Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐID LAUGARDACUR í). pfeSEMBfife 1989
START-viðræður:
Ovíst hvort saimiiiigur nsa-
veldanna liggur fyrir í júní
Genf. Reuter.
TIU vikna samningalotu risaveldanna um fækkun langdrægra kjarn-
orkuvopna Iauk í Genf í gær og kváðust talsmenn beggja samninga-
nefndanna sannfærðir um að sáttmáli í þá veru væri innan seilingar.
A hinn bóginn vildu þeir ekki kveða upp um hvenær samningurinn
yrði tilbúinn til undirritunar. A Möltu-fundi Ieiðtoga risaveldanna
ákváðu þeir Míkhaíl S. Gorbatsjov, leiðtogi sovéska kommúnista-
flokksins, og George Bush Bandaríkjaforseti að verki þessu skyldi
lokið i júnímánuði á næsta ári.
Formenn samninganefndanna,
þeir Júrí Nazarkín og Richard Burt
efndu til sameiginlegs blaðamanna-
fundar í Genf í gær. Sagði Burt
að þeir hefðu ákveðið að ræða í
sameiningu við blaðamenn til að
leggja áherslu á að viðræður þessar
væru komnar á nýtt stig eftir
Möltu-fundinn um síðustu helgi.
Viðræðurnar, sem í daglegu tali eru
nefndar START, taka til langdrægra
gjöreyðingarvopna risaveldanna á
láði, legi og í lofti og er stefnt að
því að fækka þeim um helming
þannig að hvort ríkið ráði yfir 6.000
kjarnaoddum.
fækkun stýriflauga á og í höfunum.
Bandaríkjamenn fullyrða að óger-
legt sé að sannreyna slíka fækkun
með viðunandi hætti þar eð eftirlit
feli óhjákvæmilega í sér að dregið
verði stórlega úr fælingarmætti
þeirra vopna sem falin eru um borð
í skipum og kafbátum. Nazarkín
lagði áherslu á að leysa yrði þetta
mál áður en START-samningur yrði
undirritaður en Burt kvaðst vænta
þess að utanríkisráðherrar risaveld-
anna ræddu deilu þessa á fundi í
Moskvu í næsta mánuði en eftir þær
viðræður taka samningamennirnir
í Genf til starfa á ný.
Reuter
Samningamenn risaveldanna í START-viðræðunum, þeir Júrí Naz-
arkín (t.v.) og Richard Burt skiptast á skjölum varðandi fyrirhugaða
skoðun eftirlitsmanna á langdrægum sprengjuflugvélum, sem búnar
eru til að bera kjarnorkustýriflaugar.
Sovétríkin:
Forysta kommúnista skil-
yrði umbóta o g framfara
- segir málgagn sovéska kommúnistaflokksins
Moskvu. Reuter.
PRAVDA, málgagn sovéska kommúnistaflokksins, sagði í forystugrein
á forsíðu blaðsins í gær að hugsanlegt væri að gerðar yrðu ákveðnar
breytingar á stjórnarskrá Sovétríkjanna. Hins vegar yrði það ekki
umbótastefiiu núverandi valdhafa til framdráttar ef ákvæði það sem
kveður á um forystuhlutverk kommúnistaflokksins yrði fellt út úr stjórn-
arskránni. Var grein þessi sýnilega svar við þeirri ákvörðun Æðsta
ráðs Litháen frá því á fimmtudag að innleiða fjölflokkakerfi í lýðveldinu.
Samið um eftirlit
Báðir lögðu þeir Burt og Naz-
arkín ríka áherslu á að vel hefði
miðað í þessari lotu. Tóku þeir sér-
staklega fram að árangur hefði
náðst í viðræðum um framkvæmd
eftirlits, sem sérfræðingar telja
mikilvægasta lið sérhvers afvopn-
unarsáttmála. Þannig hefði náðst
samkomulag um hvernig unnt væri
að sannreyna að tilteknar gerðir
langdrægra sprengjuflugvéla bæm
stýriflaugar með kjarnorkuhleðsl-
um þannig að unnt yrði að greina
þær frá þeim flugvélum sem ekki
bæru gereyðingarvopn. Yrðu flug-
vélar þessar skoðaðar í þessum til-
gangi og tæki sá iiður samningsins
gildi innan 60 daga. Ennfremur
hefði verið ákveðið hvaða aðferðum
eftirlitsmönnum bæri að beita við
talningu kjarnaodda í eldflaugum.
í máli Richards Burt kom einnig
fram að Bandaríkjastjóm hefur
formlega fallið frá þeirri kröfu sinni
að START-samningur kveði á um
algjört bann við hreyfanlegum land-
eldflaugum en á því sviði kjarnorku-
heraflans njóta Sovétmenn mikilla
yfirburða.
