Morgunblaðið - 12.12.1989, Blaðsíða 39
Jafiiaðarmerm kynna eigin
sameiningarhugmyndir
Bonn. Reuter.
Jafiiaðarmenn í Vestur-Þýskalandi kynntu í gær eigin stefnu í
sameiningarmálum Þjóðverja. Hún líkist að því leyti áætlun þeirri
sem Helmut Kohl kanslari greindi frá fyrir tveimur vikum að hjá
báðum er kyeðið á um ríkjasamband. Hans-Joehen Vogel, formaður
jafnaðarmanna, sagði í gær að munurinn væri sá að hans menn vildu
ganga lengra að þvi leyti að bæði ríkin myndu afsala sér nokkru
af fúllveldi sínu til sameiginlegrar stofnunar.
Vogel hafði í upphafi lýst yfir
stuðningi við áætlun Kohls en smám
saman varð vart óánægju í röðum
jafnaðarmanna með sameiningar-
hugmyndir kanslarans. Líklegt þyk-
ir að hin nýja áætlun verði sam-
þykkt á landsfundi vestur-þýskra
jafnaðarmanna í Vestur-Berlín um
næstu helgi. í áætlun jafnaðar-
manna segir m.a.: „Við viljum ríkja-
samband sem fyrst, jafnvel á meðan
Atlantshafsbandalagið og Varsjár-
bandalagið eru enn við lýði.“ I
áætluninni er varast að tala um
„endursameiningu", að sögn til þess
að valda nágrannaríkjunum, eink-
um Pólverjum, ekki þeim áhyggjum
að Þjóðverjar vilji sameinast innan
landamæranna frá árinu 1937. Þess
í stað er talað um „einingu" og
„sameiningu".
Vogel sagði á fréttamannafundi
að hann sæi fyrir sér ríkjasamband
þar sem þegnarnir fengju að greiða
atkvæði og njóta góðs af félags-
legri þjónustu hverjir í annars ríki
eins og gerist hjá Bretum og írum.
Hans-Jochen Vogel.
Nýr leiðtogi kommúnista
Íbúar EB-
ríkja hlynnt-
ir sameiningfu
tíonn. Reuter.
ÞRIR af hverjum fjórum íbúum
Evrópubandalagsins styðja sam-
einingu þýsku ríkjanna ef marka
má skoðanakönnun á vegum
'þýska tímaritsins Bunte.
Skoðanakönnunin var gerð í öll-
um tólf ríkjum Evrópubandalagsins
og kom í ljós að Spánvetjar voru
hrifnastir af sameiningu Þýska-
lands, 84% þeirra studdu hana.
Danir á hinn bóginn sýndu mestar
efasemdir en þó voru 59% þeirra
hlynnt sameiningu. í Prakklandi,
Grikklandi og Portúgal styðja yfir
80% sameiningu. í Belgíu og Bret-
landi eru rúm 70% hlynnt samein-
ingu. 78% Vestur-Þjóðverja vilja
sameinast Austur-Þýskalandi.
Umbótasinninn Gregor Gysi var á
laugardag kjörinn leiðtogi austur-
þýska kommúnistaflokksins og var
myndin tekin er flokksbræður hans
hylltu hann í Austur-Berlín. Gysi
er 41 árs gamall og lögfræðingur
að mennt. Hann veitti félögum í
samtökum austur-þýskra lýðræðis-
sinna „Nýr vettvangur" aðstoð' er
þeir börðust fyrir því að fá viður-
kenningu stjórnvalda.
Sovéskir her-
menn hlaupa í
skörð flóttafólks
Austur-Berlín. Reuter.
SOVÉSKIR hermenn í Austur-
Þýskalandi hafa nú tekið til
hendinni til að greiða úr efiia-
hagsvandræðum landsins.
Að sögn hlaupa sovéskir her-
menn nú í skörð þau sem myndast
hafa víða í verksmiðjum og öðrum
atvinnufyrirtækjum vegna flóttans
vestur. Aður höfðu þúsundir aust-
ur-þýskra hermanna og lögreglu-
manna verið kvaddar til nýrra
starfa vegna manneklu. Um helgina
voru 30 sovéskar flutningabifreiðar
fengnar til að flytja ávexti og álna-
vöru suður á bóginn frá hafnarborg-
inni Rostock.
turvelli
hafi verið troðið á Austui’velli og
gera megi ráð fyrir að ekki færri
en 8-10 þúsund manns hafi verið
viðstaddir.
