Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ I-AUGARDAGUR <). DESEMBER 1989 1' Hátíðarguðsþjónusta í Laugarneskirkju 10. september 1989. Biskup íslands, herra Ólafiir Skúlason, vígir nýtt altari og skírnarsá. Laugarneskirkj a Laugameskirkja 1 Reykjavík 40 ára eftir Jón Dalbú Hróbjartsson Upphafíð Sunnudaginn 18. desember 1949 var Laugameskirkja í Reykjavík vígð af þáverandi bisk- upi íslands, herra Sigurgeiri Sig- urðssyni. Laugameskirkja er því fyrsta kirkjan sem reist var í út- hverfum Reykjavíkur en borgin var þá þegar farin að teygja anga sína í allar áttir. Samkvæmt gömlum heimildum nqun hafa verið kirkja í Laugar- nesi um 1200 og stóð hún á Lau- gamestanganum, en hún var lögð niður árið 1794 og sóknin samein- uð Dómkirkjusókn. Einn gripur er til úr þessari gömlu kirkju en það er altaristafla, sem varðveitt er í Þjóðminjasafninu, en gefendur voru þeir þjóðkunnu menn, Eggert Ólafsson og Bjami Pálsson. Sr. Garðar Svavarsson hóf kirkjulegt starf í Laugamesi á veg- um Dómkirkjusafnaðarins árið 1936 og var því búinn að starfa í Laugamesi í 40 ár, er hann lét af störfum 1. des. 1976. Fyrsta sóknamefndin í hinni nýju Laugamessókn var stofnuð 20. október 1940 og var strax hafist handa um að reisa kirkju í hverfinu. Ekki var til fjármagn til verksins, en farið var af stað í bjargfastri trú á hjálp Guðs og góðra manna. Fyrsta sóknamefnd- in var skipuð þessum mönnum: Jón Ólafsson formaður, Kristján Þorgrímsson, Carl Olsen, Emil Rokstad og Tryggvi Guðmunds- son. Lóðin undir kirkjuna var gefin af Sólveigu Jónsdóttur frá Kirkju- bóli, en kirkjulóðin var í landi Kirkjubóls. Eiginmaður Sólveigar var Magnús Vigfússon verkstjóri, en hann var látinn þegar þetta var. TvöT)ama þeirra hjóna em á lífi og búa í Laugamesi, Regína og Magnús. Strax 12. febrúar 1941 var lögð fram frumteikning af kirkjunni, sem sýnir hve ötullega hefur verið unnið að byggingarmálunum. Húsameistari ríkisins, Guðjón Samúelsson, teiknaði kirkjuna og er hún talin eitt af hans fegurstu verkum. En 30. ágúst sama ár var hafist handa við að grafa fyrir grunni kirkjunnar. Öll spjót vom höfð úti til að afla fjár, en á þessum tímum vom opinberir sjóðir mjög rýrir. Tvisvar var efnt til happdrættis með bíl í aðalvinning og gafst það vel, einn- ig var oft leitað til sóknarbama um flárstyrki og vom konur úr Kvenfélagi Laugarnessóknar mjög ötular við söfnunina. En kvenfélag- ið var stofnað 1941. Fyrsti formað- ur þess var frú Þuríður Péturs- dóttir. Heimsstyijöldin setti óneitan- lega strik í reikninginn varðandi byggingarmál á þessum tíma ekki síst hvað aðkeypt efni varðaði enda tók byggingin mörg ár. Árið 1943 var farið að nota kjallara kirkjunn- ar fyrir guðsþjónustur og fundi, en áður hafði verið messað í Lau- gamesskólanum. Það var því lang- þráð stund þegar 18. des. 1949 rann upp og hin fagra kirkja var fullbúin og vígð til helgrar þjón- ustu. Safhaðarheimilið Fljótt kom í ljós að litli salurinn í kjallara kirkjunnar var allt of lítill fyrir safnaðarstarfið. Árið 1959 eða aðeins áratug eftir að kirkjan var vlgð var farið að tala um byggingu safnaðarheimilis við kirkjuna. Margar tillögur komu fram um byggingu safnaðarheimil- is, en þær fengu misjafnar undir- tektir. Það var ekki fyrr en haust- ið 1976 að komið var fram með hugmyndina að núverandi safnað- Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson arheimili, en hún var samþykkt af öllum aðilum. Haustið 1978 var fyrsta skóflustungan tekin og á uppstigningardag 1983 var heimil- ið formlega opnað og tekið í notk- un. Enn á eftir að byggja suður- álmu safnaðarheimilisins, en það er álma með skrifstofum og litlum fundarsal. í fyrrasumar var kirkjan öll end- urnýjuð að utan, en hún var orðin mjög illa farin vegna frost- skemmda. Þá var einnig skipt um gler í öllum gluggum. í sumar sem leið var þessu verki haldið áfram og kirkjan lagfærð verulega að innan og eru þær framkvæmdir langt komnar. Einnig voru byggð- ar nýjar kirkjutröppur og tengi- bygging úr safnaðarheimili í kirkju. Húsameistari ríkisins hefur haft yfirumsjón með öllum breyt- ingum og lagfæringum enda er húsið friðað og á ábyrgð embættis húsameistara. Séra Garðar Svavarsson fyrsti prestur í Laugarneskirkju. Safinaðarstarfíð í Laugameskirkju hefur löngum verið