Ágreiningur um
stýriflaugar
Samningamennirnir sögðu að
enn væri uppi ágreiningur um
Greinin var mjög í takt við fyrri
ummæli Míkhaíls S. Gorbatsjovs,
leiðtoga sovéskra kommúnista, en
hann hefur ítrekað lýst yfir því að
fjölflokkakerfi sé ekki á dagskrá í
Sovétríkjunum þó hann hafi jafn-
framt sagt að stjórnarskrárákvæði
þetta kunni að verða endurskoðað
um leið og stjórnarskráin öll. Stjórn-
völd í flestöllum ríkjum Austur-
Evrópu hafa á hinn bóginn afnumið
ákvæði þetta eða gefið fyrirheit í þá
veru í samræmi við kröfur almenn-
ings.
í grein Prövdu sagði að þeir sem
hvettu til þess að sjötta grein stjórn-
arskrárinnar yrði afnumin vildu með
þessu grafa undan veldi Kommúni-
staflokks Sovétríkjanna til að auka
pólitísk áhrif sín og ítök í þjóðfélag-
inu. Kommúnistaflokkurinn einn
gæti tryggt stöðugleika í Sovétríkj-
unum og stuðlað að framförum. Af
þessu leiddi að aðeins kommúnistar
væru færir um að móta innanríkis-
jafnt sem utanríkisstefnu Sovétríkj-
anna.
Á fimmtudag samþykkti þing Lit-
háen að fella úr gildi sjöttu grein
stjórnarskrár lýðveldisins og innleiða
þar með fjölflokkakerfi. Er þetta í
fyrsta skipti sem forystuhlutverki
kommúnistaflokksins er hafnað í
Sovétríkjunum frá því að kommúnist-
ar brutust þar til valda árið 1917.
Miðstjóm kommúnistaflokksins í
Eistlandi hefur einnig samþykkt að
leggja sams konar tillögu fyrir
Æðsta ráð lýðveldisins síðar í þessum
mánuði en Eystrasaltsríkin þijú hafa
löngum haft uppi róttækar kröfur
um aukið sjálfstæði jafnt á efna-
hags- og stjórnmálasviðinu. I grein-
inni í Prövdu var ekki vikið beinum
orðum að ákvörðunum þessum eða
viðbrögðum ráðamanna í Austur-
Evrópu við lýðræðiskröfum almenn-
ings en þó var greinilegt að grein-
inni var ætlað að túlka almennt við-
horf stjórnvalda til þróunarinnar í
Eystrasaltsríkjunum.
■ Fiskvinnslukonurnar í hrað-
frystihúsinu Sólarrisi í Skopun á
Sandey þurfa ekki lengur að standa
við vinnu sína því að nú hefur ver-
ið skotið undir þær
Frá Snorra stól. Frystihúsið,
Halldórssyni sem áður þótti
iFæreyjum standa öllum öðrum
að baki, hefur verið
endurnýjað fyrir um 225 milljónir
ísl. kr. og er því komið í fremstu
röð. Var um leið ákveðið að reyna
þessa nýjung, að leyfa konunum
að sitja við vinnuna, og hefur því
verið tekið fagnandi.
■ Verið er að endurskoða fær-
eysku útvarps- og sjónvarpslögin
enda orðin 30 ára gömul og löngu
úrelt. Ástæðan er hins vegar sú,
að nú liggja fyrir tvær umsóknir
um svæðisútvarp í Þórshöfn eða
nærvarp eins og það heitir á fær-
eysku. Að annarri standa ýmsir
kristnir söfnuðir í höfuðstaðnum en
að hinni tónlistarmenn eða poppar-
ar, sem segjast geta hafið útsend-
ingar fyrirvaralítið.
■ Þótt bannað sé að aka bíl und-
ir áhrifúm áfengis í Færeyjum sem
annars staðar er ölvunarakstur orð-
inn að verulega vandamáli hér. Á
síðasta ári urðu 2.055 umferðaró-
höpp í Færeyjum og í 96 árekstrum
slasaðist fólk. Komu ölvaðir öku-
menn við sögu í 36 slysum og í
fyrra létust 11 manns. Nú hefur
verið skorin upp herör gegn þessu
undir einkunnarorðunum „Lívið
skal livast. Stýr tær!“ og er áróðr-
inum fyrst og fremst beint til ungra
ökumanna.
■ Færeyingar eru bæði fáir og
smáir en eiga þó met í mörgu.
Sumum flíka þeir lítt en af öðrum
geta þeir verið hreyknir. Það síðar-
nefnda á við um söfnun til styrktar
barnaheimili, sem kristin samtök
reka á Filippseyjum. Á skömmum
tíma safnaðist nærri ein milljón
ísl. kr. og sagði fulltrúi samtak-
anna, Margaretha Preterius, að
þetta fé hefði líklega tryggt áfram-
haldandi starfrækslu heimilisins.
80 bjargað af
logandi skipi
London. Reuter.
TVEIR menn fórust en 80 var
bjargað í gær á Biskayaflóa er
eldur varð laus í sovésku fisk-
vinnsluskipi.
