Morgunblaðið - 12.12.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.12.1989, Blaðsíða 18
GOTT FÓLK/SlA 18 MORGUNBLAÐIÐ ]>RIÐJUDÁGUR 12. DESEMBER 1989 Jólagjafir sem sýna hlýhug Nú getur þú gefið krökkunum nærbol og nærbuxur úr hlýrri angóruull og þeim fullorðnu húfu, trefil og vettlinga í sérstökum gjafapökkum. Þeim verður án efa hlýtt til þín sem fá fatnað úr angóru- ull í jólagjöf frá þér. Angóruullin gefur átta sinnum meiri einangrun en aðrar ullartegundir og er auk þess fínni og létt- ari. Hún hleypir svita vel . í gegnum sig og getur tek- ið í sig allt að fjór- falda þyngd sína af raka án þess að einangrun- argildið skerðist. Fyrir krakkana skiptir miklu máli að þá klæjar ekki í nærfatnaði úr angóruull og veturinn verður leikur einn. Mjúkir pakkar eru að koma í tísku aftur hjá krökkum og þegar þeir fara út að leika sér eftir jólin kunna þeir gott að meta í hlýrri angóruullinni. Fullorðnir þurfa ekki síður að verjast kulda og frosti og fatnaður úr angóruull er bæði glæsilegur og hlýr auk þess að vera léttur og þægilegur. Sýndu hlýjar til- finningar og gefðu fatnað úr angóruull í sérstökum gjafapökk- um í jólagjöf. sími 666006 UTSOLUSTAÐIR: REYKJAVÍK Álafossbúðin Árbœjarapótek Borgar Apótek Breiðbollsapótek Ellingsen Garðs-Aftótek Háaleitis Apótek Hoits-Apótek Ingólfs Apótek Laugavegs Apótek Lyfjabúðin Iðunn Rammagerðin Skátabúðin Sportvai Ull og Gjafavörur Útilif Veiðibúsið Veióivon SELTJARNARNES Sportlíf KÓPAVOGUR Kópavogs Apótek GARÐABÆR Apótek Garðabcejar HAFNARFJÖRÐUR Apótek Norðurbcejar Hafnarfjaröar Apótek KEFLAVÍK Samkaup KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR íslenskur Márkaður MOSFELLSBÆR Mosfells Apótek Verstunin Fell Verksmiðjuútsala Álafoss AKRANES SJúkrabúsbúðin BORGARNES Kf. Borgfirðinga ÓLAFSVÍK Söluskáli Einars Krisljánssonar STYKKISHÓLMUR Hólmkjör BÚÐARDALUR Datakjör PATREKSFJÖRÐUR Versl. AraJÓnssonar tAlknafjörður Bjamabúð ÞINGEYRI Kf. Dýrfirðinga FLATEYRI Brauðgerðin BOLUNGARVÍK Einar Guðfinnsson ÍSAFJÖRÐUR Sporlblaöan HÓLMAVÍK Kf. Steingrímsfjarðar HVAMMSTANGI Vörubúsið Hvammstanga BLÖNDUÓS Apótek Blönduóss SAUÐÁRKRÓKUK Skagfi rð ingabúð VARMAHLÍD Kf. Skagfiröinga SIGLUFJÖRÐUR Versl. Slg. Fanndal ÓLAFSFJÖRÐUR Valberg DALVfK Dalvikur-Apótek Versl. Kotra AKUREYRI Versl. Paris HÚSAVfK Bókav. Þórarins Stefánssonar MÝVATNSSVEIT Verslunin Sel RAUFARHÖFN Snarlið VOPNAFJÖRÐUR Kf. Vopnfirðinga SEYÐISFJÖRÐUR Versl. E.J. XVaage NESKAUPSTAÐUR Versl. S.Ú.N. EGILSSTAÐIR Kf. Héraðsbúa ESKIFJÖRDUR Sportv. Hákons Sófussonar FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR Kf. Fáskrúðsfjaröar STÖÐVARFJÖRÐUR Kf. Stöðfirðinga BREIDDALSVÍK Kf. Stöðflrðinga HÖFN Kf. A.-Skaftfellinga FAGURHÓLSMÝRI Kf. A.-Skaftfellinga HELLA Rangár-Apótek SELFOSS Vöruhús K.Á. HVERAGERÐI Heilsubúö N.L.F.f. Ölfus Apótek Deilt á dulmáli Bækur Björn Bjarnason ÚTGANGAN - bréf til þjóðar Höfundiir: Úlfar Þormóðsson. Útgefandi: Frjálst framtak hf., 1989. 124 blaðsíður. Uppgjörið innan Alþýðubanda- lagsins tekur á sig ýmsar myndir. Því miður hafa menn innan flokks- ins ekki haft þrek til að ganga á hólm við lygina sem haldið hefur verið á loft í nafni hans og for- vera hans Sameiningarflokks al- þýðu - Sósíalistaflokksins og Kommúnistaflokks íslands, sem var stofnaður 1930. Bókin Út- gangan — bréf til vinar er sam- kvæmt kynningu á bókarkápu „uppgjör höfundarins við ákveðna menn og málefni á íslandi" og enn segir á sama stað um verk Úlfars: „Hann fjallar opinskátt um átök innan Alþýðubandalagsins, frama og valdapot einstakra manna og aðferðir sem beitt er í þeirri bar- áttu. Það verður eitthvað undan að láta og kannski er það ekki nema eðlilegt að einhver hafi ham- skipti eða gangi út úr sjálfum sér eins og gerist í sögu Úlfars.