Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1989 31 Sinfóníuhljómsveit ís- lands flytur Hnotubrjótinn SÍÐUSTU tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands á þessu ári verða haldnir sunnudaginn 10. desember nk. kl. 14.30. Þetta eru aðventutónleikar fyrir alla fjölskylduna, þar sem jólaævin- týrið Hnotubrjóturinn verður á dagskrá eftir sögu E.T.A. Hoff- manns við tónlist Ikjaíkovskíjs. Auk hljómsveitarinnar tekur Kársneskórinn þátt í flutningn- um. Kórstjóri er Þórunn Björns- dóttir en hljómsveitarstjóri er Petri Sakari, aðalhljómsveitar- stjóri. Milli atriða segir Bene- dikt Árnason leikari söguna um Hnotubrjótinn, sem Snorri Sveinn Friðriksson listmálari hefur myndskreytt með á fjórða hundrað vatnslitamyndum. Myndunum verður varpað á sýningartjaldið meðan á flutn- ingi stendur. Tæknimaður er Einar Erlendsson Ijósmynda- fræðingur. Sagan um Hnotu- bijótinn var einnig flutt á að- ventutónleikum Sinfóníuhljóm- sveitarinnar í fyrra. Snorri Sveinn Friðriksson hefur starfað hjá Ríkisútvarpinu í 20 ár sem leikmyndahönnuður. Á þessum tíma hefur hann þó tvisvar fengið ársleyfi til að sinna listsköpun sinni. Hann hefur haldið nokkrar einka- Ein vatnslitamynda Snorra Sveins af hnotubijótnum. sýningar, en ekki síst hefur grafík hans 'og leikmyndamálun í Sjón- varpinu vakið athygli. Hann gerði t.d. leikmynd við Gullna hliðið, sem sýnd var fyrir nokkrum árum í Sjón- varpinu. Einar Erlendsson lauk BS-prófi í Lundúnum árið 1980 í tæknilegri ljósmyndun. Hann er einn eigenda fyrirtækisins Myndverks, sem starf- ar að ýmsum sérhæfðum sviðum ljósmyndunar, s.s. framköllun lit- skyggnufilma, stækkun litskyggna á pappír og fleira. Einar sér t.d. Sönghópurinn ekkert mál. Ekkert mál og Vanda- mál saman á plötu STÖÐIN heftir gefið út barna- plötuna Ekkert mál, en á henni syngja komungir söngvarar lög eftir sjálfa sig og aðra. Flytjendur eru Esther Talía Casey, Rakel María Axelsdóttir, Helga Viborg Sigutjónsdóttir, Agla Marta Siguijónsdóttir, Berk- ljót Björk Halldórsdóttir, Ragn- heiður Kristjánsdóttir, Hildur Guðný Þórhallsdóttir og Barði Jóhannsson. Tvö þau síðastnefndu kalla sig Vandamál, en hinar söngkonurnar sex kalla sig Ekk- ert mál, og er nafnið á plötunni þaðan komið. um að varpa á skjá textum í óperu- sýningum. Ballettinn Hnotubrjóturinn var frumsýndur í Maryinskij-leikhúsinu í Sankti Pétursborg í desember 1892 og hlaut þá fremur dræmar undirtektir. Tsjaíkovskíj var sjálfur frá upphafi óánægður með söguna um hnotubrjótinn og konung mús- anna eftir Hoffmann sem söguefni fyrir ballettinn. Fyrri ballettar tón- skáldsins, Svanavatnið og Þymirós, höfðu ekki notið hylli áhorfenda en þrátt fyrir það bað Ivan Vse- volozhskíj, forstjóri leikhúsa rússn- eska keisaradæmisins, Tsjaíkovskíj um að semja ballett við söguna af hnotubrjótnum. Fyrir áegggjan og þrábeiðni lét hann tilleiðast, þótt hann væri oft kominn á fremsta hlunn með að gefast upp á verkinu. Nú á dögum hafa þessi verk Tsjaíkovskíjs hlotið verðskuldaða viðurkenningu og tónlistin í Hnotu- brjótnum dregur fram á meistarleg- an hátt ímyndaðan heim bamanna, þar sem brúður verða menn og berjast við konung músanna og hirð hans. Elín Ósk Sigrún Pétur Þorsteinn Gauti Alþjóðasamtökin OMEP vom stofnuð 1948 og eru 50 lönd aðilar að þeim, þ. á m. hin Norðurlöndin öll. Þetta em merk samtök sem stuðlað hafa að bættum uppeldis- skilyrðum barna víðs vegar um heim með starfsemi sinni og hug- sjónum. Alþjóðasamtök OMEP hafa eink- um látið sig varða rétt barna í þjóð- félaginu, andlega og líkamlega vel- ferð barna og forvarnastarf í þágu barna. Ennfremur hafa þau á stefnuskrá sinni að stuðla að fag- legum rannsóknum á börnum og uppeldisskilyrðum þeirra. Sérstök nefnd hefur starfað að Vímulaus æska gefur út plötu; Fjórir ungir tónlistar- menn flytja sígild verk Foreldrasamtökin Vímulaus æska hafa gefið út hljómplötuna Fjörugijót. Á plötunni flylja fjórir ungir tónlistarmenn klassísk verk. Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleikari leikur tvær prelúdíur eftir Rachmaninoff og tvær etýður eftir Skijabin. Pétur Jónasson gítarleikari leikur „Capricho Arabe Alborada" eftir Francisco Tárrega. Elín Ósk Óskarsdóttir sópransöng- kona syngur ópemaríur úr La Bo- héme og Toscu eftir Puccini, við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari leikur Carmen-fantasíu um lög úr samnefndri ópem Bizets, eftir Ser- asate - Zimbalist. Selma Guð- mundsdóttir leikur með henni á píanó. Allar tekjur af sölu hljómplötunn- ar verða notaðar til forvarnarstarfs meðal barna og foreldra þeirra. Tónlistarfólkið, sem fram kemur á plötunni, gefur vinnu sína í þágu máléfnisins. Tónleikar á Kjarvalsstöð- um á morgun Tónlistarskólinn í Reylyavík heldur hina árlegu jólatónleika sína að Kjarvalsstöðum sunnu- daginn 10. desember og hefjast þeir kl. 20.30 Á efnisskrá tónleikanna em m.a. einleiksverk fyrir píanó eftir Bach, Haydn, Chopin og Brahms, einleiks- verk fyrir flautu eftir Eugene Boz- za, 1. þáttur úr Silungakvartettin- um eftir Franz Schubert, þættir úr Sögu hermannsins eftir Igor Stra- vinsky, samleiksverk fyrir fiðlu og píanó eftir Max Bmch og Eduard Lalo, einnig sönglög eftir Atla Heimi Sveinsson, Enrique Grana- dos, Richard Strauss og Hugo Wolf. Flytjendur em nemendur skólans og píanóleikararnir Helga Bryndis Magnúsdóttir, Krystyna Cortes og Lára Rafnsdóttir sjá um undirleik. Svanhildur og Anna Mjöll syngja jólalög ÚT er komin hijómplatan Jólaleg jól. Á henni syngja mæðgurnar Svanhildur Jakobsdóttir og Anna Mjöll Ólafsdóttir tíu jólalög. Allir textar og eitt lag eru eftir Ólaf Gauk og hann annaðist jafhframt útsetningar og sfjórnaði upptöku plötunnar. . Lögin á plötunni em öll erlend, nema titillagið, Jólaleg jól, sem er eftir Ólaf Gauk. Útgefandi er Tóna- ljón og Skífan annast dreifingu. hljópfæraleik annast ýmsir þekktir hljómlistamenn. Alþj óðasamtök um uppeldi barna STOFNFUNDUR íslandsdeildar OMEP, alþjóðasamtaka um upp- eldi barna innan átta ára aldurs, verður haldinn í Norræna húsinu þriðjudaginn 12. desember kl. 17.00. undirbúningi að stofnun íslands- deildar OMEP-samtakanna. Nefnd- ina skipa Ármann Snævarr prófess- or, Bergur Felixson framkvæmda- stjóri, Halldór Hansen barnalæknir, Ingibjörg Kr. Jónsdóttir forstöðu- maður, Kristjana Stefánsdóttir dag- vistarfulltrúi, Svandís Skúladóttir deildarstjóri og Valborg Sigurðar- dóttir uppeldisfræðingur. Fundarstjóri á stofnfundinum verður Guðrún Erlendsdóttir hæsta- réttardómari. Forseti alþjóðasamtakanna er nú Eva Balke dósent í Ósló. (Fréttatilkynning) 1 ÍDÚÐ ÓSKAST Óskum eftir að taka 3-5 herbergja íbúð á leigu sem allra fyrst. Erum þrjú í heimili. Getum útvegað meðmæli frá fyrri leigusölum sé þess óskað. Getum borgað milli 30 og 40 þús. á mánuði og jafnvel einhverja tyrirframgreiðslu. Teljumst reglufólk og við göngum vel um. Nánari upplýsingar í síma 13681. við Miklatorg, símar 17171 og 15014. er með stærsta sýningar- og sölusvæði borgarinnar. raða upp bílum og byrja að selja. Fyrst við erum að tala um bíla má geta þess að Aðal bílasalan er elsta bílasala landsins. Yið höfum selt bíla frá upphafi. « í tilefni af þessu öllu saman höfum við opið laugardag og sunnudag. O
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.