Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 49
09,0r íTrrmj|rrTP>rfT d ^TinArraAnuA t cfiat mMrrnTny
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1989
49
Flestir íslendingar 10-47
ára hafa fengið Nýja testa-
mentið frá Gideonfélögum
eflir Sigurbjörn
Þorkelsson
í 35 ár hafa Gideonfélagar á ís-
landi gefið heilum árgangi af
grunnskólanemendum eintak af
Nýja testamentinu. Fyrstu árin voru
það 12 ára böm sem fengu Nýja
testamentið, síðan var aldurinn
færður niður í 11 ár, en nú um
nokkura ára skeið hafa það verið
10 ára börn sem fengið hafa hið
Heilaga orð Guðs í hendur. Árlega
eru það um 4.500 íslensk böm sem
fá hina helgu 'bók frá Gideonfélög-
um. Gera má ráð fyrir að flestir
íslendingar á aldrinum 10-47 ára
hafi nú fengið Nýja testamentið í
hendur. Það er stefna Gideonsam-
takanna að reyna að heimsækja
árlega alla grunnskóla landsins og
afhenda persónulega testamentin
til barnanna. Árlega era því heim-
sóttir yfír 180 skólar.
Gideonfélagið
alþjóðasamtök
Gideonfélagið er alþjóðasamtök
sem starfa í 140 löndum. Félagið
var stofnað í Bandaríkjunum árið
1899 og er/því 90 ára á þessu ári.
Gideonsamtökin hafa dreift um 470
milljónum eintaka af Guðs Heilaga
Orði, þ.e.a.s. Biblíunni eða einstök-
Um ritum hennar.
Markmið
Markmið Gideonsamtakanna er
það sama og hinnar kristnu kirkju,
þ.e.a.s. að ávinna fólk til trúar á
Jesúm Krist. Það reyna Gideonfé-
lagar að gera með persónulegum
vitnisburði og með því að koma
Guðs Orði fyrir sem víðast. Auk
þess sem öllum 10 ára bömum er
gefiðveintak af Nýja testamentinu
árlega, er eintaki af Nýja testa-
mentinu t.d. komið fyrir inni á hót-
elherbergjum, við hvert sjúkrarúm,
við rúm aldraðra sem dvelja á dval-
arheimilum og í fangaklefum.
Fjöldi staða eða stofnana sem
Gideonfélagið á íslandi heimsækir
eða hefur samband við árlega er
um 400. Það era milli 11.000 og
12.000 eintök af Guðs Heilaga Orði
sem þurfa að vera til staðar á þeim
stöðum sem félagið kemur Biblíunni
eða Nýja testamentinu fyrir á fyrir
utan þau eintök sem skólaböm fá
afhent.
Gideon á íslandi
ísland er þriðja landið þar sem
Gideonfélag er stofnað. En hér á
landi var félagið stofnað árið 1945.
Síðan þá heftir Gideonfélagið náð
ótrúlegri útbreiðslu og starfar í dag
í 140 löndum. Þökk sé Guði sem
hefur opnað Gideonfélögum dyr til
starfa svo víða.
Sigurbjörn Þorkelsson
„Það er steftia Gideon-
samtakanna að reyna
að heimsækja árlega
alla grunnskóla lands-
ins og afhenda persónu
lega testamentin til
barnanna. Arlega eru
því heimsóttir yfír 180
skólar.“
Gideonfélagar á íslandi hafa
dreift tæplega 200.000 eintökum
af Biblíunni eða Nýja testamentinu
frá stofnun félagsins hér á landi.
Hver er árangurinn af
starfinu?
Jesús sagði: „Allt vald er mér
gefið á himni og á jörðu. Farið því
og gjörið allar þjóðir að lærisveinum
mínum.“ Matt. 28:19.
í ljósi þessarar skipunar sem
kölluð hefur verið kristniboðsskip-
unin og í trausti þeirra orða sem
standa í Jesaja 55:11 halda Gideon-
félagar áfram starfí sínu undir leið-
sögn og vegna uppörvunar þess sem
starfað er fyrir, þ.e.a.s. Jesú Krists
sonar Guðs og Frelsara okkar
mannanna.
í Jesaja 55:11 standa þessi orð:
„Eins er því farið með mitt Orð,
það er útgengur af mínum munni,
það hverfur ekki aftur til mín við
svo búið, eigi fyrr en það hefír fram-
kvæmt það sem mér vel líkar og
komið því til vegar er ég fól því
að framkvæma."
Árangur af starfi Gideonfélag-
anna er ekki hægt að mæla. Guð
einn sér árangurinn. Þó berast ár-
lega skrifstofu Gideonsamtakanna
víða um heiminn bréf frá fólki sem
þakkar fyrir að að hafa fengið
Guðs Orð í hendur eða dvalist þar
sem Biblían hefur verið. Fjölda
margir hafa gefíst Jesú Kristi sem
sínum persónulega F'relsara við
lestur eða eftir lestur Biblíu eða
Nýja testamentis sem Gideonfélag-
ar hafa gefið eða komið fyrir á hin-
um ýmsu stöðum. Margir hafa leit-
að til hinnar Kristnu kirkju og feng-
ið áhuga á að vera í samfélagi
kristinna eftir að hafa kynnst Orði
Guðs gegnum starf Gideonsamtak-
anna. Það era því ótalmargir sem
hafa hlotið mikla blessun við lestur
Guðs Orðs.
Gideonfélagar fjármagna allt sitt
starf, og þar með talin kaup á Bibl-
íunni og Nýja testameninu sjálfír,
auk nokkurra velunnara félagsins.
