Morgunblaðið - 12.12.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.12.1989, Blaðsíða 16
MÖkötií&MÐÍb WlÐÍJWtíÁÖUR; ^.1 DESÉMfifilí^'986 Raögreiðslur Póstsendum samdægurs SNORRABRAUT 60 — SÍMI 12045 & Ármúla 29 SÍmar 38640 - 686100 £ ÞORGRÍMSSON & CO Armstrong LDFTAPLÖTUR KOPk-O PLAJff7“ GÓLFFLÍSAR Wabmaplast einangrun GLERULL STEINULL Ljóð og mynd Myndlist Bragi Ásgeirsson Ein af sérkennilegri og um leið fallegustu bókum jólamarkaðar- ins er án nokkurs vafa bókin „Veröldin þín“, sem segir frá sam- vinnu listaskálds og myndskálds, eða þeirra Matthíasar Johann- essens og Sveins Björnssonar. Tildrögin voru þau, að Matthías skrifaði ljóð eftir sig hér og þar á auðan pappír að ég held suma- rið 1985, en Sveinn myndlýsti svo ljóðinu, eftir því sem andi kvæðis- ins og tilfallandi stemmning bauð honum að gera hveiju sinni. Árangur þessarar samvinnu var svo sýndur almenningi haust- ið 1985 og vakti sú sýning drjúga athygli, þótt hún væri í nýju sýn- ingarhúsi fyrir utan borgarmörk- in, eða á Seltjarnarnesi. Er sýningin mér minnisstæð og þá ekki síst vegna þess hve þessi samvinna skilaði dijúgum ár- angri. Slík samvinna skálds og mynd- listarmanns er ekki algeng hér á landi, en þeim mun athyglisverð- ari og einkum fyrir það, hve góð áhrif hún hafði á myndlistar- manninn og losaði um margt í sköpunargáfu hans, en svið henn- ar hafði verið nokkuð þröngt fram að því. Eg minnist þess einnig að Ric- hard Valtingojer fór að á líkan hátt, er hann gerði grafíkmöppu árið 1983 og með athyglisverðum árangri. Yfirfærði handskrifuð ljóðin á stein og vann svo eftir hughrifum þeirra. Islenzkum myndlistarmönnum hefur mörgum hveijum verið hætt við að þrengja að sköpunargáfu sinni og athöfnum með því að dunda hver í sínu horni og ein- angra sig við þrönga listsköpun sína, jafnvel þótt fjarri sé að aðr- ar listgeinar láti þá ósnortna. Og á hinn bóginn er það lítil lausn að taka jafnóðum upp hið nýjasta, sem kemur að utan, í stað þess að sýna staðfestu í eigin athöfnum og möguleikum þess, sem menn hafa á milli handanna og í næsta nágrenni. Þeir eru líka sjaldan sóttir til hinna ýmsu skapandi verka í öðr- um listgreinum, heldur hafa hér sérstakir fagmenn haslað sér völi. Myndlistarmenn hafa þó iðu- lega umbylt fyrri hugmyndum manna í útlandinu, er þeir hafa tekið að sér slík verk og athafnir þeirra komist á blöð 'sögunnar. Á hér við hinar margvíslegustu hliðageira skapandi sjónlista svo sem myndlýsingar, leikmyndir, listiðnað, hönnun brúkshluta o.fl. Þá eru hreinræktaðir myndlist- armenn jafnvel sóttir til að rann- saka þol og gæði nýrra efna, því að þeir þykja með frumlegum til- raunum sínum og hugkvæmni ná mun lengra en lærðir sérfræðing- ar. Hér er ekki um að ræða, að þeir yfirtaki markaðinn, sei, sei, nei, heldur einungis að þeir stokki upp spilin og veiti ferskum og nýjum hugmyndum brautargengi. Má alveg gera ráð fyrir, að nánari samvinna á milli listgreina í okkar litla og einangraða þjóð- félagi sé af hinu góða, styrki jafn- vel sérkenni þeirra hverrar fyrir sig ef rétt er að málum staðið. Einkennandi er hræðsla ýmissa myndlistarmanna við aðrar list- greinar og þá einkum hið ritaða mál og í því sambandi má þess geta, að um þessar mundir er sýning á dagbókum og sknifum hins mikla áhrifavalds í núlistúm aldarinnar, Pablo Picasso, á Mgse- um des Arts Décorativs í Páns. Hann skrifaði upp á hvern dag og geymdi allt laust í kringum sig og fór létt með að útskýra verk sín, sem urðu við það jafnvel enn áhugaverðari og dularfyllri, í stað þess að ýmsir fræðingar annað tveggja tæma þau fullkomlega eða leitast við að lyfta þeim á fiug með vængjuðum orðum og tilvitn- unum í sögu, heimspeki og goða- fræði — þetta allt og miklu fleira kemur ósjálfrátt upp í hugann, er maður flettir bók þeirra félaga, en hún er skilvirkt dæmi um ár- angursríka samvinnu. Vinnu- brögð Sveins eru mjög í anda þess, sem hinir svonefndu ný- bylgjumálarar hafa verið að gera á síðustu árum í útlandinu, en perónueinkenni hans eins og skína í gegn, enda hefur hann alltaf unnið svona, þannig að ekki er um nein bein tengsl að ræða, en