“ Ég verð að viðurkenna að fyrir mig var stór hluti bókarinnar á dulmáli. Líklega er ég ekki nógu vel að mér innan húss í Alj)ýðu- bandalaginu til að þekkja söguper- sónur Ulfars, nema bókin sé öll ein samfelld árás á Ólaf Ragnar Grímsson, formann fiokksins. Enginn vafi er á því, að Úlfar er eindreginn andstæðingur hans. Telur hann flokksformanninn þafa eyðilagt Þjóðviljann, þar sem Úlfar var um tíma formaður útgáfu- stjórnar. Flokksbræður þeirra Ól- afs Ragnars og Úlfars hafa sagt mér, að ástandið sé þannig í Al- þýðubandalaginu, að þar tali menn saman í minni trúnaði um stjórn- mál en við annarra flokka menn. Rennir bók Úlfars stoðum undir þá skoðun, að Alþýðubandalagið sé í raun tveir flokkar. Hvernig getur höfundur starfað heilshugar undir formennsku manns, sem hann lýsir með þessum hætti: „Satt best að segja er hann bleyði- menni og meiri á honum kjafturinn en í honum kjarkurinn"? Sárnar Úlfari hvernig Ólafur Ragnar hef- ur dregið allan mátt úr Þjóðviljan- um og beitt til þess völdum sínum Úlfar Þormóðsson meðal annars með hótun af þessu tagi: „Verði ekki farið að mínum kröfum í þessu máli, og ritstjórinn settur á, mun ég formlega slíta tengslin á_ milli blaðs og flokks og beita aðstöðu minni sem fjármála- ráðherra til þess að knésetja blað- ið!“ — Bendir þetta ekki til þess að ríkisstyrkirnir séu farnir að snúast gegn ritfrelsinu í stað þess að efla það? Og Úlfar tíundar dæmi, þar sem hann telur að Ólaf- ur Ragnar hafi beitt völdum sínum sem fjármálaráðherra tii að hjálpa samheijum. Nefnir hann sérstak- lega útgáfufyrirtækið „Svart á hvítu“. -Úlfar telur það til marks um niðurlægingu Þjóðviljans ogþjóns- lund við Olaf Ragnar Grímsson fjármálaráðherra að blaðið skuli ekki hafa sagt frá því um „Svart á hvítu“ að „fyrirtæki þetta hafði „gleymt“ að skila söluskatts- skýrslum allt þar til söluskatts,,- skuldin" var komin í einar tuttugu og fimm milljónir eða svo. Og þar var alls ekki sagt frá því að fjár- málaráðherra hefði gefið eftir þessa „skuld“ með öllu -og tekið uppí hana hrákaraðan hugmynda- banka sem á fijálsum markaði hefði ef til vill verið seldur fyrir par þúsundir króna.“ Síðan ségir Úlfar að aðstandendur „Svarts á hvítu“ hafi verið og séu „með dyggustu stuðningsmönnum fjár- málaráðherrans í innanflokks- meiðingum“. Allt þetta og meira til, sem höfundur hefur að segja um geðþótta Ólafs Ragnars Grímssonar er þess eðlis, að erfitt er að sjá, hvernig ráðherrann og flokksformaðurinn getur setið þegjandi undir því. Vafalaust vilja málsvarar Ólafs Ragnars helst vísa þessu öllu á bug með skömm- um um Úlfar Þormóðsson og full- yrðingum þess efnis að lítið sé að marka ofstæki hans. Hvað sem slíkri frávísun líður ritar Úlfar þennan hluta bókar sinnar án þess að nota dulmál og í fúlustu alvöru. Úlfar er í þeirri fylkingu Al- þýðubandalagsins sem óttast upp- gjör við fortíð flokksins og umræð- ur um hana. Honum er því þóknan- legt að umræður innan Alþýðu- bandalagsins snúist um annað en lygina sem flokkurinn og forverar hans hafa tekið að sér að verja í íslenskri stjórnmálabaráttu. Úlfar og félagar hans fara undan i flæm- ingi nú orðið, þegar rætt er um hugsjónalegan grundvöll stjórn- málaskoðana þeirra. Með hliðsjón af því er enn undarlegra en ella, að Ólafur Ragnar skuli ekki hafa haft í fullu tré við Úlfar og félaga hans á síðasta landsfundi flokks- ins. Bó_k Úlfars á að sýna óttaleys- ið við Ólaf Ragnar og herða menn í átökum við hann, hún er herhvöt um að hætta að gefa eftir og fyrir- gefa, þegar Ólafur Ragnar er ann- ars vegar. Átökunum í Alþýðu- bandalaginu er síður en svo lokið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.