Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER-1989- - - Dómur Hæstaréttar 1 máli Magnúsar Thoroddsen Hinn sérskipaði Hæstiréttur, sem dæmdi í máli Magnúsar Thoroddsen, talið frá vinstri: Ragnar H. Hall, Jón Finnsson, Gunnlaugur Briem, Gunnar M. Guðmundsson, Sigurður Reynir Pétursson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Sveinn Snorrason. HÉR FER á eftir dómur Hæsta- réttar, sem kveðinn var upp í gær, í máli dómsmálaráðherra vegna ríkisvaldsins gegn Magn- úsar Thoroddsen fyrrverandi forseta Hæstaréttar. Málið dæmdu Gunnar M. Guðmundsson settur hæstaréttardómari og varadómararnir Gunnlaugur Briem yfirsakadómari, Ingibjörg Benediktsdóttir sakadómari, Jón Finnsson hrl, Ragnar H. Hall borgarfógeti, sem skipuðu meiri- hluta dómsins, og Sigurður Reynir Pétursson hrl. og Sveinn Snorrason hrl., en tveir síðast- nefndu skiluðu sératkvæði og vildu sýkna Magnús Thorodd- sen. Sératkvæði dómaranna tveggja birtist á morgun, sunnu- dag. I. Atvik málsins eru rakin í héraðs- dómi. Til viðbótar þvi, sem þar kem- ur fram um heimildir til kaupa á áfengi hjá Áfengis- og tóbaksversl- un ríkisins á svone'fndum sérkjörum eða kostnaðarverði, þykir rétt að rekja hér efni bréfs forstjóra Áfeng- isverslunar ríkisins til fjármálaráð- herra frá 21. október 1947, en til- efni þess var fyrirspurn, er þá hafði verið beint til ráðherrans á Alþingi „um réttindi til áfengis með niður- settu verði“. Bréf þetta, sem birt er í Alþingistíðindum 1947, er að lokn- um inngangsorðum svohljóðandi: „Fyrsti liður fsp. er svolátandi: Hvaða trúnaðarstöðum í landinu fylgir réttur til að fá frá ríkinu áfengi til kaups með niðursettu verði? Svar: Þennan rétt hafa nú: 1. Forseti íslands._ 2. Stjórnarráð Islands, sam- kvæmt fyrirlagi einhvers af ráð- herrunum. 3. Alþingi samkvæmt fyrirlagi forseta sameinaðs þings. 4. Ráðherrar. 5. Forsetar Alþingis. 6. Forstjóri Áfengisverzlunar ríkisins. 7. Erlendar sendisveitir og heim- ansendir konsúlar. Annar liður fsp. hljóðar þannig: Hvenær hafa trúnaðarmenn þjóð- félagsins öðlazt þessi réttindi, hvaða stjómarvöld veittu réttindin, óg hvaða ár fékk hver einstök trún- aðarstaða sinn frumrétt? Svar: Þegar núverandi forstjóri verzlunarinnar tók við starfi á miðju ári 1928, hafði forsætisráðherra haft þennan rétt og stjómarráðið samkvæmt hans fyrirlagi. — Enn fremur Alþingi samkvæmt fyrirlagi forseta sameinaðs þings. Í tíð þjóðstjómarinnar, sem sat að völdum frá 1939-1942, var öllum ráðherrunum veittur réttur til þess að kaupa áfengi með niðursettu verði, en kaupin féllu í framkvæmd- inni niður, meðan áfengissölu var hætt, frá því í júlímánuði 1941 til ársloka, er teknar voru upp undan- þáguveitingar til kaupa á áfengi. A þessu tímabili öðluðust einnig deildarforsetar og síðar varaforset- ar Alþingis rétt til kaupa á áfengi með niðursettu verði samkvæmt fyrirlagi þáverandi forseta samein- aðs þings. Með bréfi fjármálaráð- herra, dags. 26. júní 1944, er mælt fyrir um, að forseti sameinaðs þings skuli einn af þingforsetum hafa þennan rétt. En með bréfi frá fjár- málaráðuneyti, 29. janúar 1946, er mælt fyrir um, að selja megi forset- um Alþingis áfenga drykki án álagningar fyrir allt að 1.000 krón- um hverjum árlega. En þetta hefur í framkvæmdinni aðeins verið látið ná til forseta efri og neðri deildar Alþingis. Forstjóri Áfengisverzlunar ríkis- ins hlaut aðstöðu til þessara áfeng- iskaupa í júnímánuði 1944. Þriðji liður fyrirspurnarinnar er þessi: Hvaða skilyrði eða takmark- anir eru settar hinum einstöku not- endum þessara hlunninda? Svar: Engin önnur en þau, er að framan greinir og vita að forsetum efri og neðri deildar Alþingis um magn það, er þeim er leyft .,að kaupa. Síðasta lið fsp. teljum vér ekki f vorum verkahring að svara.