Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 09.12.1989, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1989 68 keyptiréu þessar buxur þegar- þú v/arst WikLu hærrl ? " Hættu strákur, á stund- inni. Þú getur dottið og meitt þig. Guði sé Iof. — Nú verður hlé á þessu ... HÖGNI HREKKVÍSI Svikin kosningaloforð Til Velvakanda. Nú hafa vextir á húsnæðislánum verið hækkaðir úr þremur komma fimm prósentum í fjögur komma fimm prósent en eins og flestum mun kunnugt eru þessi lán að fullu verðtryggð. Þeir sem taka lán hjá sjóðnum verða eftir því sem mér skilst að greiða fimm þúsund krónur af hveijum hundrað sem þeir fá lán- aðar í þjónustugjald við afhendingu. Þessi lán geta því varia talist hag- stæð og sjóðurinn ætti að komast vel af. Þess vegna skii ég ekki hvers vegna umrædd hækkun vaxta var nauðsynleg. Finnst mér að þarna sé ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur, að seilast í vasa þeirra sem eru að byggja yfir sig og sína. Fyrir síðustu kosningar kepptust stjórn- málamennirnir við að lofa húsbygg- endum gulli og grænum skógum. Þessi kosningaloforð hafa verið svik- in að flestu leyti. Þessi ástæðulausa vaxtahækkun á eftir að þyngja mörgum róðurinn sem var nógu þungur fyrir. Húsbréfakerfið sem allan vanda átti að leysa virðist mér koma illa út fyrir húsbyggendur þar sem reikna má með a.m.k. sex pró- sent raunvöxtum. Húsbyggjandi í»essir hringdu ... Eldvamaeftirlit Bergsteinn Gizurarson, bruna- málastjóri, hafði samband og óskaði eftir að koma eftirfarandi athugasemd á framfæri vegna les- endabréfs er birtist í Velvakanda hinn 6. þessa mánaðar: Manntjón í eldsvoðum hér á landi hafa verið með því minnsta sem gerist í heiminum og er því ekki óeðlilegt að meira sé ijallað um brunatjón á iðnaðarhúsnæði í skýrslu þeirri sem vitnað er til. Þá er það rangt hjá bréfritara að for- varnarstarf varðandi brunavarnir í heimahúsum sé lítið. Brunabóta- mat húseigna er allt annar hlutur og færi ekki vel á því að blanda þessu tvennu saman. Benda má á að Brunamálastofnun gaf út bækl- inginn „Bregstu rétt við eldsvoða? - viðbrögð við eldsvoða og bruna- varnir fyrir almenning" fyrir árí í 60 þúsund eintökum og var honum dreift á flest heimili. Demetz Sigurður Demetz hringdi: „Fyrir nokkrum árum var regl- um um nöfn útlendinga sem búsett- Eldvarnaeftirliti mjög ábótavant Til Velvakanda. „Tjón af völdum bruna hefur tvöfaldast á tveim árum og eld- ^■■iWia&teiteMWiiiteteMteutfLLl. ir eru hér á landi breytt og gat ég þá tekið upp ættarnafnið mitt aft- ur. Það hefur hins vegar vafist fyrir blaðamönnum að stafsetja nafnið mitt rétt og slæðist oft „n“ á milli þannig að úr verður De- mentz. Þetta leiðist mér ósköp mik- ið að sjá og vona að blaðamenn athugi það.“ . Gleraugoi Gleraugu fundust við Giljaland sl. þriðjudag. Upplýsingar í síma 685567. Texta með táknmálsfr éttu m Sjónvarpsáhorandi hringdi: „í sambandi við táknmálsféttir sjónvarps hefur mér dottið í hug að athugandi væri að hafa texta með á skjánum. Með því móti myndu áhorfendur læra eitthvað af táknmálinu smátt og Smátt, og þannig myndu þeim fjölga sem gætu haft samskipti við þá ein- staklinga sem það þurfa að nota.“ Hjól Grátt og svart Murrey reiðhjól kom starfsmaður að gera bruna- bótamat á íbúðinni. Skrítið var að ekki minntist hann einu orði á j hvarf frá Fálkagötu sl. fímmudag. Þeir sem gætu gefið upplýsingar eru vinsmlegast beðnir að hringja í síma 18290. Eyrnalokkur Handsmíðaður gulleyrnalokkur fannst við Týsgötu 18. nóvember. Upplýsingar í síma 79791. Úr Gilt kvenúr tapðaðist, sennilega við Hlíðarveg í Kópavogi. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 44121. Fundarlaun. Okkar framlag Auðun Bragi hringdi: „Hvenig getur nokkur maður haldið gleðileg jól sem sem ekki leggur neitt fram til hjálpar þurf- andi og sveltandi fólks í Afríku í söfnun Hjálparstofnunar kirkjunn- ar? Þá vil ég minna fólk á að greiða heimsenda gíróseðla sem hjúk- runarheimilið Skjól hefur sent út. Það á fyrir flestum að liggja-verða aidraðir og þá þurfum við á hjúkr- un að halda." Víkverji skrifar Víkveiji hefur oft velt því fyrir sér hvað aðskilur leiðtoga frá öðrum; hvemig slíkum mönnum tekst á ótrúlegan hátt að fylkja að baki sér íjölda manna, sem tilbúnir eru til ólíklegustu aðgerða og leggja á sig ómælt erfiði. Það er reyndar svolítill raglingur með orð í þessu sambandi sem felst í því að leiðtogar era tvenns konar, annars vegar þeir sem það era að nafninu til og hins vegar hinir raunverulegu leiðtogar, óháð því hvort þeir bera titil sem slíkir eður ei. Þjóðarleiðtogar búa t.d. alls ekki alltaf yfir augljósum for- ystuhæfileikum, einhveijir aðrir eig- inleikar eða aðstæður hafa þá lyft þeim á veldisstól. Mýmörg dæmi úr mannkynssögunni segja frá titluðum leiðtogum, sem nutu einskis trausts eða sambands við þjóðir sínar. Nýle- gustu dæmin um slíka leiðtoga era sennilega þjóðar„leiðtogar“ Austur- Evrópuríkjanna, sem nú falla hver um annan þveran. Sem dæmi um hið gagnstæða kemur Víkveija í hug Reagan Bandaríkjaforeeti og Mao Tse-tung byltingarforingi Kínveija, sem báðir bjuggu yfir ótvíræðum leiðtogahæfileikum. Síðan er það önnur saga, að leitogahæfileika geta menn nýtt sér bæði til góðra verka og illra. Á seinni áram hefur t.d. verið flett ofan af mörgum glæpum sem Maó gerðir sig sekan um á sinni stjómartíð. xxx Maó var rithöfundur, skrifaði m.a. ljóð og fjöldann allan af fræðigreinum. Á meðal þess sem hann ijallaði um, er einmitt forysta og er sérstaklega áhugavert að kynna sér hugmyndir hans um þau efni, vegna þess hversu honum tókst sjálf- um vel upp í þeirri list. Ein helsta kenning hans um forystu fólst í því að leiðtogar yrði að tengjast fjöldan- um. Hann lagði á það áherslu að foiystumenn yrðu sjálfir að hella sér út í aðgerðir með íjöldanum og slá þannig tvær flugur í einu höggi: gefa gott fordæmi og læra. Mao var óþreytandi við að benda á, að ef starf leiðtoga takmarkaðist við fáeina menn án sambands við athafnir fjöld- ans myndu þeir ekki hafa erindi sem erfiði, hvereu athafnasamir sem þeir væra. „Leiðtogar" íslensku stjóm- málaflokkanna mættu gjaman hafa þetta í huga, sem einmitt hafa marg- ir hveijir orð á sér fyrir að starfa án tengsla við fólkið í landinu. xxx Annað sem Maó lagði mikla áherslu á í kenningum sínum um forystu var dregið saman í kjör- orðið „frá fólkinu til fólksins“, sem hann útskýrði þannig, að forystu- menn yrðu að hlusta á hugmyndir fjöldans, draga saman kjama þeirra í skipulagða hugmynd og færa hana íjöldanum aftur, þannig að fólkið tæki við henni sem sinni hugmynd. Og þannig aftur og aftur, koll af kolli. Þetta er fróðlegt í ljósi þess að allir góðir leiðtogar hlusta á þjóðir sínar, eða starfsmenn, framkvæma síðan. xxx Ahveijum tíma er aðalverkefnið aðeins eitt auk annarra verkefna er hafa minna gildi, sagði Maó. Boð- skapur þessi heyrist sennilega helst núna á tímastjómunamámskeiðum, enda gætu stjómendur fyrirtækja, flokka og þjóðar margt Iært af Maó. Hann lagði mikla áherslu á, að list forystunnar fælist m.a. í því að huga að ástandinu í heild, að meta hver þungamiðjan ætti að vera og í hvaða röð verkefnin skyldu unnin. Þess vegna vildi hann t.d. að forystumenn sínir tækju sjálfir sínar ákvarðanir, en hæfust ekki handa samkvæmt hveijum þeim fyrirmælum sem bær- ust án sjálfstæðs mats. Við slíkar aðstæður myndu skapast mörg aðai- verkefni og ringulreið í framhaldi af því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.