Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 58
58 i; MORqyNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1989 Minning: Anna B. Böðvars- dóttir, Laugarvatni Fædd 19. júnl 1917 Dáin 2. desember 1989 Anna Böðvarsdóttir hafði þá sér- stöðu meðal heimamanna hér á Laugarvatni, að hún hafði sjálf fylgst með og fundið hvemig fornt höfuðból, óðal foreidra hennar, breyttist í skólasetur. Hún var fædd 19. júní 1917 og því 11 ára þegar héraðsskólinn tók til starfa 1928. Hér átti hún heima alla ævi og ílent- ist aldrei annars staðar. Hún leit til með foreldrum sínum, Laugar- vatnshjónunum Böðvari Magnús- syni og Ingunni Eyjólfsdóttur, og sá svo um að þau ættu hér hæga og góða dvöl til hárrar elli. Laug- vetningar sem aðrir litu á Önnu sem fremsta fulltrúa hinnar framsýnu fjölskyldu sem lét hið sérstæða ættaróðal af hendi í þágu upp- vaxandi kynslóða. Öllu því margvís- lega starfi, sem hér hefur verið unnið í rúmlega 60 ára sögu skóla- setursins, sýndi hún lifandi áhuga og tengdi framtíðarvonir staðarins við eigin átthagatryggð. Og svo var hún vönduð að ég minnist þess - ekki, þrátt fyrir áratuga kynni, að ég hafi nokkurn tíma heyrt hana fella neikvæða dóma um neina stofnun eða starfsemi hér á staðn- um. Hún kaus ætíð að bregða hinu betra og styðja það í orði og verki sem hún taldi til heilla horfa. í hugum margra, jafnvel flestra sem til þekktu, varð hún sameiningar- tákn hins litla samfélags hér á Laugarvatni. Við fráfall hennar er því mikið skarð fyrir skildi. Anna Bergljót, en svo hét hún -fullu nafni, hlaut algenga skóla- menntun í Héraðsskólanum á Laug- arvatni og Húsmæðraskólanum á Laugalandi í Eyjafirði. En hún hélt tryggð við æskustöðvar sínar. Og síðan hún giftist árið 1950 eftirlif- andi eiginmanni sínum, Benjamín Halldórssyni, húsasmíðameistara og húsverði Menntaskólans að Laugarvatni frá upphafi, hefur heimili þeirra staðið hér, rómað fyrir gestrisni, nánast um þjóðbraut þvera. Þau eignuðust tvo syni, Hall- dór Steinar, trésmið og bifreiðar- stjóra á Laugarvatni, og Böðvar Inga, verslunarmann í Reykjavík. Áður átti Anna dótturina Bergljótu Magnadóttur, líffræðing og starfs- mann tilraunastöðvarinnar á Keld- um, og ólst hún að öllu leyti upp hjá þeim hjónum. Börn Önnu eru myndar- og dugnaðarfólk, þau eru öll gift og eiga mannvænlegan barnahóp. Þegar börn Önnu voru vaxin úr grasi varð hún stöðvarstjóri Pósts og síma á Laugarvatni og gegndi því starfi frá 1966 til 1988 og raun- ar lengur í afieysingum. Á þeim vettvangi sem annars staðar varð hún þekkt, bæði meðal heimamanna og nemenda skólanna, fyrir hjálp- fýsi og greiðasemi. Og mér er kunn- ugt um að hún naut mikils álits yfirmanna sinna hjá Pósti og síma fyrir trúnað og góða reglu í hvívetna. Anna Böðvarsdóttir var kvenna vænst ásýndum, meðalhá vexti, beinvaxin og samsvaraði sér vel. Allt fas hennar bar með sér einkar geðþekka reisn og sjálfsvirðingu. Hún var glaðvær og miðlaði öðrum af léttri lund. Raungóð var hún með afbrigðum og trygg sem klettur vinum sínum og vandamönnum. Þetta eru ekki innantóm orð, heldur ósvikin reynsla. Ég þakka henni ógleymanleg kynni og tryggðavin- áttu sem ég og fjölskylda mín höf- um notið í þijá til ijóra