Morgunblaðið - 12.12.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1989
31
Jáen..
Tvær meginstefii-
ur atvinnumála
og fjármála
eftir EyjólfKonráð
Jónsson
Ekki þarf að lýsa fyrir upplýstri
íslenskri alþýðu þeim mögnuðu und-
irstraumum sem eru að bijótast upp
á yfirborðið í Evrópumálum, austan
tjalds og vestan. Kommúnisminn
hefur geispað golunni og ofstjórn-
ar- og ofbeldisskoðanir e_ru á undan-
haldi í álfunni allri, að íslandi einu
undanskildu. Þegar miðstjórnarvald
er maskað ytra er það magnað hér,
og nú keyrir svo sannarlega um
þverbak. Dýrkendur ríkisvalds beita
hér sem annars staðar orðsnilld
lyginnar og nauðgun hugtaka. Þeir
segjast stanslaust vera að bæta hag
lágtekjufólks með nýjum tekjum
ríkisins sem síðan renni til þessa
fólks beint og óbeint. Vita þeir þó
vel að auknir skattar bitna verst á
því í bráð og lengd. Þeir vita vel
að skattar hveiju nafni sem þeir
nefnast eru eignatilfærsla frá fólk-
inu og fyrirtækjum til ríkisvaldsins,
eignaupptaka. Þeir vita líka að þessi
tilfærsla leiðir til minni framleiðslu
og „þenslu". Það er þeim einkar
geðfellt, þótt það komi verst niður
á þeim sem minnst mega sín.
Þegar þeir svo þrá að þjarma enn
að fólki og fyrirtækjum spyija þeir
í þaula: Hvar á að skera niður?
Bendið þið á sparnað til að draga
úr skattahækkunum eða til að
lækka skatta; út með það, hvar
ætlið þið að spara? Nú er það ljóst
að víða er hægt að spara í ofþöndu
ríkiskerfi sem vefur upp á sig ár
frá ári. Margar ríkisstjórnir hafa
reynt þetta með takmörkuðum
árangri og því hellt sér út í stöðvun
eða frestun brýnna framkvæmda.
Það gerir núverandi stjórn í ríkari
mæli en nokkur önnur. Saiht sem
áður magnast fjárlagahalli og
skuldasöfnun. Segir þetta mönnum
enga sögu, sjá menn ekki að þetta
er heimatilbúin kreppa? Halda
menn að hún muni leiða til ein-
hvers annars en hún hvarvetna í
öðrum löndum hefur gert?
Við skulum gefa okkur það að
takmarkaður árangur geti náðst við
niðurskurð kerfisins nema þá á
nokkrum árum og huga að því að
stöðvun ofvaxtarins væri ein og sér
mikill árangur. Svo skulum við hug-
leiða hvernig bæta má kjörin með
aukinni auðlegð þjóðarinnar, á ann-
an liátt verður það ekki gert til
frambúðar. Heldur einhver að leiðin
til þess sé að draga úr framleiðslu
og framförum alltaf og alls staðar
með þeim hætti að taka í sífellu
starfsfé frá atvinnuvegunum og
eigin aflafé frá borgurunum í aukn-
um sköttum ár frá ári og lækkandi
launum? Nei, þetta heldur enginn.
Menn vita nú allir bæði hér og ann-
ars staðar að ríkisvaldið verður að
fara þveröfuga leið, stórlækka
skatta og auka framkvæmdir ein-
staklinga og fyrirtækja, m.ö.o. efla
framtak með fijálsum peningum.
Þessar augljósu staðreyndir
þvælast þó fyrir mætum mönnum
hér sem stöðugt tönglast á því að
hag ríkissjóðs verði fyrst að tryggja,
þá komi allt annað af sjálfu sér.
Þetta er þjóðlygi enda þekkjast svo-
kölluð hallalaus fjárlög hvergi þar
sem framfarir eru og velmegun.
Þetta getur ekki passað segir ein-
hver, þótt það sé staðreynd. En um
þetta er ekki fjallað nú heldur varp-
að fram einni spurningu eða tveim:
Fyllti Jón Baldvin, þá fjármála-
ráðherra, upp í 2-3 milljarða gat á
fjárlögum sem hann taldi fyrirsjá-
Eyjólfur Konráð Jónsson
„Þessar augljósu stað-
reyndir þvælast þó fyrir
mætum mönnum hér
sem stöðugt tönglast á
því að hag ríkissjóðs
verði fyrst að tryggja,
þá komi allt annað af
sjálfu sér. Þetta er þjóð-
lygi enda þekkjast svo-
kölluð hallalaus fjárlög
hvergi þar sem fram-
farir eru og velmegun.“
anlegt haustið 1987 og dengdi því
yfir 5-6 milljarða sköttum til að
„hafa borð fyrir báru“? Hefur halli
fjárlaga núverandi fjármálaráð-
herra farið lækkandi við síaukið
skattrán eða eru horfur á að svo
muni verða á næsta ári? Þessum
spurningum getur hver sá svarað
sem eitthvað fylgist með málum,
en sá hinn sami getur ekki enn
sett upp aulasvip og sagt: Já en . . .
