaugur segir að verslan-
irhar vinni saman að þessu tilboði,
þannig, að ef verslað er fyrir
ákveðna upphæð í annarri hvorri eða
báðum verslununum, geta viðskipta-
vinirnir valið um raðgreiðslur eða
afslátt.
„Ef til dæmis • hjón kaupa fyrir
20 þúsund krónur í Garbo og 10
þúsund í Bogart, þá er heildarupp-
hæðin 30 þúsund og þau geta borg-
að með raðgreiðslum til 11 mánaða
með Eurocard eða 12 mánaða með
VISA. Vilji þau staðgreiða fá þau
15% afslátt,“ sagði Guðlaugur.
Aðspurður hvort þörf væri fyrir
raðgreiðslufcjör í fatnaðarverslun
sagðist hann vissulega telja að svo
væri. „Það era þó nokkur fjárútlát
að fata sig upp og lengi hefur tíðkast
að bjóða raðgreiðslur í verslunum
sem selja til dæmis hljómtæki, hús-
gögn og aðra dýra muni. Þess vegna
teljum við eðlilegt að gefa einnig
kost á þessu þegar keypt era fót,“
sagði Guðlaugur Bergmann.
FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM
8. desember.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 70,00 39,00 65,89 14,038 924.969
Þorskur(óst) 76,00 56,00 63,88 15,457 987.456
Þorskur (smá) 20,00 20,00 20,00 0,598 11.960
Þorskur(smár.ósl) 20,00 20,00 20,00 0,383 7.660
Ýsa 109,00 40,00 96,14 13,859 1.332.512
Ýsa(ósl.) 90,00 57,00 72,86 7,020 511.5134
Ýsa(smá) 20,00 20,00 20,00 0,071 1.420
Karfi 36,00 20,00 ■ 35,14 120,517 4.234
Ufsi 45,00 20,00 44,33 15,076 668.343
Kinnar 70,00 70,00 70,00 0,096 6.720
Gellur 230,00 200,00 221,13 0,021 4.710
Lúða 475,00 100,00 325,23 0,794 258.265
Steinbítur 58,00 44,00 52,76 6,955 366.941
Keila 10,00 10,00 10,00 0,989 9.890
Keila(ósL) 10,00 7,00 8,99 9,154 82.258
Langa 39,00 33,00 34,54 3,688 127.415
Samtals 45,65 208,722 9.536.574
Á mánudaginn verður selt úr Stakkvík ÁR og fleiri bátum.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 90,00 30,00 61,98 26,613 1.587.501
Ýsa 90,00 50,00 65,92 23,438 1.545.045
Karfi 35,00 33,00 34,38 53,658 1.844.757
Ufsi 49,00 20,00. 42,82 48,512 2.077.077
Langa 38,00 20,00 27,30 2,816 76.867
Lúða 495,00 175,00 241,09 0,833 200.825
Keila 12,00 5,00 8,38 1,570 13.154
Lax 200,00 190,00 194,85 0,198 200.825
Steinbítur 60,00 20,00 44,89 0,917 41.164
Lýsa
Skata 190,00 6,00 61,73 0,075 4.630
Samtals 46,85 159,733 7.483.681
Á mánudaginn verður selt frá Runólfi og ýmsum línubátum. þorskur c.a.
15 tonn, ýsa 20 tonn og fleirra.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 73,00 54,00 63,40 22,573 1.431.228
Ýsa 84,00 24,00 74,85 12,490 934.915
Karfi 43,00 29,00 36,12 2,511 90.705
Ufsi 36,00 25,00 30,75 0,928 28.535
Steinbítur 31,00 20,00 23,55 0,765 22.604
Langa 40,00 12,00 32,35 1,840 59.530
Keila 20,00 6,00 10,46 3.532 36.928
Blálanga 31,00 31,00 31,00 0,172 5.332
Samtals 58,17 46,047 2.678.447
| i dag verður selt úr Reyni GK og Þorsteini Gísla GK á gólgi í Grindavík.
