Morgunblaðið - 12.12.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.12.1989, Blaðsíða 28
2(f ooor QMín./!M^rjri or qt Tf\ /nr tt okm 'oioa iqi/t ?oor MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1989 VEISLUELDHUSID ÁLFHEIMUM 74 • Veislumatur og fill áhöld. • Veisluráúgjttf. • Salarleiga. • Málsverðir í fyrirtæki. • Tertur, kransakðkur. • Snittur og pinnamatur. 686220-685660 Hverjir eru áhættuþættir kransæðasjúkdóms á Islandi ^jþrtur leiseru HJARTA- VERND 25 ÁRA Þ.ÞORGRÍMSSON &C0 WARMA PLAST ÁRMÚLA 1 6 OG 29, S. 38640 Niðurstöður úr rannsókn Hjartaverndar eftir Guðmund Þorgeirsson Eitt af höfuðverkefnum Hjarta- vemdar frá stofnun samtakanna fyr- ir 25 árum hefur verið öflun þekking- ar á hjarta- og æðasjúkdómum og áhættuþáttum þeirra á íslandi. I því skyni var Rannsóknarstöð Hjarta- verndar stofnuð og hefur m.a. unnið að skipulegri rannsókn á stóru úr- taki íslendinga, sem valið var eftir sérstökum tölfræðilegum aðferðum. Með þessu starfi hefur verið aflað víðtækrar vitneskju um heilsufar ís- lendinga, og ekki síður ýmsa_ þá þætti, sem áhrif hafa á heilsufar þjóðarinnar. Á undangengnum áratugum hafa erlendar rannsóknir aukið svo þekk- ingu á áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma að nokkur vitneskja um mikilvægi kólesteróls í blóði, háþrýsting og reykinga sem áhættu- þátta kransæðasjúkdóms er orðin hluti af almennri þekkingu upplýsts fólks. Engu að síður er ágreiningur um ýmsa aðra áhættuþætti og þess- ar erlendu rannsóknir hafa einnig leitt í ljós mjög mismunandi vægi hinna mikilvægustu áhættuþátta í mismunandi löndum, þekkt dæmi er háþrýstingur, sem í sumum löndum Afríku hefur óveruleg áhrif á krans- æðasjúkdóm, þótt hann valdi þar heilablæðingum og ofþykkt hjarta- vöðva, sem getur leitt til hjartabilun- ar. Annað dæmi eru reykingar, sem í löndum N-Ameríku og Vestur- Evrópu eru öflugur áhættuþáttur kransæðasjúkdóms, en teljast ekki DftNfiRORSfiKIR Skil á staðgreiðslufé: EINDÁGINN ER 15. HVERS MÁNAÐAR oP r,e,w'aSS______' M<c'“Áe9"a' M'C ....... tftr ,va\ ,i\W a' ^launagreidslna Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reikn- uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15.. hvers mán- aðar. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eða eftirá. Með skilunum skal fylgja greinar- gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila- greinum", blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heil- um krónum. Gerið skil tímanlega marktækur áhættuþáttur í Japan og fleiri Asíulöndum, þótt þær séu þar eins og annars staðar helsti orsaka- valdur lungnakrabbameins, lang- vinns berkjukvefs og lungnaþembu. Þannig hefur verið lýst staðbundnum tilbrigðum í vægi hinna mismunandi áhættuþátta kransæðasjúkdóms. Á íslandi verður því ekki komist hjá að spyija spumingarinnar: Hverjir eru áhættuþættir kransæðasjúkdóms og annarra æðasjúkdóma með íslenskri þjóð? Úr gögnum Hjarta- verndar má nú ráða fyrstu svör við þeirri spumingu, þótt mikil úrvinnsla gagna bíði enn. Við lok 4. áfanga í hóprannsókn Hjartaverndar höfðu 8001 karlmaður á aldrinu 34-73 ára komið a.m.k. einu sinni til skoðunar og blóðrann- sókna. í árslok 1985 hafði verið fylgst með þessum hópi í 5-17 ár og þá voru 1140 eða 14,2% látnir. Dán- arorsakir eru sýndar í mynd 1. Kem- ur þar fram að langalgengasta dán- arorsökin er kransæðasjúkdómur, en krabbamein tekin sem einn flokkur kom þar næst í röð. Athygli vekur, að tiltölulega fáir eða 7% deyja úr heilablóðföllum. Hveijir eru áhættuþættir þess að deyja úr kransæðasjúkdómi á ís- landi? Ef aldur er frátalinn reyndist kólesteról í blóði hafa mest sjálf- stætt vægi sem áhættuþáttur krans- æðasjúkdóms. Á mynd 2 er sýnt hvernig dánarlíkur vaxa með hækk- andi kólesteróli í blóði. Þátttakendum var skipt í sex jafnstóra hópa eftir kólesterólgildum og líkurnar á því að deyja úr kransæðasjúkdómi á næstu 10 ámm reiknaðar út fyrir tvo aldursflokka, 55 ára og 65 ára. Eins og fram kemur á stöplaritinu eru dánarlíkur þeirra í 55 ára hópnum sem hafa hæst kólesteról fimm sinn- um hærri en dánarlíkur þeirra sem skipa lægsta fiokkinn. í 65 ára hópn- um er mismunurinn ekki eins mikill en þó greinilegur (tæplega 2,5 föld aukning á dánarlíkum frá lægsta kólesterólgildi til hins hæsta). Næst kólesteróli að vægi koma reykingar, bæði sígarettureykingar og vindla- eða pípureykingar. Sam- band reykinga og aukinnar dánar- tíðni úr kransæðasjúkdómi er sýnd á mynd 3 og til samanburðar sýnt hver áhrif reykingar hafa á dánar- tíðni úr hvers konar krabbameini. . Viðmiðunarhópurinn hefur aldrei reykt og hefur áhættuna 1. Áhættan margfaldast með stuðlinum 1,4 þeg- ar fyrrverandi reykingamenn eiga í hlut, fer vaxandi með vaxandi reykingum og er hæst hjá þeim sem mest reykja. Athyglisvert er, að vindla- og pípureykingar juku krans- æðaáhættuna í líkum mæli og 1 pakki af sígarettum á dag, þótt síga- rettureykingamenn hafi verið í mun meiri hættu að deyja úr krabbameini heldur en pípu- og vindlareykinga- menn. Þessi munur skýrist sennilega af því að það eru ekki sömu efnin í hinni flóknu eimyiju tóbaksreyksins, sem mestu skipta í framvindu krans- æðasjúkdóms og krabbameins. Líklegt er talið, að tjaran skipti mestu sem krabbameinsvaldur, og sígarettureykur inniheldur meiri tjöru en pípu- og vindlareykur. Nikót- ínið sjálft skiptir sennilega mestu Ahrif kólesteróls á dánarlíkur úr kransæöastíflu igt 15 Kólesteról mg/ml dAnarlTkur úr kransædasjúkdömi og krabbameini SAMBAND REYKINGA OG Ah/ETTU yi HLUTFALLSLEG Ahætta [3 kransæðasjúkdómui krabbamein 1-14 sígarettur 15-24 sfgarettur > 25 pfpa eða sígarettur vlndlar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.