Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 22
22
*ei 'aaa'jflassci .e flUíiAdHADUAj cnaAjaH'j;>HOM
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1989
Orbylgiuofn með
einstakt plóss.
Tveir diskur í einu.
PHILIPS Space Cube, örbylgjuofninn er
einstakur vegna þess aö í honum má
matreiða á tveimur diskum í einu. Engin
biö eftir seinni diskinum þegar tveir
boröa saman. Og ekki þarf aö eyða orku
og plássi í fyrirferðamikinn snúnings-
disk sem gera þrif mun auðveldari.
Bylgjurnar dreifast jafnt um allan ofninn
svo hann nýtist til fulls. Nú er á auga
bragði hægt að þíða heilt læri eða
Heimilistæki hf
Sætúni 8 SÍMl 69 1515 . Kringlunni SÍMl 6915 20
f/cd t/uutoSveúfc/attflegrt, í scmuuttgMHc
heilan lax. Innanmálið er nefnilega 49,5
cm og utanmálið 50. Plássnýtingin
eykst líka vegna þess að hurðin myndar
plötu framan við ofninn.
Þetta er öflugur ofn fyrir skjóta,
hagkvæma og holla matreiðslu.
Varðveitir safann og ferskleikann
í matnum. Hver sem hann er.
■ JÓLASÝNING verður opnuð í
listasalnum Nýhöfn, Hafnarstræti
18 í Reykjavík, laugardaginn 9.
desember. Verk eftir ijölda lista-
manna eru til sýnis og sölu. Opnun-
ardaginn verður boðið upp á veit-
ingar og sungin verða jólalög. Sýn-
ingin er opin virka daga klukkan
10 til 18, laugardaga frá klukkan
14 til lokunartima verslana og á
Þorláksmessu kiukkan 10 til 23.
Sýningin stendur fram yf ir áramót.
■ TAFLFÉLAG KÓPAVGGS
heldur desemberhraðskákmót
næstkomandi sunnudag, 10. desem-
ber, klukkan 14 í Hjallaskóla við
Álfhólsveg. Jólahraðskákmót fé-
lagsins verður haldið 26. desember
klukkan 14 í Hjallaskóla og eru
glæsileg verðlaun í boði.
■ LEIKFÉLAG MOSFELLS-
BÆJAR, Karlakórinn Stefiiir og
Stefnurnar halda jólavöku í Hlé-
garði í Mosfellsbæ næstkomandi
sunnudag, 10. desember, og hefst
vakan klukkan 20.30. Dagskrá
verður blönduð og með svipuðu
sniði og undanfarin ár. Félagar úr
Leikfélaginu flytja leikþátt og lesa
ljóð, Stefiiir syngur undir stjórn
Lárusar Sveinssonar og séra
Birgir Ásgeirsson flytur hugvekju.
Skólahljómsveit Varmárskóla
leikur í byijun vökunnar og börn
úr Varmárskóla syngja. Stefnurn-
ar bjóða upp á kaffi í hléi. Aðgangs-
eyrir er 600 krónur.
■ BYGGÐASAFN HAFNAR-
FJARÐAR og Hafnarborg hafa
samvinnu um sýningu á fjölmörgum
söfnum í eigu einstaklinga og verð-
ur sýningin opnuð laugardaginn 9.
desember. Söfnin eru íjölbreytt og
forvitnileg, segir í fréttatilkynn-
ingu, og verða þau til sýnis klukkan
14 til 19 alla daga nema þriðju-
daga. Lokað verður 23. til 26. des-
ember og 31. desember til 1. jan-
úar. Sýningunni lýkur 15. janúar
næstkomandi.
■ HEIDI KRISTIANSEN sýnir
um þessar mundir myndteppi í
Galleríi Hlaðvarpanum. Teppin
eru saumuð með ásaums- og quilt-
tækni. 25 teppi eru á sýningunni,
flest saumuð á þessu ári. Heidi er
frá Noregi og lærði þar, en hefur
verið búsett hér á landi síðan 1980.
Sýningin er opin alla daga til klukk-
an 18 fram til 17. desember, að-
gangur er ókeypis.
M SELKÓRINN á Seltjarnar-
nesi heldur afmælistónleika í Selt-
jarnarneskirkju næstkomandi
sunnudag, 10. desember, klukkan
20.30. A efnisskrá er kirkju- og
jólatónlist. Stjórnandi er Friðrik
Guðni Þorleifsson.
