Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 37
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1989 MORGUNBLAÐIÐ UAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1989 ,’T 37 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjÖrn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Hærri laun og lægra vöruverð egar rætt er um efnahags- stöðu Vestur-Þýskalands nota menn orðið „undur“ til að lýsa þeim árangri sem þar hefur náðst á þeim rúmlega fjörutíu árum sem liðin eru síðan ríkið var stofnað í rústum eftir síðari heimsstytjöldina. Allt bendir til þess að í ár verði afkoma þýska þjóðarbúskaparins jafnvel betri en nokkru sinni fyrr. Ýmsir telja reyndar, að þessi bati geti ekki haldið lengur áfram og brátt komi að því að nauðsynlegt reyn- ist að rifa seglin. Aðrir segja að atburðirnir fyrir austantjald og vaxandi hlutdeild Vestur-Þjóð- veija í uppbyggingarstarfinUj sem þar sé óhjákvæmilegt, eigi eftir að verða nýr hvati fyrir vestur-þýsku hagvélina. Efnahagur vestur-þýskra borgara hefur einnig batnað jafnt og þétt á undaförnum árum. Þar hefur þróunin orðið sú, að laun hafa hækkað um leið og vöruverð hefur lækkað. Fyrir nokkrum árum þótti íbúum Vest- ur-Þýskalands hagkvæmt að skreppa yfir til Frakklands til að kaupa margvíslegar vörur, enda voru laun þar lægri en í Þýskalandi. Þannig er ástandið enn þegar borin eru saman laun en nú er svo komið, að vöruverð þykir lægra í Þýskalandi en í Frakklandi. Vestur-Þjóðveijar ráða ekki- yfir miklum náttúruauðlindum. Þvert á móti búa þeir við skort í því efni, þótt hann sé ekki eins mikill og hjá þeim sem eru jafn- vel enn ríkari, Japönum. Ástæð- urnar fyrir því hve Þjóðverjar hafa náð langt eru margar. Mestu skiptir að þeir sýna ein- staka hugkvæmni og. hagsýni. Þeim hefur tekist að nýta tækni og mannafla með þeim hætti, að framleiðni verður meiri en ann- ars staðar - það er lykillinn að því að unnt er að greiða hærri laun og lækka vöruverð. í þjóðfélagi þar sem umræð- urnar snúast um skammtíma- lausnir gefa menn sér alltof sjaldan tíma til að líta á þessa stóru þætti, sem taka verður mið af til að varanlegur árangur ná- ist. „Undrið" í Vestur-Þýskalandi varð eftir að verðbólgunni hafði verið útrýmt með því að tengja gjaldmiðil þjóðarinnar, markið, við raunveruleg verðmæti. Með því að útrýma verðbólgu og skapa trú á markinu var lagt af stað í þessa sigurgöngu. Nú bíða bankar og fyrirtæki eftir því sem gerist í ríkjunum fyrir austan Vestur-Þýskaland, hvort þróunin þar verði með svipuðum hætti að þessu leyti, hvort þar komi einhver Ludwig Erhard fram á sjónarsviðið sem hefur til þess styrk að hreinsa stíflurnar sem miðstýring marxista hefur skap- að í hagvélinni. Innan Evrópubandalagsins (EB) hafa Vestur-Þjóðveijar tek- ið forystu ásamt Frökkum í við- Ieitni til að sameina myntkerfí þjóðanna tólf. Margaret Thatch- er, forsætisráðherra Breta, er helsti andstæðingur þessa kerfis og reynir enn einu sinni á það á leiðtogafundi EB í Strassborg í dag, hve samstiga EB-ríkin verða í þessu máli. Hvernig sem þau mál þróast er ljóst, að Bret- ar geta ekki síður en allar aðrar þjóðir í Vestur-Evrópu lært af Vestur-Þjóðveijum, þegar stjórn efnahagsmála er annars vegar. Og myndum við ekki fagna því hér á landi, ef unnt væri að benda á, að laun hækkuðu en vöruverð lækkaði? Með hliðsjón af vand- ræðunum