Áhöfnin á belgísku fragtskipi kom
á auga á sovéska skipið, Vitautus
Putna, um 550 sjómílur suðvestur
af Land’s End í Englandi og setti
út björgunarbáta. Breska strand-
gæslan hafði samband við fleiri skip
í grennd við slysstaðinn og aðstoðuðu
þau einnig við björgunina. Skipbrots-
mennirnir voru fluttir um borð í so-
véskt fragtskip.
Sj ónvarpsstj örnur:
Bernard Pivot skelfir
Frakka með því að hætta
Trier. Frá Steingrími Sigurgeirssyni, íréttaritara Morgunblaðsins.
EIN allra vinsælasta sjónvarpsstjarna Frakklands, Bemard Pivot,
tilkynnti á dögunum að hann hygðist draga sig í hlé eftir alls nítján
ára dvöl á sjónvarpsskjám frönsku þjóðarinnar. Þessi tilkynning
Pivots kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Hugsunina um að Pi-
vot muni ekki birtast eins og venjulega á skjánum klukkan hálftíu
á hveiju fóstudagskvöldi vildu flestir Frakkar alls ekki hugsa til
enda.
Tíu til fimmtán milljónir manna
fylgjast reglulega með þætti hans,
eða rúmur fimmtungur frönsku
þjóðarinnar og eru fáir sjónvarps-
þættir sem geta státað af jafn fjöl-
breyttum áhorfendaskara, ungum
sem öldnum úr öllum stéttum þjóð-
félagsins. Pivot hefur það líka fyr-
ir reglu að bregðast ekki áhorfend-
um sínum —' jafnvel þegar hann
ætti eiginlega að vera rúmliggjandi
sökum kvefs eða annarrar kveisu
mætir hann í sjónvarpssal upp-
dúðaður með trefil vafinn um háls-
inn og jafnvel hálft andlitið. Er
ekki nema von að fólk keppist nú
um að skora á Pivot að hugsa ráð
sitt og birtast á skjánum enn um
sinn.
Hið undarlega í dæminu við
fyrstu sýn, er að í þætti Pivots,
Ápostrophes (orðið apostrophe má
þýða jafnt sem ávarp eða úrfelling-
armerki), eru nýjustu dægurlögin
ekki leikin, engin viðtöl eru tekin
við fræga leikara og ekki minnst
orði á sumarlínuna frá Chanel.
Apostrophes snýst um bókmenntir
og aftur bókmenntir. Með þætti
sínum er Pivot orðinn að einhverri
mikilvægustu stofnun franska
þjóðfélagsins — það er enginn rit-
höfundur maður með mönnum
nema hann komi til Pivots og ræði
um nýjustu bókina sína. Jákvæð
kynning hjá Pivot þýðir að bók er
sjálfkrafa orðin að metsölubók en
ef kynningin er neikvæð getur rit-
höfundurinn jafnvel þurft að Ieita
sér að nýrri atvinnu.
Sérstaða Apostrophes er sú að
þar sitja ekki gagnrýnendur og
„sérfræðingar” og ræða ágæti rit-
verkanna heldur verða rithöfund-
arnir og útgefendurnir sjálfir að
koma og kynna verk sín. Markaðs-
Bemard Pivot.
færslan og kynningin er þar með
komin j hendur rithöfundanna
sjálfra. Á liðnum árum hafa ótrúle-
gustu málefni verið tekin fyrir í
þættinum, ekki einungis „háalvar-
leg“, og fjöldi þekktra manna, jafnt
franskra sem erlendra, hefur þar
látið ljós sitt skína. Pivot er líklega
sá eini sem dirfist að efna til um-
ræðna um verk markgreifans de
Sade klukkan hálftíu á föstudags-
kvöldi í frönsku ríkissjónvarpi eða
myndi láta sér detta í hug að fá
'Francois Mitterrand, Frakklands-
forseta, til að koma og ræða um
verk Balzacs eða Brezhnev til að
ræða um Das Kapital eftir Karl
Marx. Efnistök öll og hin frábæra
stjórn Pivots sjá síðan til þess að
þættirnir séu ekki bara fræðandi
heldur einnig eflaust eitt besta
skemmtiefni sem völ er á í sjón-
varpi, og það þrátt fyrir að sviðs-
mynd og upphafsstef þáttarins
(eftir Rachmaninov) hafi verið
óbreytt frá upphafi.
Það eru ekki síst bókaútgefend-
ur sem myndu syrgja Pivot ef hann
lætur verða af því að hætta.
Apostrophes-þættirnir hafa tyí-
mælalaust orðið til þess að halda
uppi bókmenntaáhuga meðal
landsmanna. Það sama má segja
um franska tungu, hið skýra og
rétta mál sem í þættinumn er talað
hefur eflaust orðið til að styrkja
tunguna hjá þeim hópum sem alla
jafna lesa ekki mikið af bókmennt-
um en horfa á Pivot. Það er þó bót
í máli að Bernard Pivot mun áfram
standa að heimsmeistarakeppninni
í franskri réttritun sem haldin er
á hveiju ári og milljónir frönsku-
mælandi manna taka þátt í fyrir
framan sjónvarpsskjáinn um allan
heim.