Morgunblaðið - 12.12.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.12.1989, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B 284. tbl. 77. árg. ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Tékkóslóvakía: Nýrri stjórn fagnað með klukknahljómi Prag. Reuter. Kirkjuklukkum var hringt um alla Tékkóslóvakíu í gærmorgun, á fyrsta starfsdegi fyrstu ríkisstjórnarinnar í 41 ár, sem ekki er skipuð kommúnistum að meirihluta. stæðingum. Kemur þingið saman í dag til að ræða um eftirmann Hus- aks á forsetastóli og hefur til þess hálfan mánuð samkvæmt stjörnar- skránni. Kommúnistar eru að sjálf- sögðu í miklum meirihluta á þinginu og því óvíst, að það fallist á, að Vaclav Havel verði forseti eins og Borgaravettvangur, samtök stjórn- arandstæðinga, hefur lagt til. Eftir sumum frammámanna kommúnista er þó haft, að þeir-muni ekki beita sér gegn honum. Sjá „Valdaeinokun . . . “ á bls. 36. Forsætisráðherra í nýju stjórn- inni er kommúnistinn Marian Calfa en hún er skipuð 10 kommúnistum alls og 11 fyrrverandi stjórnarand- Bretland: Alvarleg inflúensa , Reuter I mótmælunum í Leipzig og öðrum borgum í gær bar eitt mál önnur ofúrliði, krafan um sameiningu þýsku ríkjanna. Á kröfuborðanum stendur „Við viljum 1 nýtt Þýskaland“ og samkvæmt skoðanakönn- un, sem birt var í gær í Leipzig, eru 75% borgarbúa þeirrar skoðunar. St. Andrews. Frá Guðmundi Heið«iri Fríniannssyni, fréttaritara Morg'unblaðsins. MJOG slæmur inflúensufaraldur gengur yfir Bretland um þessar mundir og talið er líklegt að hundruð eða jafnvel þúsundir hafi látist af völdum veikinnar. Tíðni inflúensu hefur þrefaldast á tveimur vikum og fór yfir 100 á hveq'a 100.000 íbúa í síðustu viku, en það eru faraldursmörk. Fjórtán ár eru síðan inflúensufaraldur hefur verið jafnslæmur og sá sem nú geng- ur. Þá létust tæplega 1300 manns af völdum veikinnar. Víða hefur orðið að loka skólum og starfsemi hefur legið niðri á stór- um vinnustöðum. Sum sjúkrahús hafa orðið að stöðva allar innlagnir nema bráðainnlagnir. Einkenni veik- innar eru þróttleysi, hiti, höfuðverkur og verkir i vöðvum. Veiran sem veld- ur þessari inflúensu er af A-gerð, H3N2. Búlgaría: Kosningar og1 alræði flokksins afinumið Sofia. Reuter. PETAR Mladenov, leiðtogi búlgarska kommúnista, hét, því í gær að efna til frjálsra kosninga í Búlgaríu og binda um leið enda á alræði flokksins. „Við leggjum til, að þjóðþingið gangist fyrir frjálsum kosningum í landinu fyrir maílok næstkomandi," sagði Mladenov á miðstjórnarfundi kommúnistaflokksins í gær og bætti því við, að ákvæði um forystuhlut- verk flokksins yrðu afnumin og ný stjórnarskrá samin fyrir lok næsta Þessar yfirlýsingar koma í kjölfar mikillar uppstokkunar á forystu kommúnistaflokksins og mótmæla, sem náðu hámarki á sunnudag og í gær þegar þúsundir manna kröfðust þess, að valdaeinokun flokksins iinnti. Hundruð þúsunda mótmæla í Austur-Þýskalandi: Sameíning þýsku ríkjanna er að verða meginkrafan Leipzig. Reuter. ALLT að 300.000 manns efndu til mótmælagöngu í Leipzig og öðr- um borgum í Austur-Þýskalandi í gærkvöld og skyggði krafan um sameiningu þýsku ríkjanna á allt annað. Ekki eru þó allir Austur- Þjóðverjar þeirrar skoðunar og er óttast, að þetta mál sé farið að valda verulegri spcnnu í landinu. Vestur-þýskir jafnaðarmenn kynntu í gær áætlun sína í samein- ingarmálum og er í henni gert ráð fyrir eins konar sambandsríki. Samkvæmt skoðanakönnun í að- ildarríkjum Evrópubandalagsins er mikill meirihluti hlynntur sam- einingu þýsku ríkjanna. Fulltrúar hernámsveldanna fjögurra komu í gær saman til fundar í Vestur- Berlín í fyrsta sinri síðan 1971. Leipzigbúar hafa safnast saman á hveiju mánudagskvöldi um nokkurra vikna skeið og var fyrirfram talið, að hafa mætti mótmælin í gær til marks um hvaða augum almenning- ur liti kommúnistaflokkinn eftir að iögfræðingurinn Gregor Gysi tók við formennsku hans síðastliðinn laugar- dag. Er hætt við, að hann hafi orðið fyrir vonbrigðum því að nú bar meira en nokkru sinni fyrr á kröfunni um sameinað Þýskaland. „Sameining — Já! Sósíalísk örbirgð — Nei!“ og „Eitt Þýskaland — Von fólksins" mátti lesa á kröfuspjöldunum og flokkurinn fékk þessa kveðju: „Við viljum ekki lengur vera þrælar kommúnista- flokksins.“ Sumir göngumanna voru andvígir sameiningarkröfunni og kölluðu þá nasista, sem henni héldu á loft, en fréttamenn sögðu, að langflestir hefðu stutt kröfuna um eitt Þýska- land og var mikið um, að fólk gengi undir vestur-þýska fánanum. Þá voru fjölmennar göngur í Karl Marx Stadt og mörgum öðrum borgum þar sem krafist var sameiningar og sam- kvæmt skoðanakönnun, sem birtist í gær í dagblaðinu Leipziger Voiks- zeitung, vilja 75% íbúa Leipzig sam- einingu ríkjanna. Vaxandi krafa austur-þýsks al- mennings um sameinað Þýskaland er farin að valda spennu í landinu ^ og óttast margir, að atburðarásin sé orðin svo hröð, að hún skoli líka burt Gregor Gysi, nýjum formanni kommúnistaflokksins, sem hefur heitið að uppræta stalínismann en er andvígur_ hugmyndinni um eitt Þýskaland. Á fundinum í gær urðu ýmsir til að skora á fólk að fara hægar í sakirnar til að tefla ekki í tvísýnu umbótastefnu Míkhaíls Gor- batsjovs, forseta Sovétríkjanna, en fundarmenn margir svöruðu með því að hrópa „kommúnista burt“. Sjá „Sameining. . . “ á bls. 38. A skíðum skemmti , égmérl Fjallahlíðarnar í Sav- ognin í Sviss eru annálaðar sem mikil skíðaparadís og þá er að sjálfsögðu gert ráð fyrir, að snjórinn klæði þær upp á efstu brúnir. Á þess- um vetri hefur hins vegar varla gránað í rót ' sums staðar í landinu og því var gripið til þess ör- þrifaráðs í Savognin að dreifa gervisnjó undir skíðalyfturnar í von um, að ein- hveijir gerðu sér hann að góðu. Keuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.