Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 34
38 98er fl33M383(3 .6 MUOAaíIAOUAJ ÖKIAJaHUOJOM 34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESÉMBÉR 1989 Slóvenía: Vilja rjúfa öll tengsl við Serba Belgrað. Reuter. Andkommúnískir stjórnarandstöðuhópar í júgóslavneska lýð- veldinu Slóveníu hafa sameinast og krefjast þess nú einni röddu, að hætt verði öllum samskiptum við Serbíu, sem er annað lýðveld- ið frá. Serbar, sem sækjast augljóslega eftir forystunni meðal þjóðanna, er byggja Júgóslavíu, drógu ný- lega verulega úr samskiptum sínum við Slóvena og var það gert til hefna þess, að Slóvenar bönn- uðu þeim að efna til fjöldafundar í Ljubljana, höfuðborg Slóveníu. í Slóveníu, sem liggur að Austurríki og Italíu, eru margir ófoiTnlegir flokkar, til dæmis jafnaðarmenn, kristilegir demókratar og bænda- flokksmenn, og þar eiga að fara fram fijálsar kosningar að vori. Leiðtogar Serba vilja hins vegar halda fast við alræði eins flokks og miðstýringu. í Júgóslavíu eru sex lýðveldi og tvö sjálfstjómarhéruð og tungurn- ar eru enn fleiri og trúarbrögð með ýmsum hætti. Hefur verið fjandskapur með sumum þjóðanna frá fornu fari. Ante Markovic, for- sætisráðherra Júgóslavíu, sagði í gær, að koma yrði í veg fyrir, að ágreiningurinn tefði fyrir efna- hagslegum umbótum í landinu en verðbólgan mælist nú 2.000% og að minnsta kosti 16% vinnufærra manna eru atvinnulaus. Reuter Fagnandi stuðningsmenn Corazon Aquino Filippseyjaforseta á útifundi í Manílu í gær. Fremst er nunna sem notar sjónauka til að sjá forsetann betur. Filippseyjar: Aquino heimtar af- sögn varaforsetans Manílu. Reuter. CORAZON Aquino, forseti Filippseyja, réðst harkalega á varaforseta landsins, Salvador Laurel, í gær og krafðist þess að hann segði af sér embætti vegna meints stuðnings við upp- reisnarmenn. Aquino sagði þing- ið verða að kanna hveijir hefðu staðið að baki uppreisninni sem nú hefiir að mestu verið kveðin Virgilio Barco, forseti Kólombíu, kenndi eiturlyfjakóngum landsins um • verknaðinn. Almenn viðbrögð voru þau að hvetja til þjóðarsam- stöðu gegn hryðjuverkum af þessu tagi sem hafa verið mjög tíð síðan stjórnvöld lýstu stríði á hendur eit- urlyfjasölum 24. ágúst síðastliðinn. Talið er að síðan þá hafi 259 sprengjuárásir verið gerðar í landinu. Kólombískt dagblað varaði við því í vikunni að Bogota væri að breytast í nýja Beirút. Marques sagði í viðtali við frétta- niður og nafiigreindi í því sam- bandi tvo andstæðinga sína, þá Juan Ponce Enrile, fyrrum varn- armálaráðherra, og iðnjöftirinn Eduardo Cojuangco. Sá síðar- nefiidi fylgdi Ferdinand Marcos heitnum í útlegðina en kom heim á ný fyrir tveim vikum. Hann er náinn ættingi Aquinos. Um 100 þúsund manns söfnuð- stofuna Colprensa að ungur Spán- veiji hefði þjálfað eiturlyfjasalana sem sprengdu höfuðstöðvar örygg- islögreglunnar í loft upp. Þar væri um fyrrverandi liðsmann ETA að ræða og sérfræðing í sprengjugerð. ETA var lengi í samstarfi við hryðjuverkasamtökin Irska lýðveld- isherinn (IRA) en undanfarin ár hafa samtökin einangrast. Fyrr á árinu hélt kólombíska öryggislög- reglan því fram að eiturlyfjasalar nytu aðstoðar málaliða frá Bret- landi og ísrael. ust saman í höfuðborginni Manílu í gær og hylltu Aquino forseta. „Engar byltingar" og „Við viljum frið“ var hrópað. Forsetinn sagði mannfjöldanum að hún teldi mögu- legt að nota féð sem varið væri til embættis Laurels varaforseta bet- ur. Benti hún á að Laurel, sem oft hefur lýst andstöðu við stefnu for- setans, hefði alltaf verið staddur erlendis þau sex skipti sem hermenn hafa gert uppreisn frá því Aquino tók við völdum. „Hann segir sífellt við mig: „Cory, segðu af þér, segðu af þér!“ Heldur hann að ég sé svo mikill bjáni að segja af mér svo að hann geti orðið forseti?" Aquino sagði Laurel verða að gefa skýring- ar á ýmsum málum. Laurel sagði í sjónvarpsviðtali í gær að Aquino og hann ættu bæði að segja af sér og efna bæri til kosninga þegar í stað. Aquino sagði undarlegt að Coju- angco skyldi koma heim frá Banda- ríkjunum rétt áður en uppreisn her- mannanna hófst. Bróðir forsetans, Jose Cojuangco, segir auðuga fjár- málamenn hafa styrkt uppreisnar- menn með fé. Jaime Sin, erkibiskup í Manila, fordæmdi í gær uppreisn- ina og sagði hana harmleik sem einnig hefði skaðað mjög efnahag landsins. Enn halda um 400 uppreisnar- menn flugbækistöð í miðhluta landsins og segir foringi þeirra mennina reiðubúna að falla ef ráð- ist verði á stöðina. Hann.hótar einn- ig að sprengja í loft upp alls 32 flugvélar sem eru á flugvellinum og í grennd við hann. Kólombía: Segir Baska hafa aðstoð- að við sprengjuárásina Bogota. Reuter. YFIRMAÐUR öryggislögreglu Kólombíu, Miguel Maza Marques, heldur því fram að Samtök aðskilnaðarsinnaðra Baska á Spáni (ETA) hafí aðstoðað eiturlyfjasala í sprengjuárásinni í höfuðborginni Bogota á miðvikudag. 59 manns fórust og 653 slösuðust í sprengingunni sem varð fyrir utan höfuðstöðvar öryggislögreglunnar. Marques komst sjálf- ur lífs af vegna þess að hann var í brynvarðri skrifstofu sinni á fímmtu hæð byggingarinnar. Unnustar og eiginmenn. Jólagjöfin hennar. Glæsilegur náttfatnaöur úr silki, satíni og bómull. Gjafakort. Laugavegi7i II haeð Simi 10770 Fyrst og fremst einstök gæöi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.