Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐH) LÁUGARDAGÚR 9. DESÉMBÉR 1989' 44gt Er sama hvað- an gott kemur? Hjátrú, endurholdgun og kristin trú eftir Örn Bárð Jónsson Markvisst trúboð Á einhverri útvarpsrásinni var verið að tala við konu um miðils- hæfileika hennar og andatrú. I sjón- varpinu var talað við mann er stundar andalækningar og í stærsta dagblaði þjóðarinnar sem barst inn um iúguna sama kvöldið og fyrr- greindir þættir voru sendir út var stórt viðtal við erlenda konu er tel- ur sig vera sérfræðing í talnaspeki og dultrú. Morgunblaðið er einn sterkasti málsvari trúarlegra við- horfa sem engan veginn geta sam- rýmst kristinni trú. I blaðinu eru reglulega birtar greinar um þessi viðhorf, en kristið efni nánast horf- ið af síðum þess. Sýnd hefur verið þáttaröð um svipað efni á Stöð 2. Þetta er aðeins brot af því trúboði sem fram fer reglulega í fjölmiðlum á íslandi. Opnaðar hafa verið versl- anir í Reykjavík til að hjálpa fólki að iðka þessi framandi trúarbrögð sem leiða fólk frá Kristi og inn á annarlega vegi sem að lokum enda í vegleysu. Samtök hafa verið stofn- uð um hindurvitni og fréttamenn hafa verið eins og mý á mykjuskán í kringum menn sem iðka forneskju trúarbrögð og ganga á glóðum. Er þetta tilviljun eða-er hér á ferðinni skipulagt átak til að koma inn hjá fólki öðrum trúarhugmyndum en kristnum? Ástæðan fyrir því að ég skrifa ^þessa grein er sú að mér ofbýður andvaraleysi íslendinga gagnvart hinum ýmsu andlegu straumum er berast til landsins. Menn tala um mengun náttúrunnar og tungunnar og hafa af því miklar áhyggjur. En ekki er síður ástæða til að hafa áhyggjur af þeirri mengun trúar- innar sem nú á sér stað i hinum svokallaða kristna heimi og leiðir menn frá kristinni trú í þúsunda tali svo að menn fljóta, bókstaflega talað, sofandi að feigðarós. Skapari — sköpun íslendingar hafa löngum verið hallir undir hindurvitni. Álfa- og andatrúfn ber því vitni svo og hjá- trú hvers konar. Kristinn maður getur ekki, ef allt er með felldu, verið hjátrúarfullur. Hann veit sig lifa í veröld sem sköpuð er af Guði. Jörðin, stokkar, steinar, tré og runnar eru ekki íverustaðir goð- magna. Samkvæmt sköpunartrú Biblíunnar er Guð utan við sköpun sína en rennur ekki saman við hana eins og í algyðistrú (pantheisma) í austrænum trúarbrögðum. Þegar kristin trú barst tii Evrópu olli hún miklum framförum í tækni og ekki síst ræktun. Menn hættu að óttast skógana og goðmögn jarðar og fóru að nema ný lönd og plægja akra — m.ö.o. hjátrú vék fyrir skynsemi. Brotthvarf goðmagna úr umhverfi mannsins er bein afleiðing hins hebreska-kristna lífsskilnings sem aðgreinir sköpun og skapara. Andatrú Það er kunnara en frá þurfi að segja að andatru er útbreidd hér á landi, en að andatrú sé blandað saman við kristna trú á sér fáar hliðstæður. Ég minnist þess er ég var í Englandi fyrir nokkrum árum að ég sá sérstaka andatrúar„kirkju“ í Brighton. Þar eru menn heiðarleg- ir og koma saman undir réttum merkjum. Hér á landi hafa sálar- rannsóknir orðið að trúarbrögðum (andatrú) og þar með hætt að vera gagnleg vísindi. I fræðilegri flokkun er andatrú talin til sérstakra trúar- bragða sem eru af allt öðrum meiði en kristin trú. Hugmyndafræði spíritismans er náskyld indverskri trúarhugsun um karma og þroska- ferli í átt til fullkomnunar. Áhugi á guðspeki er allnokkur hér á landi, en uppistaðan í kenningu guðspek- innar (theosophy) er samblöndun margra trúarbragða er nefnist á fræðimáli syncretismi og kalla má grautartrú á íslensku. Við fyrstu sýn kann það að virðast göfugt að aðhyllast slíkar kenningar, en við nánari skoðun kemur fljótlega í ljós að slík samblöndun er ekki fram- kvæmanleg, a.m.k. ekki með tilliti til kristinnar trúar. Það er eðli henn- ar að aðgreina sig frá öðrum trúar- brögðum. Kristur hefur algjöra sér- stöðu í heimi trúarbragðanna og er, samkvæmt kristinni kenningu, eina ieiðin til Guðs. Hann segir sjálfur: „Ég er vegurinn, sannleik- urinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig.“ (Jóh. 14.6). Nú geta menn auðvitað skynjað Guð innan allra trúar- bragða v.þ.a. allir menn hafa í sér þrá eftir Guði. Guð getur opin- berast okkur í sköpuninni á þann hátt að menn skynji fegurð sólar- lagsins, tign fjallanna og himinsins eða í hinu smáa og fagra eins og liljum vallarins. Guð opinberast okkur ennfremur í samviskunni, þessu undarlega „tæki“, sem virkar á líkan hátt í öllum mönnum án tillits til uppeldis og innrætingar. Náttúran og sámviskan geta sagt okkur að Guð sé til, en um innra eðli hans segir lítið sem ekkert. Það er Biblían sem flytur okkur vitnis- burð um samskipti Guðs og manna á löngum tíma og samkvæmt krist- inni trú hefur Guð sjálfur birst okk- ur mönnum í Jesú Kristi. Guð kom sjálfur í Kristi og birti okkur hver hann er í raun, að hann er kærleik- ur, að hann ber umhyggju fyrir sköpun sinni, en er ekki óræð vídd í alheimsgeimi, ekki ópersónulegur kraftur, heldur persónulegur Guð sem elskar og þráir lífssamfélag við manninn. Ein leið eða margar? Það sem trúarstefnurnár, sem nú berast til íslands, eiga sameigin- legt er að kjarninn í þeim er kom- inn úr indverskri heimspeki eða öðrum austrænum trúarbrögðum. En er það ekki allt í besta lagi? Eru ekki margar leiðir til Guðs? Svo mætti halda í fljótu bragði. En í ljósi orða Jesú Krists er aðeins um eina leið að ræða. Hin ýmsu trúar- brögð geta vissulega varpað ljósi á lífið og tilveruna og flutt almenna opinberun eða lífsspeki sem allir geta aðhyllst en þau flytja ekki al- gilda lausn á vanda mannsins. Ef við berum saman kristna trú og t.d. Búddhadóm kemur í Ijós að þar er mikill munur á. Gautama Búddha leitaðist við að flýja heiminn og þjáningar hans með ákveðnum að- ferðum. í kenningu Búddhadóms kemur fram að fylgjendur hans skulu auðsýna öllum mönnum góð- vild og meðaumkun. Menn eiga þó ekki að flækja sig um of í örlög meðbræðra sinna. I fornum textum er varað við of nánum kærleika til annarra: „Kærleikur leiðir af sér áhyggjur. Kærleikur leiðir af sér ótta. Sá sem er fijáls undan kær- leikanum er hvorki áhyggjufullur né óttasleginn." (ÚrDhammapada.) Bemm þetta saman við orð Jesú: „Elska skaltu náunga þinn eins og sjálfan þig. . . Elskið óvini yðar.“ Líf Jesús ber þess vott að hann fórnaði sér fyrir aðra og hvetur fylgjendur sína til að láta sér annt um aðra þrátt fyrir áhyggjur og ótta. Starf Móður Teresu í Kalkútta á Indlandi ber þessu fagurt vitni. Þar birtist kærleikur gagnvart manninum í neyð hans. Umhyggjan brýtur múra sem aðgreina menn í stéttir sem þeir eru sagðir fæðast inn i fyrir tilstilli hins ópersónulega karma-lögmáls. í kristinni kenn- ingu eru engar stéttir, því allir menn eru jafnir frammi fyrir Guði. Endurfæðing og endurholdgun Kjarninn í mörgum austrænum Öm Bárður Jónsson „Menn tala um mengun náttúrunnar og tung- unnar og hafa af því miklar áhyggjur. En ekki er síður ástæða til að hafa áhyggjur af þeirri mengun trúar- innar sem nú á sér stað í hinum svokallaða kristna heimi.