öflugt safnaðarstarf. Kvenfé- lagið hefur starfað óslitið öll þessi ár. Einnig var starfandi Bræðrafé- lag um tíma. Barna- og æskulýðs- starfið hefur sett sterkan svip á safnaðarstarfið allt frá því að sr. Garðar hóf starfíð. Einnig hefur verið starfað að málefnum aldr- aðra. Sérstakt átak var gert í þeim efnum meðan Margrét Hróbjarts- dóttir var safnaðarsystir 1977- 1987. í dag er mikil starfsemi í Laugameskirkju. Almennar guðs- þjónustur fara fram hvem helgan dag. Flesta sunnudaga kirlq'uárs- ins er messað kl. 11.00 en við sér- stök táekifæri kl. 14.00 og 17.00. Yfir vetrarmánuðina er bama- starfið um leið og messan. Bömin eru með í messunni frá upphafí en fara niður í safnaðarheimilið þegar að prédikun kemur. Börnin fá fræðslu í tveimur aldurshópum en koma svo saman til að syngja og eiga sameiginlega stund. Eftir messugjörðina koma svo foreldramir og aðrir kirkjugestir sem vilja niður í safnaðarheimilið og þiggja kaffisopa og spjalla sam- an um leið og börnin eru að ljúka sínu starfi. Þetta form hefur gefist mjög vel og hefur þátttakan í starf- inu aukist veralega. Til þess að hægt sé að starfa með þessum hætti þarf gott starfsfólk, en nú era 6 hjón sem vinna að þessu starfi auk gítarleikara. Auk barnastarfsins á sunnudög- um er starf fyrir 10-12 ára börn á fímmtudögum kl. 17.30 og æsku- lýðsstarf sama dag kl. 20.00. Stjómendur bama- og unglinga- starfsins era Bjami Karlsson og Jóna Hrönn Bolladóttir guðfræði- nemar en auk þeirra er Hreiðar Örn Gestsson ábyrgðarmaður æskulýðsfélagsins. Á hveijum fimmtudegi er Kyrrð- arstund í hádeginu með orgelleik, altarisgöngu og fyrirbænum. En eftir helgistundina er boðið upp á léttan hádegisverð í safnaðar- heimilinu. Kvenfélagið hefur sína mánað- arlegu fundi á mánudögum kl. 20.00 en þar er margt á dagskrá til fræðslu og skemmtunar. En konumar vinna ötullega að fjáröfl- unarmálum í þágu safnaðarins. Formaður kvenfélagsins er Jónína Magnúsdóttir. Yfir vetrarmánuðina era oft fræðslufundir og safnaðarkvöld með fræðandi fyrirlestram, tónlist og helgihaldi. Einnig hefur verið boðið upp á Biblíulestur og nám- skeið fyrir hjón um málefni Ijöl- skyldunnar. Kór Laugarneskirkju hefur reglulegar æfingar einu sinni til tvisvar í viku. Oft æfir kórinn vandasöm verk sem flutt era á tónleikum í kirkjunni, en söng- sijóri er Ann Toril Lindstad organ- isti sem iðulega heldur sjálfstæða orgeltónleika. Tónlistarvika í tilefni 40 ára afmælis kirkjunn- ar mun organistinn og kórinn standa fyrir tónlistarviku dagana 10.-17. desember. Fyrstu tónleik- amir verða sunnudaginn 10. des. kl. 17.00. Þá mun biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, flytja ávarp og opna tónlistarvikuna, og kórinn flytur Missa brevis í F eftir W.A. Mozart ásamt einsöngvuram og hljómsveit. Einnig verður flutt „Gaudete", verk sem er sett saman og útsett af sænska kórstjóranum Anders Öhrwall, en þetta era göm- ul þekkt jólalög. Á þriðjudeginum mun Blásarakvintett Reykjavíkur flytja tónleika sem þeir kalla „Kvöldlokkur á jólaföstu". Á fímmtudeginum kemur Mótettukór Hallgrímskirkju í heimsókn og flyt- ur verk eftir J.S. Bach og enska jólasöngva. En á laugardeginum verður Ann Toril Lindstad með einleikstónleika á orgel og flytur þá verk eftir Max Reger, Cesar Frank, og Charles-Marie Widor. Alla virku dagana mun svo Ann Toril Lindstad hafa hádegistón- leika í kirkjunni kl. 12.00 og leika verk eftir ýmsa höfunda. Tónlistarvikunni lýkur með af- mælismessu á sunnudeginum kl. 14.00. Þá prédikar próf. Jónas Gíslason vígslubiskup, og kirkju- málaráðherra, Óli Þ. Guðbjartsson, flytur ávarp. ðlöf Kolbrún Harðar- dóttir syngur einsöng. Sóknarnefndin þakkar heils- hugar öllum þeim sem lagt hafa kirkjunni lið á liðnum áratugum, einnig þeim mörgu sem unnið hafa að lagfæringum og endurbótum á kirkjunni í fyrra og nú í sumar. Þá viljum við þakka þeim mörgu sem hafa fært kirkjunni gjafír í formi fjárframlaga, vinnuframlags eða annarra gjafa. Formaður sókn- amefndar er Carl P. Stefánsson og safnaðarfulltrúi Ástráður Sig- ursteindórsson. Það er von okkar allra sem störf- um í Laugameskirkju að enn verði starfað af krafti í kirkjunni okkar Guði til dýrðar. Höfundur er sóknarprestur Laugarncssóknar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.