Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 72
Söngur villiandarinnar Kl. 16:05 Einar Kárason JOÚTVARPIÐ RÁS 2Q LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Atvimmleysi nær helm- ingi meira en í fyrra ATVINNULEYSI í nóvembermán- uði nam 1,7% af mannafla á vinnu- markaði á landinu og hafði aukist um 0,3% frá mánuðinum á undan. Þetta er nær helmingi meira at- vinnuleysi en í nóvembermánuði á síðasta ári þegar það var 0,9%. Þessar upplýsingar komu fram á samningafundi Alþýðusambands ís- lands og vinnuveitenda í gær, en fulltrúar Þjóðhagsstofnunar mættu á fundinn og gerðu grein fyrir atvinnu- horfum á næsta ári. Atvinnuleysi .—jókst í öllum landshlutum nema á Vestfjörðum. Þjóðhagsstofnun spáir 2,3% at- vinnuleysi að meðaltali á næsta ári. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands íslands, sagði að ýmsar aðrar upplýsingar bentu til að atvinnuleys- istölur gætu orðið verulega hærri. Hann sagði að fundurinn í gær hefði verið áhugaverður. Þar hefðu meðal annars komið fram að frá árinu 1987 hefði fækkað um 7.500 störf á al- . .mennum vinnumarkaði á sama tíma og fjölgað hefði um 2.800 störf hjá hinu opinbera. Næsti samningafundur ASÍ, VSI og VMS hefur verið boðaður á þriðju- daginn. DAGAR TIL JÓLA Hafís við Horn Morgunblaðið/RAX Stakir hafisjakar valda því að siglingaleiðin frá Horni að Straumnesi er varasöm, en fær í björtu. Hafísinn er um tvær sjómílur frá landi við Hælavíkurbjarg og fjórar sjómílur norðaustur af Horni. Vind er farið að leggja aðeins frá landi og gert er ráð fyrir að snúist í suðaust- anátt um helgina. Líkur eru því til að hafísinn hrekist frá landi næstu daga. Hæstíréttur dæmir Magnús Thoroddsen frá embætti „Ekki hægt að rökstyðja niðurstöðuna lögfræðilegum rökum,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. HÆSTIRÉTTUR kvað í gær upp dóm í máli dómsmálaráðherra vegna ríkisvaldsins gegn Magnúsi Thoroddsen fyrrverandi forseta Hæstarétt- ar. Niðurstaða 5 af 7 dómurum var að dæma beri Magnús frá emb- ætti hæstaréttardómara og að fallast beri á lögmæti þeirrar aðferðar dómsmálaráðherra, að víkja Magnúsi úr embætti um stundarsakir án þess að bera þá ákvörðun undir dómstóta. Þó skuli Magnús njóta fullra launa fram að dómi héraðsdóms. Tveir dómaranna skiluðu sératkvæði og vildu sýkna Magnús af öllum kröfúm ríkisvaldsins. í niðurstöðum dóms Hæstaréttar handhafar forsetavalds hafi um ára- segir að gögn málsins leiði í ljós að bil notið þeirra fríðinda að mega kaupa til einkanota áfengi á kostnað- arverði hjá ÁTVR. Ekki verði séð að þessi ffíðindi hafi tengst opinberri risnu. Þótt engra reglna eða leið- beininga nyti um magn þess áfengis er kaupa mætti á sérkjörum verði að telja að þeim er þeirra.nutu hafi borið að binda kaup sín hveiju sinni við eðlileg hófsemdarmörk og hafa að leiðarljosi í því efni virðingu sjálfra Sprengdu rörasprengj- ur í Bústaðahverfinu RÖRASPRENGJUR, samskonar og þær sem nokkrir unglingar í Hafnarflrði hafa slas- ast alvarfega við að útbúa og sprengja, voru sprengdar við Breiðagerðisskóla í Reykjavík í fyrrakvöld og Réttarholtsskóla, sem er skammt frá, um ellefuleytið í gær: kvöldi. Báðar sprengjurnar ollu nokkrum skemmdum, en engin meiðsl urðu á fólki. í síðara skiptið sáust þrír unglingspiltar hlaupa burt og leitaði lögreglan þeirra í gær- kvöldi. í báðum tilvikum voru sprengjurnar hengdar á útidyr og urðu töluverðar skemmdir á dyraumbúnaði. Sprengjurnar virðast hafa verið hengdar á hurðimar og kveikt á þræði þeirra þar. Sprengjusérfræð- ingar Landhelgisgæzlunnar fundu tundur- þráð við Réttarholtsskóla í gærkvöldi. Við Réttarholtsskóla var öryggisvörður frá Vara staddur hinum megin við húsið, er sprengjan sprakk. Hann hljóp þegar til og sá í iljar þremur unglingsstrákum, en tókst ekki að hafa hendur í hári þeirra. Lögreglan gerði mikla leit að piltunum í gærkvöldi, en hún hafði ekki borið árangur er Morgun'blaðið hafði spurnir af. Undanfarin ár hefur talsvert borið á sprengjum af þessu tagi í Hafnarfirði um jólaleytið og þar hafa nokkrir unglingar slas- ast illa af völdum heimatilbúinna sprengna enda eru þær taldar geta verið lífshættuleg- ar. Lögreglumenn í Reykjavík segjast ekki minnast þess að sprengjur sem þessar hafi áður verið sprengdar í borginni. Morgunblaðið/Július Verksummerki við Réttarholtsskóla; rúðan brotnaði og dyrahandfangið kubbaðist sundur. sín og þeirra embætta er þeir gegndu. Síðar segir að áfengismagn það er Magnús keypti hafi farið langt fram úr því sem hæfilegt gat talist og samboðið virðingu embættis hans. Þessi miklu áfengiskaup hafi hlotið að rýra álit hans siðferðislega og verið til þess fallin að skerða virðingu fyrir Hæstarétti Islands og það traust sem á miklu ríður að borið sé til réttarins. Úrslit ráðist fyrst og fremst af því hvernig Magnús hafi sjálfur nýtt hlunnindi sín en ekki hvernig öðrum er þeirra hafi notið hafi farist í því efni. Þá segir að augljóst sé að ekki . verði að lögum gerðar minni sið- ferðiskröfur til hæstaréttardómara en héraðsdómara og að háttur sá sem hafður var við að víkja Magnúsi frá embætti hafi ekki brotið gegn emb- ættishelgi sem hæstaréttardómurum er veitt samkvæmt stjórnarskrá. Dómaramir Sigurður Reynir Pét- ursson og Sveinn Snorrason sögðu í sératkvæði sínu að sýkna bæri Magn- ús af öllum kröfum ríkisvaldsins og staðfesta niðurstöðu héraðsdóms um ólögmæti aðferðar ráðherra við að víkja honum úr embætti um stundar- sakir. Jón Steinar Gunnlaugsson veij- andi Magnúsar Thoroddsen sagði við Morgunblaðið að við málflutning í Hæstarétti hefði verið sýnt fram á að í forsendum héraðsdómsins væru alvarlegar veilur og þessar veilur endurtækju sig í forsendum meiri- hluta Hæstaréttar. „Þetta segir mér aðeins það, að þessa niðurstöðu er ekki hægt að rökstyðja með lögfræði- legum rökum,“ sagði Jón Steinar. Sjá dóm Hæstaréttar á bls. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.