Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9j DESEMBER 19:8ftni
45m
Kvikmyndir:
Menning sem markaðsvara
eftirÁgúst
Guðmundsson
Það er alltaf matsatriði hversu
góð fjárfesting er í hinum ýmsu
menningarmálum sem haldið er
uppi af almannafé. Nú er ég reynd-
ar ekki í þeim hópi sem býsnast
yfir því hversu leikhúsin séu dýr í
rekstri, né heldur finnst mér það
spurning hvort hér eigi að vera
starfandi sinfóníuhljómsveit eða
ekki. Það sem mér er hins vegar
ofarlega í huga er hvernig ein sú
listgrein plumar sig sem kostar ríkið
innan við tíunda part af því sem
leiklistin kostar almenning: kvik-
myndagerðin í landinu.
Kvikmyndaframleiðslan hefur
dregist saman undanfarin ár. Ein-
ungis tvær bíómyndir voru frum-
sýndar á árinu og ekki von á hærri
tölu á næsta ári. Báðar fengu þess-
ar myndir góðar viðtökur, umtal
og gagnrýni virtust mér yfírleitt á
jákvæðum nótum. Þar með finnst
manni sem eitthvað hafi bæst við
íslenska menningu, og það er nátt-
úrulega meginmálið, þótt ekki ætli
ég að fjölyrða um það hér. Aðsókn
var mjög viðunandi á annarri mynd-
inni og afbragðsgóð á hinni. Sam-
anlagt hafa myndir þessar náð að-
sókn sem jafngildir ársaðsókn að
öðru atvinnuleikhúsinu í borginni.
Síðar eiga myndirnar hugsanlega
eftir að birtast í sjónvarpi eða á
myndböndum, svo að lífdagar þeirra
eru síður en svo taldir þegar sýning-
um lýkur í kvikmyndahúsum.
Þessar tvær kvikmyndir eru þeg-
ar komnar á ról á kvikmyndahátíð-
Ágúst Guðmundsson
„Þetta er skrifað af því
tilefiii að enn er verið
að sneiða af lögskipaðri
Qárveitingn í kvik-
myndasjóð af Jjárlög-
««
um heimsins, önnur hefur þegar
unnið til verðlauna, en hin var til-
nefnd til tvennra Evrópuverðlauna,
sem hlýtur að teljast upphefð, þótt
verðlaunin sjálf féllu öðrum í skaut.
Ennfremur eru þær þegar famar
að seljast í sjónvarpsstöðvar erlend-
is og eiga eftir að berast fyrir augu
milljóna. Svo Vestur-Þýskaland eitt
sé tekið sem dæmi skal þess getið
að báðar verða myndirnar sýndar á
fyrstu rás þar í landi á besta fáan-
lega útsendingartíma, þ.e.a.s. strax
eftir fréttir á sunnudagskvöldum.
Þetta er annars ekkert nýnæmi, því
að þannig hefur gjarnan verið farið
með íslenskar myndir í þýsku sjón-
varpi. Það hefur bara enginn tekið
eftir því hér á landi.
Ég held ég skreyti ekkert þótt
ég fullyrði að myndirnar hafi nú
þegar aflað gjaldeyristekna upp á
meira en tuttugu milljónir króna
(sem nemur meira en helmingi af
samanlögðu framlagi kvikmynda-
sjóðs til mynda þessara). Óbeinu
tekjurnar tel ég þó vera enn meiri.
Af þessum sýningum fæst öflug
auglýsing fyrir land og þjóð. Það
er fleira landkynning en kvenleg
fegurð. Stóraukinn ferðamanna-
straumur frá Þýskalandi á árinu
hefur verið rakinn til sjónvarps-
þáttanna um Nonna og Manna.
Hvað annað gæti svo sem verið
orsökin? Varla stefnan í hvalveiði-
málum.
Þetta er skrifað af því tilefni að
enn er verið að sneiða af lögskip-
aðri fjárveitingu í kvikmyndasjóð
af fjárlögum. Af íslenskri menningu
má flytja út tvennt: Halldór Lax-
ness og íslenskar kvikmyndir. Ef
svo fer fram sem horfír verður
Halldór innan tíðar einn eftir.
Höfundur er formaður Sambands
ísl. kvikmyndaframleiðenda.
___________Brids_____________
Arnór Ragnarsson
Bridsdeild Skagfirðinga
Eftir 6 umferðir í aðalsveitakeppni
félagsins, er staða efstu sveita orðin
þessi:
Sveit Sigfúsar Amar Árnasonar 118
SveitAmarScheving 101
Sveit Hildar Helgadðttur 94
Sveit Lárusar Hermannssonar 90
Sveit Helga Hermannssonar 89
Sveit Hjálmars Pálssonar 76
Sveit Málmeyjar 73 (og 2 leiki til góða)
Næstu 2 umferðir verða spilaðar á
þriðjudaginn kemur, en annan þriðjudag
19. desember, síðasta spilakvöld ársins,
verður jólasveinakvöld. Þá verður létt
spilamennska, með góðum jólaverðlaun-
um (jólakonfekt). Öllum heimil þátttaka,
án endurgjalds. Spilað er í Drangey
v/Síðumúla 35 2. hæð og hefst spila-
mennska kl. 19.30.