“ trúarbrögðum er karma-lögmálið. Á Indlandi er það viðtekinn sannleikur að tilveran sé þjáning. Reynsla Búddha hafði sannfært hann um þetta. Hann taldi sig hafa fundið orsök þjáningarinnar: Annars vegar sprettur hún af þeirri röngu hug- mynd að veröldin sé raunveruleiki, hins vegar af lífsþorstanum sem veldur því að maðurinn er bundinn fastur við tilveruna. Það er eigin- girni mannsins, tilfinningar hans og nautnaþrá sem gerir það að verkum að hann er fastur í enda- lausri röð fæðinga og dauða. Þetta kemur ennfremur fram í hindúasið. Sífelld endurholdgun felur í sér þjáningu vegna þess að hvert líf hefur í för með sér meiri eða minni þjáningar. Takmark mannsins er að frelsast frá endurfæðingum og hverfa inn í nirvana en það er end- ir alls. Endurholdgun er skv. þessu böl en ekki gleðitíðindi. Álitið er að hugmyndir manna um endur- holdgun eigi sér rót í þeirri vitund eftir Selmu Júlíusdóttur Vegna fréttar frá Verðlagsráði ríkisins um gjaldskrá Samtaka dag- mæðra í Reykjavík viljum við taka eftirfarandi fram: Á fjölmennum fundi 27. nóvem- ber var einróma samþykkt að halda fast við þau gjöld-sem dagmæðurn- ar taka í dag. Dagmæður eru verk- tak'ar en hafa flestallar tekið mjög langt fyrir neðan venjulegt verk- takagjald vegna tillitssemi við for- ráðamenn þeirra barna sem vistast hjá þeim. Þær eru með lægstu dagvistar- gjöldin og verður fólk að varast að tala um gjöld sem foreldrar borga á móti ríki og sveitarfélagi. Það er aðeins brot af raunverulegum dag- vistargjöldum. Samtökin hafa gefið sínum félagsmönnum leiðbeinandi gjaldskrá og hafa félagsmenn geng- ist undir meiri kvaðir hvað varðar námskeið, skiptingu vöggubarna og eldri barna og starfsaldurslauna- skref en félagsmenn annarra sam- taka. Hver dagmóðir hefur fullan sjálfsákvörðunarrétt um viðskipti sín og viðskiptavina sinna innan íslenskra viðskiptalaga. Ef að dagmæður í Kópavogi og Hafnarfirði treysta sér til að vinna á lægri taxta er það þeim alveg fijálst en þær hafa þá viðmiðun á sínum útreikningi fyrir gjaldtöku að þær draga frá verkamannalaun- manna að eitt lífshlaup dugi ekki til fullkomnunar. Ennfremur hafa menn komist að raun um að góðir menn geta þjáðst og vondir notið velgengni. Það er m.ö.o. á grund- velli réttlætiskenndar sem menn hafa búið sér til þessa kenningu. Þetta leiðir hugann að því að kenn- ingar annarra trúarbragða eru hug- myndir manna um Guð en í krist- inni trú er um að ræða hið gagn- stæða þ.e.a.s. opinberun Guðs. Guð kom sjálfur til manna og birti þeim sannleikann og þegar Guð upplýsir sálarsjón manna og þeir skynja sig frammi fyrir almáttugum Guði í fyrirgefandi náð eru þeir endur- fæddir. Endurfæðingin er gjöf Guðs sem miðlað er til manna í skírninni og þeir taka á móti með játningu og eftirfylgd við Krist. Endurfæð- ing að kristnum skilningi er allt annað en endurholdgun. Spurning- unni um endurholdgun svaraði Jes- ús neitandi er menn spurðu hvort Jóhannes væri Elía endurkominn og sömuleiðis er menn álitu hann vera einhvern hinna gömlu spá- manna. Hugmyndir manna á dög- um Jesú um að Elía spámaður væri kominn eða ætti að koma byggðust á því að menn væntu samskonar krafts og var í lífi Elía forðum. í frásögn 2. Konungabók- ar, 2. kafla, kemur fram að Elía var burtnuminn — hann dó ekki. En Elísa, lærisveinn hans, hlaut tvöfaldan kraft Elía og hélt áfram starfi hans. Það sem menn væntu að sjá á dögum Jesú var maður sem bjó yfir krafti Elía. Hér er hug- myndin um heilagan anda, sem kemur yfir menn og dvelur í þeim, lögð til grundvallar. Andinn er kraftur Guðs sem kom yfir Elía, Elísa og síðar yfir kristna menn á hvítasunnudag. í 17. kafla Matthe- usarguðspjalls segir Jesús að Elía sé þegar kominn og átti þar við Jóhannes skírara. Hér er átt við kraft Elía sem hafði birst í Jóhann- esi. Ef Jóhannes var Elía sjálfui endurholdgaður, af hveiju birtist þá ekki Jóhannes á fjallinu í um- ræddri frásögn í stað Elía þar sem hinn fyrrnefndi hafði þá þegar ver- ið hálshöggvinn? Endurfæðing og endurholdgun eru andstæður en ekki tvær hliðar á sama máli. Sá sem endurfæðist í Kristi öðlast nýtt hugarfar, nýja hugsun, nýja Iífssýn. Endurfæðing á sér stað hér í þessu lífi þegar Kristur kemur inn í líf manna en er ekki tengd dauða og „ Við vonum að nú takist að ná eyrum ráða- manna og að dag- mæðramálin komist á mannsæmandi grund- völl.