JC-Mos verðlaunað fyrir
starf að umhverfismálum
Frá afhendingu ruslafatanna í sumar. Tálin frá vinstri: Sigríður Jóna
Friðriksdóttir, forseti JC-Mos, Þorsteinn Kristinsson, formaður
byggðarlagsnefndar og Páll Guðjónsson, bæjarsljóri.
JC í Mosfellsbæ hefur fengið verð-
laun heimssambands JC félaga
fyrir það starf sem félagið hefur
unnið að umhverfismálum í bæj-
arfélaginu. Páll Guðjónsson, bæj-
arstjóri í Mosfellsbæ, segir að það
sé mikil ánægja ríkjandi með
frumkvæði JC í þessum málum
og bærinn hafi reynt og muni í
framtíðinni reyna að koma til
móts við þetta starf. Alþjóðadagur
JC-hreyfingarinnar er á mánu-
daginn kemur, 11. desember.
„Upphaflega var ætlunin sú að
vekja fólk til umhugsunar um um-
hverfismál almennt og við byijuðum
með því að skrifa greinar í innan-
bæjarblaðið, Mosfellspóstinn, og út
frá því virtist vakna áhugi hjá bæj-
arbúum,“ sagði Sigríður Jóna Frið-
riksdóttir, forseti JC-Mos, í samtali
við Morgunblaðið um þetta starf.
Hún sagði að í kjölfarið hefðu
margir bæjarbúar haft samband og
sýnt vilja til þess að gera eitthvað
í þessum málum og það hefði komið
upp hugmynd um að gróðursetja tré
á skólalóðunum í bænum, en þær
hefðu orðið útundan í framkvæmd-
um á vegum bæjarfélagsins.
„Við héldum svokallaðan grænan
dag í vor, þar sem við hvöttum for-
eldra til að koma og kaupa tré og
gróðursetja. Það kom hins vegar í
ljós að skólalóðimar vora ekki tilbún-
ar til gróðursetningar og því útveg-
aði bæjarstjórnin okkur svæði þar
sem við gátum gróðursett plönturnar
til bráðabirgða og þær era þar og
bíða eftir að verða fluttar þegar
skólalóðirnar verða tilbúnar," sagði
Sigríður.
Hún sagði að félagið hefði í fram-
haldi af þessu fengið fyrirtæki í
bænum til þess að styrkja uppsetn-
ingu raslafata á almannafæri, en
þær hefðu engar verið fyrir í bæn-
um. „Við eigum vafalítið eftir að
vinna meira að umhverfismálum.
Það virðist vera mjög mikil vakning
gagnvart þeim, sérstaklega fyrir
gróðursetningu á almenningssvæð-
um. Það er af nógu að taka í þessum
efnum,“ sagði Sigríður ennfremur.
„Þáð hefur verið mikið og gott
samstarf milli JC-Mos og bæjarins,"
sagði Páll Guðjónson, bæjarstjóri í
Mosfellsbæ, aðsþurður um framtak
JC-manna í bænum. Hann sagði að
þeir hefðu með þessu átaki á bein-
__-skeyttan en jafnframt jákvæðan
hátt vakið athygli á hlutum sem
betur mættu fara í umhverfinu.
„Okkar þáttur hefur verið að
styðja þau og styrkja í þessu átaki
og veita þeim alla þá aðstoð sem í
okkar valdi hefur verið og þau hafa
óskað eftir. Það hefur verið virkilega
ánægjulegt bæði að fylgjast með
þeim og ekki síður vinna með þeim
að þessu verkefni,“ sagði Páll enn-
fremur.
Hann sagði að ef félagið héldi
áfram á þessari braut myndi ekki
standa á bæjaryfirvöldum að verða
Vegna tæknilegra mistaka féll
niður á nokkram stöðum í matar-
blaði Daglegs lífs magn hráefnis í
uppskriftum. Era hlutaðeigandi
beðnir velvirðingar sem og þeir sem
kunna að hafa notað þessar upp-
skriftir föstudaginn 8. desember.
í greininni „Venjur, siðir og hefð-
ir“ á blaðsíðu 20 er uppskrift af pip-
arkökum. Þar féll niður ‘A tsk. pip-
ar. í uppskrift að Stollen-brauði í
sömu grein féll niður ‘A bolli ylvolgt
vatn, ‘A tsk. sykur og 'A tsk. salt.
