Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 62
62 MORGyNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. IJESEMBEH 1989 fclk í fréttum MYNDLIST Nýlist í bland við herra- fatnað Flestir setja Sævar Karl Ólafsson í samband við vandaðan herra- fatnað, en þegar betur er að gáð reynist hann hafa fleira í pokahorn- inu. í verslun hans í Bankastræti 9 er nefnilega lítið gallerí, þar sem nýlist er á boðstólum. Tíðindamaður blaðsins gerði sér ferð upp Banka- stræti og spurðist fyrir um tilurð þessa. „Þetta hófst nú eiginlega með lokun Nýlistasafnsins. Þannig var að stúlka að nafni Sigríður Guðjóns- dóttir, sem vinnur fyrir mig við ýmisleg störf eins og útlitshönnun, útgáfu og annað slíkt, tengdist Nýlistasafninu. Hún vissi af því að homherbergið hérna, sem snýr út í Bankastræti, stóð autt og stakk þeirri hugmynd að mér að hér mætti hæglega setja upp lítið gail- erí, þar sem sýna mætti nýlist. Ég hugsaði með mér: „Af hveiju ekki?“ og hér stöndum við,“ segir Sævar Karl og veifar höndinni yfir her- bergið, sem er stórt og bjart, enda stórir gluggar á því, sem vísa í suður og vestur. „Ekki stíga á strik“. Hvenær gerðist þetta? „Við opnuðum i febrúar og höfum ekki horft um öxl síðan . . erum fullbókuð langt fram á vor. Ég veit að þeir, sem hér hafa sýnt, finnst ágætt að geta sýnt í svona litlu galleríi, það er ekki jafnmikil vinna við að setja upp litla sýningu hér og annars staðar. Svo er þetta nátt- úrulega í hjarta bæjarins og það spilijr ekki fyrir.“ Hvers konar fólk kemur hingað? „Ja, það er nú svo skemmtilegt, að hingað fáum við allar tegundir af fólki. Bæði er að fólk, sem hing- að er fyrst og fremst komið til þess að kaupa föt, skoðar sýninguna um leíð og þetta er oft fólk, sem aldrei Morgunblaðið/Sverrir Sævar Karl Ólafsson í galleríi sínu, en á veggnum bak við hann er verk Ingibjargar Jónsdóttur, „Endurtekning" hefði dottið í hug að fara í Nýlista- safnið. Svo er hitt, að fólk, sem kemur gagngert til þess að skoða sýninguna, kynnist versluninni, sem það hefði e.t.v. varla gert annars.“ Þannig að þú og viðkomandi listamaður njótið viðskiptavina hvors annars? „Það má segja það og þetta gall- erí er vitaskuld ólíkt öðrum, bæði vegna smæðarinnar og þess að ég tek ekki þóknun fyrir seld verk. Ég er ekki í samkeppni við hin galleríin í borginni." Og hvað býður Sævar Karl list- unnendum og viðskiptavinum sínum upp á þessa dagana? „Þetta er tíunda sýningin hérna og nú í desember stöndum við fyrir kynningu á lágmyndum eftir Ingi- björgu Jónsdóttur. Hún hefur sér- hæft sig í hefðbundnum skúlptúr og vefnaði og í þessum verkum blandar hún þessum tveimur form- um mjög skemmtilega saman. Verkin eru úr grágrýti og blágrýti, bronsþræði og hrosshári. Og mér finnst þetta tvennt vinna mjög skemmtilega saman — annars veg- ar harður steinninn og hins vegar mjúkur vefnaðurinn, sem þó er eft- ir allt saman ekki svo mjúkur þegar ofið er úr bronsþræði og hrosshári." Og þú ætlar að halda áfram á þessari braut? „Með galleríð? Svo sannarlega, þetta hefur gengið afskaplega vel og gefur versluninni annan svip. Ég breyti því ekki.