Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1989
23
Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson
Klippt á borða. Haraldur Stefánsson, slökkviliðsstjóri, kapteinn Rich
Goolsby og Ástvaldur Eiríksson, varaslökkviliðsstjóri,
Vogar:
Ný slökkvistöð „stöð
2“ tekin í notkun
Vogum.
Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli hefur tekið í notkun nýja slökkvi-
stöð, „stöð 2“. Nýja stöðin verður einskonar hverfastöð og stendur á
raóti Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þar verða þrjár slökkvibifreiðar og
sex starfsmenn. Þá hefur nýtt æfíngasvæði verið tekið í notkun fyrir
slökkviliðið þar sem tekist verður á við olíuelda í æfingaskyni.
Með tilkomu aukinnar flugstarf-
semi á Keflavíkurflugvelli vestan-
verðum, ásamt Flugstöð Leifs
Eiríkssonar við völlinn norðanverð-
an, var ljóst að viðbragðstími
slökkviliðsins frá slökkvistöðinni á
austanverðu flugvallarsvæðinu
myndi ekki í öllum tilvikum upp-
fylla þær kröfur sem gerðar eru,
þess vegna var farið út í að inn-
rétta nýja slökkvistöð.
Það var kapteinn Rich Goolsby,
sem afhenti Haraldi Stefánssyni,
slökkviliðsstjóra, nýju stöðina við
hátíðlega athöfn.
Kapteinn Rich Goolsby er eins-
konar bæjarstjóri varnarliðsins, og
sér um rekstur allra fasteigna í
þjónustu á vellinum, þar með talinn
flugvöllinn. - EG
Slökkviðilið tekur æfíngu á nýja æfingasvæðinu.
Einhverstaðar
verður að byrja
Helgi Jónsson, ungur Ólafsfirð-
ingur, gefur sjálfur út sína fyrstu
bók, unglingasöguna Skotin!, nú
fyrir jólin.
Helgi er 27 ára gamall með
BA-próf í bókmenntum og ensku
frá Háskóla íslands en kennir nú
á Ólafsfirði þar sem sagan hans
gerist.
Bókin þín Ijallar öðrum þræði
um einelti. Hefur þú kynnst því
sem kennari?
„Maður verður vitni að mörgu
í skóla, vissar manngerðir eru
lagðar í einelti og ástæðurnar
fyrir því eru ótrúlega margar. Það
er ekki aðeins líkamlegt heldur
andlegt líka hvemig strákar og
stelpur eru brotnar niður. Annars
var hugmyndin ekki að skrifa um
einelti fyrst og fremst en það var
einn af þremur grunnpunktunum
í sögunni — hinir eru ástin og
einmana týpan.“
Persónurnar bera nöfn eins og
Kári og Skarphéðinn og Njáll?
„Frumhugmyndin var að skrifa
sögu í anda fornsagnanna en láta
hana gerast í nútímanum. Svo
gekk það ekki. Orðfærið var ekki
nógu heilsteypt eða sannfærandi.
Ég byijaði á nýjan leik og dró
úr forna stílnum en það var ekki
fyrr en í þriðju atrennu, sem ég
varð ánægður með útkomuna. Þá
skrifaði ég söguna á venjulegu
nútímamáli en læddi inn hér og
þar setningum úr fornsögunum."
Helgi Jónsson.
Fyrir hvaða aldurshóp er sag-
an?
„Bókin er stíluð á ungt fólk og
unglinga en það er ekki stefnan
að skrifa unglingabækur. Ég var
búinn að hugsa um þennan sögu-
þráð lengi og ákvað að festa hann
á blað en ég held líka að það
hjálpi mér að komast af stað að
skrifa um unglinga. Einhverstað-
ar verður maður að byrja.“
GANGVIRKID - SEIDUR OG HÉLOG - DREKAR OG
SMÁFUGLAR - EFTIR ÓLAF JÓHANN SIGURÐSSON
eru komnar út í öskju. Þessi stórbrotni sagnabálkur um Pál Jónsson blaðamann er
höfuðverk Ólafs Jóhanns Sigurðssonar sem var einn listfengasti sagnasmiður
okkar, þýðandi og Ijóðskáld. Hann hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs,
fyrstur slendinga, árið 1976.
Sagnabálkurinn um Pál fjallar um ungan mann utan af landi, velviljaðan og auðtrúa,
sem kemur til borgarinnar á stríðsárunum og verður að horfast í augu við grimman
veruleik nýs tíma. Þetta er saga um tálsýnir og brostnar vonir, hræsni og siðleysi,
en líka saga um óskir sem rætast, kærleik og mannlega góðvild. En umfram allt
skemmtileg lesning sem lesandinn vill helst ekki leggja frá sér fyrr en á síðustu
blaðsíðu.
og menmng
Síðumúla 7-9. Sfmi 688577. Laugavegi 18. Sími 15199-24240.