Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 69
K MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1989 69 níu níu & fimmtfu BAKVÖRÐ í JÓLA6JÖF "v=»r=?r« v-»i-r*Ti ai-or?<-^ r*rirsir^ ómmu sirsR" Hrunadans Ágæti Velvakandi. Hátt lætr i Hruna Hirðar þangað bruna Svo skal dansinn duna, að drengir megi það muna. Og enn er hún Una Og enn er hún Una. Þetta er vikivakatextabrot, og eins og með svo mörg samskonar, er unnt að dansa huayno við þetta, að lagi fjarlægrar elsku þjóðar. Það er líklega eindæma í honum alheimi þessi iðkaði Hrunadans eða hin áunna sjálfseyðingarhvöt. Stundum skeður það í ríki náttúr- unnar að lífvera hættir að vinna með annarri, en gerist í þess stað sjúk- dómur á henni. Deyði sníkillinn hý- silinn, tortímir hann sjálfum sér um leið, hefur þetta gerst t.d. með ein- stakar rótasveppategundir á tijám. „Menning", líklega frá aríum runnin, til okkar komin um Róm- verja og Grikki, er sjúkdómur á fal- legri blárri plánetu móður jörð, og er ómenning þessi, sem svo margir eru stoltir af, vistfræðilega, sið- fræðilega og trúarlega gjaldþrota, enda blasir endirinn við, hrun nátt- úrulegra lífríkja jarðar. Mun móður náttúru (Pacha Mama) vera um megn að greiða herkostnaðinn af lágkúrulegum metingi manna í milli. Meirihluti mannkyns (mannhaf Asíu) trúir á endurteknar jarðvistir. Þeir sem ekkert lærðu í skóla lífsins á árþúsundum, annað en berast með straumnum Qg nýjar aðferðir til að níðast á náunga sem náttúru, munu við endadægur missa einstaklings- vitund sína fyrir fullt og allt (laun syndarinnar er dauði). Hindúar trúa á kýr, enda nytja- skepnur, en „pjatt og snobb“ nátt- úruvemd nútíma menntunar og rétt- indafólks (jafnvel með kostnaðar- sömum flugleikjum) breytir í engu um glötunarferlið, veit og meirihluti mannkyns (íslendingar meðtaldir) ekki einu sinni hvað líf i samræmi við náunga sem náttúru er, hvað þá að rru'óa leiðin til lífsins finnist, enda ekki kennt í skólum. Dulítill er blæ- brigðamunur á Hrunadansi eftir löndum, þó er þar alls staðar lan- deyðing og mengun. Vímuefna- neysla, glæpir og vélaslys fara alls staðar vaxandi. ‘ Hér á landi þykir sá mestur er mestu getur sóað, ekki kallast verra ef hægt er að þyrla um sig svo miklu smjaðri og skrumi að persónuleikinn hverfi í moldviðrið, því ópersónuleiki er í hávegum hafður og tölvur nýtt- ar sem skálkaskjól til slíkrar fram- komu, t.d. opinbera kerfið. Þeir lægra settu eyða sinu í bíla, búðir og utanlandsflakk og má ekki nefna „veljum íslenskt" í þeim ferðum. Auk þessa reisa hærra settir borgarar hús og kaupa vélar, af fyrirhyggju sem smákrakkar í gotteríisbúð. Eng- inn peningur er til fyrir kaupunum, allt tekið að láni og gjaldþrotin fylgja á eftir eins og skugginn. Nú síðast á að reisa stórvirkjun fyrir peninga minni en öngva. Seðlabanki er undarlegt fyrirbæri sem stækkar í takt við verðbólgu og þjóðarskuldir. Hann óx umfram þörf úr því að vera deild í Lands- banka, en á sina hliðstæðu i Mexí- kóborg milli Móðurfjalla (Sierra Madre) og ekki á hreinu hver stælir hvem, í þessari grein. Opinbera báknið tútnar út sem púki á skammbita, kerfi þetta er oft óstarfhæft ef á reynir, dóms og rétt- arkerfi fúið (auðvelt að skjalsanna það) og skattaþörf minnir á niður- fall úr vaski. Tekjumisrétti vex í sífellu og mun svo halda áfram, verði áfram greitt kaup eftir lengd stofn- anainnrætingar en ekki fyrir vinnu, og réttindafargan að hindúísku mynstri látið áfram viðgangast Orð Jesú Krists, höfð beint eftir honum sjálfum, eru í andstöðu við flest annað efni Biblíunnar, einkum hvað verðmæta- og gildismat áhrær- ir, en í fullu samræmi við enn eldri áletranir Essena-trúflokks og þó undarlegt sé heiðnar fyrirþjóðir einn- ig. Gæti þetta bent til þess að þama sé um alheimssamskiptareglur að ræða. „Þeim sem eyðileggja Paradís, mun ekki verða önnur gefin.“ Fyrir framan mig er ræða Seattle-indíána- höfðingja, og er þar frekar vansagt en of. Þjóðlagatónlist er falleg sem og myndin af Macchu Picchu á veggnum. En öðru hvoru bankar Una gamla á dymar og minnir menn á að nóg sé komið og að hætta beri leik, þá hæst fram fer, en svarið er ávallt það sama, sagt vingjamlegri, biðj- andi röddu: „Einn hring enn móðir mín.“ Bjarni Valdimarsson MED HJOLUM FYRIR PARKETT OG DÚK Þessi stóll styður vel við bakið og gætir þess að þú sitjir rétt. Hann er með léttri hæðastillingu, veltanlegu.baki, fimm arma öryggisfæti og með hjólum fyrir parkett og dúk. Þetta er gæðostóll á góðu verði. Þetta er góð jólagjöf. Hallarmúla 2 Sími 83211 Söluaöili Akureyri, Tölvutœki — Bókval. Líttu inn og fáðu lipra þjónustu í Ijúfum bæ. Orient armbandsúr í miðbænum! Hjá okkurfer saman gceöi ogglœsileiki Bankastræti Laugavegur 12 Guðmundur Þorsteinsson sl. Opið laugardag kl. 9-6 Cari A. Bergmann, úrsmiður, Skólavörðurstíg 5. Komelíus Jónsson, úra- og skartgripaverslun, Skólavörðustíg 8. Nýtt bílageymsluhús, nóg pláss, frítt á laugardögum Heigi Sigurðsson, úrsmiður, Skólavörðustíg 3. Guðmundur Þorteinsson sf., úra- og skartgripaverslun, Bankastræti 12.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.