Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1989 Þorsteinn Gylfason: Hestur, stærðfræði I Helgi Hálfdanarson hefur sér- stakt lag á því að ganga fram af vinum sínum, og jafnvel ókunnugu fólki, til dæmis með ógrunduðum þýðingum sínum á einstökum stöð- um í Shakespeare, hleypidómum sínum um Johann Sebastian Bach, notkun sinni á orðinu huglægurþar sem það á ekki heima og kenning- um sínum um stærðfræði. Þó þyk- ir mörgum sem keyrt hafi um þver- bak í grein hans „Þorsteinn og Jóhann Sebastían" sem birtist í Morgunblaðinu þriðjudaginn 18da júlí 1989, en þar ræðst hann með offorsi á löngu látinn hest, sem ekki getur borið hóf fyrir höfuð sér, og segir orðagrannt að hafi hann nokkum tíma hatað lifandi veru þá hafi það verið þessi hestur sem hann kallar „klárskratta". Svo bítur hann höfuðið af skömminni með því að bera þennan hest sam- an við Bach „þegar hann tekur til við dansmúsíkina handa Þorsteini“. Þar vísar hann til þess að ég hafði vakið athygli á þeirri staðreynd í Morgunblaðinu að Bach er fyrst og fremst glaðvært tónskáld, alveg eins og Helgi Hálfdanarson er fyrst og fremst glaðvær maður, og vekur með köflum ákafa löngun til að stíga dans í hverri heilbrigðri sál. Það er meira en Helga hefur tekizt enn sem komið er, hvað sem verður. Ég ætla ekki að karpa við Helga um þennaft hest þótt það væri þarft verk. í þess stað vildi ég mega minna á eitt af ágætustu kvæðum Sigurðar Jónssonar frá Brún — „Að nýju“ heitir það — þar sem segir um hross: Þau ættu ferðum að lýsa. Þessara orða ætti Helgi að minn- ast næst þegar hann býst til að ráðast á hesta í Morgunblaðinu. II Um stærðfræði heldur Helgi fram þeirri kenningu í sömu grein (og annarri sem birtist föstudag- inn 21sta júlí) að hún sé ekki list heldur andstæða allrar listar, og er hann þar að andmæla hinum merka enska stærðfræðingi God- frey Harold Hardy. Hardy styður það glöggum rökum í bók sinni Málsvörn stærðfræðings, sem er eitt af Lærdómsritum Bók- menntafélagsins í afbragðsþýð- ingu Reynis Axelssonar, að stærð- fræði sé list ekki síður en vísindi, og fyllilega sambærileg sem slík við tónlist Bachs og leiklist Shakespeares. Málsvörn stærð- fræðings kallar Helgi „montbók" og segir að Hardy reyni þar „að gera sjálfan sig merkilegan með því að líkja fræðigrein sinni við list“. Helgi virðist iðrast þess ákaf- lega að hafa með nokkrum hætti lagt nafn sitt við þessa bók. Hann segir að ég hafí narrað sig til að snara fyrir mig „leirburði" sem birtist í bókinni. Þennan „leir- burð“ eignar Helgi Hardy sjálfum, höfundi bókarinnar. Hér skjöplast Helga heldur en ekki. Það kemur hvergi fram í bókinni að vísurnar tvær sem um er að ræða séu eft- ir Hardy. Þegar bókin kom út á sínum tíma tókst okkur Reyni Axelssyni ekki að hafa upp á hver kveðið hefði, og sagði ég því í eftirmála bókarinnar höfund þeirra ókunnan. En síðan höfum við komizt að raun um að það var einn starfsbróðir Hardys við Há- skólann í Cambridge sem kvað. Sá var fornfræðingurinn Alfred E. Housman, eitt af höfuðskáldum Englendinga á 20stu öld. Vísurnar eru svona í þýðingu Helga: Ég krota í sjávarsand meðan sveipast húm yfir land; þá skrift vil ég eftir skilja sem skuggamir ekki hylja. Hafaldan hnígur að landi; ég hleð mér vígi á sandi sem aldrei er ætlað að hrynja, þar sem úthaf og stormar dynja. Þegar kveðskapur þjóðskálda er orðinn að leirburði fyrir þá sök helzta, að því er virðist, að Helgi telur sér trú um að stærðfræðingur hafi sett hann saman, er ekki á góðu von um málflutning um önnur efni, eins og listareðli stærðfræð- innar (og annarra vísinda ef út í það er farið) og tónlist Bachs. Ég held við ættum, frekar en að taka mikið mark á þeim málflutningi, að segja um stærðfræðina og tón- listina það sama og Sigurður frá Brún segir um hrossin sín: Þau ættu ferðum að lýsa. III Helgi Hálfdanarson er hatramm- ur tvíhyggjumaður um list og hvers konar vísindi, ekki bara um stærð- fræðina eina. Honum virðist list af einum heimi og vísindi af öðrum og hyldýpi staðfest þar á milli. Allt mat á list virðist honum ein- staklingsbundið og óhlutlægt, á meðan vísindin stefni að minnsta kosti að algildu og hlutlægu