Höfundur er einn af
alþingismönnuni Sjálfstæðisílokks
fyrir Reykja víkurkjördæmi.
Reykjavík:
Lögreglan með viðbún-
að vegna jólaumferðar
Á tíinabilinu 16.—23. desember mun lögreglan takmarka umferð
inn á Laugaveg, ef þörf krefur. Einkum má gera ráð fyrir tímabund-
inni lokun Laugavegar laugardaginn 16. desember og á Þorláks-
messu. Undanþágu njóta strætisvagnar og leigubílar, sem erindi
eiga að húsum við Laugaveg. Enn fremur njóta undanþágu bílar
með merki fatlaðra. Ökumenn eru hvattir til að aka ekki um Lauga-
veg að ástæðulausu.
Laugardagana í desember fyrir E. Bílastæði milli Sætúns og
bæði fyrir akandi og gangandi veg-
farendur. Ökutæki þessi verða fjar-
lægð á kostnað ökumanna.
(FVctÞitilkynning)
pð02Un|“V
»s p'bli
...
jól verður ókeypís í stöðumæla,
bílastæði og bílastæðahús á vegum
Reykjavíkurborgar, þó með þeirri
undantekningu að Kolaport verður
aðeins opið laugardaginn 23. des-
ember.
Athygli er vakin á því að laugar-
dagana í desember verða um 60
bílastæði við Skúlagötu, gamla út-
varpshúsið, til ráðstöfunar.
Eftirfarandi er yfirlit yfir bíla-
stæðahús fyrir almenning í mið-
borginni:
A. Nýtt bílastæðahús á Vestur-
götu 7. Ekið inn frá Mjóstræti. Þar
eru um 100 stæði.
B. Nýtt bílastæðahús við Berg-
staðastræti. Ekið inn frá Berg-
staðastræti sunnan Skólavörðu-
stígs. Þar eru um 50 stæði.
C. Kolaport — bílastæðahús, 180
stæði. Ekið inn frá Kalkofnsvegi.
Stæðin eru lokuð laugardagana 2.,
9\ og 16. desember, en opin á Þor-
láksmessu 23. desember.
Sérstök athygli er vakin á hinum
nýju bílastæðahúsum við Vestur-
götu og Bergstaðastræti.
Eftirfarandi er yfirlit yfir helstu
langtímabílastæði í miðborginni:
D. Bakkastæði. Ekið inn frá
Kalkofnsvegi. Þar eru um 350
stæði.
Skúlagötu vestan bensínstöðvar
Olís. Þar eru um 150 stæði.
F. Vitatorg og opið svæði norðan
Vitatorgs. Ekið inn frá Lindargötu
og Vitastíg. Þar eru 150 stæði.
G. Bílastæði á lóð Eimskips milli
Vatnsstígs og Frakkastígs.
Starfsmenn, sem koma á
einkabílum, eru hvattir til að leggja
bílum sínum fjær en venjulega
fram að jólum.
Fólk er eindregið hvatt til að
notfæra sér strætisvagnana dag-
ana fram að jólum til að létta á
umferð og spara sér tíma og erfið-
leika við leit að bílastæðum. Þessu
er sérstaklega beint til starfsmanna
verslana og annarra fyrirtækja í
miðborginni.
Fram að jólum mun leið SVR
„Hlemmur-Lækjartorg“ hafa við-
komu á Skúlagötu við Klapparstíg,
þ.e. í grennd við stæði E hér að
ofan.
Lögreglan verður með aukna
löggæslu, þar sem þess er þörf,
fram að jólum og mun greiða fyrir
umferð og aðstoða fólk í þeirri
miklu umferð, sem framundan er.
Lögreglan mun hafa kranabíla í
sinni þjónustu og mun fjarlægja
þau ökutæki, sem illa er lagt, skapa
hættu og hindra eðlilega umferð
JÓLASNYR TINGIN
Kristín Stefánsdóttir
snyrti- og
förðunarfræðingur
Kristín Friðriksdóttir
förðunarfræðingur
Ágústa Kristjánsdóttir
fótaaðgerða- og
snyrtifræðingur
Kristín Guðmundsdóttir
fótaaðgerða- og
snyrtifræðingur
10% af sláttur til jóla
Við bjóðum ykkur eftirfarandi þjónustu:
Andlitsböð og einnig 3 tima kúra (ampúlur) - Húðhreinsun 20% skólaafsláttur
- Litanir- Fótaaðgerðir- Spangarmeðferð fyrir inngrónar neglur-
Gervineglurnar sívinsælu - Vaxmeðferð - Handsnyrtingu
- Förðun, brúðar-, samkvæmis- og „fantasíu" Fórðun -
Sylvia Lewis varanleg háreyðing
Breyttur og lengri opnunarttmi
Snyrtistoýan NN
Laugavegi27 - sími 19660