við stjórn íslenskra efnahagsmála telja áreiðanlega flestir Islendingar það sannkall- að undur að slíkt gerist. ASÍ, BSRB og flár- málaráðu- neytið Hagdeild Alþýðusambands íslands (ASÍ) hefur séð sér- staka ástæðu til að mótmæla fullyrðingum fjármálaráðuneyt- isins um að skattbyrði ýmissa hópa muni minnka um áramótin. Þá hefur hagfræðingur Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja haft í frammi gagnrýni á ráðu- neytið vegna fullyrðinga um lækkun skatta. Reynslan af yfirlýsingum Ólafs Ragnars Grímssonar fjár- málaráðherra er því miður þann- ig að full ástæða er til að taka þeim með fyrirvara. Deilur hag- fræðinga ASÍ og BSRB við fjár- málaráðuneytið veikja trúverð- ugleika. ráðuneytisins eins og Bolli Þór Bollason hagfræðingur þess hefur bent á um leið og hann segir ASÍ og BSRB hafa rangt fyrir sér. Hér er alvarlegt mál á ferð- inni, sem snertir fleiri þætti en fjármálastjórn ríkisins. Áð koma henni í viðunandi horf verður ekki auðveldara eftir að slíkur trúnaðarbrestur er kominn til sögunnar. Afvopnun þar — skattastríð hér Kristján Thorlacius í nýútkominni bók: Litlu munaði að Jónatan Hall varðsson færi í forsetafram- boð í stað Kristjáns Eldjárns eftir Þorstein Pálsson Fundir leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna eru í sjálfu sér miklir viðburðir. Síðustu fundir þeirra hafa sannarlega aukið bjart- sýni manna og gefið öllum almenn- ingi nýjar vonir um friðvænlegri heim og aukið samstarf og sam- vinnu þjóða í milli. Við minnumst enn fundar þeirra hér í Reykjavík. Hann þótti að vísu ekki skila miklum árangri. Eigi að síður má rekja til þess fundar upp- haf þeirrar markvissu þróunar í afvopnunarmálum sem átt hefur sér stað að undanförnu. íslenskir hagsmunir Þó að nýafstaðinn fundur Banda- ríkjaforseta og leiðtoga Sovétríkj- anna hafi ekki verið samningafund- ur í eiginlegum skilningi er samt sem áður ljóst að hann markar djúp spor í bættri sambúð þjóða og líklegt er að hann muni koma meira skriði á afvopnunarviðræðurnar. Við íslendingar hljótum eðlilega að fagna þróun í þessa veru. Við megum þó ekki einungis líta á það sem er að gerast í afvopnunarmál- um út frá almennum sjónarmiðum. í þeim efnum hljótum við einnig að meta sérstaklega íslenska hags- muni og leggja það til málanna sem helst treystir stöðu íslands. Þegar byijað var að ræða um fækkun kjarnavopna á landi hlaut fyrsta spurningin af okkar hálfu að vera sú hvort það myndi leiða til þess að kjarnorkuvopnin yrðu færð út á höfin. Við lögðum eðli- lega áherslu á að um slíkan tilflutn- ing á vopnabúnaði yrði ekki að ræða. íslendingar em nú í fyrsta sinn aðilar að þeim afvopnunarviðræð- um sem fram fara í Vín. Mikilvægt er að lögð sé á það áhersla af Is- Iands hálfu að næsta skref í af- vopnunarmálum beinist að höfun- um. Frumkvæði Geirs Hallgrímssonar Það var Geir Hallgrímsson sem fyrstur hóf að vekja máls á þessu sjónarmiði á alþjóðavettvangi af íslands hálfu. Hann vakti meðal annars athygli á því hvaða áhrif kjarnorkuslys gæti haft fyrir fisk- veiðiþjóð eins og íslendinga. í ræðu við setningu Stokkhólms- ráðstefnunnar 1984 sagði hann: „íslendingar eru eyþjóð sem lifir að verulegum hluta af sjávarfangi. Því má ljóst vera, að við höfum miklar áhyggjur af hernaðarupp- byggingu á höfunum. Kjarnorku- slys á hafi úti getur ógnað lífsaf- komu okkar og annarra þjóða, svo ekki sé minnst á þann óbætanlega skaða sem hlytist af flotaátökum, engu síður en af vopnaviðskiptum á landi.