áratugi. — Við hugsum til Benjamíns og fjöl- skyldunnar allrar í einlægri samúð. Kristinn Kristmundsson Kveðja frá Söngkór Miðdalskirkju í dag, laugardaginn 9. desember, verður frú Anna Bergljót Böðvars- dóttir jarðsett á Laugarvatni, en hún andaðist 2. desember sl. Við minnumst hennar með virð- ingu og þakklæti í huga fyrir allt það sem hún veitti okkur, er áttum því láni að fagna að njóta vináttu hennar og trygglyndis. Anna Böðvarsdóttir átti heima á Laugarvatni allt sitt líf. Æskuheim- ilið mótaði líf hennar sterkt. For- eldrar hennar og systkini mynduðu einstaka fjölskyldu, sem rækti skyldur sínar við Guð, ættjörðina og samferðamennina af hinni mestu kostgæfni. Söngurinn, sameining- araflið mikla, var vöggugjöf henn- t Móðursystir mín, KRISTÍN S. STEINSDÓTTIR, Hvassaleiti 23, lést föstudaginn 8. desember. Ingibjörg Karlsdóttir. t Faðir minn og bróðir okkar, PÁLMI D. BERGMANN, þjónn frá Hellissandi, lést í Borgarspítalanum að kvöldi 7. desember. Gunniaugur Pálmason og systkyni hins látna. t Hjartans þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, fósturföður, afa og langafa, ÞÓRÐAR Þ. ÞÓRÐARSONAR, Kirkjubraut 16, Akranesi. Sigrfður Guðmundsdóttir, Ástríður Þ. Þórðardóttir, Guðmundur Magnússon, Þórður Þórðarson, Ester Teitsdóttir, Ævar H. Þórðarson, Þórey Þórólfsdóttir, Sigurður Þórðarson, Sigríður Guðmundsdóttir, Þórður Valdimarsson, Ólafia Sigurdórsdóttir, Jóna Valdimarsdóttir, Þórður Egilsson, Ársæll Valdimarsson, Aðalheiður Oddsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. þeirra, tengdabörnum og barna- börnum og fjölskyldunni allri sam- úðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau. Blessuð sé minning hennar. Hjördís Þórðardóttir Elskuleg móðursystir mín, Anna Böðvarsdóttir, lést 2. desember sl. á Sjúkrahúsi Suðurlands. Hún fæddist á Laugarvatni 19. júní 1917, næst yngst 13 barna Ingunn- ar Eyjólfsdóttur og Böðvars Magn- ússonar. Þó Anna væri orðin 72 ára, fannst okkur andlát hennar ótíma- bært, hún var full af lífsgleði og hafði gaman af svo ótalmörgu. Vegna aldurs hafði hún látið af ábyrgðarmiklu starfi og naut þess vel að eiga nú fleirri stundir með ijölskyldunni og geta sinnt betur sínum ýmsu hugarðefnum. Hún fann til lasleika seinni part sumars og kom þá í ljós að hún var haldin þeim sjúkdómi, sem nú hefur lagt hana að velli. Áður hafði 'hún verið heilsuhraust, hún var góð sundkona og hafði gaman af allri útiveru og stundaði gönguferðir daglega hin síðari ár sér til heilsu- bótar. Þegar við systkinin á Búrfelli vorum við nám á Laugarvatni, átt- um við hauk í horni þar sem hún var, fyrst á heimili afa og ömmu og síðar á hennar eigin heimili og manns hennar, Benjamíns Halldórs- sonar. Foreldrum sínum reyndist Anna frábærlega vel og gerði þeim kleift að halda heimili af mikilli rausn langt fram á elliár þeirra. I endurminningunni finnst mér hún alltaf hafa verið að baka á þessum árum, enda var okkur frænkum hennar tíðförult til hennar en þó kökurnar væru góðar var það ekki síður hún sjálf, sem hafði þetta aðdráttarafl. Hún var alltaf hress og skemmtileg, stríddi okkur svolít- ið á þægilegan hátt, en var umfram allt óskaplega góð við okkur. Anna var hamingjusöm í