Morgunblaðið - 12.12.1989, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 12.12.1989, Blaðsíða 65
MOKGUNBIjAÐIÐ ÞfUWPAGURlMl51MM§5S W&J. Minning: Finnur S. Richter fv. brunavörður Fæddur 29. febrúar 1920 Dáinn 2. desember 1989 Eitt eigum við öll sameiginlegt en það er brotthvarf okkar héðan úr þessum heimi. í dag verður fyrr- um starfsfélagi okkar í Slökkviliði Reykjavíkur borinn til hinstu hvílu. Finnur Stefánsson Richter hóf störf í Slökkviliði Reykjavíkur 20. mars 1943. Ég kynntist Finni Richter er ég hóf störf sumarið 1964 sem sum- arafleysingamaður við Slökkvilið Reykjavíkur. Við störfuðm aldrei á sömu vakt en oft lágu leiðir saman þegar skila þurfti aukavinnu. Finnur lét sig málefni brunavarða miklu máli skipta. Hann átti sæti í stjórn Brunavarðafélags Reykjavíkur sem formaður frá árinu 1967 tiM972, hann átti sæti í mótstjórn fyrir norr- ænt brunavarðamót sem haldið var hér í Reykjavík árið 1966, hann átti sæti í stjórn norrænna brunavarða árin 1967 til 1972. Hann var heið- ursfélagi þessara samtaka jafnframt sem hann var fyrsti og eini heiðurs- félagi Brunavarðafélags Reykjavík- ur en þann titil bar hann frá árinu 1979. Ég átti þess kost að ferðast með Finni á brunavarðamót sem haldið var í Helsinki árið 1979 og það var góður hópur og samstilltur. Við ræddum saman síðasta dag mótsins og kom þá upp úr dúrnum að hann kveddi okkur í Kaupmanna- höfn því hann ætlaði í heimsókn til sonar síns Kristjáns sem þá var kom- inn til Lúxemborgar og ætlaði hann að fljúga með honum til Austur- landa. Þetta var ein af mörgum ferð- um sem hann fór með syni sínum og sem hann talaði oft um, sama var upp á teningnum þegar við fór- um á fimmtíu ára afmæli samtaka norrænna brunavarða í Osló 1987. Þar kvaddi hann okkur og lagði leið sína suður á bóginn. Þó svo við Finnur höfum ekki starfað saman daglega í vinnu okkar á stöðinni þá kynntumst við og bár- um við yngri mennirnir virðingu fyr- ir honum. Hann var ákveðinn og lét sinn blut ekki fyrr en í fulla hnefana hvort sem um var að ræða félags- málaþras eða við spilaborðið. Ég hef átt þess kost í febrúar ár hvert frá 1984 að koma við á innrömmunar- verkstæðinu og afhenda honum miða á árshátíð Brunavarðafélags Reykjavíkur og alltaf var sami.ljóm- inn yfir honum þegar hann vissi er- indið. En nú er þessu lokið, góður félagi, Finnur S. Richter, hefur kvatt okkur að sinni, öll hittumst við hand- an við móðuna miklu. Við félagar í Brunavarðafélagi Reykjavíkur vott- um eftirlifandi eiginkonu og börnum okk'ar djpstu samúð. Armann Pétursson formaður B.R. Þetta hefur verið milt haust fyrir flest okkar, en ekki öll, og einn þeirra var faðir minn, Finnur Richt- er, sem andaðist í Landspítalanum 2. desember sl. Hann háði sitt helstríð og barðist af krafti, þessar síðustu vikur lífs síns eins og reynd- ar þau tvö ár, sem liðin eru frá því sá sjúkdómur, sem að lokum lagði hann að velli, uppgötvaðist. Allan þennan tíma var baráttan háð af bjartsýni og trú á lífið. Pabbi fæddist á ísafirði, sonur hjónanna Stefáns Richter og Ingi- bjargar Magnúsdóttur. Hann ólst upp á ísafirði; til ísafjarðar bar hann hlýjar tilfinningar og þaðan átti hann bjartar minningar. Tæplega tvítugur