“ Þetta rpikilvæga frumkvæði Geirs Hallgrímssonar hefur ásamt með þeirri umræðu sem síðar hefur farið fram um þessi efni af íslands hálfu verið mikilvægt framlag í þeim tilgangi að draga fram stöðu Islands í þeirri þróun sem nú á sér stað. í minni tíð í stjórnarráðinu var lögð á þessi sjónarmið rík áhersla bæði innan Atlantshafsbandalags- ins og á aukaþingi Sameinuðu þjóð- anna um afvopnun. Núverandi ríkisstjórn hefur haldið þessari umræðu áfram. En mikilvægt er að við slítum hana ekki úr tengslum við annað það sem er að gerast í afvopnunarmálum. Við eigum ekki og megum ekki láta á okkur skiljast að við ætlum að tjúfa þessi mál út úr þeim far- vegi sem afvopnunarviðræðurnar eru í eða þeirri forgangsröð sem menn hafa komið sér saman um að hafa í þessum efnum og þar á meðaWið sjálfir. En stundum hefur borið á því af hálfu talsmanna nú- verandi ríkisstjórnar. Staðfesta og jaftivægi Við hvikum aldrei frá því höfuð- atriði að afvopnun verður að gerast með gagnkvæmum samning og hún má ekki raska því jafnvægi sem er forsenda þess að við erum nú að tala um svo mikilvæga áfanga í afvopnunarmálum sem raun ber vitni. Fijálsar siglingar eru líka mikilvæg forsenda fyrir sameigin- legum vömum Atlantshafsbanda- lagsríkjanna báðum megin hafsins. En að því kemur að menn þurfa einnig að ræða um fækkun vopna í höfunum. Engum vafa er undirorpið að öll þessi þróun hlýtur að leiða til þess að menn endurmeta áherslur í vam- armálum. Eftirlitshlutverk vamar- liðsins hér hlýtur að aukast og verða þýðingarmeira eftir því sem meiri árangur næst á sviði afvopnunar. Eftirlitið er ein af mikilvægustu forsendum þess að afvopnun geti farið fram með traustvekjandi hætti og þannig að áframhaldandi jafn- vægi haldist. Skattastríð ríkissljórnarinnar En á sama tíma og leiðtogar stór- veldanna halda með sér fundi og boða frið og auka á bjartsýni manna, situr ríkisstjórn íslands á rökstólum og boðar áframhaldandi stríð við þjóðina og kyndir undir svartsýni og úrræðaleysi. Ríkis- stjórn íslands stingur því sannar- lega í stúf við allt það sem er að gerast í heiminum umhverfis okkur. Ríkisstjómin er um þessar mund- ir að vígbúast í stríðinu við fólkið í landinu með gamalkunnum vopna- búnaði: Nýjum sköttum. Tekju- skattshækkunin sem ríkisstjórnin hefur nú ákveðið er beinlínis ögmn við fólkið í landinu; við innanlands- friðinn. Fjármálaráðherrann hefur farið fram með hefðbundnum hætti. Hann hefur fleytifyllt alla fjölmiðla með villandi upplýsingum og full- yrðingum um að það sé skattalækk- un sem felur í sér stórkostlega skattahækkun. Menn eru orðnir öllu vanir í þessu efni. Hagfræðingar stærstu launþegasamtakanna hafa Þorsteinn Pálsson „Það var Geir Hall- grímsson sem fyrstur hóf að vekja máls á þessu sjónarmiði á al- þjóðavettvangi af Is- lands hálfii. Hann vakti meðal annars athygli á því hvaða áhrif kjarn- orkuslys gæti haft fyrir fiskveiðiþjóð eins og Islendinga.