Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 16
eser saaxæsa & ímoA<iaAr*UAj ŒQAjawjuHotí
MORGUNfitAÐIÐ 'LAUGARDAGUR 9. DESEMBER’ 1989
Hvað
eftir Þorstein Fr.
Sigurðsson
Hvað er það fyrsta sem kemur í
huga manna þegar nafnið JC er
nefnt? Einhveijir hafa vafalaust
ekki hugmynd hvað um er að ræða,
en í hugum þeirra sem vita að hér
er um félagasamtök ungs fólks á
aldrinum 18-40 ára að ræða, koma
án efa fram ýmsar hugmyndir:
líknarfélag líkt og Lions, Rotary og
Kiwanis, málfundafélag, félaga-
samtök uppa, snobbklúbbur ein-
| hverra útvaldra, eða þjálfunar-
i hreyfing.
Þeir sem áttu síðustu uppástung-
erJC?
una hafa rétt fyrir sér. JC hefur
það að meginmarkmiði sínu að
þjálfa ungt fólk til forystustarfa.
Leiðirnar að þessu markmiði eru
margar og í tilefni 45 ára afmælis
alþjóðahreyfingar JC vil ég í þessu
stutta greinarkorni kynna almenn-
ingi lítillega JC-hreyfinguna.
Upphaf
JC-hreyfingin var stofnuð í St.
Louis í Bandaríkjunum árið 1915
og samanstóð af 32 ungum mönn-
um sem höfðu það að markmiði að
þróa viðskiptahæfileika sína og
auka orðstír ungra manna í þjóð-
félaginu. Fyrst kusu þeir sér nafnið
„Young Mens Progressive Civic
Association," en 1920 var nafninu
breytt í Jupior Chamber of Comm-
erce (JC). Ástæðan fyrir þessu nafni
var hversu náið samstarf var við
verslunarráð staðarins og hefur
slíkt samstarf verið víða þar sem
JC er starfandi.
Árið 1944, 11. desember, voru
alþjóðasamtök JC-félaga stofnsett
og hlutu þau nafnið Junior Chamb-
er International (JCI). í dag er al-
þjóðahreyfingin því fjörutíu og
fimm ára og starfar hún í 90 aðild-
arlöndum með um 500.000 félaga
í yfir 12.000 aðildarfélögum. Nýj-
ustu aðildarlöndin sem gengu inn á
heimsþinginu nú í haust voru JC
Pólland, JC Sovétríkin og JC Ung-
veijaland, en þetta eru fyrstu sósí-
alísku löndin sem leyfa starfrækslu
JC.
Erlendur Einarsson, fyriwerandi
fjöUanom-
« uotna tY*stu
*£*£3l
, ! ti\K\
Askriftarsíminn er 83033
forstjóri og stjórnarformaður Sam-
bandsins til fjölda ára, kynnti fé-
lagsskap þennan hérlendis nokkrum
ungum mönnum, en hann hafði
kynnst honum erlendis. í framhaldi
af því var JC ísland stofnað 1960
og var fyrsti forseti þess Ingvar
Helgason, núverandi forstjóri sam-
nefnds fyrirtækis. I dag eru aðildar-
félögin 21 með um 600 félaga.
Fjögur starfssvið
Starfsemi JC-hreyfingarinnar er
skipt í ijögur svið og hefur hvert
þeirra mikilvægu hlutverki að
gegna í þjálfun og þroska félag-
anna.
Fyrst skal nefna svið einstakl-
ings. Þar er boðið upp á námskeið
á mörgum sviðum. Má þar nefna
ræðunámskeið, námskeið í skipu-
lagðri hópvinnu, ýmis stjórnun-
arnámskeið, stjórnunarleiki, nám-
skeið í ákvarðanatöku, markmiða-
setningum, mannlegum samskipt-
um, fundarstjórn og fundarsköpum
o.fl. Þarna gefst einstaklingunum
tækifæri til að þroska og þjálfa þá
hæfileika sem í hveijum og einum
búa, og reyna á það sem lærst hef-
ur og hljóta þar með þjálfun við
hæfi.
Á sviði stjórnunar gefst einstakl-
ingunum tækifæri til að læra og
þjálfa þá hæfileika sem nauðsynleg-
ir eru til að ná góðum árangri í
stjórnun. í JC er lögð áhersla á að
stjómun leiði til umbóta og aukinn-
ar hæfni. Hæfni þeirra sem stjórna
svo og hæfni þeirra sem er stjórnað
og að verkefnin sem unnin eru
hveiju sinni leiði til umbóta. Engin
félagasamtök bjóða félögum sínum
eins mörg tækifæri til raunhæfrar
stjórnunar og JC býður upp á.
Á sviði byggðarlags veitist félög-
um tækifæri til að vinna með og
fyrir byggðarlagið sitt. Hér gefst
kjörið tækifæri til að reyna þá þekk-
ingu sem hver og einn hefur hlotið
á sviði einstaklings og stjórnunar.