kannski meiri sannfæringarhita. Þessi hijúfu, þunglamalegu og kröftugu íslenzku vinnubrögð, sem hann er þekktur fyrir. En það eru þó hin mýkri og fíngerðari vinnubrögð í myndun- um, sem mér finnst sæta mestum tíðindum í þessum myndaflokki og slíkar fara best á síðum bókar- innar. Frummyndir listamannsins dögg eru augu þín. (Úr sögu/Konungur af Aragon) voru stórar og ábúðarmiklar, og sá kraftur, er einkenndi þær, kemst ekki fullkomlega til skila við svona mikla minnkun. Það er enda alþekkt, hve stórar myndir tapa miklu við slíka minnkun í listaverkabækur, en hins vegar virka litlar myndir einhvern veg- inn svo stórar í prentun. Það var nú einmitt þetta, sem gerði margar íslenzkar listspírur mest hissa í gamla daga, er þeir litu uppáhaldsverk sín úr bókum á söfnum í útlandinu. Þeir héldu einfaldlega, að ýmsar myndir, er þeir höfðu lengi dáðst að, væru í yfirstærð, en aðrar mun minni, en svo var þetta kannski öfugt! Slíkir horfa iðulega einungis á myndirnar í bókunum eða á póst- kortum og njóta beinna áhrifa þeirra, en hafa minni áhuga á að forvitnast um raunverulega stærð þeirra í textunum. Summan af þessu er sú, að hinar grófgerðari myndir verða enn grófari við minnkun, en hinar fíngerðari halda sér frekar og þá einkum, ef þær eru -einlitar eða nálgast að vera það. Dæmin um það sjáum við mörg í bókinni. Farsælast til árangurs við slíka samvinnu er vitaskuld að jafnt letur sem stærð myndanna sé nokkurn veginn hin sama í frum- gerð sem margföldun. Þvf að þá tapast minnst í prentun. Þetta mátti gjarnan koma fram, en það rýrir á engan hátt gildi þessa eftirminnilega fram- taks þeirra listamanna Matthíasar Johannessens og Sveins Björns- sonar. Bókin er í stóru broti og er öll hin vandaðasta í bak og fyrir og er enn ein rós í hnappagatið á prentsmiðjunni Odda, sem einnig sá um mjög fagrar umbúðir, en forlagið Iðunn gaf hana út og hefur ekkert til sparað. Þá er það víst algjör nýjung hérlendis, að listamaðurinn Sveinn Björnsson málaði sérstak- lega hveija kápu, svo að þær eru hver og ein myndverk út af fyrir sig. Áhug’averð hljómplata eftirRunólf Þórðarson í segulbandasafni Ríkisútvarps- ins er margt dýrmætra fjársjóða og menningarsögulegra verðmæta á sviði tónlistar og tónlistarflutn- ings, þar sem íslenskir listamenn koma við sögu. í fyrra kom á markað hljómplata með sýnishorni af því, sem þar er að finna. Það var plata með píanóleik Rögnvald- ar Siguijónssonar frá árunum 1968-1977, er út kom í tilefni af 70 ára afmæli hans á vegum Skífunnar. Þessi plata varðveitir sýnishorn af list Rögnvaldar, sem ekki hefur verið til á plötu áður, en það er flutningur kammer-tónlistar. Raunar er það svo, að kammer- músík hefur ekki verið fyrirferðar- mikil á íslenskum hljómplötum til þessa, nema þá íslensk kammer- músík. Er því mikill fengur að flutningi Rögnvaldar og félaga hans á hinu þekkta píanótríói Ha- ydns í G-dúr — þessu með ung- verska rondóinu. Félagar Rögn- valdar í þessum flutningi eru Konstantin Krechler fiðluleikari og Pétur heitinn Þorvaldsson selló- leikari. Er skemmst af því að segja, að þeir félagar túlka þetta yndislega verk af miklum þokka og fjöri, þar sem það á við, svo gaman er á að hlusta. Þá er líka á plötunni dæmi um túlkun Rögnvaldar á Beethoven, sem hefur heldur ekki verið til á plötu áður. Spilar Rögnvaldur Pathetique-sónötuna af næmri til- finningu fyrir dramatískum and- stæðum verksins. Er hægi þáttur- inn sérstaklega eftirminnilegur og mjög fallega leikinn. Önnur verk á plötunni eru eftir Chopin og Schumann. Verk þess- ara tónskálda hefur Rögnvaldur leikið áður inn á plötur og þau hafa fylgt horíum alla hans starf- sævi. Að þessusinni spilar hann Nocturnu op. 72 og Etýðu op. 10 nr. 4 eftir Chopin af sínu venjulega öryggi og tilfinningu fyrir stíl tón- skáldsins. Eftir Schumann eru svo á plöturíni Sinfónískar etýður op. 13, en þetta mikla’og erfiða verk er á köflum stórglæsilega leikið og er ágætís vitnisburður um píanóleikarann Rögnvald Sigur- jónsson. Sem sagt, mjög áhuga- verð hljómplata. Höfundur er verkfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.