“ að undanförnu verið að afhjúpa vill- andi upplýsingar fjármálaráðherr- ans. Enginn vænir forystumenn Al- þýðusambandsins eða opinbera starfsmenn um pólitíska herferð gegn fjármálaráðherra Alþýðu- bandalagsins. Þeir verða einfald- lega að segja sínu fólki satt og komast því ekki hjá því að afhjúpa málflutning og blekkingar fjár- málaráðherrans. Sú margumtalaða og fræga vísi- tölufjölskylda. tapar fimm þúsund krónum á mánuði vegna tekju- skattsbreytinga ríkisstjórnarinnar. Þessar skattahækkanir koma svo ofan í þá gífurlegu kaupmáttar- lækkun sem orðið hefur á þessu ári sem nemur um 14%. Það er ekki sennilegt að skattastríð ríkisstjóm- arinnar á hendur fólkinu í landinu auki líkurnar á hófsömum kjara- samningum. Þvert á móti má búast við því að þetta skattastríð geri kjarasamningana erfiðari. Mistök á mistök ofan Skattahækkanir upp á sjö millj- arða króna í fyrra áttu að leysa allan vanda ríkissjóðs. Niðurstaðan varð meiri hallarekstur en áður. Nú á enn að auka skatta um 4-5 milljarða króna og við blasir enn eitt metið í hallarekstri ríkissjóðs. Það vantaði ekki hrokann í yfirlýs- ingar ráðherranna í fyrra um hversu mikilvægar skattahækkan- irnar væru og hversu óábyrgir þeir væru sem vöruðu við þeim. Nú hefur allt komið á daginn sem var uppistaðan í gagnrýni okkar í fyrra. Við sjálfstæðismenn bentum á að skattastríð eins og það sem ríkisstjómin hóf fyrir ári myndi ekki skila árangri varðandi rekstur ríkissjóðs. Við bentum einnig á það gífurlega óréttlæti sem fólst í þeim skattabreytingum sem þá vom ákveðnar, ekki síst ekknaskattin- um. Á þau rök var blásið. Nú er ríkisstjórnin hins vegar að viðurkenna að við höfðum rétt fyrir okkur og dregur því í land í þessu efni. En hún hefur ekki manndóm í sér á hinn bóginn til þess að stíga skrefið til fulls og afnema með öllu þá hækkun eignaskatta sem ákveð- in var í fyrra. Það verk bíður nýrr- ar ríkisstjórnar. Ábyrgð Alþýðuflokksins Það verk bíður einnig nýrrar ríkisstjórnar að koma tekjuskattin- um aftur í sama horf og ákveðið var við upphaf staðgreiðslulaganna sem sett vom að fmmkvæði okkar sjálfstæðismanna vorið 1987. Það kemur að því að ríkisstjórnarflokk- arnir viðurkenna einnig þau mistök rétt eins og ekknaskattinn. Augljóst er að forystumenn Alþýðuflokksins hafá tekið ákvarðanir í tekjuskatts- málinu í einhverri geðshræringu. Klaufaskapur af þessu tagi lýsir því mæta vel að hræðslan ein sýnist ráða ákvörðunum á þeim bæ. En ábyrgð alþýðuflokksmanna er engu minni þó að klaufaskapur og hræðsla hafi ráðið ferðinni. Á sama tíma og ríkisstjómin boðar stríð með skattastefnu sinni boða sjálfstæðismenn frið með fyr- irheiti um að afnema vinstristjórn- arskattana m.a. í þeim tilgangi að örva atvinnustarfsemina og ýta undir hagvöxt og auka á bjartsýni íslendinga og tiltrú. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. ÚT ER komin hjá Bókaútgáfiinni Reykholti bókin Kristján Thorlac- ius — Þegar upp er staðið. 1 fréttatilkynningu Reykholts um bókina segir: „Kristján er hreinskil- inn og afar opinskár í þessari bók. Margt af því sem fram kemur um nærri 30 ára starfsævi Kristjáns sem formaður BSRB á því eftir að vekja athygli. Má þar nefna misjöfn sam- skipti Kristjáns við yfirmenn og við- semjendur. Þar koma fram nöfn eins og Gunnar Thoroddsen, Grundart- anga-Jón Sigurðsson, Höskuldur Jónsson, Magnús frá Mel o.fl. Kristj- án færir rök fyrir því að Ögmundur Jónasson hafi lengi verið formanns- kandídat Alþýðubandalagsins og þegið BHMR-laun hjá Sjónvarpinu þótt hann væri í BSRB. Sama gildi reyndar um Ragnar Stefánsson jarð- skjálftafræðing. Þá segir frá því að „verkalýðsflokkarnir" séu oft verri