Morgunblaðið - 12.12.1989, Blaðsíða 35
MORGUNBiaADIl>)| ÞiyÐJUDAGljSK iU. þ>K,^EMBER; 198?,__
Utanríkisráðherrar EFTA-ríkjanna
3!
Reuter
Pólskir verkamenn fjarlægja risastóra styttu af Vladimír Lenín sem
trónað hefur á aðaltorgi stálframleiðsluborgarinnar Nowa Huta.
Rótttæk ungmenni hafa gert þrjár tilraunir að undanfbrnu til að
fella styttuna af stalli og ákváðu yfirvöld því að íjarlægja hana.
Þúsundir manna voru viðstaddir og fögnuðu nyög þegar styttan var
tekin niður.
Pólskir fangar í
mótmælasvelti
Samkomulag í sjónmáli um mikla
eftiahagsaðstoð við Pólland
Varsjá. Reuter.
ÞÚSUNDIR fanga í 17 fangelsum i Póllandi héldu áfram hungurverk-
falli á sunnudag, fjórða daginn í röð. Munu þeir vera að mótmæla
því að síbrotamenn skyldu undanskildir þegar þing landsins sam-
þykkti almenna sakaruppgjöf á dögunum.
Samkvæmt upplýsingum inn-
anríkisráðuneytisins munu um
4.000 fangar taka þátt í hungur-
verkfallinu. Ýmsir þeirra munu þó
láta nægja að neita að borða fang-
elsismat en borða í staðinn mat sem
fjölskyldur þeirra færa þeim.
Jafnframt hefur komið til upp-
þota í fangelsunum og hafa sex
fangar a.m.k. beðið bana í þeim.
Fullyrða embættismenn að þeir
hafi týnt lífi í innbyrðis átökum en
ekki failið í bardögum við lögreglu.
Nokkrum fangelsum náðu fangar á
sitt vaid í síðustu viku en hafa
ýmist gefist upp eða verið yfirbug-
aðir af lögreglu og fangavörðum.
Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu,
óháðu pólsku verkalýðsfélaganna,
hvatti landsmenn um helgina til
þess að búa sig undir að þurfa að
strekkja sultarólina enn frekar.
Vegna ástands í efnahagsmálum
þjóðarinnar yrði að sýna mikið að-
hald meðan reynt væri að ná hag-
vexti. Talið var að samkomulag við
Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um sjö
hundruð milljóna doliara efnahags-
aðstoð væri á næstu grösum. Sjóð-
urinn setur það sem skilyrði fyrir
aðstoðinni að Pólverjar taki upp
markaðsbúskap, dragi úr opinber-
um útgjöldum og niðurgreiðslum,
breyti skattakerfinu og takmarki
kauphækkanir. Með því móti gerir
sjóðurinn ráð fyrir að draga megi
úr verðbólgu, sem nú er um 450%.
Ráðstafanir sem fram undan eru
munu skerða kaupmátt pólskra
launþega um 20% og sagði Leszek
Balcerowicz, fjármálaráðherra, þá
skerðingu óhjákvæmilega þó svo
hún gerði landsmönnum erfitt fyrir.
„Við verðum að horfast í augu við
raunveruleikann og það verður hart
á dalnum en á næstu mánuðum.
En þá ræðst líka hvort okkur mun
takast að reisa efnahag landsins
viðj“ sagði hann.
I gær var gengi zlotísins fellt um
16% og er það níunda gengisbreyt-
ing stjórnar Tadeusz Mazowieckis
frá því hún tók við völdum í septem-
ber sl.
Sovétríkin:
Arftakar Gorb-
atsjovs ávallt
sagðir til taks
Búdapest. Reuter.
EINN AF andstæðingum stefnu
Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleið-
toga sakar hann um að víkja af
braut grundvallarsjónarmiða
leninismans og segir að vel sé
hægt að skipta um leiðtoga.
Þetta kom fram í viðtali sem ung-
verska dagblaðið Mngyar Hirlap biiti
á föstudag við Nínu Andrejevu sem
er kennari í Leníngrað. Hún réðst
einnig á Gorbatsjov og stefnu hans
í bréfi er hún sendi blaðinu Sov-
étskaja Rossíja í fyrra.