fór hann til Reykjavíkur, þar sem hann lærði skipasmíði. Við þá iðn starfaði hann stutt og árið 1943 hóf hann störf hjá Slökkviliði Reykjavík- ur og starfaði þar í hartnær 40 ár. Um margra ára skeið var hann for- maður Brunavarðafélags Reykjavík- ur og fyrir störf sín þar var hann gerður að fyrsta og eina heiðurs- félaga þess félags. Einnig var hann heiðursfélagi í Samtökum norrænna bnmavarða. Auk þess að vera í- Slökkviiiðinu rak pabbi innrömmun frá 1957, í fyrstu sem aukavinnu, en frá 1980, þegar hann hætti í Slökkviliðinu, sem aðalstarf. Við innrömmunina starfaði hann fram á þann dag að hann lagðist banaleg- una, 31. október sl. Pabbi hafði mikið yndi af ferða- lögum og ferðaðist víða um heim, en táknrænt varð síðasta ferðalagið ' í október sl., þá var hvorki farið til New York eða Singapore, heldur vestur á ísafjörð og þar voru rifjað- ar upp bernskuminningar og ein- staka strákapör. Við fórum nokkrar ferðir saman, en þessi ferð verður mér ógleymanleg, ekki síst vegna þess að augljóst var að hveiju stefndi og aðeins væri eftir ferðin, sem bíður okkar allra. Nú þegar pabbi hefur verið leyst- ur frá kvöl sinni og lagt í sína síðustu ferð, þakka ég honum fyrir allt sem hann var mér og bið Guð að blessa minningu hans. Ingibjörg Tengdafaðir minn, Finnur Richt- er, andaðist í Landspítalanum að- faranótt 2. desember sl. eftir erfiða sjúkdómslegu, úr þeim sjúkdómi sem þrátt fyrir allt virðist oftar en ekki hafa yfirhöndina. Kraftur og barátta’ Finns var aðdáunarverð, alltaf sá hann björtu hliðamar og benti á að verra gæti það nú verið. Aðeins þremur vikum áður en hann lagðist inn á spítala í október sl. vitjaði hann æskustöðvanna á ísafirði í fylgd dóttur sinnar, þar sem hann riljaði upp ásamt" systur sinni bernskusporin. Veit ég að ferð þessi var þeim öllum mikið ánægjuefni. Finnur Richter fæddist á ísafirði 29. febrúar 1920, sonur hjónanna Ingibjargar Magnúsdóttur og Stef- áns Richter. Af 10 systkinum eru nú aðeins 3 á lífi, Jakob, Magnúsína og Aðalsteinn, sem nú kveðja yngsta bróður sinn. Finnur ólst upp á ísafirði við leik og störf eins og gerð- ist en fluttist suður til Reykjavíkur árið 1937 og lærði þar til skipasmiðs og lauk sveinsprófi, en vann ekki lengi við iðn sína, því hann hóf störf hjá Slökkviliði Reykjavíkur 1943 og vann þar óslitið þar til hann lét af störfum 1980 eftir 37 ára gifturík störf. Félagsmál voru Finni hugleik- in og gegndi hann ýmsum trúnaðar- störfum fyrir félag sitt, Brunavarða- félag Reykjavíkur og einnig fyrir Starfsmannafélag Reykjavíkur. Pólitískur var hann alla tíð og lá ekki á skoðunum sínum, án þess að þröngva þeim upp á nokkurn mann. 17. ágúst 1946 kvæntist Finnur Ragnhildi Jóhannesdóttur frá Neðra-Núpi í Miðfirði og eignuðust þau 5 börn sem öll lifa föður sinn. Þau eru-Kristján Ingi, kvæntur Ing- unni Þorvaldsdóttur og eiga þau þijár dætur; Þórdís, gift Valdimar Einarssyni, eiga þau tvo syni, eina dóttur og eina sonardóttur; Ingi- björg, gift Júlíusi R. Hafsteinssyni og eiga þau tvo syni; Ragnhildur, á hún eina dóttur; María, gift Jóni Yngva Björnssyni og eiga þau tvær dætur. Með þrotlausri vinnu og dugnaði eignuðust þau Finnur og Ragnhildur sína fyrstu og einu