viðsemjendur en íhaldið og að stærstu áfangarnir í kjarabaráttu BSRB hafi náðst í samningum við hægri stjómir. Enn má nefna uppi- standið þegar Stefán Jónsson og Jón Múli Árnason útvarpsmenn ruku á í tillögu minnihlutans, sem Guðrún Ágústsdóttir kynnti, er talað um að um 450 manns væru á neyðarlista vegna skorts á hentugu húsnæði eða umönnun. Skipa ætti nefnd til að finna fljótvirkar og góðar lausnir á vanda þeirra, til dæmis með kaupum dyr á BSRB-þingi, og minnisstætt er þegar sá þriðji, Björgvin Guð- mundsson, bauð sig fram gegn Kristjáni með stuðningi Bjama Benediktssonar. Eftirminnileg er frásögn Kristjáns af því þegar for- stjóri Skipaútgerðar ríkisins háði stríðsleik gegn BSRB með stuðningi ráðuneytisstjóra samgönguráðu- neytisins, Ólafs Steinars Valdimars- sonar. Um lífeyrissjóðamál kemur fram það álit Kristjáns að BHMR- menn séu fastir í skotgröfunum og ASÍ-menn þjáðir af öfund. Kristján skýrir frá ýmsu sem tengist þátttöku hans í stjórnmálum. Hann segir frá því að eitt sinn þeg- ar ungliðarnir í Framsóknarflokkn- um greiddu atkvæði „rangt“ á aðal- fundi, hafi atkvæðin verið geymd ótalin í bankahólf i í Búnaðarbankan- um þar til búið var að semja um úrslitin. Einnig skýrir hann frá því þegar Steingrímur Hermannsson stofnaði atvinnurekendaklúbb innan Framsóknarflokksins til mótvægis við verkalýðsmálaráð, sem síðan var lagt niður. Hann segir einnig frá því að litlu hafi munað að Jónatan Hall- varðsson ( hæstarréttardómari ) á íbúðum í nágrenni þjónustukjama, kaupum eða leigu á húsnæði fyrir sambýli aldraðra eða stóru húsnæði, sem nýst gæti þeim er þyrftu mikla umönnun. Árni Sigfússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði að hlut- færi í forsetaframboð í stað Kristj- áns Eldjáms á sínum tíma og að Kristján hafi ekki gefið kost á sér fyrr en ættingjar Bjama Benedikts- sonar lýstu yfir stuðningi við hann. Af skemmtilegum atvikum sem nefnd eru í bókinni má nefna það þegar alræmdir drykkjuboltar í Framsóknarflokknum gerðu tillögu um að flokkurinn yrði gerður að bindindisflokki — til að skaprauna Kristjáni. Þá segir Kristján frá því þegar norskar konur hrópuðu „Vi vil ha sex ...“, þegar hann hélt ræðu í Noregi. Einnig em sagðar skemmtilegar sögur af sr. Jakobi og sr. Bjama og lýst fundi einum þegar Björn Amórsson hagfræðingur BSRB reifst hástöfum við Lúðvík Jósepsson um vaxtamál þangað til Lúðvík hótaði að ganga af fundi, en hætti við þegar honum var bent á að hann væri ekki Eysteinn. Bókin er skrifuð af sóknarprestin- um á Höfn í Hornafirði, sr. Baldri Kristjánssyni. í henni tekur hann skref frá viðtalsforminu, nýtir kosti þess en kannar jafnframt baksvið atburða". fallslega væri mun meira af leiguhús- næði í boði fyrir aldraða í Reykjavík en hjá öðrum sveitarfélögum í landinu. Hann sagði, að tillaga minnihlutans byggði á röngum for- sendum, 30 til 40 einstaklingar byggju við verulega erfiðar aðstæður vegna skorts á hentugu húsnæði, en ekki 450. Þegar væri unnið að úr- lausn vanda þessa fólks. Lagði Ámi til, að henni yrði vísað frá og var frávísunartillagan samþykkt með 9 atkvæðum sjálfstæðismanna gegn 6 atkvæðum minnihlutans. Húsnæðismál aldraðra í Reykjavík: Milli 30 og 40 búa nú við verulega erfíðar aðstæður BORGARSTJÓRN Reykjavíkur vísaði frá tillögu borgarfúlltrúa minnihlu- taflokkanna um húsnæðismál aldraðra á fúndi sínum á