Því í reynd er það svo að við í JC
leggjum höfuðáhersluna á að
byggja upp einstaklinginn og gera
hann hæfari til að vinna hin ýmsu
verkefni og leiða þau til lykta.
Á sviði alþjóðasamstarfs gefst
félögunum tækifæri til að víkka
sjóndeildarhringinn og kynnast við-
horfum annarra úti í hinum stóra
heimi. Mikil samskipti eru milli
landa m.a. í formi árlegra svæðis-
móta (Evrópuþing) og árlegs heims-
þings, sem ávallt er ijölmennt á.
Ymis alþjóðleg verkefni eru unnin
og þar sem alþjóðaviðskipti eru
sífellt að verða mikilvægari hverri
þjóð getur þátttaka í JC hjálpað til
við að koma ýmsum viðskipta-
tengslum á. Þá leggur JC-hreyfing-
in sitt af mörkum til friðar í heimin-
um með ýmsum verkefnum og vin-
áttutengslum.
íslenska hreyfingin hefur verið
mjög virk í alþjóðlegu samstarfí og
höfum við m.a. átt þijá einstaklinga
í heimsstjórn, en þeir eru Ólafur
Stephensen (forstjóri ÓSA), Andrés
B. Sigurðsson (framkvæmdastjóri
Alpan hf.), og Árni Þór Árnason
(framkvæmdastjóri Austurbakka
hf.).
Félagarnir
Við leggum sérstaka áherslu á
að fá til liðs við okkur ungt fólk á
aldrinum 26-35 ára, ungt fólk með
metnað. Nýir félagar byija á því
Þorsteinn Fr. Sigurðsson
„Þörfin fyrir félags-
skap og starfsemi eins
og JC hefíir því sjaldan
verið meiri. Félags-
skapur þar sem félag-
arnir öðlast þekkingu
til að vinna skipulega
að settu marki, löngun
til að bæta umhverfið
og láta gott af sér leiða,
og vilja til að fram-
kvæma.“
að sækja námskeið, fara á fundi
og margir starfa jafnframt í nefnd-
um að ýmsum verkefnum, og sækja
fjölbreytilegt skemmtanahald sem
félagsskapurinn hefur upp á að
bjóða. Þegar þessari grunnþjálfun
er náð fara þeir sem áhugasamir
eru að hugsa til að takast á við hin
fjölbreyttu ábyrgðarstörf sem bjóð-
ast innan hreyfingarinnar.
Þar eru ýmis embætti sem henta
hveijum og einum, allt eftir áhuga
og reynslu hvers og eins. í lögum
JC-hreyfingarinnar kemur fram að
enginn má gegna neinu embætti
eða starfi Iengur en eitt ár, þá taka
aðrir við. Þannig getur sami ein-
staklingurinn gegnt fjölda embætta
á sínum JC-ferli og leggur metnað
sinn í að skila verkinu vel þar sem
hann gegnir hveiju embætti aðeins
í eitt ár og aðeins einu sinni og
aldrei aftur.
Lokaorð
Mötunin í þjóðfélaginu fer sífellt
vaxandi og heilu kynslóðirnar eru
nú að vaxa úr grasi sem alist hafa
upp fyrir framan sjónvarpstækið.
Þörfin fyrir félagsskap og starfsemi
eins og JC hefur því sjaldan verið
meiri. Félagsskapur þar sem félag-
arnir öðlast þekkingu til að vinna
skipulega að settu marki, löngun
til að bæta umhverfið og láta gott
af sér leiða, og vilja til að fram-
kvæma. Þannig útskrifast einstakl-
ingur úr JC, hæfari til að takast á
við hin ögrandi verkefni tilverunnar
og axla þá ábyrgð sem þjóðfélagið
leggur þroskuðu fólki á herðar.
Höfundur er landsforseti JC.
Reykjavík:
Dagvistastofiianir
loka vegna starfsdaga
VEGNA starfsdaga starfsfólks á dagvistarstofiiunum í Reykjavík
eru stofnanirnar lokaðar í tvo daga á ári, að hausti og einu sinni
yfir vetramánuðina.
Að sögn Bergs Felixssonar for-
stöðumanns Dagvistar barna, var
samið um að starfsdagar yrðu
tveir í stað eins áður, við gerð
síðustu kjarasamninga. Lokun
heimilanna er auglýst með þriggja
'vikna fyrirvara og sagðist hann
hafa orðið var við einstaka
óánægju raddir en þorri foreldra
hafi tekið þessu vel. „Dagarnir eru
mikið og vel notaðir af starfs-
fólki,“ sagði Bergur. „Enda er
greinilegt að foreldrar gera sífellt
meiri kröfur um fagleg vinnubrögð
inni á heimilunum. Það er því
nauðsynlegt að starfsfólk fái tæki-
færi til að skipuleggja starfið.“