Morgunblaðið - 12.12.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.12.1989, Blaðsíða 39
Jafiiaðarmerm kynna eigin sameiningarhugmyndir Bonn. Reuter. Jafiiaðarmenn í Vestur-Þýskalandi kynntu í gær eigin stefnu í sameiningarmálum Þjóðverja. Hún líkist að því leyti áætlun þeirri sem Helmut Kohl kanslari greindi frá fyrir tveimur vikum að hjá báðum er kyeðið á um ríkjasamband. Hans-Joehen Vogel, formaður jafnaðarmanna, sagði í gær að munurinn væri sá að hans menn vildu ganga lengra að þvi leyti að bæði ríkin myndu afsala sér nokkru af fúllveldi sínu til sameiginlegrar stofnunar. Vogel hafði í upphafi lýst yfir stuðningi við áætlun Kohls en smám saman varð vart óánægju í röðum jafnaðarmanna með sameiningar- hugmyndir kanslarans. Líklegt þyk- ir að hin nýja áætlun verði sam- þykkt á landsfundi vestur-þýskra jafnaðarmanna í Vestur-Berlín um næstu helgi. í áætlun jafnaðar- manna segir m.a.: „Við viljum ríkja- samband sem fyrst, jafnvel á meðan Atlantshafsbandalagið og Varsjár- bandalagið eru enn við lýði.“ I áætluninni er varast að tala um „endursameiningu", að sögn til þess að valda nágrannaríkjunum, eink- um Pólverjum, ekki þeim áhyggjum að Þjóðverjar vilji sameinast innan landamæranna frá árinu 1937. Þess í stað er talað um „einingu" og „sameiningu". Vogel sagði á fréttamannafundi að hann sæi fyrir sér ríkjasamband þar sem þegnarnir fengju að greiða atkvæði og njóta góðs af félags- legri þjónustu hverjir í annars ríki eins og gerist hjá Bretum og írum. Hans-Jochen Vogel. Nýr leiðtogi kommúnista Íbúar EB- ríkja hlynnt- ir sameiningfu tíonn. Reuter. ÞRIR af hverjum fjórum íbúum Evrópubandalagsins styðja sam- einingu þýsku ríkjanna ef marka má skoðanakönnun á vegum 'þýska tímaritsins Bunte. Skoðanakönnunin var gerð í öll- um tólf ríkjum Evrópubandalagsins og kom í ljós að Spánvetjar voru hrifnastir af sameiningu Þýska- lands, 84% þeirra studdu hana. Danir á hinn bóginn sýndu mestar efasemdir en þó voru 59% þeirra hlynnt sameiningu. í Prakklandi, Grikklandi og Portúgal styðja yfir 80% sameiningu. í Belgíu og Bret- landi eru rúm 70% hlynnt samein- ingu. 78% Vestur-Þjóðverja vilja sameinast Austur-Þýskalandi. Umbótasinninn Gregor Gysi var á laugardag kjörinn leiðtogi austur- þýska kommúnistaflokksins og var myndin tekin er flokksbræður hans hylltu hann í Austur-Berlín. Gysi er 41 árs gamall og lögfræðingur að mennt. Hann veitti félögum í samtökum austur-þýskra lýðræðis- sinna „Nýr vettvangur" aðstoð' er þeir börðust fyrir því að fá viður- kenningu stjórnvalda. Sovéskir her- menn hlaupa í skörð flóttafólks Austur-Berlín. Reuter. SOVÉSKIR hermenn í Austur- Þýskalandi hafa nú tekið til hendinni til að greiða úr efiia- hagsvandræðum landsins. Að sögn hlaupa sovéskir her- menn nú í skörð þau sem myndast hafa víða í verksmiðjum og öðrum atvinnufyrirtækjum vegna flóttans vestur. Aður höfðu þúsundir aust- ur-þýskra hermanna og lögreglu- manna verið kvaddar til nýrra starfa vegna manneklu. Um helgina voru 30 sovéskar flutningabifreiðar fengnar til að flytja ávexti og álna- vöru suður á bóginn frá hafnarborg- inni Rostock. turvelli