fimmtudag. í tillögunni var gert ráð fyrir skipun nefhdar til að leysa úr vanda þeirra aldraðra í borginni, sem verst væru staddir. Árni Sigfússon, formaður félagsmálaráðs borgarinnar sagði tillöguna byggða á röngum forsendum og lagði tii að henni yrði vísað frá. Fæðingarheimili Reykjavíkur: Samið verður við lækna um leigu á tveimur hæðum BORGARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti á fimmtudag, að ganga til samninga við 11 lækna um leigu á 1. og 2. hæð í húsi Fæðingar- heimilis Reykjavíkur. Borgarfúlltrúar minnihlutaflokkanna voru andvígir því að leigja hæðirnar út, þar sem Fæðingarheimilið þyrfti þær fyrir starfsemi sína. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins töldu hins vegar, að ekki væri verið að taka húsnæði af stofnuninni, þar sem hún hefði ekki nýtt hæðimar um nokkurt skeið. Sagði Davíð Odds- son, borgarstjóri, að ekki væri fyrirhugað að breyta starfseminni á Fæðingarheimilinu, enda væri þar fyrir Reykvíkinga. Á fundi borgarstjórnar á fimmtu- daginn var lögð fram til staðfesting- ar samþykkt borgarráðs frá 7. nóv- ember um að leigja 11 læknum 1. og 2. hæð í húsi Fæðingarheimilis Reykjavíkur. Elín G. Olafsdóttir, Kvennalista, mótmælti þessu harð- lega og sagði að verið væri að skera á lífæð Fæðingarheimilisins, þar sem stofnunin þyrfti þessar tvær hæðir fyrir starfsemi sína. Elín sagði einnig, að hér væri á ferðinni gerræði gagnvart konum og ófædd- um börnum í Reykjavík. Davíð Oddsson, borgarstjóri, sagði að gera yrði skýran greinar- um að ræða mikilvæga stofnun mun á sölu hæðanna og leigu. Hér væri eingöngu um að ræða leigu tveggja hæða til fjögurra ára, en þær hefðu nú verið lokaðar um nokkurt skeið. Sagði hann að ekki ætti að breyta starfseminni á þess- ari góðu stofnun, enda væri hún mikilvæg fyrir Reykvíkinga. Borgarstjóri sagði að það væri ótvírætt skylda ríkisvaldsins að sjá um fæðingarþjónustuna, en þrátt fyrir það hefði borgin, umfram skyldu sína, rekið Fæðingarheimil- ið. Það væri ekki ætlun meirihluta sjálfstæðismanna í borgarstjórn að Morgunblaðið/Sverrir Fjölmennt var á áhorfendapöllunum í borgarstjórn á fimmtudaginn meðan rætt var um málefhi Fæðingarheimilis Reykjavíkur. draga úr þjónustunni sem þar væri veitt. Skúli Thoroddsen, Alþýðubanda- lagi, gagnrýndi meðferð málsins í borgarkerfinu og sagði óeðlilegt að stjórn Sjúkrastofnana Reykjvíkur- borgar hefði ekki verið spurð álits á fyrirhugaðri leigu hæðanna. Hann ítrekaði það sjónarmið sem fram kom í ræðu Elínar G. Ólafsdóttur, að Fæðingarheimilið þyrfti á þessu húsrými að halda. Katrín Fjeldsted, Sjálfstæðis- flokki, sagðist telja, að ekki væri verið að skerða starfsemi stofnun- arinnar með því að leigja út hæðirn- aq. Hún kynnti jafnframt tillögu, um að tryggt yrði að heimilið væri opið allt árið og að kannað yrði hvort hægt væri að fækka legudög- um til samræmis við það sem tíðkaðist við eðlilegar fæðingar á Landspítalanum. Eftir nokkrar umræður var sam- þykkt að leigja læknunum 11 hæð- irnar. Atkvæði féllu þannig, að 6 fulltrúar minnihlutaflokkanna voru leigunni andvigir, 8 fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins fylgjandi, en Páll Gíslason, Sjálfstæðisflokki, sat hjá. Tillaga Katrínar Fjeldsted var sam- þykkt með 9 atkvæðum sjálfstæðis- manna gegn atkvæði Skúla Thor- oddsen. Launamál borgarstarfsmanna: Munum greiða