einka- lífí sínu, hún átti góðan mann, þijú efnileg börn, sem öll eiga góða maka og barnabörnin eru orðin átta. Við Guðmundur sendum Benj- amín og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minn- ing hennar. Ingunn Pálsdóttir í dag verður gerð frá Skálholts- kirkju útför Önnu Böðvarsdóttur fyrrverandi stöðvarstjóra Pósts og síma, Laugarvatni, en hún lést á t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, SVEINBJÖRN KRISTINSSON, Áshamri 59, Vestmannaeyjum, áðurtil heimilis iTeigaseli 1, Reykjavík, lést í Landspítalanum aðfaranótt 7. desember. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Faðir minn, bróðir okkar og frsendi, ÓFEIGUR JÓNSSON, Stórholti 26, Reykjavík, (frá Vatnagarði, Landsveit) lést á Reykjalundi fimmtudaginn 7. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Laufey Ófeigsdóttir, Þóra Jónsdóttir, Óskar Jónsson, Brynhildur Ósk Gisladóttir. + Hugheilar þakkir til allra er sýndu samúð, vináttu og virðingu við andlát og útför hjartkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og bróður, MAGNÚSAR G. JÓNSSONAR, frönskukennara, Tjarnargötu 40. Jóna Kristin Magnúsdóttir, Magnús Sigurður Magnússon, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Jón Ingólfur Magnússon, Ellen Larsen, Valgerður Jónsdóttir, barnabörn. ar. Hljóðfæraleikur og söngur var ein af íþróttum fjölskyldunnar, sem allir tóku þátt í og mótaði sterkt allt líf hennar. Fáguð framkoma, reisn og tign, félagslyndi, kjarkur og góðvild var arfur frá uppeldis- háttum á æskuheimili hennar. Starfsvettvangur Önnu Böðvars- dóttur var alla tíð tengdur hinni stóru Laugarvatnsfjölskyldu, þar sem unga fólkið var í svo miklum meirihluta og komið hvaðanæva af landinu til að afla sér þekkingar og þroska. Hún tók þátt í gleði unga fólksins, leikjum þess og íþróttum og varð vel til vina á hinu stóra skólaheimili. Anna Böðvarsdóttir vann afrek í lífinu, sem allir er hana þekktu virða og meta. Laugardalurinn var heimabyggð hennar, þar naut hún töfra náttúrunnar eins og þeir geta orðið mestir. Sólarupprásin er stórkostlegt fyrirbæri er endurvekur og kveikir nýtt líf. Upprisan er tákn lífsins yfir dauðanum. Önnu Böðvarsdótt- ur er búin hvíla í kirkjugarðinum í skógarhlíðinni ofan við Laugarvatn. Þótt jarðvist hennar sé lokið lifir minningin um hana með okkur alla tíð. Anna Böðvarsdóttir var einn af stofnendum Söngkórs Miðdals- kirkju 1952 og söng í kórnum til hinstu stundar. Hún var áhugasöm og hvetjandi í starfinu og einstak- lega góður kórfélagi. Söngurinn sameinaði okkur og batt okkur sterkum tryggðaböndum. Við félagamir í Söngkór Miðdals- kirkju í Laugardal minnumst Önnu Böðvarsdóttur með þakklæti í huga og sendum eiginmanni hennar, Benjamín Halldórssyni, börnum Sjúkrahúsi Suðurlands aðfaranótt 2. desember. Anna var skipuð stöðvarstjóri á Laugarvatni 1966, áður hafði hún starfað hjá Pósti og síma á Selfossi og víðar. Anna var góður starfs* maður og sem stöðvarstjóri var hún nákvæm og stöðin bar þess merki að þar var allt í föstum skorðum og öll reglusemi í fyrirrúmi. í einkalífi var Anna hamingju- söm, hún eignaðist góðan mann, Benjamín Halldórsson trésmíða- meistara. Eignuðust þau tvo syni: Halldór