Morgunblaðið - 12.12.1989, Blaðsíða 28
2(f
ooor QMín./!M^rjri or qt Tf\ /nr tt okm 'oioa iqi/t ?oor
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1989
VEISLUELDHUSID
ÁLFHEIMUM 74
• Veislumatur og fill áhöld.
• Veisluráúgjttf.
• Salarleiga.
• Málsverðir í fyrirtæki.
• Tertur, kransakðkur.
• Snittur og pinnamatur.
686220-685660
Hverjir eru áhættuþættir
kransæðasjúkdóms á Islandi
^jþrtur
leiseru
HJARTA-
VERND
25 ÁRA
Þ.ÞORGRÍMSSON &C0
WARMA
PLAST
ÁRMÚLA 1 6 OG 29, S. 38640
Niðurstöður úr rannsókn Hjartaverndar
eftir Guðmund
Þorgeirsson
Eitt af höfuðverkefnum Hjarta-
vemdar frá stofnun samtakanna fyr-
ir 25 árum hefur verið öflun þekking-
ar á hjarta- og æðasjúkdómum og
áhættuþáttum þeirra á íslandi. I því
skyni var Rannsóknarstöð Hjarta-
verndar stofnuð og hefur m.a. unnið
að skipulegri rannsókn á stóru úr-
taki íslendinga, sem valið var eftir
sérstökum tölfræðilegum aðferðum.
Með þessu starfi hefur verið aflað
víðtækrar vitneskju um heilsufar ís-
lendinga, og ekki síður ýmsa_ þá
þætti, sem áhrif hafa á heilsufar
þjóðarinnar.
Á undangengnum áratugum hafa
erlendar rannsóknir aukið svo þekk-
ingu á áhættuþáttum hjarta- og
æðasjúkdóma að nokkur vitneskja
um mikilvægi kólesteróls í blóði,
háþrýsting og reykinga sem áhættu-
þátta kransæðasjúkdóms er orðin
hluti af almennri þekkingu upplýsts
fólks. Engu að síður er ágreiningur
um ýmsa aðra áhættuþætti og þess-
ar erlendu rannsóknir hafa einnig
leitt í ljós mjög mismunandi vægi
hinna mikilvægustu áhættuþátta í
mismunandi löndum, þekkt dæmi er
háþrýstingur, sem í sumum löndum
Afríku hefur óveruleg áhrif á krans-
æðasjúkdóm, þótt hann valdi þar
heilablæðingum og ofþykkt hjarta-
vöðva, sem getur leitt til hjartabilun-
ar. Annað dæmi eru reykingar, sem
í löndum N-Ameríku og Vestur-
Evrópu eru öflugur áhættuþáttur
kransæðasjúkdóms, en teljast ekki
DftNfiRORSfiKIR
Skil á staðgreiðslufé:
EINDÁGINN
ER 15.
HVERS MÁNAÐAR
oP r,e,w'aSS______'
M<c'“Áe9"a'
M'C ....... tftr
,va\ ,i\W a'
^launagreidslna
Launagreiðendum ber að skila afdreg-
inni staðgreiðslu af launum og reikn-
uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin
skulu gerð eigi síðar en 15.. hvers mán-
aðar.
Ekki skiptir máli í þessu sambandi
hversu oft í mánuði laun eru greidd né
hvort þau eru greidd fyrirfram eða
eftirá.
Með skilunum skal fylgja greinar-
gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila-
greinum", blátt eyðublað fyrir greidd
laun og rautt fyrir reiknað endurgjald.
Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó
svo að engin staðgreiðsla hafi verið
dregin af í mánuðinum.
Allar fjárhæðir skulu vera í heil-
um krónum.
Gerið skil tímanlega
marktækur áhættuþáttur í Japan og
fleiri Asíulöndum, þótt þær séu þar
eins og annars staðar helsti orsaka-
valdur lungnakrabbameins, lang-
vinns berkjukvefs og lungnaþembu.
