Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1989
3
STÓRBÓK EFTIR EINAR
KÁRASON hefur að geyma „Eyja-
sögurnar" þrjár: Þar sem Djöflaeyjan rís,
Gulleyjuna og nýju bókina, Fyrirheitna landið.
Þessar sögur hafa notið fádæma vinsælda,
bæði hér og á Norðurlöndum fyrir leiftrandi
frásagnargleði og ógieymanlegar mann-
lýsingar.
ÞOGLA HERBERGIÐ EFTIR
HERBJÖRGU WASSMO er
sjálfstætt framhald sögunnar „Húsið með
blindu glersvölunum" sem færði Herbjörgu
bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið
1987. Hér er unglingsárum Þóru meðal
fiskimanna í Norður-Noregi lýst á sérlega
nærfærinn og áhrifarikan hátt.
TVÖ TUNGL EFTIR GYRÐI
ELÍASSON. í þessum Ijóðum nær
skáldið sterkum tökum á lesandanum í ferð
um furðuheima þar sem allt getur gerst.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur höfundur endur-
nýjað og auðgað íslenska Ijóðahefð með afburða
tökum á íslenskri tungu og ímyndunaraflið er
þvilíkt að....Stundum minna Ijóð þessarar
bókar á mynd eftir Fellini" ( Kjartan Árnason
í DVL
YFIR HEIÐAN MORGUN
EFTIR STEFÁN HÖRÐ GRÍMS-
SON Ljóð Stefáns einkennast af töfrum
einfaldleikans, síferskri hugsun og undra-
verðum hæfileika til að höndla hið ósegjan-
lega. Hann er skáld fárra orða en þungvægra.
Í FERÐALAGI HJÁ ÞÉR EFTIR
KRISTÍNU ÓMARSDÓTTUR.
Hér kveður sér hljóðs nýr höfundur með ólg-
andi hugarflug, Ijóðrænan tærleik og húmor.
Þessar smásögur fjalla um samskipti fólks,
ekki síst togstreitu kynjanna og ástina.
Frábært byrjandaverk.
BRYNJÓLFUR BJARNASON.
Þessi bók hefur að geyma samtöl EINARS
ÓLAFSSONAR við hinn merka stjórnmála-
skörung. Hann rekur hér pólitískan feril sinn
og setur i samhengi við þróun alþjóðastjórn-
mála. Ómissandi bók öllum áhugamönnum
um stjórnmálasögu.
SKShte BJ/tffTMARæW
ANRJAÐRA
ÁN FJAÐRA EFTIR SIGFÚS
BJARTMARSSON. í þessari bók
vitnar allt um trú á Ijóðmálinu til að túlka
mikilvæg erindi. Ljóðin búa yfir seiðmagni og
vitsmunum og þola því vel að vera lesin aftur
og aftur.
HaUdfrSte&ansóh
Sögur
ENGILL PÍPUHATTUR OG
JARÐARBER EFTIR SJÓN.
Saga um pilt og stúlku samtimans, ástir
■ þeirra og leiki - og skuggann sem lúrir þar
’ skammt undan. Þetta er Ijúf bók, fyndin og
furðuleg, ærslafull og sorgleg.
SÖGUR HALLDÓRS STEF-
ÁNSSONAR. Halldór Stefánsson
var einn mikilvirkasti og listrænasti smá-
sagnahöfundur sem við íslendingar höfum
átt. Bókin geymir allar smásögur hans.
Þetta eru sögur sem orka sterkt á lesandann
og samúð Halldórs með lítilmagnanum fer
hvergi á milli mála.
DRGUR
glimu
skjrlfti
NÚ ERU AÐRIR TÍMAR EFTIR
INGIBJÖRGU HARALDS-
DÓTTUR hefur fengið frábæra dóma
gagnrýnenda. Ljóð Ingibjargar eru innileg og
leita lengi á huga lesandans I látleysi sínu.
Þetta er þriðja bók höfundar, sem hefur
einnig getið sér gott orð fyrir þýðingar sínar.
mm
BMll
ÍRYALS
GLÍMUSKJÁLFTI EFTIR DAG
SIGURÐARSON. Hér eru komnar út
á einni bók, allar bækur þessa baldna hrekkj-
alóms íslenskrar Ijóðlistar, þar með talin ný
Ijóðabók sem birtist hér I fyrsta sinn. Dagur
er stóryrtur í Ijóðum sínum um fslenskan
veruleika svo skjálfti hefur farið um margan
góðborgarann, en jafnframt á hann til við-
kvæma strengi.
HOFINDA
FRÁ
MÁLIOG
mmmm
KAPPAR OG KONUNGAR,
endursagnir á íslendingaþáttum. Bókin
greinir frá höfðingskap og hetjulund forn-
garpa sem sóttu heim konunga og sýndu
hugvit og dirfsku á ferðum sinum. Sögurnar
eru ríkulega myndskreyttar og skráðar á auð-
veldu máli fyrir börn á skólaaldri.
HEROtS EGtLSOómR
BERNÐ OOROOHtK
INNAN GARÐS EFTIR
ÞÓRARIN ÓSKAR ÞÓRAR-
INSSON OG EINAR KÁRA-
SON. Ljósmyndabók úr undirdjúpum
mannlífsins með texta eftir Einar Kárason.
Þórarinn hefur lag á að láta eina mynd segja
langa og dramatíska sögu og í myndum
hans leynir sér ekki næmi höfundar fyrir hinu
sérstaka í fari manneskjunnar.
Mál IMI og menning
Síðumúla 7-9. Sími 688577. Laugavegi 18. Sími 15199-24240.
PAPPÍRS-PÉSI EFTIR
HERDÍSI EGILSDÓTTUR OG
BERND OGRODONIK. Maggi
er einmana og teiknar strák á stórt blað og
viti menn - strákurinn sprettur bráðlifandi
upp af blaðinu. En pappír er viðkvæmur fyrir
hnjaski og fullorðna fólkið getur með engu
móti skilið að Pési er lifandi drengur. Allir
krakkar þekkja Pappírs-Pésa úr sjónvarpinu.