trésmíðameistara, kvæntur Sigríði Mikaelsdóttur, og Böðvar verslunarstjóra, kvæntur Sólveigu Friðgeirsdóttur, áður eignaðist Anna dóttur, Bergljótu Magnadótt- ur náttúrufræðing. Er hún gift Georg Douglas menntaskólakenn- ara, hann er írskrar ættar. Anna og Benjamín létu sér annt um fjöl- skyldu sína og var samheldni þeirra mikil. Þegar Anna náði hámarksaldri opinberra starfsmanna lét hún af störfum og fluttu þau hjónin á gamla æskuheimili hennar, Bjark- arlund. Bjuggu þau vel um sig þar. Anna starfaði af og til á stöðinni við afleysingar, en nú síðastliðið sumar fann hún til lasleika og fór í rannsóknir, en því miður varð ekkert að gert. Meinið hafði búið um sig í líkama hennar og fyrir nokkrum vikum lagðist hún inn á Sjúkrahús Suðurlands og átti ekki afturkvæmt þaðan. Ég heimsótti Önnu nokkrum dög- um áður en hún lést og ræddi við hana um stund. Það var á sólbjört- um degi og eitt af því síðasta sem hún sagði við mig var: „Nú er fal- legt að horfa út á vatnið“ og óvið- jafnanlegt bros lék um varir hennar. Nú er þessi fallega og ljúfa kona fallin frá um aldur fram. Við starfs- félagar hennar sem kynntumst henni, kveðjum hana með söknuði. Vottum við Benjamín og öðrum ástvinum okkar innilegustu samúð. Jakob Tryggvason „Vinir mínir fara fjöld.“ Þessi fleyga hending úr ljóði Bólu-Hjálm- ars kom mér fyrst í hug er mér var tjáð að Anna Böðvarsdóttir, fyrr- verandi símstöðvarstjóri að Laugar- vatni, hefði andast á sjúkrahúsinu á Selfossi aðfaranótt 2. desember eftir tiltölulega stutta legu. Anna var fædd og uppalin að Laugarvatni og ól þar mest allan sinn aldur. Hún var næst yngst þrettán barna heiðurshjónanna Böðvars Magnússonar hreppstjóra og Ingunnar Eyjólfsdóttur, en þau eignuðust tólf dætur og einn son og ólu þar að auki upp eina dóttur- dóttur. Anna var alin upp á umsvifa- miklu heimili. Faðirinn var oftJfjar- verandi að gegna fjölþættum fé- lagsmálum, sem hann var óspart valinn til að gegna af sveitungum sínum og sýslungum. Með móður sinni, Ingunni, og sínum eina bróð- ur, Magnúsi, munu „Laugarvatns- systur", eins og þær hafa almennt verið kallaðar, því oft hafa þurft í æsku að taka til hendinni við bú- störfin og Anna var í þeim efnum enginn eftirbátur. Faðir Önnu seldi á sínum tíma óðalsjörðina Laugarvatn, með allri sinni fegurð, kostum og gæðum, undir skólasetur. í bókinni „Undir tindum“ sem hann skrifaði á efri árum og út kom 1953 getur faðir hennar þess að það hafi verið gert í fullu samráði við konu sína og börn, en ekki sársaukalaust. Það var líka uppfylling óska Magnúsar, föður Böðvars, að láta jörðina ekki fara í brask. Jónas frá Hriflu skrif- aði formála að bókinni „Undir tind- um“ og segir að bókin sé merkileg og greinargóð og þar sé skráð „Landnáma hins nýja Laugarvatns" og með sölu jarðarinnar hafi hags- munum ættarinnar verið fórnað fyrir hagsmuni alþjóðar. Ef Önnu Böðvarsdóttur hefði enst líf og heilsa hefði hún getað ritað annað bindi „Landnámu hins nýja Laugarvatns" og tekið þráðinn upp þar sem frásagnir föður hennar enda svo gjörkunnug var hún sögu staðarins. Anna var það eina af „Laugarvatnssystkinunum" sem ól svo að segja allan sinn aldur að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.