Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 59
59 85 Laugarvatni. Hún fylgdist vel með öllu sem þar gerðist, en vegna hlé- drægni hafði hún sig lítt í frammi, en ótrúlegt er að hún hafi verið ánægð með allar ráðstafanir því svo milda ástúð bar hún til staðarins. Út af Ingunni og Böðvari hrepp- stjóra að Laugarvatni er kominn stór ættleggur, samheldið fólk og félagslynt. Ég tel að Anna hafi haldið uppi einskonar miðstöð fyrir fjölskylduna, fyrst meðan hún bjó í kjallaranum í Bjarkarlundi og að- stoðaði aldraða foreldra sína og seinna, eftir lát þeirra, uppi á hæð- inni í Bjarkarlundi svo og í Síma- húsinu. Anna var skipaður stöðvarstjóri Pósts og síma að Laugarvatni frá 1967 og gegndi því starfi þar til fyrir tveimur árum að hún sagði því upp fyrir aldurs sakir. Ég tel að Anna hafi með sóma verið einskonar andlit Laugarvatns. Hún vandaði mjög valið á aðstoðar- stúlkum sínum og fullvíst er að þeim leið vel í návist hennar enda traust og hjúasæl með afbrigðum. Anna var rík af sjálfsögun, ævin- lega prúðbúin í vinnunni og virðu- leg, en það ljómaði mest af henni þegar barnabömin hennar voru að skokka í kringum hana og hún lét sem þau væru að hjálpa sér. Það var mikið og óeigingjarnt starf sem Anna vann fyrir Póst og síma að Laugarvatni og alla sem dvöldu og komu á staðinn. Sérstaklega var starf hennar mikið á vetrum í sam- bandi við skólana og nemendur þeirra. Hún komst aðdáunarlega vel af við nemendur. Hún brást mjög vel við öllu þeirra kvabbi og aldrei held ég að nokkrum nemanda hafi dottið í hug að skemma síma- klefana hjá henni, eða krota á þá, eins og víða er algengt. Þótt slabb væri úti og mikið rennsli af fólki inn í símstöðina, var stöðin ævin- lega eins og nýskúruð, svo vel tókst Önnu, með sínum virðuleik, að halda í horíjinu. Margar ferðir átti ég á stöðina til Önnu þung í spori og áhyggju- full yfir afkomunni. Hún leysti ævinlega með skilningi og röksemd úr öllum mínum vanda án þess þó nokkurn tíma að gleyma hag stofn- unarinnar, sem henm hafði verið falið að gæta. Það traust sem Anna hafði í svip sínum hafði uppörvandi áhrif og alltaf var ég léttari í spori þegar ég fór frá henni. Anna giftist Benjamín Halldórs- syni trésmíðameistara frá Skaft- holti í Gnúpveijahreppi. Frá stofnun Menntaskólans að Laugarvatni hef- ur hann haft þar umsjón og séð um allar byggingar og einnig aðstoðað á sumrin hótelstjóra Edduhótelsins I Menntaskólanum. Anna og Benj- amín eignuðust saman tvo syni: Halldór húsasmið sem kvæntur er Sigríði Mikaelsdóttur frá Patreks- firði og eiga þau þijú börn og hann eina stjúpdóttur, þau eru búsett á Laugarvatni; og Böðvar Inga versl- unarmann, sem kvæntur er Sól- veigu Friðgeirsdóttur ættaðri úr Kópavogi og eiga þau þijá drengi og eru búsett í Mosfellsbæ. Á heim- ili Önnu og Benjamíns ólst einnig upp dóttir Önnu Bergljót Magna- dóttir háskólakennari sem Benj- amín gekk aðdáunarlega vel í föður- stað. Hún er gift dr. Georg R. Doglas menntaskólakennara. Þau eiga tvö börn og eru búsett í Mos- fellsbæ. Fáum duldist að Anna hafði mikl- ar mætur á Laugarvatni og það verður vandasamt að uppfylla það skarð sem hún skilur þar eftir sig. Sennilega er það mörgum í fersku minni þegar skriða féll úr fjallinu fyrir ofan byggðina á Laugarvatni og.hreif með sér skóginn úr hlíðinni, á stóru svæði, fór yfir þjóðveginn og umkringdi hús. Skriða hafði ekki fallið á þeim stað i manna minnum. Anna harmaði það mikla sár sem skriðan skildi eftir sig, en fagnaði því síðar meir að horfa á litskrúðugar lúpínur breiða sig yfir sárin og græða upp hlíðina. Hún gat fylgst með þessu undri út um gluggann á símstöðinni þar sem hún vann. Anna átti á tímabili við mót- drægt líf að stríða en með sjálfsaga og víðsýni stóð hún eins og klettur í hafinu, með sigurskjöld sem færði henni farsæld og bjarta daga. Anna var alla tíð vel á sig komin og frá á fæti. Hún var „sport- kona“, gekk á skíðum á vetrum og stundaði sund