Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1989
7
Spáð er áframhaldandi
sunnanátt og hlýindum
Garðyrkj u slj ór i óttast ekki gróðurskemmdir
Eyvindur Erlendsson
GERT er ráð fyrir að hlýindin við
landið haldist að minnsta kosti
fram yfir helgi. Að sögn Braga
Jónssonar veðurfræðings berst
hlýtt loft með suðlægum vindum
og því veldur hæð yfir Bretlands-
eyjum. Hann sagði að veðurlagið
myndi haldast óbreytt.
Jóhann Pálsson, garðyrkjustjóri
Reykjavíkurborgar, sagði að svipuð
hlýindi hefðu verið um þetta leyti
undanfarin þijú ár og taldi hann
ekkert óvenjulegt við þessa tíð. Hann
sagði að verið væri að planta tijám
víðs vegar um borgina og yrði því
haldið áfram allt fram að jólum að
öllu óbreyttu. Hann kvaðst ekki ótt-
ast skemmdir á gróðri vegna hlýind-
anna fyrr en með útmánuðum.
„Haldist stanslaus hlýindi fram í jan-
úar fer ég að verða áhyggjufullur,“
sagði Jóhann.
Hiti í nóvember var rétt fyrir ofan
meðallag og mældist meðalhiti í
Reykjavík 2,2 gráður á Celsius en á
Akureyri var meðalhiti í nóvember
-0,1 gráða, eða -0,3 gráðum undir
meðallagi.
Sólar naut við níu stundum lengur
en í meðalári bæði í Reykjavík og á
Akureyri. í Reykjavík mældust sólar-
stundir 45 en 21 á Akureyri.
Meðalúrkoma var 78 mm, % úr
meðalúrkomu á Akureyri og aðeins
helmingur meðalúrkomu á Homa-
firði.
Passíusálm-
ar á hljóð-
snældum
Passíusálmar Hallgríms Pét-
urssonar hafa verið geftiir út á
hljóðsnældum í flutningi Ey-
vindar Erlendssonar. Utgáfan
er á sex snældum felldum inn í
hvíta öskju í bókarlíki. Upplag
er 500 eintök.
Hljóðritunin var gerð á föstu-
daginn langa síðastliðinn en þá
flutti Eyvindur Passíusálmana í
Hallgrímskirkju í samfelldri fimm
stunda lotu.
Útgefendur eru Eyvindur Er-
lendsson ásamt Sigurði Rúnari
Jónssyni með stuðningi Listvinafé-
lags Hallgrimskirkju, Stúdíós
Stemmu og Milljónarfjelagsins hf.
Á einni snældunni er formáli
ásamt sálminum „Um dauðans
óvissa tíma“, sem jafnan er látinn
fylgja útgáfum Passíusálma.
Þessi útgáfa verður fyrst um
sinn aðeins fáanleg hjá útgefend-
um en fljótlega einnig í Hallgríms-
kirkju.
Islending-
ar draga úr
ferðalögum
ALLS komu 13.705 ferðamenn
til landsins í nóvember, 8.965
íslenskir og 4.740 erlendir. Það
er rúmum 2.600 ferðamönnum
færra en í sama mánuði í fyrra.
Islendingum á ferð milli landa
hefúr fiekkað um 2.360 en út-
lendingar sem koma hingað
voru 267 færri en í nóvember
1988.
Fyrstu 11 mánuði ársins höfðu
13.667 íslendingar komið til lands-
ins frá utlöndum en það er tæplega
6.000 manns færra en á sama
tímabili í fyrra. Útlendingar sem
komu til landsins á tímabilinu voru
um 1.850 færri en í fyrra.
Flestir erlendu ferðamannanna
í nóvember voru bandarískir, 1.269
talsins, Danir voru 1.075 en þar
næst komu Bretar; 431 þeirra kom
til íslands í nóvember.
Jólasveinar
á Laugavegi
í DAG, laugardaginn 9. des-
ember, verður reynt að skapa
góða jólastemmningu á Lauga-
veginum.
Jólasveinar verða í fylgd Grýlu
og Leppalúða og munu þeir dreifa
jólapökkum. Háskólakórinn geng-
ur um bæinn og syngur jólalög
og harmonikkuleikarar leika létt
lög viða í miðbænum. Þannig ætla
miðbæjarmenn að hafa jóla-
stemmninguna fram að jólum,
segir í fréttatilkynningu frá Gamla
miðbænum og tekið er fram, að
Laugavegurinn sé óvenju fallega
skreyttur og jólalegur. í dag verða
verslanir opnar frá kl. 10-18.
yiÐ HJÁLPUM
HJALPAÐU OKKUR!
Látum börnin ekki gjalda þess
hvar þau fæðast í þennan heim.
Þau eiga öll sama rétt til lífsins.
Neyðin er víða mikil en ábyrgðin
okkar allra. Þitt framlag vegur
þungt í markvissu hjálparstarfi.
Svona kemst. þitt framlag til skila:
Viö höfum sent söfnunarbauk og gíróseöil inn á
flest heimili landsins. Auk þess fylgir bæklingur með
þar sem viö kynnum fólki nýjan möguleika á því að
gerast styrktarmeðlimir Hjálparstofnunarinnar.
Þá peninga sem fjölskyldan hefur í sameiningu
safnaö í baukinn má senda meö gíróseölinum í
næsta banka, sparisjóð eða póstafgreiðslu.
Einnig má skila söfnunarbaukum og fjárframlögum
til sóknarpresta og á skrifstofu Hjálparstofnunar
kirkjunnar,
Suöurgötu 22
í Reykjavík.
flHAUD
UANDA
jjlithÚÍUDUM
Sparisjóður
Reykjavíkurognágrennis styrkti
landssöfnunina meö því að kosta birtingu þessarar auglýsingar.
l#SSlIiflí'fIMSIII#iII414S4SÍlJl'lllli|Íá4ía4i4iiMi*4**WW'i*®lá#PI