Bridsdeild
Húnvetningafélagsins
Snorri Guðmundsson sigraði í 48
einstaklinga einmenningskeppni, hlaut
740 stig, sem lauk sl. miðvikudags-
kvöld. Spilað var í tvö kvöld.
Lokastaðan:
Snorri Guðmundsson 740
Lárus Pétursson 733
GarðarBjömsson 733
Sigurþór Þorgrimsson 732
Kristín Jónsdóttir 730
Hreinn Hjartarson 722
Skúli Hartmannsson 718
ValdimarJóhannsson 713
Spilaður verður eins kvölds tvímenn-
ingur næsta miðvikudagskvöld kl.
19,30 í Skeifunni 17, þriðju hæð.
Bridsfélag Breiðholts
Sl. þriðjudag var spilað eins kvölds
tvímenningur með þátttöku 14 para.
Efst urðu eftirtalin pör:
BaldurBjartraarsson - Leifúr Jóhannesson 184
ÞorbergurÓlafsson-JensJensson 182
FriðrikJónsson-ÓskarSigurðsson 168
Gunnar Bragi Kjartansson - Valdimar Sveinss. 166
Næsta þriðjudag fer fram verðlauna-
afhending fyrir aðalkeppnir haustsins
og spilað verður rúbertubrids. Spilað
er í Gerðubergi kl. 19.30.
Bridsfélag Ilalnaríjaröar
Sl. mánudagskvöld 4. desember voru
spilaðar tvær umferðir í sveitakeppni
félagsins. Staða efstu sveita eftir átta
umferðir er eftirfarandi:
Sveit Drafnar Guðmundsdóttur 172
SveitSverrisJónssonar 146
Sveit Alberts Þorsteinssonar 142
Sveit Kristófers Magnússonar 142
Sveit Ingvars Ingvarssonar 133
Sveit Böðvars Hermannssonar 132
HreyfiU — Bæjarleiðir
Sex umferðir em búnar í hraðsveita-
keppninni og er röð efstu sveita nú
þessi:
Tómas Sigurðsson 125
Cyrus Hjartarson 120
Ólafur Jakobsson 104
Jón Sigurðsson 96
Skjöldur Eyfjörð 87
Næsta umferð verður á mánudags-
kvöld kl. 19.30 í Hreyfilshúsinu.
Bridsfélag Reylgavíkur
Nú er lokið 37 umferðum í þessari
maraþonkeppni. Þorvaldur og Gísli sitja
sem fastast á toppnum en Jón og Aðal-
steinn kroppa í hæla þeirra: Nokkur
pör fylgja þeim síðan eins og skugginn.
Staðan:
Þorvaldur Matthíasson - Gísli Hafliðason 185
Jón Baldursson - Aðalsteinn Jörgensen 181
HermannLárusson-ÓlafurLárusson 147
Sveinn R. Eiriksson - Steingrímur G. Pétursson 143
Sævar Þorbjömsson - Karl Sigurhjartarson 113
Jón Hilmarsson - Oddur Hjaltason 112
PállValdimarsson-MagnúsÓlafsson 109
JónÞorvarðarson-ÞórirSigursteinsson 100
Hæsta skor siðasta spilakvöld:
ísak ðm Sigurðsson - Hrannar Erlingsson 64
Sveinn R. Eiríksson - Steingrimur G. Péturss. 55
Helgi Jónsson - Sverrir Ármannsson 48
HermannLámsson-ÓlafurLárasson 45
JónBaldursson-AðalsteinnJörgensen 41
GuðjónBragason-DaðiBjömsson 38
GrimurAmarson-HelgiGrétarHelgason 38
Blóm__________
Gjafavara
SkreytingaL
Afskorin blóm, pottaplöntur, þurrskreytingar.
Mikiö úrval af hverskonar
gjafavöru, gler, keramik og koparmunir.
Skreytingar við öll tækifæri.
Bmðholts
&BLÓM
Staðsetning:
í Mjóddinni
við hliðina á
Sveini bakara.
Ajgreiðslutími:
alla daga
frá kl. 9-21,
sunnudaga
kl. 13-21.
ÁLFABAKKA 12 • S. 79060
/ desembermánuði erum við í sérstöku hátíðarskapi og bjóðum
gestum okkar valda sælkerarétti á sérstöku tiiboðsverði:
ÍHJARTA
Því ekki að „komast í
æfingu" ogjólaskap
lýá okkuryfir oeislumat
á vægu verðl. m
*5S25M
Hafnarstræti 5 Pöntunarsími: 18484
T