Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 26
I 26 wxjuaiíadjía .e muoacihad'jaj QiQAjaviuoaoM MORGUNBLAÐIÐ LAUGÁRDAGUR 9. DESEMBER 1989 Islenskur sjávarútvegur og Evrópubandalagið eftirHalldór * Arnason Efnahagur á íslandi er á margan hátt frábrugðið efnahagslífi annarra Evrópuríkja. Má í því sambandi nefna að hann byggist að mestu leyti á einni atvinnugrein, sjávarútvegi, og að utanríkisviðskipti eru óvenju mikil. Þess vegna er mikilvægt fyrir Islendinga að hafa góð samskipti við önnur ríki og leggja áherslu á að tryggja greiðan og hindrunarlausan aðgang fyrir útflutningsafurðir sínar að erlendum mörkuðum. Um áramótin 1988-1989 mynd- , uðu helstu hagsmunaaðilar í sjávar- útvegi hér á landi Samstarfsnefnd atvinnurekenda í sjávarútvegi til að kanna möguleikana á skoðanaskipt- um og samstarfi milli hinna ýmsu greina sjávarútvegsins. Eitt af markmiðum þessarar nefndar var að móta sameiginlega afstöðu þess- ara aðila til þeirrar þróunar sem á sér stað innan Evrópubandalagsins (EB) og sendi nefndin nýlega frá sér skýrslu sem nefnist Islenskur sjávar- útvegur og Evrópubandalagið. í henni er fjallað um þá hagsmuni sem tengjast islenskum sjávarútvegi í samskiptum við EB. Það er ekki að ástæðulausu að þetta er eitt af markmiðum sam- starfsnefndarinnar því EB er lang- mikilvægasti útflutningsmarkaður íslendinga og fer mikilvægi hans vaxandi eins og mynd 1 sýnir. Á síðasta ári fóru 59% af verð- mæti útflutnipgsafurða á þann markað og 62% af verðmæti út- fluttra sjávarafurða. Könnunarviðræður EFTA og EB Nefndin hefur fylgst með könnun- arviðræðum EFTÁ og EB sem lauk fyrir nokkru. Markmið þeirra var að kanna möguleika á samvinnu milli þessara aðila á þeim sviðum sem falla undir áætlun EB um innri markaðinn. Búist er við því að eigin- legar samningaviðræður hefjist í byijun næsta árs og að markmið þeirra verði að koma á sameiginlegu efnahagssvæði í Evrópu. Markmiðið með auknu samstarfi EB og EFTA er m.a. að auka hag- vöxt og velferð í aðildarríkjunum og er reynt að ná því með auknu frjáls- ræði og samkeppni í vöruviðskipum, þjónustu, fjármagnsflutningum og frelsi fólks til þess að ferðast, búa og starfa þar sem það vill. Þetta er drifkrafturinn í því sem er að gerast í EB og í samskiptum þess og EFTA. Allt skiptir þetta miklu máli fyrir íslendinga en sérstaða okkar sem sjávarútvegsþjóðar í samskiptum við þessar þjóðir skiptir ekki síður miklu máli. / Hvað vöruviðskipti varðar ten^j- ast væntanlegar viðræður EFTA og EB fyrst og fremst frelsi í viðskipt- um með iðnaðarvörur en síður sjáv- arafurðum og landbúnaðarafurðum. Er búist við að viðræðurnar geti leitt til útvíkkunar á fríverslunarsamn- ingi þessara aðila og að síðar þróist það yfir í tollabandalag. En hvað er átt við með fríversluríl Með fríverslun er stuðlað að heil- brigðri samkeppni milli fyrirtækja i þeim ríkjum sem gera með sér fríverslunarsamning; innflutning- stollar eru afnumdir, viðskiptahindr- unum af öðru tagi er rutt úr vegi og niðurgreiðslur og opinberir styrk- ir við atvinnulífið eru óheimilir. Einn starfshópanna í könnunar- viðræðunum fjallaði um frjáls vöru- viðskipti. Lítið var fjallað um við- skipti með sjávarafurðir og fram kom hjá fulltrúum EB að fríverslun með sjávarafurðir er ekki á döfinni og sögðu þeir að taka þyrfti tillit til sjávarútvegsstefnu bandalagsins Halldór Árnason „Það er mikið hags- munamál fyrir Islend- inga að fríverslunar- samningar við EB nái á sama hátt til sjávaraf- urða og iðnvarnings og falli verndartollar og opinberir styrkir við atvinnulífið þar með niður því hvort tveggja er forsenda fríverslun- arfyrirkomulags.“ sem erfiðlega gekk áð koma saman árið 1983. Uppistaðan í útflutningi íslend- inga er sjávarafurðir eins og mynd 2 sýnir. Sérstaða okkar íslendinga er mjög mikil hvað þetta varðar. Hlutfall sjávarafurða af verðmæti vöruút- flutnings er rúmlega 70%, en það er aðeins um 6% hjá Norðmönnum og 2% hjá Kanadamönnum, sem eru helstu samkeppnisaðilar íslensks sjávarútvegs. Sjávarútvegsstefiia EB Sjávarútvegsstefnu bandalagsins er ætlað að vernda og styrkja sjávar- útveg aðildarríkjanna. Til þess er beitt opinberum styrkjum og inn- flutningstollum á sjávarafurðir. Stangast hvort tveggja á við eitt af meginmarkmiðum bandalagsins sem er að stuðla að heilbrigðri sam- keppni og auka fijálsræði í vöruvið- skiptum. Við þurfum ftjálsan að- gang að mörkuðum EB fyrir sjávar- afurðir því þær eru okkar iðnaðar- vörur. Við þurfum viðskiptafrelsi með þær á sama hátt og iðnaðarvör- ur EB-ríkja njóta. Styrkir Árið 1987 gerði EB 10 ára áætlun um endurskipulagningu sjávarút- vegsins og var ákveðið að veija að meðaltali um 11 milljörðum íslenskra króna í því skyni. Styrkirnir hafa orðið mun hæixi en ráð var fyrir gert og mun bandalagið veija um 27 milljörðum króna til styrktar sjáv- arútveginum á þessu ári. Taflan sýn- ir hvernig þróun styrkjanna hefur verið. Opinberir styrkir við sjávarútveg í EB Millj. ísl. kr. 5 ára áætl. 1987 ............ 