■ HVAMMSTANGI. Aðventu-
kvöld verður í Hvammstanga-
kirkju, mánudagskvöldið 11. des-
ember og hefst kl. 20.30. Þar mun
verða flutt ijölbreytt efni, lúðra-
blástur, kórsöngur og upplestur, en
ræðumaður kvöldsins verður frú
Guðrún Lára Ásgeirsdóttir á
Prestbakka við HrútaQörð. Þótt
hér við Miðfjörð sé veður og tíð
eins og á sumardegi, minnir
skammdegið okkur á nálægð jól-
anna. Því er gott að koma til kirkju
á aðventu, til að undirbúa hugann
fyrir jólahátíðina.
HvammsLmgakirkja
■ FYRIRTÆKIN sem staðsett
eru á Bernhöftstorfu hafa tekið
höndum saman um að skapa jóla-
stemningu á svæðinu. Til að auð-
velda foreldrum jólainnkaupin
munu fóstrur sjá um bamagæslu á
Berhöftstorfu alla föstudaga í des-
ember frá kl. 14-18 og laugardaga
frá kl, 10 til loka verslanna en þó
ekki lengur en til kl. 20. Skífan
verður með hljómplötukynningu. Á
föstudögum og laugardögum verða
uppákomur með lifandi tónlist. Á
Þorláksmessu muh Dómkórinn
koma fram á útitaflinu auk þess
mun hluti kórsins koma fram á
Bernhöftstorfu nokkram sinnum á
laugardögum til jóla. Útimarkaður
verður á Bernhöftstorfu á föstu-
dögum og laugardögum og rennur
allur ágóði af sölu til líknarmála.
Jólasveinamir koma í heimsókn
öðra hvora. Boðið verður upp á
heitt kakó og piparkökur. Fyrirtæk- y
in sem staðsett era á Bernhöft-
storfu eru veitingahúsin Lækjar-
brekka og Punktur og pasta,
ferðaskrifstofurnar Land og saga
og íslenskar Qallaferðir, Sveinn
bakari, Ull og gjafavörur, Lista-
hátíð, Sinfónían og Asse.
SAGAN GLEVMIR ENGUM. Ásgeir Jakobsson.
Ásgeir segir sögur af sjómönnum og fiskiskipstjórum, sem voru miklir aflamenn
og sjósóknarar fyrr á árum, auk sögunnar af skipherra landhelgisgæslunnar, sem
Englendingar létu íslenskan forsætisrádherra reka.
LÆKNINGAMÁTTUR ÞINN. Harold Sherman.
Sherman greinir hér frá tilraunum sínum á lækningamætti hugans og setur fram
ráðleggingar fyrir þá, sem þarfnast lækningar. Hann er fullviss um það, að Guðs-
krafturinn er til staðar í hverjum manni til að endurvekja hug og likama.
UNDIR HAMRINUM. Grétar Kristjónsson.
Reynslusögur gjaldþrota einstaklinga.
flér er fjallað um reynslu nokkurra einstaklinga, sem lent hafa í greiðsluerfið-
leikum og gjaldþroti. Þetta eru áhrifaríkar frásagnir, þar sem þjáningin og reiðin
koma berlega i Ijós. Oft er tekið sterkt til orða og ýmsir fá kaldar kveðjur.
DULRÆN REYNSLA. Gudný Þ. Magnúsdóttir.
Frásagnir af dulskynjunum sjö islenskra kvenna.
Áhugi á dulrænum fræðum hefur alltaf verið mikill. Hér segja sjö islenskar konur
frá reynslu sinni í þessum efnum, greina frá því sem fyrir þær hefur borið í lífinu
á þessu sviði og svara um leið ýmsum áleitnum spurningum.
OG ENN MÆLTI HANN. Finnbogi Gudmundsson.
20 ræöur og greinar.
Hér fjallar Finnbogi um hin margvíslegustu efni, allt frá nýársdagshugleiðingu í
Hafnarfjarðarkirkju til handknattleiks á fimmta tugnum og frásagnar af ferð til
Albaníu. Þá er erindi um Þingvelli og Þjóðarbókhlöðu og sitthvað fleira.
SKIPTIR ÞAÐ MÁLI? Árni Grétar Finnsson.
Þetta erönnur IjóðabókÁrna Grétars. 1982 kom út Leikurað orðum, þarsem voru
bæði frumort Ijóð og þýdd. Hér eru eingöngu frumort Ijóð, sem eru margbreytileg
að efni og framsetningu og bera mörg með sér ákveðinn tón, sem sérkennir höf-
undinn. Eirikur Smith myndskreytti.
SKVGGSJÁ - BÓKABÚÐ OUVERS STEMS SF