“ Samkvæmt þeim upplýsingum, sem fram koma í téðu bréfi, virðast handhafar forsetavalds a.m.k. ekki fram til þess tíma, er bréfið var ritað, hafa notið réttar til kaupa áfengis á sérkjörum. Heimild þeim til handa var hins vegar til staðar 12. febrúar 1964 samkvæmt bréfi forstjóra Áfengis- og tóbaksversl- unar ríkisins 25. nóvember 1988, en meginefni þess er rakið í héraðs- dómi. Gögn málsins veita ekki upp- lýsingar um, hvenær á tímabilinu frá 21. október 1947 til 12. febrúar 1964 handhöfum forsetavalds voru veitt þessi hlunnindi. Svo sem rakið.er í héraðsdómi nýtur engra upplýsinga í málinu um það, með hvaða hætti stofnað var til þessara hlunninda, hvort ein- hvetjar reglur voru settar um þau eða hverjar venjur kunna að hafa myndast um nýtingu þeirra. Sam- kvæmt frásögn aðaláfrýjanda studdist hann um hlunnindi þessi við upplýsingar frá tveimur af for- verum sínum í embætti forseta Hæstaréttar og þó næsta óljósar að því er virðist. Gögn málsins leiða í ljós, að handhafar forsetavalds hafa um langt árabil notið þeirra fríðinda að mega kaupa til einkanota áfengi á kostnaðarverði hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Verður ekki séð, að fríðindi þessi hafi tengst opinberri risnu við þann embættis- rekstur, svo sem haldið er fram af hálfu gagnáfrýjanda. Þótt engra reglna eða leiðbein- inga nyti um magn þess áfengis, er kaupa mætti á þessum sérstöku kjörum, verður að telja að þeim er þeirra nutu hafi borið að binda kaup sín hveiju sinni við eðlileg hófsemdarmörk og hafa að leiðar- ljósi í því efni virðingu sjálfra sín ogþeirra embætta, er þeir gegndu. I héraðsdómi er gerð grein fyrir því, hvernig aðaláfrýjandi nýtti umrædd hlunnindi, er hann gegndi starfi sem einn af handhöfum for- setavalds, meðan hann var forseti Hæstaréttar frá 1. janúar 1987 til 25. nóvember 1988. Áfengismagn það, er hann keypti, fór langt fram úr því, sem hæfilegt gat talist og samboðið var virðingu embættis hans. Þessi miklu áfengiskaup aðal- áfrýjanda hlutu að rýra álit hans siðferðislega og voru fallin til að skerða virðingu fyrir Hæstarétti íslands og það traust, sem á miklu ríður, að borið sé til réttarins. Mikil áhersla er á það lögð af hálfu aðaláfrýjanda, að óeðlilegrar tregðu hafi gætt af hálfu gagn- áfrýjanda að verða við margítrekuð- um kröfum hans um framlagningu gagna í málinu um það, hvernig aðrir nýttu þau hlunnindi, sem um ræðir, og þá ekki aðeins á síðari árum. Þótt gagnáfrýjandi hafi að- eins að takmörkuðu leyti orðið við þessum kröfum aðaláfrýjanda, get- ur það þó ekki eins og máli þessu er háttað bætt réttarstöðu hans á grundvelli sönnunarreglna, enda hljóta úrslit málsins að ráðast fyrst og fremst af því, hvernig aðaláfrýj- andi sjálfur nýtti sér umrædd hlunnindi, en ekki hvernig öðrum, er þeirra hafa notið, fórst í því efni. II. Samkvæmt 1. tl. 5. gr. laga nr. 75/1973 um Hæstarétt íslands er eitt af skilyrðum þess, að skipa megi mann hæstaréttardómara, að hann fullnægi almennum dómara- skilyrðum. Málsaðila greinir ekki á um, að hér sé átt við skilyrði þau, sem tilgreind eru í 32. gr. laga nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði. í 3. mgr. 35. gr. laga nr. 85/1936, sbr. 4. gr. laga nr. 54/1988, segir m.a., að hafi dóm- ari að áliti dómsmálaráðherra rýrt svo álit sitt siðferðislega, að hannr megi ekki lengur gegna dómara- embætti, víki ráðherra honum frá embætti um stundarsakir, en síðan skuli mál höfða á hendur honum til embættismissis