Fólk á öllum aldri kom til að fylgjast með þegar kveikt var á ljósum Oslóartrésins.
Það var þröng á þingi á Austurvelli þegar jólasveinarnir hófú að syngja og skemmta.
_________________________39
Nýtt íslenskt
flugfélag sæk-
ir um flug-
rekstrarleyfi
NÝTT íslenskt flugfélag, Atlants-
flug hf., hefúr verið stoftiað. Til-
gangur flugfélagsins er að ann-
ast hvers konar flutninga með
flugvélum á alþjóðlegum vett-
vangi. Halldór Sigurðsson, fyrr-
um starfsmaður Arnarflugs, er
stjórnarformaður félagsins, sem
heíúr heimili og varnarþing í
Reykjavík. „Við erum með flug-
rekstrarleyfisumsókn í gangi,“
sagði Halldór í viðtali við Morg-
'unblaðið í gær.
Stofnendur fyrirtækisins eru,
auk Halldórs, Kjartan Lárusson,
Goði Sveinsson, Helgi Ágústsson,
Kjartan Reynir Ólafsson, Michael
Hugh, Gerry William og Colin Walt-
er Cosham.
Halldór sagði, að fyrirtækið væri
eingöngu ætlað á erlendan leigu-
flugsmarkað. Félagið væri með eina
Boeing 707 vöruflutningavél á leigu
og hún fylgir leyfisumsókninni til
ráðuneytisins. Sú flugvél er stað-
sett í Bretlandi.
„Það er ósköp lítið hægt að segja
um þetta fyrr en flugrekstrarleyfi
er fengið", sagði Halldór í samtali
við Morgunblaðið. „ Við erum t#-
búnir að hefjast handa um leið og
leyfið er komið. Við erum með
tæknimenn, bæði á flugrekstrar-
sviði og tæknisviði. Það er verið að
ganga frá nauðsynlegum pappírum
sem fara fyrst til loftferðaeftirlits-
ins og síðan flugráðs. Svo fara þeir
pappírar til ráðuneytisins. Við erum
komnir með öll þau gögn sem með
þarf.“
Sjálfstæðismenn í
Hafiiarfirði:
Jóhann
G. Berg-
þórsson í
fyrsta sæti
JÓHANN G. Bergþórsson for-
stjóri verður í efsta sæti á fram-
boðslista Sjálfstæðisflokksins í
Hafnarfirði fyrir bæjarstjórnar-
kostnlngarnar næsta vor. Ellert
Borgar Þorvaldsson skólastjóri
er í 2. sæti, Þorgils Óttar Mathie-
sen viðskiptafræðingur er í 3.
sæti og Hjördís Guðjónsdóttir
skólastjóri er í 4. sæti á listanum
sem samþykktur var einróma á
fúndi fúlltrúaráðs sjálfstæðisfé-
laganna í Haftiarfirði í gær-
kvöldi.
Listinn er að öðru leyti þannig
skipaður: 5._ Magnús Gunnarsson
fulltrúi, 6. Ása María Valdimars-
dóttir deildarstjóri, 7. Stefanía S.
Víglundsdóttir húsmóðir, 8. Her-
mann Þórðarson flugumferðar-
stjóri, 9. Valgerður Sigurðardóttir
fiskverkandi, 10. Sigurður Þoi-varð-
arson byggingarfræðingur, 11. Jó-
hann Guðmundsson verkstjóri, 12.
Helga R. Stefánsdóttir húsmóðir,
13. Valur Blomsterberg atvinnurek-
andi, 14. Oddur Helgi Qddsson
húsasmíðameistari, 15. Mjöll Flosa-
dóttir viðskiptafræðingur, 16.
Magnús Jón Kjartansson hljómlist-
armaður, 17. Birna Katrín Ragn-
arsdóttir húsgagnabólstrari, 18.
Hafsteinn Þórðarson verksmiðju-
stjóri, 19. Hulda G._ Sigurðardóttir
yfirkennari, * 20. Ásdís Konráðs
verkstjóri, 21. Sólveig Ágústsdóttir
skólaritari, 22. Árni Grétar Finns-
son lögmaður.
Skipan fyrstu 20 sæta listans er
samhljóða úrslitum í prófkjöri
sjálfstæðismanna um síðustu
helgi.