hafi verið troðið á Austui’velli og gera megi ráð fyrir að ekki færri en 8-10 þúsund manns hafi verið viðstaddir. Fólk á öllum aldri kom til að fylgjast með þegar kveikt var á ljósum Oslóartrésins. Það var þröng á þingi á Austurvelli þegar jólasveinarnir hófú að syngja og skemmta. _________________________39 Nýtt íslenskt flugfélag sæk- ir um flug- rekstrarleyfi NÝTT íslenskt flugfélag, Atlants- flug hf., hefúr verið stoftiað. Til- gangur flugfélagsins er að ann- ast hvers konar flutninga með flugvélum á alþjóðlegum vett- vangi. Halldór Sigurðsson, fyrr- um starfsmaður Arnarflugs, er stjórnarformaður félagsins, sem heíúr heimili og varnarþing í Reykjavík. „Við erum með flug- rekstrarleyfisumsókn í gangi,“ sagði Halldór í viðtali við Morg- 'unblaðið í gær. Stofnendur fyrirtækisins eru, auk Halldórs, Kjartan Lárusson, Goði Sveinsson, Helgi Ágústsson, Kjartan Reynir Ólafsson, Michael Hugh, Gerry William og Colin Walt- er Cosham. Halldór sagði, að fyrirtækið væri eingöngu ætlað á erlendan leigu- flugsmarkað. Félagið væri með eina Boeing 707 vöruflutningavél á leigu og hún fylgir leyfisumsókninni til ráðuneytisins. Sú flugvél er stað- sett í Bretlandi. „Það er ósköp lítið hægt að segja um þetta fyrr en flugrekstrarleyfi er fengið", sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið. „ Við erum t#- búnir að hefjast handa um leið og leyfið er komið. Við erum með tæknimenn, bæði á flugrekstrar- sviði og tæknisviði. Það er verið að ganga frá nauðsynlegum pappírum sem fara fyrst til loftferðaeftirlits- ins og síðan flugráðs. Svo fara þeir pappírar til ráðuneytisins. Við erum komnir með öll þau gögn sem með þarf.“ Sjálfstæðismenn í Hafiiarfirði: Jóhann G. Berg- þórsson í fyrsta sæti JÓHANN G. Bergþórsson for- stjóri verður í efsta sæti á fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði fyrir bæjarstjórnar- kostnlngarnar næsta vor. Ellert Borgar Þorvaldsson skólastjóri er í 2. sæti, Þorgils Óttar Mathie- sen viðskiptafræðingur er í 3. sæti og Hjördís Guðjónsdóttir skólastjóri er í 4. sæti á listanum sem samþykktur var einróma á fúndi fúlltrúaráðs sjálfstæðisfé- laganna í Haftiarfirði í gær- kvöldi. Listinn er að öðru leyti þannig skipaður: 5._ Magnús Gunnarsson fulltrúi, 6. Ása María Valdimars- dóttir deildarstjóri, 7. Stefanía S. Víglundsdóttir húsmóðir, 8. Her- mann Þórðarson flugumferðar- stjóri, 9. Valgerður Sigurðardóttir fiskverkandi, 10. Sigurður Þoi-varð- arson byggingarfræðingur, 11. Jó- hann Guðmundsson verkstjóri, 12. Helga R. Stefánsdóttir húsmóðir, 13. Valur Blomsterberg atvinnurek- andi, 14. Oddur Helgi Qddsson húsasmíðameistari, 15. Mjöll Flosa- dóttir viðskiptafræðingur, 16. Magnús Jón Kjartansson hljómlist- armaður, 17. Birna Katrín Ragn- arsdóttir húsgagnabólstrari, 18. Hafsteinn Þórðarson verksmiðju- stjóri, 19. Hulda G._ Sigurðardóttir yfirkennari, * 20. Ásdís Konráðs verkstjóri, 21. Sólveig Ágústsdóttir skólaritari, 22. Árni Grétar Finns- son lögmaður. Skipan fyrstu 20 sæta listans er samhljóða úrslitum í prófkjöri sjálfstæðismanna um síðustu helgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.