“ Sælgæti með ávaxtasykri (Hentar sykursjúkum) Súkkulaði - Fyllt súkkulaði - konfekt (litlir kassar) - Fyllt konfekt (litlir kassar). Útsölustaðir: Heilsuhúsið, Kringlunni - Sölubúðir RKÍ, Landspítalanum og Landakoti - Heilsubúðin, Hafnarfirði - Samkaup, Njarðvík - Samland Stjörnuapótek, Akureyri - Hressingarskálinn, Vestmannaeyjum - Apótekið Seyðisfirði - Útsölur KEA, Norðurlandi. HEILDSALA, SÍMI (91) 83891. Geymið auglýsinguna. TÖÐUGJÖLD SKÍFUHÁTÍÐ Hljómplötuútgáfan Skífan hélt nýverið hátíð til að fagna jó- Iaútgáfu fyrirtækisins, en Skífan sendir að þessu sinni frá sér átta nýjar hljómplötur með íslenskum flytjendum, aukinheldur sem fyrir- tækið gefur þrjár eldri plötur út á geisladiskum. Flytjendurnir eru HLH-flokkurinn, sem- sendir frá sér plötuna Heima er best, Síðan skein sól Ég stend á skýi, Bjartmar Guð- laugsson Það er puð að vera strák- ur, Hilmar Oddsson Og aúgun opn- ast, Geirmundur Valtýsson í syngj- andi sveiflu, Tómas R. Einarsson Nýr tónn, Björgvin Halldórsson og gestir Allir fá þá eitthvað fallegt og Brúðubíllinn Aftur á ferð. Einn- ig gefur fyrirtækið út á geisladisk: um fyrstu plötu HLH-flokksins, í góðu lagi, Stuðmannaplötuna Með allt á hreinu og barnaplötuna Tung- Iið, tunglið taktu mig. Útgáfuhátíðin var haldin í Iðnó við Tjörnina og hófst með ávarpi Jóns Ólafssonar, stjómanda Skífunnar. Hann bauð viðstadda, sem nutu veitinga á vegum fyrir- tækisins, velkomna. Jón sagði áber- andi breidd í útgáfu Skífunnar að þessu sinni og kvaðst þess fullviss að allir fengju þar eitthvað við sitt hæfi. Að tölunni lokinni voru sýnd myndbönd með listamönnunum og síðan léku fyrir gesti meðal annarra Tómas R. Einarsson og félagar, Bjartmar Guðlaugsson og Síðan skein sól. Er hljómsveitir og söngv- arar höfðu lokið sér af, afhenti Jón Olafsson Stuðmönnum gullplötu fyrir plötu þeirra frá því í sumar. Hátíðinni lauk með flugeldasýningu undir miðnætti. ROKK Bon Jovi deilir við siðgæðispostula Miðað við heldur neikvæða ímynd þungarokksins, þykja Jon Bon Jovi og hljómsveit hans Bon Jovi fremur heilbrigðir og saklausir. En engu að síður ratar hann í raunir annað veifið. Nýlega átti hann í úti- stöðum við velsæmisdómara sjón- varpsmyndbanda í Bandaríkjunum, en þar um slóðir má blóð fossa í stríðum straumum, en sjáist glitta í geirvörtu á. konu fara skærin á loft. Bon Jovi sendi frá sér myndband ný- verið og fjallar texti lagsins „Living in Sin“, m.a. um kynlífsþreifingar táninga. A mynd- bandinu er atriði sem talið er dálítið djarft og þótti óhæfa að sýna slíkt í bandarísku sjón- varpi. „Ég klippti þetta burt og var ekki aldeilis ánægður með það. Texti þessa lags höfðar til eigin minninga frá táningsárunum. Þetta var frábær og spennandi tími tilrauna og vitund- arvakningar. Þessir siðgæðispostular haga sér eins og þeir hafi aldrei ver- ið ungir. Auk þess má spyija hveijum það sé að kenna ef börn eru að glápa eftirlitslaust á hvað sem er í sjónvarpi. Ekki er það mín sök. Sjónvarpið er yfirfullt af barna- efni og það á að vera hlutverk for- eldra að sjá til þess að börnin séu ekki að horfa á fölblátt rokkvídeó,“ segir Bon Jovi. COSPER - Ég er búinn að þvo mér um hendurnar, mamma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.