20% af því fjármagni sem kemur í
Biblíusjóð Gideonfélaga er sent í
alþjóðlegan Biblíusjóð sem stendur
fyrir fjármögnun á Biblíum og
testamentum til þeirra Gideonlanda
sem eiga erfitt með að fjármagna
sitt starf sjálf. Öllum er meira en
velkomið að leggja þessu mikla
kristniboðsstarfí lið íjárhagslega.
Starf Gideonfélaganna og árang-
ur af starfínu er algjörlega háður
bænum félagsbræðra og systra svo
og kristnum velunnuram Gideon-
starfsins. Ekki er hægt að vænta
árangurs af starfínu ef sá sem
starfað er fyrir er ekki hafður með
í ráðum og allir þættir starfsins
lagðir fyrir hann. Bænin er því
þáttur sem starf Gideonfélagsins
byggist algerlega á.
Gideon í 140 löndum
Starf Gideonsamtakanna í 140
löndum er ákaflega umfangsmikið.
Félagið nær til fólks með starfi sínu
sem e.t.v. aldrei kemur í kirkju eða
á aðra þá staði þar sem Guðs Orð
er boðað. Gideonfélagið hefur því
gjaman verið nefnt „framlengdur
armur hinnar kristnu kirkju“, og
er það svo sannarlega réttnefni.
I sumum löndum þar sem Gideon-
félagið starfar er jafnvel erlendum
kristniboðum bannað að starfa. En
þar fá innfæddir Gideonfélagar að
dreifa Guðs Orði meðal samlanda
sinna. Starf Gideonsamtakanna er
því eitthvert öflugasta og útbreidd-
asta starfstæki nútímans til þess
að ná með fagnaðarerindið um Jes-
úm Krist til fólks.
„Verið staðfastir í bæninni. Vak-
ið og biðjið með þakkargjörð. Biðjið
jafnframt fyrir oss, að Guð opni
fyrir Orðið svo vér getum boðað
leyndardóm Krists.“ Kól. 4:2-3
Höfiindur er framkvæmdastjóri
landssambands GlDEON-félaga á
fslandi.
JÓLATILBOÐ
í dag og næstu daga gefum við 10% staðgreiðsluaf-
slátt og 5% út á Euro og Visa, af öllum vörum verslun-
arinnar, svo sem af leikföngum, sængurfatnaði, sæng-
um og koddum. Verslunin er þekkt fyrir lágt vöruverð.
FÍDO - smáfólk,
Iðnaðarhúsinu - Hallveigarstíg 1,
(fyrir neðan nýju bílageymsluna við Bergstaðastræti)
símar 26010 og 21780.
NÚIÍMA NORRÆN USl ER MflaLVÆG!
VILT ÞÚ STARFA FYRIR HANA OG ME2)
HENNIÁ NORÐURLÖNDUM OG
ANNARSSTAÐAR?
VILT ÞÚ VERÐA FRAMKVÆMDA-
STJÓRINORRÆNNAR USTAMH)-
STÖÐVAR í HELSINGFORS?
Þú ert ritari stjómarinnar (tveir fulltrúar frá hveiju
Norðurlandanna).
Þú berð ábyrgð á langtímaáætlunum og íjármála-
stjómun hvað varðar:
- sýningarstarfsemi
- upplýsingaþjónustu
- listatímaritið SIKSI
- sýningarfundi, námskeið
- rekstur vinnustofu listamanna (gasteteljéverksam-
het) á fimm Norðurlöndum og á Grænlandi
Þú þarft að hafa góða þekkingu á norrænni list og
listastarfsemi.
Kunnáttu í einu af norðurlandamálunum sænsku,
dönsku, norsku og í ensku.
Þess er krafíst að þú hafir stjómunarhæfileika og
reynslu í að stjóma öðmm.
Þú hefur til aðstoðar skrifstofu með 10 manna starfs-
liði í fullu starfi eða hlutastarfi ásamt ráðnu fólki til
tímabundinna verkefna.
Starfið er norræn staða sem ráðið er í til fjögurra ára
með nokkmm möguleikum á framlengingu.
Launaflokkur: A27 (byijunarlaun FIM 14.089/mán.,
endanleg laun með öllum aldursbótum FIM
17.994/mán.)
Hjá þeim starfsmönnum sem erú ekki Finnar bætist
við stofnunarstyrkur (etableringsbidrag) og útlend-
ingaviðbót, sem er skattskylt á Finnlandi og flutnings-
styrkur.
Fallegur bústaður, þar sem embættishúsnæðið er að
hluta til búið húsgögnum, er í boði í nýuppgerðu
menningarhúsi frá 18. öld á Sveaborg.
Fyrirspurnir skulu sendar tíl Bengt Skoog,
stjórnarformanns, sími í Stokkhólmi 08-449 720 eða
tíl núverandi framkvæmdastjóra Birgitta Lönnell,
sími 90-668 143.
Starfið hefst í maí 1990.
Umsóknir skulu hafa borist í síðasta lagi 8. janúar 1990.
NORDISKT KONSTCENTRUM,
SVEABORG, SF-00190
HELSINGFORS
Dömuúr með tungl-
komu ogdagataU.
Hertgler.
Herraúr með gull- og
silfurhúðaðri keðju. ^
v Vatnsþétt og með '
k hertu gleri.
Verðkr. 14.950.-*)
Sportlegt herraúr.
Vatnsþéttað lOOm.
Hertgler.
Dómtiúr með gull- og '
silfurhúðaðri keðju.
Vatnsþétt og með
hertu gleri.
Verðkr. 15.810.-*)
Sportleg! dömuúr.
Va/nsþe'tf uð Wúm.
Hertgler.
Verðkr. 15.910.-*)
*) Uppgeftð verd innflyljanda
P.s. Úr eru toll- og vörugj<ddsfrjáls á hlandi
0RIENT
CITIZEN
ORIENT
CITIZEN
CITIZEN