Þannig hefur verið lýst staðbundnum
tilbrigðum í vægi hinna mismunandi
áhættuþátta kransæðasjúkdóms. Á
íslandi verður því ekki komist hjá
að spyija spumingarinnar: Hverjir
eru áhættuþættir kransæðasjúkdóms
og annarra æðasjúkdóma með
íslenskri þjóð? Úr gögnum Hjarta-
verndar má nú ráða fyrstu svör við
þeirri spumingu, þótt mikil úrvinnsla
gagna bíði enn.
Við lok 4. áfanga í hóprannsókn
Hjartaverndar höfðu 8001 karlmaður
á aldrinu 34-73 ára komið a.m.k.
einu sinni til skoðunar og blóðrann-
sókna. í árslok 1985 hafði verið
fylgst með þessum hópi í 5-17 ár og
þá voru 1140 eða 14,2% látnir. Dán-
arorsakir eru sýndar í mynd 1. Kem-
ur þar fram að langalgengasta dán-
arorsökin er kransæðasjúkdómur, en
krabbamein tekin sem einn flokkur
kom þar næst í röð. Athygli vekur,
að tiltölulega fáir eða 7% deyja úr
heilablóðföllum.
Hveijir eru áhættuþættir þess að
deyja úr kransæðasjúkdómi á ís-
landi? Ef aldur er frátalinn reyndist
kólesteról í blóði hafa mest sjálf-
stætt vægi sem áhættuþáttur krans-
æðasjúkdóms. Á mynd 2 er sýnt
hvernig dánarlíkur vaxa með hækk-
andi kólesteróli í blóði. Þátttakendum
var skipt í sex jafnstóra hópa eftir
kólesterólgildum og líkurnar á því
að deyja úr kransæðasjúkdómi á
næstu 10 ámm reiknaðar út fyrir tvo
aldursflokka, 55 ára og 65 ára. Eins
og fram kemur á stöplaritinu eru
dánarlíkur þeirra í 55 ára hópnum
sem hafa hæst kólesteról fimm sinn-
um hærri en dánarlíkur þeirra sem
skipa lægsta fiokkinn. í 65 ára hópn-
um er mismunurinn ekki eins mikill
en þó greinilegur (tæplega 2,5 föld
aukning á dánarlíkum frá lægsta
kólesterólgildi til hins hæsta).
Næst kólesteróli að vægi koma
reykingar, bæði sígarettureykingar
og vindla- eða pípureykingar. Sam-
band reykinga og aukinnar dánar-
tíðni úr kransæðasjúkdómi er sýnd
á mynd 3 og til samanburðar sýnt
hver áhrif reykingar hafa á dánar-
tíðni úr hvers konar krabbameini. .
Viðmiðunarhópurinn hefur aldrei
reykt og hefur áhættuna 1. Áhættan
margfaldast með stuðlinum 1,4 þeg-
ar fyrrverandi reykingamenn eiga í
hlut, fer vaxandi með vaxandi
reykingum og er hæst hjá þeim sem
mest reykja. Athyglisvert er, að
vindla- og pípureykingar juku krans-
æðaáhættuna í líkum mæli og 1
pakki af sígarettum á dag, þótt síga-
rettureykingamenn hafi verið í mun
meiri hættu að deyja úr krabbameini
heldur en pípu- og vindlareykinga-
menn. Þessi munur skýrist sennilega
af því að það eru ekki sömu efnin í
hinni flóknu eimyiju tóbaksreyksins,
sem mestu skipta í framvindu krans-
æðasjúkdóms og krabbameins.
Líklegt er talið, að tjaran skipti
mestu sem krabbameinsvaldur, og
sígarettureykur inniheldur meiri
tjöru en pípu- og vindlareykur. Nikót-
ínið sjálft skiptir sennilega mestu
Ahrif kólesteróls á dánarlíkur úr kransæöastíflu
igt 15
Kólesteról mg/ml
dAnarlTkur úr kransædasjúkdömi og krabbameini
SAMBAND REYKINGA OG Ah/ETTU
yi
HLUTFALLSLEG
Ahætta
[3 kransæðasjúkdómui
krabbamein
1-14
sígarettur
15-24
sfgarettur
> 25 pfpa eða
sígarettur vlndlar