“ um um 20% vegna áætlunar um að þær geti sinnt störfum fyrir sjálf- an sig á meðan þær gæta fjögurra bama allan daginn. Við í Reykjavík álítum að þetta sé ógerningur nema barnaverndar sé ekki fyllilega gætt. Dagmæður á íslandi búa við mjög ólíka réttarstöðu miðað við önnur Evrópulönd. Að áliti okkar er alls ekki líðandi lengur sú mann- réttindastaða sem þær búa við. Staða þessara mála er þannig að nauðsynlegt er að stjómarmenn landsins láti rannsaka mjög gaum- gæfilega öll þau mál og sjái til þess að lög verði sett um svo ábyrgðarmikið starf. Við munum fara fram á rannsókn á afgreiðslu verðlagsráðs á dagmæðrataxtan- um. Það er hryggilegt ef svo slæmt sé mannréttindakerfi íslendinga að dagmæður þurfi að leita hjálpar fyrir mannréttindadómstólum ann- arra landa. í sex ár hafa samtökin reynt að byggja starfsemina upp með barna- vernd fyrst og fremst að viðmiðun en hægt hefur gengið vegna þess framhaldslífí. Tröppugangurinn sem andatrúarmenn (spiritistar) og aðrir, sem byggja á austrænum trú- arbrögðum, boða mönnum að eigi sér stað handan grafar er alls ekk- ert fagnaðarerindi fremur en endur- holdgun. Hún er lögmálstrú, bölvun yfir manninum sem verður að vinna sig upp í áliii hjá almættinu með svita og tárum. Kristur boðaði ræn- ingjanum á krossinum allt annað er hann sagði við hann: „í dag skaltu vera með mér í paradís.“ (Lúk. 23.43b). Og alkunna er áhersla sú er Lúther lagði á inni- hald textans í Rómveijabréfinu 1.16-17 sem birtir mönnum það fagnaðarerindi að þeir lifi fyrir trú en ekki lögmálsverk. Jesús segir: „Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi.“ (Jóh. 11.25), Og í Róm- veijabréfinu 10.9-10 segir: „Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn — og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða. Með hjartanu er trúað til réttlætis, en með munninum játað til hjálpræð- is.“ Hér er tekinn af allur vafi um hjálpræðið. Það verður hvorki keypt með verkum né því að maðurinn endurholdgist milljón sinnum. Slíks þrældóms gerist ekki þörf, þökk sé Jesú Kristi. Við lifum aðeins einu sinni og í þessu lífi gefst okkur tækifæri til að gefast Kristi. í opin- berun Guðs segir m.a.: „ . . . það liggur fyrir mönnum eitt sitt að deyja og eftir það fá sinn dóm.“ (feitletrun mín. Hebr. 9.27). Annað- hvort styðjast menn við opinberun Guðs í Kristi eða sína eigin grautar- trú. Mönnum er fijálst að trúa hveiju sem þeir vilja en sannleikur- inn er og verður aðeins einn: Jesús Kristur, krossfestur, dáinn og upp- risinn. í honum er hjálpræðið — honum einum. Helstu heimildir: — Biblían (1981) — Per Erik Person „Att tolka Gud i dag“, LiberLaromedel, útg. í Lundi 1979. — „Búddhadómur", Gunnar J. Gunn- arsson tók saman, Námsgagnastofn- un 1983. — „The Lion Handbook to the Bible“, Lion Publishing, England 1973. — Erindi Tissa Wcerasingha sem hann hélt í Odda (HÍ) í janúar 1989. Hann er prestur frá Sri Lanka og hefur rannsakað austrænar og vest- rænar endurholdgunarkenningar. Höíiindur er sóknarprestur í Grindavík. Selma Júlíusdóttir að fleira fólk í stjórnkerfinu hefur sett stólinn fyrir dyrnar en þeir góðu sem hafa reynt dyggilega að koma þessum málum í lag. Við vonum að nú takist að ná eyrum ráðamanna og að dag- mæðramálin komist á mannsæm- andi grundvöll. I Reykjavík einni eru vistuð 930 börn og eigin börn undir sex ára eru 698 en fjöldi dagmæðranna er -365. Fyrir hönd Samtaka dagmæðra Reykjavík. Höfundur er fornmður Samtaka dagmæðra í Reykja vik. Athugasemd frá Samtök- um dagmæðra í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.