svo fljótt sem verða má. í lögum nr. 75/1973 er ekkert sambærilegt ákvæði um hæstarétt- ardómara og lögin vísa ekki til laga nr. 85/1936 í öðru, sem hér skiptir máli, en um hin almennu dómara- skilyrði, er áður getur. Augljóst er, að eigi verða að lög- um gerðar minni siðferðiskröfur til hæstaréttardómara en héraðs- dómara. Þykir því samkvæmt eðli máls eiga að skýra áðurnefnt ákvæði 3. mgr. 35. gr. laga nr. 85/1936 svo, að það taki ekki síður til hæstaréttardómara en héraðs- dómara. Eigi eru rök til þess vegna embættisstöðu aðaláfrýjanda og eins og úrlausnarefni málsins er háttað að fallast á þá málsástæðu, að réttarstaða hans í málinu geti byggst á niðurlagsákvæði 2. mgr. 7. gr laga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. III. Eigi eru efni til að fallast á þá málsástæðu gagnáfrýjanda, að að- aláfrýjandi fullnægi ekki lengur skilyrði 4. tl. 32. gr. laga nr. 85/1936. Þegar það er hins vegar virt, sem áður sagði um áfengiskaup aðal- áfrýjanda, verður ekki hjá því kom- ist að líta svo á, að í þeim hafi falist slík ávirðing, sem fellur undir 3. mgr. 35. gr. laga nr. 85/1936, sbr. 4. gr laga nr. 54/1988, og vitn- að var til hér að framan. Af því leiðir óhjákvæmilega samkvæmt lagaákvæði þessu, að taka verður til greina kröfu gagnáfrýjanda um, að aðaláfrýjanda verði vikið úr embætti dómara við Hæstarétt ís- lands. IV. Fallast verður á það með gagn- áfiýjanda, að heimilt hafi verið að víkja aðaláfrýjanda úr embætti um stundarsakir, án þess sú ákvörðun væri áður borin undir dómstóla. Það er í samræmi við ákvæði 3. mgr. 35. gr. laga nr. 85/1936, sbr. 4. gr. laga nr. 54/1988, hefur og stoð í 3 mgr. 20. gr. stjórnarskrárinnar og verður eigi talið bijóta gegn embættishelgi hæstaréttardómara samkvæmt 61. gr. stjómarskrár- innar, sem ætlað er að tryggja að dómurum sem eigi gegna jafnframt umboðsstörfum, verði aldrei á grundvelli ákvæða í almennum lög- um vikið endanlega úr embætti án undangengins dóms. Á það er og að líta við mat á þessu álitaefni, að ýmis vandkvæði hlytu óhjá- kvæmilega að fylgja því, að hæsta- réttardómari sæti við svo búið í embætti, meðan beðið væri dóms í máli hans. V. Ákvæði 61. gr. stjórnarskrárinn- ar ber að túlka svo, að aðaláfrýj- andi eigi rétt til óskertra launa meðan lausn hans úr embætti um stundarsakir stendur. VI. Samkvæmt framanskráðu ber að staðfesta niðurstöðu héraðsdóms um annað en málskostnað. Með hliðsjón af launakröfu aðaláfrýj- anda, sem tekin er til greina að fullu, þykir rétt, að gagnáfrýjandi greiði honum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti samtals 200.000,00 krónur að meðtöldum söluskatti. Að öðru leyti fellur máls- kostnaður niður. Gagnaöflun í héraði varð mjög umfangsmikil. Verulegur hluti framlagðra gagna er umfjöllun fjöl- miðla um áfengiskaup aðaláfrýj- anda. Dijúgur hluti þessa eru end- urrit af samtölum útvarpsstöðva við ónafngreint fólk. Fæst af þessari umfjöllun fjölmiðla átti erindi inn í málið og var framlagning þessara ganga andstæð grundvallarreglum réttarfars um málatilbúnað. Auk þess er margt af því, sem þar kem- ur fram, meiðandi fyrir aðaláfrýj- anda og aðra, sem ekki eru aðilar máls þessa, og því með öllu óviðeig- andi. Málatilbúnað þennan af hálfu ríkisvaldsins ber að átelja harðlega. Dómsorð Hinn áfrýjaði dómur er staðfest- ur um annað en málskostnað. Gagnáfrýjandi, dómsmálaráð- herra vegna ríkisvaldsins, greiði aðaláfrýjanda, Magnúsi Thorodd- sen, samtals 200.000,00 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Að öðru leyti fellur málskostnaður niður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.