sömu launahækkanir og ríkið - segir borgarsljóri MINNIHLUTINN í borgarstjórn lagði fram tillögu á fúndi borgar- stjórnar á fimmtudaginn, þar sem lögð var áhersla á að í næstu kjara- samningum yrði kappkostað að jafna launamun á milli borgarstarfs- manna og starfemanna annarra sveitarfélaga fyrir sams konar störf. Borgarstjórn vísaði tillögunni til athugunar og meðferðar við gerð kjarasamninga. í umræðum á fundinum sagðist Davíð Oddsson, borg- arstjóri, vera tilbúinn að geiða borgarstarfsmönnum sömu iaunahækk- anir og fjármálaráðhera semdi um við ríkisstarfsmenn. Kristín Á. Ólafsdóttir (Abl) mælti fyrir tillögunni, en að hejini stóðu fulltrúar allra minnihlutaflokkanna. Vísaði Kristín í ræðu sinni til yfir- iits frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, þar sem borin voru saman laun fyrir sams konar störf eftir því fyrir hvaða sveitarfélög þau voru unnin. Sagði hún að yfirlitið sýndi, að borgarstarfsmenn væru almennt með mun lægri laun en aðrir starfsmenn sveitarfélaga og væri það til skammar fyrir borgina. Davíð Oddsson, borgarstjóri, sagði að það væri öllum ljóst að á þessum fundi yrði ekki gengið til kjarasamninga. Hér væru fulltrúar minnihlutans eingöngu að setja á svið sýningu. Þeir hefðu borið fram tillögur af þessu tagi reglulega í þau 16 ár sem hann hefði setið í borgarstjóm, að tímabilinu 1978 til 1982 undanskildu, en þá hefðu þeir sjálfir verið í meirihluta. Hann taldi samanburðinn í yfir- liti BSRB á margan hátt óraun- hæfan. Til dæmis væri það stað- reynd, að sveitarfélög úti á landi yfirborguðu starfsmenn sína til að halda þeim á staðnum. Enn fremur hefði borgin sérstöðu vegna stærðar sinnar og væri því frekar ástæða til að bera saman laun borgarstarfs- manna og ríkisstarfsmanna. Borgarstjóri sagði að á undan- förnum árum hefði orðið mikið kjarahrap í landinu. Kaupmáttur launa hefði minnkað, vemlega dregið úr yfirvinnu og að auki hefði núverandi ríkisstjóm aukið skatt- heimtu stórlega. Sagði hann að svo nærri hefði verið gengið fólki að von væri á einhveijum launahækk- ununi og væri hann reiðubúinn að samþykkja sömu launahækkanir og Ólafur Ragnar Grímsson, fjármála- ráðherra, semdi um við ríkisstarfs- menn. Lagði borgarstjóri að lokum til, að tillögunni yrði vísað til borgar- stjóra og borgarráðs, til meðferðar og afgreiðslu við gerð kjarasamn- inga og var það samþykkt sam- hljóða eftir nokkrar umræður. Símtöl til útlanda hækka GJÖLD fyrir simaþjónustu til útlanda munu hækka 12. desember næstkomandi um 11-12%. Símtöl eins um 8-9,5%. í tilkynningu frá sé vegna gengisbreytinga. Tekizt hefur samkomulag við símastjórnir í Malaysíu, Singap- ore, Taiwan og Thailandi um að lækka talsímagjöld milli íslands og þessara landa. Sú lækkun kem- ur á móti gengisbreytingunni, og lækkar því verðið á símtölum til þessara landa úr 214 kr. á mínútu í 197 kr. Sem dæmi um önnur gjöld má nefna að hver mínúta í sjálfvirku til Bandaríkjanna hækka þó að- Pósti og síma segir að hækkunin vali til Norðurlandanna, nema Finnlands, mun kosta 60 kr., til Bretlands og Vestur-Þýzkalands 73 kr. og til Bandaríkjanna 80 kr. Fastagjald fyrir hvert símskeyti mun verða 550 krónur. Hvert orð til Evrópulanda mun kosta 23 kr. og til Bandaríkjanna 26 kr. Sölu- skattur, 7,5%, er innifalinn í þess- um tölum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.