mati. Þetta er sambærileg kenning í fag- urfræði við siðfræðilega tvíhyggju sem er aftrr stofninn í kenning- o g list unni um hlutleysi vísindanna sem svo er nefnd. Samkvæmt þeirri tvíhyggju er hyldýpi staðfest milli staðreynda sem vísindi geta lýst og skýrt, og verðmæta sem mann- legt siðferði á að þjóna. Af því flýt- ur að það verður aldrei komizt að vísindalegri niðurstöðu um siðferði- legt efni frekar en að siðferðilegri niðurstöðu um vísindalegt efni. Hinni fagurfræðilegu tvíhyggju Helga ætla ég að þessu sinni að- eins að andmæla með einföldu og augljósu dæmi. Ég held því fram sem hverri annarri staðhæfingu um blákalda staðreynd að vísur Hous- mans, jafnt í hinni ensku frumgerð sem í þýðingu Helga, séu ekki leir- burður. Þetta er ekki smekksatriði eða álitamál af neinu tæi heldur sannindi. Sá sem neitar þessu, eins og Helgi gerir, er ekki að leggja einstaklingsbundið mat á afstætt efni heldur er hann haldinn list- blindu. IV Það er ekki Godfrey Harold Hardy einn sem heldur því fram að stærðfræði sé list. í Morgun- blaðinu hinn 20sta júlí 1989 vakti Þórir Kr. Þórðarson guðfræðingur athygli á merku viðtali við hinn mikla stærðfræðing, og náfrænda Helga Hálfdanarsonar, Sigurð Helgason prófessor við Massach- usetts Institute of Technology. Við- talið birtist í helgarblaði Tímans 4ða október 1987. Þar segir Sig- urður: „Við stærðfræðingar teljum stærðfræðina fyrst og fremst vera list, að sumu leyti skylda tónlist og málaralist." Hann getur þess sérstaklega, er hann lýsir starfi stærðfræðings ofurlítið nánar, að þar sem stærðfræðingur reynir að geta sér til um hver sannleikurinn kunni að vera um einhver við- fangsefni sín þá „styðjist hann mjög við samlíkingar eftir fagur- fræðilegum sjónarmiðum". Síðar kemur til sögunnar sú viðleitni stærðfræðings að sanna tilgátú sína eftir ströngustu kröfum rök- fræðinnar þar sem hvert skref verður að vera rökrétt afleiðing þess sem á undan er komið. „Stundum," segir Sigurður í við- talinu, „verður sönnunin sjálf full- komið listaverk.“ Helgi Hálfdanarson er vís til að vilja afgreiða þessi ummæli frænda síns, eins og Málsvörn stærðfræð- ings eftir Hardy, sem tómt mont og merkilegheit. En áður en hann gerir það mætti hann staldra við um stund og hyggja að ofurlitlu dæmi um stærðfræðilega sönnun sem Sigurður Helgason kenndi mér. Hún er sönnun þess að í hvaða samkvæmi sem vera skal séu að minnsta kosti tveir gestir sem eiga jafnmarga vini meðal gestanna. Og hún er á þessa leið. Segjum til dæmis að 10 manns séu í hópnum. Skrifum á enni hvers manns hversu marga vini hann á í boðinu. Tölurn- ar sem koma til álita í fyrstu eru þá á milli 0 og 9 sem eru 10 töl- ur. En nú er augljóst að tölurnar 0 og 9 geta ekki báðar komið fyr- ir, þvi að ef einhver í boðinu á þar engan vin þá getur enginn átt þar 9 vini. Svo að við höfum aðeins 9 tölur til að skrifa á 10 enni, og þar með þarf að nota eina töluna að minnsta kosti tvisvar. Hér er komið einfalt og auðskilj- anlegt dæmi um stærðfræðilega sönnun. Sönnunin er engu miður snjöll en vel kveðin vísa eða fallegt lag. Og hún virðist meira að segja vera snjöll með alveg sambærileg- um hætti. Þetta eru óbrotnar stað- reyndir máls, og það þarf stærð- blindu til að sjá þær ekki. Hvor- tveggja - listblindan og stærð- blindan - er skæð fötlun. Sem betur fer hefur dregið mjög úr báðum á síðustu árum. THOR VILHJAIMSSON SEE31 NÁTTVÍG EFTIR THOR VILHJÁLMS- SON. Náttvíg er áhrifamikil og viðburðarík saga úr undirheimum Reykjavíkur. Hún greinir frá tveimur sólarhringum í lífi leigubílstjóra nokkurs sem dregst nauðugur inn í atburðarás óhugnaðar og ofbeldis. ÍSLENSK ORÐSIFJABÓK. ÁSGEIR BLÖNDAL MAGNÚSSON grefst hér fyrir um uppruna 40.000 íslenskra orða. Þessi bók er ómetanlegur fengur öllum þeim sem láta sér annt um íslenska tungu og vilja þekkja sögu hennar. Útgefandi er Orðabók Háskólans. Kynningarverð er aðeins 8.700 kr. FYRIRHEITNA LANDID EFTIR EINAR KÁRASON. Sjálfstætt framhald Djöflaeyj- unnar og Gulleyjunnar. Lifandi mannlýsingar, hröð x frásögn, skrautlegt baksvið og góður húmor,- Skemmtileg bók.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.