og aðrar íþróttir ef hún átti þess kost. Hún var félags- lynd í eðli sínu. Aldrei var svo mess- að að Anna stæði ekki með þeim fremstu í kirkjukór Laugardals- skóla, enda söngelsk. Ég held að fáar samkomur hafi verið haldnar svo á Laugarvatni, að Anna væri ekki viðstödd. I sumar ferðaðist hún um Norð- urlönd og heilsaði um leið upp á frænkur sínar sem þar eru búsett- ar. Þær höfðu aldrei fengið skemmtilegri gest, svo hress var hún þá og kát. En þegar líða tók á sumarið kenndi hún þess meins sem ekki var hægt að græða. Mér fínnst allur lífsmáti Önnu benda til þess að hún hafí lifað eft- ir kjörorðinu „dyggð er sæla“ og uppskorið samkvæmt því farsæld og fagurt líf. Með djúpri hluttekningu til allra aðstandenda og vina Önnu Böðvars- dóttur. Jensína Halldórsdóttir, fyrrv. skólastjóri Laugarvatni. Aðfaranótt laugardagsins 2. des- ember andaðist á Sjúkrahúsi Suður- lands Anna Böðvarsdóttir, fyrrver- andi símstöðvarstjóri á Laugar- vatni. Ég ætla ekki að fara að rekja ævi Ónnu hér enda aðrir betur til þess fallnir. Mig langar aðeins til að bera kveðjur og þakkir frá Kven- félaginu okkar, en Anna var einn af stofnendum þess fyrir tæpum 30 árum og einn af burðarstólpum þess. Þegar ég hugsa um Önnu, þá er mér efst í huga, hvað hún var allt- af létt í skapi og jákvæð. Það er margs að minnast úr samstarfi okkar, eins og t.d. fyrir ári þegar afmælishátíð SSK var á Selfossi. Þá langaði mig að fara, en vildi helst hafa einhveija konu eða konur með mér, og auðvitað var það Anna, sem var strax tilbúin að fara. Við fórum tvær saman og skemmtum okkur konunglega. Ef við í Kvenfé- laginu ætluðum eitthvað að fara, mátti alltaf reikna með Önnu. Mér fannst líka Anna alltaf vera yngri heldur en árin sögðu til um. í okk- ar félagi höfum við þá reglu, að þegar konur eldast og treysta sér ekki legnur til að vinna í númerum, eins og við köllum það, þá biðjast þær einfaldlega undan vinnuskyldu. Þegar Anna var nýorðin sjötug, var einhver sem minntist á það á fundi, hvort hún vildi ekki sleppa að vera í númerum. Nei, hún Anna hélt nú ekki, hún myndi kannski^gera það, þegar hún yrði gömul. Svona var Anna, alltaf jafn hress. í júní síðastliðið sumar fór Anna til Noregs í húsmæðraorlof og nýtti sér ferðina vel, því hún heimsótti líka ættingja og vini í Svíþjóð og Danmörku. Hún er fyrsta konan úr okkar félagi, sem hefur farið í svona orlof, og á haustfundinum, en þá var Ánna orðin mikið veik, sendi hún okkur kveðjur og hvatti okkur til að fara í svona ferð, því hún væri ógleymanleg. Anna starfaði með okkur af full- um krafti, þar til nú síðla sumars, er sjúkdómur heltók hana. Ég sendi Önnu alúðarþakkir fyr- ir allt. Benjamín, ég sendi þér okkar innilegustu samúðarkveðjur, svo og börnum, tengdabörnum og barna- börnum. Blessuð sé minning Önnu Böðv- arsdóttur. F.h. Kvenfélags Laugdæla, Elsa Pétursdóttir. Fleiri greinar um Onnu B. Böðvars- dóttur munu birtast í blaðinu næstu daga. BOI ) TÆ1 K1 N FRAMOTOROL . A Áralöng reynsla við ísienskar aðstæður. Meðal notenda eru sjúkrahús, slökkvilið, Landhelgisgæslan, björgunarsveitir, Almannavarnir og fjölmargir einstaklingar sem vilja vera í stöðugu sambandi á öruggan og auðveldan hátt. BRAVÖ Tekur við og geymir boð frá 6 aðilum samtímis. Notar venjulegar rafhlöður. Ljós- eða hljóðmerki. MUFAX 9500af MYNDSENDIR Frábært faxtæki með mikla mögu- leika. Ótrúlega lágt verð. MUFAX 1017 MYNDSENDIR Tæknilega full- komið að allri erð. Verð sem er meira en við- ráðanlegt. MOTORÖLA 4500 XL Fjölbreyttur og kraftmikill farsími frá stærstu fram- leiðendum far- Að auki bjóðum við fjölmörg önnur samskiptatæki á verði og greiðslukjörum sem vert er að athuga nánar. SÝNING í DAG KL. 10-16 húsakynnum okkar að Fákafeni 11, á horni Skeiðarvogs og Suðurlandsbrautar - Skeifuhverfinu. Fullkomin viðhalds- og viðgerðarþjónusta Ih Fjarskipti Fákafeni 11 - sími 678740 -fax 678936
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.