56 Árlegir styrkir ............. 11 Veittir styrkir 1987-1989 1987 ....................... 11 1988 ....................... 20 1989 ....................... 27 Hér er aðeins um að ræða fram- lag EB sem hefur verið 25-50% af íjárfestingum fyrirtækja. Til við- bótar kemur framlag frá viðkomandi aðildarríkjum sem hefur verið 10-30% af sömu .framkvæmdum, þannig að ætla má að heildarstyrk- urinn á þessu ári sé yfir 35 milljarð- ar íslenskra króna. Til samanburðar má geta þess að heildarverðmæti útfluttra sjávarafurða frá íslandi á síðasta ári var 43,8 milljarðar króna. Styrkjunum er m.a. varið til eftir- farandi verkefna: • fjárfestingar í fiskiskipum og fiskvinnslu • hagræðingarverkefni, s.s. til að bæta geymslur, spara orku og bæta löndunar- og hafnarað- stöðu • markaðssetning, auglýs- ingar og kynning á sjávarafurðum • sameiginleg verkefni á sviði fiskveiða og vinnslu, fiskiræktar og tilraunaveiða • bætur til sjómanna og út- gerðarmanna vegna aflataps, t.d. vegna tapaðra veiðiréttinda í lög- sögu annarra ríkja • leggja gömlum skipum Styrkirnir skapa sjávarútveginum allt aðra stöðu en sjávarútvegurinn hér á landi hefur því hann getur ekki sótt styrki til annarra. Tollar Fyrir utan þessa háu styrki nota EB innflutningstolla, eða vemdar- tolla, til að bæta samkeppnisstöðu sjávarútvegs í aðildarríkjunum. Bók- un nr. 6 við fríverslunarsamning íslands og EB er um tollaívilnanir til handa íslendingum við innflutn- ing á sjávarafurðum til EB frá ís- landi. Hefur bókunin, sem tók gildi árið 1976, haft mikla þýðingu fyrir íslenskan sjávarútveg og væri staða okkar óviðunandi ef hennar nyti ekki. Ýmislegt hefur breyst á þeim tíma sem síðan er liðinn og er samningur- inn nú ófullnægjandi fyrir íslend- inga. Við gerð samningsins var talið að hann næði til rúmlega 70% af útflutningi á sjávarafurðum til EB en eftir inngöngu Grikklands 1981 og Spánar og Portúgals 1986 er þetta hlutfall komið niður í um 60% vegna mikils útflutnings á saltfiski til þessara landa. Verndartollar á sjávarafurðum standa í vegi fyrir eðlilegri þróun atvinnugreinarinnar. Tollar bandalagsins eru misjafn- lega háir eftir afurðum og fískteg- undum. Með tollastefnunni reynir bandalagið að hafa áhrif á hvaða afurðir eru fluttar inn, þannig að það þjóni hagsmunum útgerðar og fiskvinnslu í bandalaginu sem best. Dæmi um það er að 18% tollur er á ferskum þorskflökum en 3,7% á óunnum þorski. Stuðlar bandalagið þannig að innflutningi á óunnum fiski sem fyrirtæki innan bandalags- ins vinna úr og innflutningi á virðis- auka. Þegar fríverslunarsamningurinn var gerður voru íslendingar fullviss- áðir um að engar líkur væru á að saltfisktollur yrði tekinn upp en þeg- ar Spánn og Portúgal gengu í banda- lagið var það gert. 13% tollur var settur á flattan saltfisk og 20% á söltuð flök. Á hveijuári hefur verið leyfður innflutningur á tilteknu magni af saltfiski án tolla-og á lægri tollum en þróunin hefur verið sú að kvótarnir hafa minnkað og tollarnir hækkað. Árið 1986 var tollfijáls kvóti 31 þús. tonn en 25 þús. tonn á þessu ári. 60 þús. tonna kvóti var 1986 með 3,7% tolli en í ár er hann 49 þús. tonn með 6% tolli. Rök bandalagsins fyrir tollunum voru helst þau að framleiðendur og neytendur saltfisks kæmu nú inn í Mynd 1. Hlutfallsleg skipting íslenskra útflutningsverðmæta 1985-1988 eftir markaðssvæðum 1986 1987 EB Banda- EFTA Japan Austur- Önnur ríkin Evrópa ríki Við erum ekki bara hagstœðir... KRINGLAN -.w'ó erum betri S: 68 58 68 Mynd 2. Hlutfallsleg skipting vöruútflutnings 1988 eftir vinnslugreinum. 80 T%-------------------------------------- Sjávar- AfurÖir . Iðnaðar- Landbún.- Annað afurðir stóriðju vörur vörur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.