íbúð, árið 1951, að Bústaðavegi 79 þar sem þau hafa búið fram á þennan dag. Að leiðarlokum viljum við, ég og synir mínir, Finnur og Andrés Páll, þakka fyrir margar góðar stundir sem við geymum með okkur og biðj- um góðan Guð að blessa minningu Finns Richter. Tengdamóður minni, Ragnhildi, votta ég mína innilegustu samúð. Júlíus Ævitíminn eýðist, unnið skyldi langtum meir, síst þeim lífið leiðist sem lýist þar til út af deyr... Þessi orð Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal eiga vel við þann hluta ævi föður míns, Finns Richter, sem ég þekki. Og þar er ævi hans ekk- ert einsdæmi. Miklu frekar er hann dæmigerður fyrir þá kynslóð sem nú fer þreytt að sofa. Þá kynslóð sem unnið hefur hörðum höndum frá morgni til kvölds, frá æsku og fram á elliár og sem byggt hefur það nútímaþjóðfélag og velferðarkerfi sem við státum okkur svo oft af. Betra væri að við, sem nú teljunist í blóma lífsins, bærum gæfu til að láta kynslóð foreldra okkar njóta ávaxtanna af sínu ævistarfi. Því miður skortir þar mikið á. Og ekki gerir gamla fólkið kröfur, ekki frek- ar en Björn í Sauðlauksdal, sem hugsaði fyrst og fremst um að búa í haginn fyrir þá sem á eftir koma. Frá því ég man fyrst eftir mér hefur pabbi verið að vinna. Ef ekki á vakt á Slökkvistöðinni, sem var aðalvinnustaður hans áratugum saman, þá á innrömmunarverkstæði sínu. Og ekki veitti af. Það hefur aldrei verið auðvelt fyrir íslenskt alþýðufólkk að sjá fyrir fimm börn- um og koma þeim til manns. Þá verður oft minni tími fyrir sam- verustundir fjölskyldunnar en æski- legt væri. Á yngri árum aðhylltist pabbi hugmyndir þeirra, sem kenna sig við alþýðuna, um leiðina að mark- miðinu; frelsi, jafnrétti og bræðra- lagi. Seinni árin var hann ekki eins viss um leiðina að markinu og undir lokin átti hann erfítt með að sjá muninn á aðferðum þeirra sem eigna sér þessi fögru hugtök og annarra. Varla er hann einn um það. Síðustu tvö árin átti pabbi við alvarleg veikindi að stríða sem að lokum lögðu hann að velli. Á þessum tíma lærði ég að sjá jákvæðar hliðar á hijúfu yfirborðinu sem einkenndi pabba og sem manni fannst oft að mætti vera mildara. En þegar á reyndi var það okkur öllum styrkur. Það er ekki ofsögum sagt að hann heyrðist aldrei kvarta þótt vitanlega hafi hann oft bæði verið þjáður og kvíðinn. Slík harka og æðruleysi þeirra sem sjúkir eru eru aðstand^ endum ómetanlegur stuðningur. í stað þess að rifja upp einstakar minningar að leiðarlokum, minning- ar sem í raun eiga ekkert erindi fyrir sjónir annarra, ætla ég að gera orð Jónasar Hallgrimssonar að mínum, um leið og ég kveð pabba’ og þakka honum samfylgdina. Síst vil ég tala um svefn við þig; þreyttum anda er þægt að blunda og þannig bíða sælli funda; - það kemur ekki mál við mig. Ragnhildur Richter Undanfarin ár höfum við nokkrir fyrrum brunaverðir á Slökkvistöð- inni hér í Reykjavík haldið hópinn með þeim hætti að eiga saman stund einu sinni í mánuði, til að taka dæg- urmálin fyrir og rifja upp ýmislegt frá liðnum dögum í starfi og utan þess. Strax í upphafi átti hugmynd- in fylgi að fagna meðal okkar og ■ LEIKFÉLAG REYKJAVÍK- UR býður nú yngstu bekkjum grunnskólans í Reykjavík í Borg- arleikhúsið