„Komi til þess að vikja verði Gorb-
atsjov er nóg af arftökum í miðstjórn-
inni,“ sagði Andrejeva. „Mörgum
finnst hann hafa vikið frá grundvall-
aratriðum lenínismans og gefið
lausan tauminn and-sósíaliskum
hugmyndum." Andrejeva, sem varð
formaður samtaka í Moskvu er nefn-
ast Eining um hugsjónir Leníns og
kommúnismans síðastliðið vor, hældi
Nicolae Ceausescu Rúmeníuleiðtoga
fyrir að benda öllum ríkjum, sem
hygðust taka upp markaðsbúskap, á
að þau myndu þurfa að sætta sig
við verðbólgu, svartamarkaðsbrask
og versnandi lífskjör.
Yilja ljúka samningum
við EB fyrir árslok 1990
- rýmri tími gefinn hjá Evrópubandalaginu
Genf. Frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
VÆNTANLEGAR samningaviðræður við Evrópubandalagið (EB) bar
hæst á fundi utanríkisráðherra aðiidarlanda Fríverslunarbandalags
Evrópu (EFTA), sem hófst hér í gær. Fögnuðu ráðherrarnir stefinu-
yfirlýsingu leiðtogaráðs EB, sem birt var síðdegis á laugardag í
Strassborg. Er það vilji EFTA-ráðherranna og EB-leiðtogaráðsins,
að samningaviðræðum milli bandalaganna ljúki sem fyrst og vilja
ráðherranir að það takist fyrir lok næsta árs.
Á lokastigi fundar leiðtoga EB-
landanna í Strassborg á laugardag
var horfið frá því ráði að hafa í
ályktun fundarins, að stefnt skyldi
að því að viðræðunum við EFTA
lyki fyrir árslok 1990, eins og sagt
var í frétt Morgunblaðsins á sunnu-
dag. Breyttu leiðtogarnir drögum
að yfirlýsingu sinni á þann veg
síðdegis á laugardag, að í stað þess
að nefna ákveðinn tíma, segir í
endanlegum texta, að samningun-
um við EFTA skuli ljúka svo fljótt
sem auðið er. Bent er á, að fram-
kvæmdastjórn EB fái ekki formlegt
umboð til samninga fyrr en snemma
í vor og því kunni árið að reynast
of skammur tími. Þá hafa Belgar
bent á, að EB þurfi að gera ráð
fyrir því að finna málamiðlun í
ýmsum ágreiningsefnum við EFTA.
Loks vilja suðlægu ríkin innan EB
hafa nægilegt svigrúm til að gæta
hagsmuna sinna, einkum varðandi
viðskipti með landbúnaðarvörur.
Á fundi EFTA-ráðherranna í gær
gerðu þeir hver um sig grein fyrir
almennum fyrirvörum ríkisstjórna
sinna, sem þær ætla að kynna í
viðræðunum við EB. Lagði Jón
Baldvin Hannibalsson utanríkisráð-
herra áherslu á sérstaka hagsmuni
íslendinga vegna viðskipta með
sjávarafurðir.
í dag ræða ráðherrarnir hvernig
samskiptum EFTA við Austur-
Evrópuríki skuli háttað. Er ráðgert
að ganga formlega frá stofnun þró-
unarsjóðs fyrir Júgóslavíu en svip-
aður sjóður var stofnaður á sínum
tíma fyrir Portúgal, sem nú hefur
gengið í EB. Talsmaður EFTA sagði
við blaðamenn, að samtökin þættu
fýsilegur samstarfsaðili fyrir ríki,
sem standa utan við evrópska sam-
vinnu. Hefðu ríki við Miðjarðarhaf
og Persaflóa lýst áhuga á sam-
starfi við EFTÁ-ríkin. Myndi gildi
EFTA aukast enn eftir að samning-
ar hefðu tekist við Evrópubandalag-
ið.
Fundi ráðherra lýkur í dag. Á
morgun sitja þeir flestir sameigin-
legan fund ráðherra 24 ríkja um
þróunaraðstoð við Pólland og Ung-
veijaland, sem haldinn er í Brussel.