í uppskrift að hafrakókoskúlum
stendur 1 dl flórsykur en á að vera
1 'A dl. í sömu uppskrift er 'A dl.
kakó.
í uppskrift að sunnudagsköku á
að standa 1 'A bolli hveiti, 'A bolli
sykur, 1 'A tsk. lyftiduft 'A tsk.
salt, 'A bolli brætt smjörlíki eða olía,
'/< bolli vatn, 'A bolli eggjahvítur og
'A tsk. Cream of Tartar. Að öðra
leyti er uppskriftin rétt. Að lokum
þeim innan handar og styðja við
bakið á þeim í þessari viðleitni.
„Manni finnnst þetta stundum líka
eilítið ljós í myrkrinu, því einhvern
veginn er nú þjóðfélagið orðið þann-
ig að það byggist upp á kröfum og
tilætlunarsemi í garð hins opinbera.
Þarna kveður við annan tón, því
þarna kemur fram fólk sem vill
leggja eitthvað af mörkum til bæjar-
félagsins og ekki nema sjálfsagt að
koma til móts við það eins og hægt
er að finna í þessari grein uppskrift
að hunangsrúllutertu, sem einnig
fékk að kenna á tæknilegum mistök-
um, en þar vantar saltmagnið, sem
er Vt tsk.
í spjalli við Barböru Nelson féll
fyrri hluti undirfyrirsagnar niður.
Rétt er hún: „Við eram ekki vön því
að hafa mikinn jólaundirbúning á
aðventu, það var einfaldlega ekki til
siðs þar sem við ólumst upp í Banda-
ríkjunum,“
Þá var Ásta Kristín Kristjáns-
dóttir sögð Ásta Katrín í undirfyrir-
sögn.
I uppskrift af loftkökum eiga að
vera 750 gr. af flórsykri í stað 150
gr.
Að lokum má geta þess að í upp-
skrift Nönnu Nikulásdóttur að súkk-
ulaðibitakökum, stendur að kökurn-
ar falli dálítið þegar þær era bakað-
ar. Kökumar eiga að falla þegar þær
era bakaðar.
Jólafundur
MS-félags-
ins í dag
JÓLAFUNDUR MS-félagsins
verður í dag kl. 14.00 að Hátúni
12 í Reykjavík.
Á fundinum syngur Skólakór
Kárnsnesskóla í Kópavogi jólalög
og sr. Jónas Gíslason flytur jóla-
hugvekju. Þá verður boðið upp á
glæsilegt jólakaffiborð.
Tónleikar
Ellenar í
Duus-húsi
ELLEN Kristjánsdóttir og
Flokkur mannsins hennar halda
tónleika í Heita-pottinum í Du-
us-húsi á morgun, sunnudag,
klukkan 22.
Flutt verða djass- og blúslög úr
ýmsum áttum.
Kirkjukórinn flytur Gloria eftir Vivaldi.
Morgunblaðið/Silli
Aðventustund í
Húsavíkurkirkiu
Hiisavík.
Húsavík.
Aðventustund var í Húsavík-
urkirlyu fyrsta dag aðventu og
hófst kl. 14 með ávarpi sr.
Björns H. Jónssonar.
Síðan var samleikur á píanó,
þeirra Juliet Faulkner frá Eng-
landi og David Thomson frá
Ameríku. Ræðu dagsins flutti séra
Magnús Gunnarsson, prestur að
Hálsi. En aðaluppistaðan í stund-
inni var flutningur Kirkjukórs
Húsavíkur á tónverkinu Gloria
eftir Vivaldi, undir stjórn Sharon
Thompson; með undirleik David
Thompson og einsöngvuranum
Hólmfríði Benediktsdóttur, Matt-
hildi Rós Haraldsdóttur og Þuríði
Baldursdóttur. Ungir tónlistar-
skólanemar léku á ýmis hljóðfæri.
Athöfnin var vel sótt og góður
rómur gerður að.
- Fréttaritari
er.
Leiðréttingar við matarblað