til að hlusta á nokkra leikara flytja ljóð og söngva eftir Jóhannes skáld úr Kötlum. Leikar- arnir Valgerður Dan, Soflía Jak- obsdóttir, Þorsteinn Gunnarsson, Steindór Iljörleifsson og Bryndís Petra Bragadóttir og Guðrún Jónsdóttir söngvari taka á móti ______________________________ þá ekki síst var félagi okkar og sam- starfsmaður, Finnur Richter, áhuga- samur um þetta. í dag kveðjum við hann, en útför hans fer fram frá Bústaðakirkju kl. 13.30. Finnur var mjög félagslyndur maður og hafði ánægju af að stússa í félagsmálum, ekki síst er snertu -- málefni brunavarða. Honum lét vel að blanda geði við aðra. Hann var vakandi gagnvart því sem gerðist daglega í kringum okkur, um menn og málefnu. Á þessum kaffifundum okkar lagði hann jafnan sitt af mörk- um á skemmtilegan hátt og var ekki endilega sammála einhveijum okkar við borðið án þess þó að fara út í einhvert þras. Hann var alveg laus við slíkt. Þessi stutta samverustund okkar yfir kaffibolla á einhveiju vertshúsanna skiptu máli fyrir hann eins og okkur hina. Hann lagði • áherslu á að láta sig ekki vanta ef hann á annað borð var í bænum og kom því við. Finnur var lærður skipasmiður. Er hann hætti störfum sem bruna- vörður vatt hann sér í smíðar, þó ekki skipa heldur gerði hann þá rammasmíði, sem hann hafði stund- að í frítíma sínum, að sínu aðal- starfi. Rak hann um árabil ramma- gerð í Bústaðahverfi, í næsta ná- grenni við heimili sitt. Hann ávann sér strax traust fyir vandaða vinnu og smekkvísi. í rammagerðina komu margir. Rammagerðarmaðurinn var ætíð hress og hugmyndagóður er leysa þurfti úr einhverjum vanda kringum verkefnið. Eignaðist Finnur í þessu starfi margt vina. Þrátt fyrir erfiða sjúkdómsbaráttu lét hann lítt undan síga. Undruð- umst við og aðrir vinir hans og kunn- ingjar harðfylgi hans og æðruleysi. Mátti sjá Finn við vinnu í ramma- gerðinni sinni allt fram undir það að yfir lauk. Finnur Richter er annar gamli vinnufélaginn okkar, sem horfið hef- ur af sjónarsviðinu á þessu ári. Skarð er því fyrir skildi í okkar annars fámenna hópi. Um leið og við kveðjum Finn og - þökkum honum samfylgdina, þökk- um við góð og eftirminnileg kynni og trygga vináttu hans. Konu hans, frú Ragnhildi, og fjölskyldunni vott- um við samúð okkar. Kaffifélagar börnunum í Litla sal leikhússins og flytja þeim dagskrá sem byggir að mestu á ljóðum úr kvæðabók Jóhannesar, Jólin koma; sem margar kynslóðir barna á Islandi þekkja vel. Leikfélagið stefnir að því að börn úr sem flestum grunn- skólum höfuðborgarinnar fái tæki- færi til að heimsækja Borgarleik- húsið. ORIENT Dömuúr meðgull- húðaðri keðju. Vatns- þétt og me ð hertu gleri. Verð kr. 11.140.-*) PIERPONT Herraúrmeð ól, demantur á kl. 12. Gullplett. Hertgler. Verðkr. 8.251.-*) OTT UR ER GOÐ GJOF ORIENT Sporflegt herraúr með tutiglkomu, vikudegi ogdagata/i. Vatnsþétt með hertu gleri. Verðkr. 9.980.-*) PIERPONT Dömuúr með festi, gullplett, fyrir vandlátar konur. Verðkr. 12.917.-*) ORIENT Dömuúr með leðuról. Sérstaklega þunnt tír. Fjölbreyttir skífulitir. Verðkr. 10.700.-*) *) Uppgeftd verd innflytjanda URSMIÐAFELAG ISLANDS P.s. Úreru toll- og vörugjaldsfrjáls á íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.